Leita í fréttum mbl.is

Nýtt plan – harðari meðferð

Óskar skrifar
Jæja þá erum við búin að fá nýtt plan í hendurnar og harðari lyfjameðferð að fara í gang strax í næstu viku.  Það er ljóst að þetta nýja plan tekur í sjálfu sér ekki meiri tíma en það sem unnið hefur verið eftir en mjög líklegt er að aukaverkanirnar verði meiri.  Reyndar má frekar segja að nú komi einhverjar aukaverkanir, því að hún Þuríður hefur fram að þessu ekkert fundið fyrir lyfjameðferðinni.

Ég ætla að reyna að segja ykkur frá því, í eins stuttu (og einföldu) máli og ég get (af því ég veit þið eruð svo forvitin Glottandi) hvernig planið verður. Fyrir það fyrsta mun Þuríður nú fá þrjár tegundir af lyfjum en ekki tvær eins og verið hefur og við getum í raun sagt að þau séu af þremur styrkleikum.  Lyfjagjöfin er sett upp sem sex vikna prógramm.  Hvert prógramm byrjar svo á lyfjagjöf (millisterkt og sterkt til skiptis) þar sem hún þarf að liggja inni á spítala í einn sólarhring þegar hún fær millisterku lyfin og þrjá sólarhringa þegar hún fær þessi sterkari.  Síðan fær hún alltaf í tvö skipti þar á eftir (með vikumillibili) vægasta skammtinn og þarf þá ekkert að liggja inni.  Síðan þegar hún hefur fengið lyf í þrjár vikur koma þrjár vikur þar sem hún fær engin lyf í æð, þannig kemur alltaf góð pása inn á milli – og þar með eru komnar 6 vikur.  Svona mun þetta svo ganga í c.a. 55 vikur, það er að segja ef það er hægt að halda sleitulaust áfram.
Þegar Þuríður fær sterka skammtinn má búast við því að hún missi allt upp í tvær vikur úr leikskóla þar sem ónæmiskerfið verður mjög viðkvæmt á þeim tíma.

Vona að þetta sé nógu skýrt sett upp hjá mér.  Við vitum ekkert meira um það hvers vegna eða hvers eðlis sú stækkun er, sem sást á síðustu myndum.  Eftir þrjá mánuði mun hún svo fara aftur í MRI (Segulómmyndun) og þá kemur í ljós hvort stækkunin var eitthvað tilfallandi eða hvort þetta er eitthvað sem er að halda áfram að stækka.  Við verðum í raun bara að þreygja þorrann fram að því og vona það besta.  Svör við því hvort þessi nýja lyfjameðferð hefur einhver áhrif munu svo ekki fást fyrr en í kringum næstu jól eða jafnvel síðar.

Okkur finnst þessi stækkun sem hefur orðið á æxlinu í raun frekar mikil.  Ég talaði um það síðast þegar ég skrifaði að það væru blöðrur inni í æxlinu sem væru að stækka.  Þessa blöðrur eru í raun mjög litlar, aðeins um 9mm hvor fyrir stækkun.  En núna eru þær orðnar c.a. 17mm og því má segja að þetta sé frekar mikil stækkun þó þetta sé ekki mikið um sig.  

Við vitum að við þurfum ekki að biðja um það en mig langar samt að minna ykkur á að gleyma ekki henni elsku Þuríði í bænum ykkar.  Ég er sannfærður um að góði Guð mun ekki geta annað en hjálpað til við þetta allt saman ef það er nógu stór hópur sem pressar á hann að nú þurfi hann sko að taka á öllu sínu.  Ég veit líka að hann hefur gott fólk sér til aðstoðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur rosalega vel. ég hugsa oft til ykkar. Knús úr Breiðholtinu

Oddný (IP-tala skráð) 22.6.2006 kl. 20:37

2 identicon

þið eruð svo dugleg...og hún Þuríður ykkar og þið eruð alltaf í mínum bænum...því það þarf líka að biðja fyrir ykkur elskulega fólk, svo þið getið staðið við hlið hennar þegar hún þarf sem mest á að halda.

"Að elska er að gera sáttmála við sársaukann."

Hvað er kærleikur ?

Kærleikur er, hvert góðverk sem þú vinnur.

Kærleikur, er hvert bros sem þú gefur.

Kærleikur, er að faðma þann sem grætur.

Kærleikur, er að hugga þann sem syrgir.

Kærleikur, er að gefa þeim sem þarfnast.

Kærleikur, er umhyggja fyrir öllu sem lifir.

Kærleikur, er að biðja fyrir öllum, góðum sem slæmum.

Kærleikur, er ljósið sem býr í hjarta þínu.

Guðný (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 06:17

3 identicon

Hugsa til ykkar á hverjum degi.
Gangi ykkur vel...

Knús

Dúsdús (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 07:08

4 identicon

Gangi ykkur sem allra best!
Þuríður er með í bænum okkar.
Kærar kveðjur Elsa og fjölskylda

Elsa (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 09:35

5 identicon

Gangi ykkur sem allra best með hana yndislegu Þuríði Örnu ykkur og auðvitað hin börnin ykkar 2 ekki má nú gleyma þeim í öllum þessum veikindum. Hugsa til ykkar næstum daglega og Þuríður Arna er í bænum mínum á hverju kvöldi.
Megi góður guð vaka yfir ykkur og styrkja:-)
Kærar kveðjur Sólveig, Kalli, Elín Helena & Guðmunda Marta

Sólveig Ásta Guðmundsd & fjölsk Hafnafirði (IP-tala skráð) 25.6.2006 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sextán?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband