19.6.2006 | 11:29
Allt óljóst enn.
Óskar skrifar.
Jæja þá erum við búin að hitta læknana í morgun og ætla ég að reyna að segja ykkur aðeins frá því hvernig staðan er. Meginniðurstaðan er í rauninni sú að það er ljóst að það hafa orðið breytingar í æxlinu en á þessari stundu er útilokað að segja hvers vegna þær hafa orðið eða hvort þetta sé upphafið að frekari breytingum.
Við höfum stundum talað um það hér að inni í sjálfu æxlinu séu einhverskonar vökvafylltar blöðrur og að svo virðist vera sem þær séu versti hluti þessa vefjar. Breytingarnar sem eru að sjást núna eru á þessum blöðrum, þær eru að stækka. En ummál æxlisins sjálfs er ekkert að breytast, þ.e. sem sagt ekki að þrýsta á neina aðra hluta heilans.
Okkur var sagt í morgun að þó það væri líklegt að breytingarnar kæmu ekki af góðu þá væri samt sem áður ekki hægt að útiloka neitt og þar með er það ekki útilokað að um sé að ræða bólgur/bjúg sem myndast út af lyfjameðferðinni. Þannig væri æxlið eða þessar blöðrur, að bregðast við áreiti lyfjameðferðarinnar og það í sjálfu sér gæti leytt til góðs til lengri tíma litið. En á hinn bóginn (og sennilega er það líklegra) gætu breytingarnar verið af slæmum toga og þá meina ég að þetta sé í raun að byrja að stækka og þá þorir maður ekki að velta því of mikið fyrir sér hvað það þýðir. En þó fullyrða þeir læknarnir að það sé ekki inni í myndinni að æxlið breytist í illkynja þó það tæki upp á því að stækka.
Næstu skrefin eru þau að krabbameinslæknarnir hér heima (í samráði við taugalæknana) þurfa að gera sér einhverjar hugmyndir um það hvort þeir vilji breyta lyfjameðferðinni og það ætla þeir að gera á næstu dögum. Þá kemur það víst til greyna að gefa henni sterkari lyf sem þá væntanlega gætu haft meiri áhrif, bæði þá gagnvart meininu en einnig gæti það þá haft meiri áhrif á líðan Þuríðar á meðan á þessu stendur. En þetta semsagt skýrist betur á næstu dögum.
En Boston-læknarnir ætla einnig að vinna áfram í málinu þar sem þeir munu taka myndirnar með sér til Boston og skoða þær betur þar í samráði við sitt teymi og þar verður væntanlega skurðlæknirinn á meðal þar sem nauðsynlegt er að meta hvort breytingarnar hafi einhver áhrif á mögulega skurðaðgerð.
Síðan mun Þuríður fara aftur í sneiðmyndatöku fyrr en áætlað hafði verið því að nú vilja þeir fá að sjá eins fljótt og hægt er hvort eitthvað meira sé að gerast. Ef þetta heldur áfram að breytast þá gæti farið svo að frekari aðgerðarúrræði verði skoðuð fyrr en gert var ráð fyrir. Þetta er semsagt allt í lausu lofti eins og þið getið lesið og eins og hjúkkan okkar sagði í morgun það vesta er að við vitum ekki neitt. Og það er nákvæmlega málið, það hafa orðið einhverjar breytingar en svo virðist vera að útilokað sé að segja á þessari stundu hvers eðlis þær eru eða hverjar afleiðingarnar verða.
VIÐ BARA BÍÐUM ÁFRAM.
Jæja þá erum við búin að hitta læknana í morgun og ætla ég að reyna að segja ykkur aðeins frá því hvernig staðan er. Meginniðurstaðan er í rauninni sú að það er ljóst að það hafa orðið breytingar í æxlinu en á þessari stundu er útilokað að segja hvers vegna þær hafa orðið eða hvort þetta sé upphafið að frekari breytingum.
Við höfum stundum talað um það hér að inni í sjálfu æxlinu séu einhverskonar vökvafylltar blöðrur og að svo virðist vera sem þær séu versti hluti þessa vefjar. Breytingarnar sem eru að sjást núna eru á þessum blöðrum, þær eru að stækka. En ummál æxlisins sjálfs er ekkert að breytast, þ.e. sem sagt ekki að þrýsta á neina aðra hluta heilans.
Okkur var sagt í morgun að þó það væri líklegt að breytingarnar kæmu ekki af góðu þá væri samt sem áður ekki hægt að útiloka neitt og þar með er það ekki útilokað að um sé að ræða bólgur/bjúg sem myndast út af lyfjameðferðinni. Þannig væri æxlið eða þessar blöðrur, að bregðast við áreiti lyfjameðferðarinnar og það í sjálfu sér gæti leytt til góðs til lengri tíma litið. En á hinn bóginn (og sennilega er það líklegra) gætu breytingarnar verið af slæmum toga og þá meina ég að þetta sé í raun að byrja að stækka og þá þorir maður ekki að velta því of mikið fyrir sér hvað það þýðir. En þó fullyrða þeir læknarnir að það sé ekki inni í myndinni að æxlið breytist í illkynja þó það tæki upp á því að stækka.
Næstu skrefin eru þau að krabbameinslæknarnir hér heima (í samráði við taugalæknana) þurfa að gera sér einhverjar hugmyndir um það hvort þeir vilji breyta lyfjameðferðinni og það ætla þeir að gera á næstu dögum. Þá kemur það víst til greyna að gefa henni sterkari lyf sem þá væntanlega gætu haft meiri áhrif, bæði þá gagnvart meininu en einnig gæti það þá haft meiri áhrif á líðan Þuríðar á meðan á þessu stendur. En þetta semsagt skýrist betur á næstu dögum.
En Boston-læknarnir ætla einnig að vinna áfram í málinu þar sem þeir munu taka myndirnar með sér til Boston og skoða þær betur þar í samráði við sitt teymi og þar verður væntanlega skurðlæknirinn á meðal þar sem nauðsynlegt er að meta hvort breytingarnar hafi einhver áhrif á mögulega skurðaðgerð.
Síðan mun Þuríður fara aftur í sneiðmyndatöku fyrr en áætlað hafði verið því að nú vilja þeir fá að sjá eins fljótt og hægt er hvort eitthvað meira sé að gerast. Ef þetta heldur áfram að breytast þá gæti farið svo að frekari aðgerðarúrræði verði skoðuð fyrr en gert var ráð fyrir. Þetta er semsagt allt í lausu lofti eins og þið getið lesið og eins og hjúkkan okkar sagði í morgun það vesta er að við vitum ekki neitt. Og það er nákvæmlega málið, það hafa orðið einhverjar breytingar en svo virðist vera að útilokað sé að segja á þessari stundu hvers eðlis þær eru eða hverjar afleiðingarnar verða.
VIÐ BARA BÍÐUM ÁFRAM.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Engin könnun í gangi einsog er.
Athugasemdir
Maður er hálf orðlaus eftir síðustu færslur ykkar. Get ekki sett mig í ykkar stöðu heldur rétt svo ímyndað mér hana. Baráttan heldur greinilega áfram og staðan, að mér skilst á ykkar skrifum, langt frá því að vera vonlaus, þó hún sé erfið. Nú er bara að halda baráttunni áfram með Þuríði Örnu. Það er auðvitað mjög auðvelt fyrir mann að segja fólki að halda áfram þegar svona fréttir berast, þar sem maður þarf ekki að standa í henni sjálfur, heldur einungis vera áhorfandi en það sem ég þekki af þessari fjölskyldu og hef lesið hjá ykkur þá eru þið öll búin að standa ykkur frábærlega síðan þessi barátta byrjaði og raunverulegar hetjur. Þið hafið kraftinn og viljann til að berjast áfram eins og ljón. Það litla sem ég get gert mun ég gera eins vel og ég get til að styðja ykkur þ.e. senda góða strauma og biðja fyrir ykkur öllum.
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 20:16
Ég vona svo innilega að allt fari vel!
Anna (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning