Leita í fréttum mbl.is

Þuríður Arna

Ég var nú ekki að reyna græta ykkur í síðustu færslu, sorrý pallarnir mínir!!

Allavega þá man ég daginn einsog hafði gerst í gær þegar við uppgvötuðum að það væri eitthvað að hrjá hana Þuríði mína.  Þennan dag var Skari og Þuríður búin að vera í áttræðis afmæli hjá ömmu Jó heitinni, ótrúleg tilviljun að hún veikist þennan dag 25.okt'04 þegar amma Jó átti afmæli og fór til Boston daginn sem amma Jó dó. Næstum því á sömu mínútunum við vorum að fara í loftið kvaddi hún þennan heim væntanlega því hún vildi fá að koma með okkur í þessa stóru ferð og passa vel uppá langömmubarnið sitt, við allavega trúum því.

Já þetta kvöld var einsog hún væri eitthvað að stirna upp, starði útí loftið en við héldum fyrst að hún væri bara að fá störu væri þreytt eftir daginn.  En daginn eftir hélt þetta áfram og hún fékk þetta endalaust oft í röð og þá var nóg komið og við fórum með hana uppá Barnaspítala Hringsins og þar tók á móti okkur með bestu læknum sem við þekkjum hann Ólafur.  Hann hefur líka alfarið séð um hana síðan hún veiktist, gætum þar ekki verið heppnari með lækni plús nottla alla hina sem hafa og sjá um hana í dagHlæjandi.

Þetta gerðist allt svo hratt, jú hún fékk fyrst einhver lyf og við vorum send heim.  Um nóttina sváfum við EKKERT því þá var Þuríður að krampa á nokkra mínútna fresti og að sjálfsögðu var maður vakandi yfir henni.  Alltíeinu var hún orðin uppdópuð uppá spítala og vissi ekki hvað hún hét, hélt ekki höfði og hvað þá gat setið.  Frekar erfitt að sjá barnið sitt svoleiðis.

Allavega ég ætla samt ekkert að fara nánar útí þessa daga, vill ekki græta ykkur meir.  En eftir að Þuríður mín veiktist hefur allt mitt hugarfar gagnkvart lífinu breyst rosalega mikið og hvað metur það orðið miklu meir en maður gerði áður.  Reyndar finnst mér rosalega erfitt að vita að það þarf oftast eitthvað svona að gerast  hjá fólki jú einsog mér þannig að maður metur allt miklu betur en maður gerði áður.  Ég er þakklát fyrir hvern dag sem ég fæ og reyni að nýta þá einsog þetta sé minn síðasta því þá verða þeir líka alltaf svo góðir og skemmtilegirBrosandi

Reyndar hef ég engan tíma til að skrifa meir núna en það verður framhald með þetta á morgunHissa
Verið dugleg að knúsa hvort annað og þið segið aldrei nógu oft hvursu mikið þið elskið eða þykið vænt um hvort annað og munið að ALLTAF að kveðja það lærði ég allavega af pabba mínum (ég hef þá eitthvað lært af honum eheh), maður veit aldrei?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sjö?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband