13.12.2006 | 08:10
Yndislegust
Í gær þegar við mæðgur vorum á leiðinni uppá spítalan í geislunina var eitthvað svo gaman því hún Þuríður mín sem segir vanalega ekki orð, ekki mikið fyrir að tjá sig sem veikindin gera henni ö-a. Það hefur alltaf verið erfitt að vera í samræðum við hana og ef ég ætla að fá hana til að segja eitthvað þá verð ég að láta hana horfa í augun mín og reyna fá upp einhverjum orðum en svoleiðis var það ekki í gær eða síðustu daga en besti dagurinn var í gær.
Hún nefnilega síkjaftaði við móður sína alla leiðina uppá spítala sem var æðislegt, hún var að spurja mig spurninga sem hún er ALLS EKKI vön að gera. Hún er t.d. mjög forvitin þessa dagana hvenær allir eiga afmæli spyr og spyr, svo er hún farin að segja mér frá hlutum sem hún hefur aldrei gert eftir að hún veiktist sem mér finnst æðislegt. Þið getið ímyndað ykkur hvernig mér líður ef þið ímyndið ykkur að barnið ykkar sé að læra tala og er að segja orð sem það hefur aldrei sagt áður, þetta er alveg æði. Svo hefur hún verið eitthvað svo hress, það hafa núna komið tveir dagar í röð sem hún hefur ekki krampað sem hefur ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær. Ohh mæ hvað þetta er yndislegt líf!!
Held að Þuríður mín sé að reyna fá mömmu sína í jólaskap, þetta er hennar trix til að láta mér líða vel og henni tekst það ágætlega. Vonandi heldur þetta svona áfram!!
Hún er reyndar farin að fá einhver öskursköst sem við höfum aldrei séð áður, hvort að geislameðferðin fari svona í hana vitum við ekki þannig við spurjum læknana á eftir. Hún stendur bara á gólfinu og öskrar og er alveg öskurreið, ekki gaman að sjá þetta.
Í gær þegar ég var með Þuríði mína í geislameðferðinni leið mér einsog ég væri orðin ein af starfsfólkinu þar sem ég var látin fara með rúmið hennar Þuríðar minnar inná "dagdeildina" frá "vöknuninni". Þetta er eitthvað sem manni langar ekki að upplifa því mér leið einsog ég ætti að kunna allt, rata um allan spítalan sem er hálfgert völundarhús og erfitt fyrir fólk að rata sem kemur sjaldan þangað. Þetta er eitthvað sem mig langar ekki að kunna, við vitum orðið þegar okkur finnst það eigi að leggja hana inn vegna krampa, við "sjálf" getum "útskrifað" hana þar að segja ef okkur finnst við treysta okkur til að vera með hana heima. Maður kann orðið á öll lyfin hennar, allar aukaverkanir. Ég veit orðið of mikið um þessi veikindi sem mig eða nokkur maður langar að læra á nema að þú ætlir að verða læknir.
Theodór minn er ekki að meika það á nóttinni, aaaaaaaaargghh!! Hann bara grætur og grætur, enda lekur mikið úr eyrunum hans greinilega að þjáðst drengurinn. Hann er samt á pensilíni sem gerir greinilega ekkert gagn fyrir hann, hvað er hægt að gera fyrir hann?
Púffh það er svoooo mikið að gera hjá stórfjölskyldunni þessa dagana fyrir jól, mér finnst ég eftir að gera svo mikið en samt búin að kaupa allar jólagjafir well eftir handa Skara mínum og ég hef engan tíma fyrir þetta allt saman. Getur einhver bætt sirka 5 klukkutímum í sólarhringinn fyrir mig, það væri velþegið.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er gaman að heyra þetta. Frábærar fréttir, jólasveinninn hefur aldeilis gefið þér í skóinn Áslaug og Óskar.
Aumingja Theodór litli, þetta er hræðilegt, mín börn voru með svona í eyrunum og Sigurður Stefánsson í Glæsibæ hjálpaði þeim.
Njótið þess að vera í jólaskapi með Þuríði, ef hún sér ástæðu til að hlakka til þá er sannarlega ástæða til að hlakka til
Kv Sigga
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 09:25
Hún Þuríður litla er alveg yndisleg...
En með Theodór litla, er hann með rör? Ef ekki þá held ég að það sé meira en tími til kominn fyrir það! Mín breyttist í allt annað barn þegar hún fékk rörin sín.
Gangi ykkur vel
Sara (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 12:43
ég kíki stundum á bloggið hjá þér og fylgist með litlu hetjunni ykkar þó að ég þekki ykkur ekki neitt. mikið er hún falleg, og þau öll bara.
sá hvað þú hafðir skrifað með eyrun á litla pjakknum þínum og langaði að gefa þér smá ráð, ég var með einn sem að var endalaust með í eyrunum og lagaðist ekkert með penisilíni, svo gaf ein kona mér gamalt húsráð og það virkaði!!!
Hún sagði mér að setja ólívuolíu í eyrun á honum 3 til 4 sinnum á dag og ekkert annað, bara láta leka inn með lítilli trekt, það var alveg ótrúlegt hvað þetta virkaði og eftir þetta hef ég bent vinum og vandamönum með sama vandamál á þetta og þetta hefur virkað undantekningalaust....
Þannig að það sakar ekki að prufa:)
Vona að guð gefi ykkur gleðileg jól og að litlu hetjunni fari að líða betur, þið eruð í bænum mínum.
'okunnug mamma
sbh (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.