Leita í fréttum mbl.is

Upptekin fjölskylda

Endalaust mikið að gera hjá okkur og nánast engin tími til að setjast hérna niður og skrifa e-h ritgerð og svo hef ég heldur ekkert svo mikið að segja sem er bara frábært því það gengur svo hrikalega vel með Þuríði mína.  Hún var einmitt að fá "inngöngu" hjá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og stefnan er sett á sjúkra og iðjuþjálfun þar næsta haust sem bara flott en munum samt sakna okkar frábæra sjúkraþjálfara hjá greiningarstöðinni sem við erum að sjálfsögðu ekki búin að kveðja alveg.  Neinei hún losnar ekki svo auðveldlega við okkur.

Næstu dagar hjá okkur verða frekar uppteknir og mjög skemmtilegir.  Þuríður mín er endalaust kát einsog vanalega, það er svo gaman að vera í kringum hana og svo er hún mikill húmoristi.  Við keyptum vatnsbyssur handa liðinu og þá var Þuríður mín ekki lengi að tilkynna ömmu sinni Oddný að hún ætlaði að sprauta á hana sem hún nota bene kallar "ömmu dreka" hehe og finnst það endalaust fyndið.  Amman var þá ekki lengi að fara útí búð og keyptu stærstu vatnsbyssuna og tilbúin í vatnsslag við Þuríði mína sem henni fannst ennþá fyndnara.

Þuríði minni finnst heldur tómlegt að vera "ein" (þó hún njóti þess líka)með mömmu sinni og pabba á daginn og eftir ca tvo tíma eftir að hin eru farin á leikskólann þá er hún farin að biðja um að sækja þau sem ég skil mjög vel.  En við ætlum að leyfa þeim að vera í fríi þessa vikuna sem þau eru hrikalega spennt fyrir.

Lítið annað að segja nema að öllum líður vel.  Vill senda í lokin stórt knús til Bjarkar okkar "töffara" sem ætlum að hitta í næstu viku, ég trúi ekki öðru en þér mun ganga rosalega vel í dag elsku Björkin okkar.  Hugsum endalaust mikið til þín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er endalaust gaman að fylgjast með þessari "STÓRFJÖLSKYLDU" þessar vikurnar.  Þvílíkt annríki eins og auðvitað er á "stórum" bæjum, þar sem fullt er af börnum. 

Ég hef áður sagt að ég er viss um að börnin ykkar eru sérstaklega heppin með foreldra.

Treysti því að sumarsólin verði endalaust á ykkur í sumar og allir verði hressir og kátir.

Þess óskar Sólveig

Sólveig (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 13:27

2 identicon

Frábær amma sem þau eiga hehe 

kv.Guðmunda

Guðmunda (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Aprílrós

Oh en yndislegt, ég samgleðst alveg innilega ykkur fallegu fjölskyldu ;)

Aprílrós, 15.6.2009 kl. 18:54

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú er Þuríður að upplifa þessi miklu þáttaskil þegar hún er í grunnskóla en hin í leikskóla. Hún er auðvitað svo vön að þau fylgist að og þá sérstaklega hún og Oddný Erla.

Ég vildi vera viðstödd þegar hún og amma dreka taka vassbunuslaginn. Yngri sonur okkar fékk síma ömmu í fótbolta með sér sem lítill pjakkur, sem er útaf fyrir sig ekki fréttir, en amman hefði ekki verið með bilaðar fætur eftir æðahnúta og æðabólgur og svo var annar öklinn staur. Ömmur gera ALLT fyrir litlu skottin sín. Njótið lífsins

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.6.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband