17.8.2006 | 11:32
Ný könnun
Setti inn nýja könnun, ok sá það að ég á ekki að fá lykilorð á síðuna. Frekar margir að fylgjast með og hræddir við að fá ekki lykilorðið þannig hún helst áfram opin en ég er samt ekki alveg búin að ákveða hvað ég mun gera seinna meir.
Jamm og jæja ný könnun komin, hausinn á mér nebbla snýst í marga hringi um að fara í fjarnám í vetur. Hjúkka búin að mæla með að ekki fara í það en mar hlustar víst ekki á allt sem manni er sagt en samt flest.
Jú ég veit að það verður og er brjálað að gera hjá mér en svo langar manni líka að gera eitthvað fyrir sjálfan sig og hafa eitthvað til dundurs þegar ég er uppá spítala annað en að ráfa um netið og vita ekkert hvað ég á að skoða á meðan Þuríður mín er að horfa á Latabæ eða sefur. Ég þarf líka kanski að hugsa um framtíðina well reyndar reyni ég ekki að hugsa um daginn á morgun en samt kemur þetta í hausinn minn, þegar Þuríður mín er búin með lyfjameðferðina og þarf ekki eins mikla ummönnun hvenær sem það verður hvað á ég þá að gera?? Ég verð að vera búin að fá einhverja smá menntun, hef ekki mikla reynslu á vinnumarkaðinum enda ekki mikið um að skipta um vinnur, jú var í Íslandsbanka í tvö ár en það kanski segir ekki neitt þegar ég hef ekki verið útivinnandi í mörg ár.
Ég var/er sem sagt búin að sækja um fjarnám í MK á skrifstofubraut sem tekur og konan þar sem sér um skráningar ætlar að halda plássinu mínu þanga til ég get tekið ákvörðun og hausinn minn hringsnýst í marga marga hringi. Erfitt erfitt!!
Jú ég veit að álagið mun aðeins aukast við að fara í nám og ég veit alveg að ég hef 200% nóg að gera, veit heldur ekki hvernig veturinn verður hjá Þuríði minni og þá verður leiðinlegt að hafa hent þessum peningum í ruslið. Aaaaaaaaaaaargghhhh!!
Einhverjar hugmyndir? Djöh er þetta erfið ákvörðun.
Jamm og jæja ný könnun komin, hausinn á mér nebbla snýst í marga hringi um að fara í fjarnám í vetur. Hjúkka búin að mæla með að ekki fara í það en mar hlustar víst ekki á allt sem manni er sagt en samt flest.
Jú ég veit að það verður og er brjálað að gera hjá mér en svo langar manni líka að gera eitthvað fyrir sjálfan sig og hafa eitthvað til dundurs þegar ég er uppá spítala annað en að ráfa um netið og vita ekkert hvað ég á að skoða á meðan Þuríður mín er að horfa á Latabæ eða sefur. Ég þarf líka kanski að hugsa um framtíðina well reyndar reyni ég ekki að hugsa um daginn á morgun en samt kemur þetta í hausinn minn, þegar Þuríður mín er búin með lyfjameðferðina og þarf ekki eins mikla ummönnun hvenær sem það verður hvað á ég þá að gera?? Ég verð að vera búin að fá einhverja smá menntun, hef ekki mikla reynslu á vinnumarkaðinum enda ekki mikið um að skipta um vinnur, jú var í Íslandsbanka í tvö ár en það kanski segir ekki neitt þegar ég hef ekki verið útivinnandi í mörg ár.
Ég var/er sem sagt búin að sækja um fjarnám í MK á skrifstofubraut sem tekur og konan þar sem sér um skráningar ætlar að halda plássinu mínu þanga til ég get tekið ákvörðun og hausinn minn hringsnýst í marga marga hringi. Erfitt erfitt!!
Jú ég veit að álagið mun aðeins aukast við að fara í nám og ég veit alveg að ég hef 200% nóg að gera, veit heldur ekki hvernig veturinn verður hjá Þuríði minni og þá verður leiðinlegt að hafa hent þessum peningum í ruslið. Aaaaaaaaaaaargghhhh!!
Einhverjar hugmyndir? Djöh er þetta erfið ákvörðun.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Engin könnun í gangi einsog er.
Athugasemdir
Ég held bara að þú ættir að drífa í þessu. Eins og þú segir þá verður þetta erfitt en það dreifir líka aðeins huganum.
Ég veit að þú getur þetta eins og allt annað
Baráttukveðjur Magga mús
Magga K (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 11:49
Já það er erfitt að meta hvað á að gera. En eins og þú segir þá er gott að þú gerir eitthvað fyrir sjálfan þig sem þú þarft að gera líka svo getur þú örugglega farið hægari ferð en hinir þannig að þú sért ekki að setja of mikla pressu á þig bara gera þetta á þínum hraða. Fínt að geta gluggað í námsbækur uppá spítala og svona áður en þú ferð að sofa og kannski þegar krakkarnir eru í leikskólanum.
Ég held að þetta sé peningana virði og hugsaðu bara um að gera eitthvað fyrir sjálfan þig.
Áfram Áslaug.
Brynja (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 12:32
Sammála Brynju. Held að þú ættir að slá til og prófa þetta. Athuga hvort þú getir farið hægari ferð en aðrir og taka eitthvað sem þú sérð fram á að ráða við.
Ef þetta gengur ekki upp þá veistu að þú reyndir /prófaðir og verður kannski sáttari og rólegri yfir þessu og bíður með þetta þar til aðeins seinna. Held að þú verðir ekki sátt nema að prófa.
Þetta er eitthvað sem þú gætir gert fyrir sjálfan þig.
Go girl
Hrafnhildur
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 13:37
Tek undir með ofanrituðum. Þú tekur þetta bara í rólegheitum - endilega hafa eitthvað fyrir stafni fyrir þig sjálfa.
Þegar maður er kominn á vissan aldur þá hefur maður hvort eð er aldrei tíma né hefur efni á því að fara í skóla, svo þú getur allt eins byrjað núna og byrjað bara rólega.
Viss um að þú massir þetta kona!
;)
Dúsdús (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 14:51
Ég er alveg sammála ofangreindum aðilium. Það verður álag að fara í skóla, en jákvætt álag held ég. Eitthvað krefjandi verkefni sem ekki snýr að Þuríði eða hinum krökkunum. Þig langar mikið að gera þetta og þá er um að gera að byrja allavegana á náminu og sjá svo hvernig þetta virkar saman.
Vigga (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 15:05
Takk stelpur fyrir ráðin, ég held að ég sé að verða komin á það að skella mér :) Þá kemur það bara í ljós ef ég höndla þetta ekki.
Knús og kossar
Áslaug (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 16:00
já svona á að hugsa bara að skella sér það kemur þá bara í ljós hvernig gengur :) og þá byrjar maður bara aftur ef illa gengur þangað til markinu er náð.
kveðja aðdándi
konan með pakkan í Boston fluginu skrifar (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 16:17
er ekki hægt að taka bara eitthvað færri fög en fullt nám? þá geturu bara tekið eins mikið og þú treystir þér til:)
hlakka til að sjá ykkur á morgun! knús og kyssi
katrín (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 17:05
Það eru sko sérstakt mörg fög sem ég þyrfti að taka til að geta klárað þetta nám á X mörgum árum, sem sagt fjögur fög en kerlan í skólanum vill að ég taki þessi fög þótt ég sé eiginlega búin með þau. Þannig þetta væri þá hálfgerð upprifun fyrsta hálfa árið þannig þá fer ég létt með þetta :)
Áslaug (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 17:13
go girl :) ekki spurning um að prófa. Maður tapar aldrei á að reyna nýja hluti - annað hvort ganga þeir upp eða ekki og þá er maður amk reynslunni ríkari.
Gangi þér vel!
Sjáumst,
Kristrún
Kristrún (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 19:26
Sammála því að þú eigir bara að skella þér:)
Oddný (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 21:12
Hey auðvitað skellir þú þér í þetta verður bara gaman skemmtilega erfitt fær þig til að dreifa huganum ekki spurning í skóla með þig you go girl :-)
vonandi gengur allt annars vel bestu kveðjur úr næstu blokk hehe
kv Guðrún Bergmann og co.
Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 23:33
Hæ hæ Þú ættir bara að skella þér og svo kemur í ljós hvað þú treystir þér til að taka mikið. Hildur er búin að gera þetta síðustu tvö ár og gengur upp og niður og þetta hefst allt.
Kv. Elsie
Elsie (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 09:39
Þú ert hetja - um að gera að prófa!
Gangi þér vel!...og góða skemmtun í golfmótinu í dag.
Það koma golfarar frá fyrirtækinu mínu og styrkja besta málefnið!!!
Mbk
Elsa
Elsa Nielsen (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 14:30
Takk Elsa mín :)
Áslaug (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning