Leita í fréttum mbl.is

Blebleble

Ég vildi getað stöðvað tímann hér og nú
Innrammað stundina því staðreyndin er sú
Allt sem ég þrái mest,
allt sem mér er mikilsvert er hér.

Vildi að lífið væri svo auðvelt og einfalt en það er ekki svo því verr og miður.

Er eitthvað svo tóm í dag, hef lítið að segja, er leið, alveg að tapa mér úr reiði en finnst svakalega góð hugmynd að fara í Heiðmörkina með egg verst að ég hef engan til að kasta þau í.  Bíður sig einhver fram?

Fór með Þuríði mína uppá spítala í morgun þar sem hún þurfti að fara í blóðprufu, ath lyfjagildið hennar, ætli það þurfi ekki að breyta lyfjunum hennar eitthvað en eina ferðina? Veitiggi, erfitt að segja einsog með allt í kringum mig. 

Einsog ég hef oft áður þá finnst mér allt ótrúlega erfitt, ég á erfitt með að fara út og vera meðal fólks eða réttara sagt er ég hrædd um að hitta fólk sem veitiggi með statusinn hennar Þuríðar minnar og fer að spurja, það finnst mér erfiðasta að svara.  Mér finnst ekki eins erfitt að tala um veikindin hennar við fólk sem veit næstum allt en þegar ég þarf að fara útskýra eitthvað núna þá brotna ég gjörsamlega niður.  Ég á mjög auðvelt með að fara gráta þannig ef þið hittið mig þá bara viti þið af því og mér finnst heldur ekkert vont þegar fólk grætur með mér því ég veit að margir eru hræddir við að brotna niður í kringum okkur en mér finnst ekkert af því.  Við höfum jú öll tilfinningar og svo finnst mér heldur ekkert vont að fá knús enda hef ég fengið mörg knús undanfarna daga sem mér þykir endalaust vænt um.  Þið eruð öll frábær!!

Einsog þið hafið tekið eftir þá hef ég breytt myndinni á toppnum á heimasíðunni en þessi mynd var tekin á besta leikskóla í heimi sem sagt Hofi (þarf reyndar ekkert að nefna það ehe) þegar Þuríður mín var rétt að skríða í þriggja ára aldurinn og þetta var á því tímabili sem henni leið allsvakalega vel, á því þriggja mánaða tímabili sem hún fékk enga krampa sem var æðislegt. Hún er laaaang flottust!!

Það hafa margir verið að spurja okkur um reikningsnúmerið á reikningnum hennar Þuríðar minnar í kjölfar tónelikanna sem haldnir verða 8.nóv (auglýsing um þá kemur ö-a morgun).  Mér finnst reyndar rosalega erfitt og kanski asnalegt að setja það hérna en ok ég ætla að gera það en það verður í fyrsta og síðasta skipti sem ég geri það.  525-14-102022 og kt: 200502-2130.

Haldið áfram að knúsast en núna ætla ég að leggjast uppí rúm með Theodóri mínum og knúsa hann aðeins og ath hvort ég geti sofnað eitthvað með drengnum þar sem ég á mjög erfitt með að sofa á nóttinni.

Knús og kossar
Slauga og co

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður er frekar orðlaus þessa dagana og getur ekki sett sig í ykkar spor. Svona lagað hjálpar manni samt að vera ánægður og hamingjusamur með það sem maður á. Ég einmitt brosti út í annað ásamt því að fá sting fyrir hjartað þegar þú gafst upp reikningsnúmerið því Þuríður Arna og Ingunn Eva eru næstum því jafngamlar, munar ákkúrat tveimur mánuðum á þeim og kennitala þeirra næstum því eins, en Ingunnar er 200702-2630. (smá útúrdúr)
Sendi ykkur öllum stórt knús

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 10:23

2 identicon

Yndisleg mynd, mikið er hún falleg. Gangi ykkur vel í baráttunni og Guð veri með ykkur

Ókunnug (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 12:21

3 identicon

Hugsa um ykkur á hverjum degi..langar mikið til að koma í gegnum tölvuskjáinn og gefa þér alvöruknús. Ég græt með þér vinkona..knús Ólöf.

Olof Olafsdottir (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 12:45

4 identicon

Æðisleg myndin af henni Þuríði Örnu, svooo sæt :O)
Sendi ykkur fullt af jákvæðum straumum, skil vel að þið eigið erfitt þessa dagana, get ekki ímyndað mér hvernig tilfinning það er að geta ekkert gert fyrir litla barnið sitt.
Knús og kram, Jane Petra Íkí-vinkona

Jane og strákarnir (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 13:56

5 identicon

Já hún Þuríður Arna er svo sannarlega gullmoli sem á ekki skilið að þurfa að ganga í gegnum það sem er í gangi. Hún Oddný Erla er líka gullmoli sem gott og gaman er að gleðja. Hann Theadór Ingi er litli prinsagullmoli sem er ofboðslega heppinn að eiga þessa tvær systur, foreldra sem eru frábær, hlý og góð og alla sem næstir ykkur eru. Þið eruð ótrúleg. Bænir okkar liggja til ykkar bæði morgna og kvöld. Farið vel með ykkur. Kveðja Kristín Amelía.

Kristín Amelía frá Hofi (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 15:39

6 identicon

Æj vínkona hvað getur maður sagt en bara ég hlakka til að hitta ykkur ekki spurning og þá muna nú falla nokkur tár alveg pottþétt en ég hlakka samt mikið til. Þá verður þetta allt saman raunverulegra. Knús frá mér til þín og fá Ella til þín og krökkunum til þín, og líka til Óskars og krakkana þinna.
Lol jú

Brynja (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 16:56

7 identicon

Það er langt frá því að vera asnalegt að setja reikningsnúmer á bloggið, ég var einmitt að spá í þessu um daginn þegar ég fór fyrst inn á þessa síðu að mig langaði að leggja einhvað til málana því ef allir leggjast á eitt að þá getið þið allavega einbeitt ykkur að eiga sem bestu stundir saman og ekki þurfa að hafa áhyggjur af peningamálum, því svona málefni kalla á mikla samstöðu. Ég hvet alla sem heimsækja síðuna og aðra til að athuga hvort það geti ekki lagt sitt af mörkum til að þið getið átt vonandi margar frábærar stundir saman!

Ég bið svo innilega eftir kraftaverki!

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 19:47

8 identicon

ég hef fylgst með baráttunni hennar Þuríðar svona aðeins í gegnum hana Ólöf Ingu frænku. að hluta veit ég hvað þið gangið í gegnum...og ég bið fyrir litlu hetjunni ykkar.
það eina sem hægt er að gera í stöðunni er að reyna að njóta dagsins í dag.
ég mun pottþétt mæta á styrktartónleikana.

ókunnug (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 09:23

9 identicon

Vona að reikningsnúmerið sé enn í gildi

JBJ (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tólf?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband