Leita í fréttum mbl.is

Erfitt erfiðara erfiðast

Einsog þið hafið tekið eftir þá hef ég ekkert skrifað þessa vikuna, Skari séð alfarið um það. 

Ég er bara gjörsamlega orku- og andlaus, ég veit eiginlega ekkert hvað ég get sagt núna.  Ef mér hefur einhverntíman á ævinni liðið illa þá meina ég viriklega illa þá er það núna, mér hefur oft liðið illa á þessum tveimur árum síðan veikindnin hennar Þuríðar minnar uppgvötaðist en aldrei í líkindum við það einsog mér líður í dag.

 

Hnúturinn í maganum stækkar bara og stækkar, augun mín bólgna bara meira og meira, ég er ótrúlega viðkvæm og á mjög erfitt með það að vera ein heima hvort sem það er ein með öll börnin eða bara með Theodór.  Ég á ótrúlega erfitt með að höndla þessar fréttir, ég er alltaf að bíða eftir að Skari vekji mig af þessari martröð.  Ég á mjög erfitt með að ná mér niður í svefn, hef sama sem ekkert sofið síðan á mánudaginn það er líka það því hann Theodór minn Ingi sefur líka miklu verr þannig það skánar ekkert við það. 

Það er ótrúlega gott að finna fyrir því hvað við eigum góða að, ég bara vissi ekki að ég þekkti svona mikið af góðu fólki.  Knús til ykkar allra!!

Þetta verður bara stutt í dag, ég á nógu erfitt með að skrifa þetta en langaði bara að láta “heyra” aðeins í mér og senda stórt knús ykkar allra.

Góða helgi allir og verið góð við hvort annað og ég minni ykkur á að þið segið aldrei nógu oft hvað ykkur þykir vænt um hvort annað.

Knús og kossar
Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku vínkona gaman að fá smá blogg frá þér og maður finnur svo rosalega mikið til með þér og ykkur. En mikið rosalega var gaman að heyra í ykkur í gær bara alveg nauðsynlegt og það verður sko gaman þegar maður getur loksins knúsað ykkur og hver veit með nachosið uuhhmmm.
kv. frá Danaveldi

Brynja (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 17:14

2 identicon

Kæra fjölskylda
Vildi láta vita, eins og svo margir aðrir, að ég hugsa til ykkar og sendi ykkur mína bestu strauma. Guð geymi ykkur og þið verðið í bænum mínum.
Guðrún Hallfríður Akranesi

Guðrún Hallfríður (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 17:33

3 identicon

Elsku Áslaug,

Mikið er gott að "heyra" aðeins frá þér :) Tek alveg undir með Brynju, ég finn svo mikið til með þér/ykkur og eins og ég skil vel hvað þér líður rosalega illa get ég ekki gert mér í hugarlund hvernig það er... Þú ert mjög sterk og átt sterka að, ekki gleyma því.

Þangað til næst *kossar og knús*

Betan (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 17:34

4 identicon

sendi stórrt knúss og hlýja strauma..............þetta er erftii og ég skil vel að þér líði illa.Haldið áfram að vera góð við hvort annað.kveðja ókunnug

pakka konan (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 17:42

5 identicon

Elsku Áslaug mín

Þú ert ein sterkasta manneskja sem ég þekki, það ásamt þeim stuðningi sem þú færð frá Óskari, fjölskyldu og vinum á eftir að koma þér og okkur öllum í gegnum þetta.

Takk fyrir matinn í gær, vonandi náðum við að dreifa huga ykkar eitthvað þó að það hafi ekki verið nema í nokkrar mínútur. Það var gott að sjá að Þuríður er hress og þið eruð öll hetjur.

Þú bjallar svo í mig annaðkvöld og ég kem og til ykkar og við höfum það huggulegt öll saman. Þú þarft ekki að vera mikið ein, vinir þínir og fjölskylda eru alltaf tilbúnir að vera hjá þér þegar Óskar er ekki heima.

Knús knús
Vigga

Vigga (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 18:40

6 identicon

Góða helgi Áslaug mín - gott að "heyra" frá þér aftur. Við hugsum hlýtt til ykkar á hverjum degi!

Elsa NIelsen (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 22:35

7 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.
Ég finn rosalega til með ykkur og það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig ykkur líður í raun. Mér finnst þið ofboðslega sterk og styrkja hvort annað þú og Óskar. Ég sagði við mömmu þína um daginn að það væri svo erfitt að segja eitthvað, sem gagnaðist... maður vonast eftir kraftaverki og finnst ótrúlegt hvað þið eruð bæði sterk og dugleg. Guð veri með ykkur.

Kær kveðja,

Stella

Stella Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 23:04

8 identicon

Hugsum vel til ykkar á hverjum degi og sendum ykkur bænir okkar. Mér finnst þið standa ykkur eins og hetjur og á sama tíma getur maður ekki ýmindað sér hvað þið eruð að ganga í gegnum. Megi Guð vera með ykkur.
Kveðja Erna Hafnes og fjölskylda

ernahafnes (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 01:33

9 identicon

Elsku fjölskylda. Hugur okkar er hjá ykkur, þið eruð heppin að hafa hvort annað. Í okkar augum eruð þið sannkallaðar hetjur og er hún Þuríður Arna heppin að þið séuð mamma hennar og pabbi.Það var gaman að hitta Þuríði Örnu á Skaganum, þar sem hún var mætt á fótboltaæfingu og ég er ekki frá því að hún hafi sýnt skemmtilegri takta en þú Óskar minn í boltanum!!! Knús og kossar frá okkur af Skaganum, Magga Áka og fjölskylda

Magga Áka og fj. (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 14:18

10 identicon

hugsa til ykkar oft á dag.gangi ykkur vel

adda (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 14:20

11 identicon

Hversu mikið sem maður reynir að setja sig í ykkar spor, þá er það bara ekki hægt. Hversu mikið sem maður reynir að finna út hvernig ykkur líður, þá er það bara ekki hægt. Hversu mikið sem maður reynir að færa hlutina í fyrra horf, þá er það bara ekki hægt. Ég er samt til taks ef það er eitthvað. Ég þakka guði fyrir það að eiga þig að sem systur og þig að sem mág og Þuríði að sem dásamlega systurdóttur, sem og Oddnýju og Theodór.

Garðar Örn (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 14:35

12 identicon

Kæra fjölskylda.
Ég bið almáttugan Guð að taka ykkur í faðm sinn og hugga og umvefja ykkur og veita styrk
Guð blessi ykkur öll.

Helga (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 17:39

13 identicon

Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera! Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta mannsins þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Spámaðurinn
Guð varðveiti ykkur.

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 08:41

14 identicon

Elsku kæra fjölskylda

Hugur okkar í Blásölunum er hjá ykkur, vildi að ég ætti einhver orð til sem gætu hjálpað. Lífið er stundum svo hræðilega ósanngjarnt það veit ég svo vel. Sendi mínar bestu hugsanir til ykkar allra fallega fjölskylda. Ég eins og svo margir dást af ykkur fyrir dugnað, styrk og kjark.

Kær kveðja frá Katrínu, Hallgrími, Svanhildi og Hrafnkötlu.

Katrín Kristín Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 09:28

15 identicon

Sæl Áslaug
Langaði bara að segja þér og ykkur fjölskyldunni hvað mig tekur þetta sárt. Þetta er svo ótrulega ósanngjarnt að þetta skuli lagt á lítið barn.
Ég kíki hingað inn á hverjum degi og hugsa til ykkar.
Kær kveðja
Anna Kristín, gömul bekkjarsystir

Anna Kristín Helgadóttir (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átján?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband