4.10.2006 | 12:01
Afhverju má ég ekki líka hjálpa?
Það er eitt sem mér finnst doltið leiðinlegt í kringum veikindin hennar Þuríðar minnar, jú allir eru tilbúnir að hjálpa okkur og alltaf að vera tilstaðar sem mér finnst nottla æðislegt enda værum við ekki búin að geta gengið í gegnum þetta allt saman nema með ykkar hjálp meðal annars. Takk fyrir það!!
Málið er að engin vill mína hjálp, skiljiði? Mér þætti líka vænt um það ef einhver bæði mig um hjálparhönd, eyra til að hlusta eða eitthvað annað en engin vill það því "ykkur" finnst við hafa nóg með okkur. Að sjálfsögðu koma mjög erfiðir kaflar hjá okkur en inni á milli eru þeir líka "góðir" en að sjálfsögðu langar mig líka að hjálpa. Vitiði það, það dreifir bara mínum huga að geta líka hjálpað ykkur ég verð líka að fá að gefa eitthvað á móti. Fólki finnst mjög erfitt að skilja það eða allavega vill aldrei bögga okkur.
Einsog sumar vinkonur mínar vilja ekki lengur leita til mín því þeim finnst ég hafa nóg með mitt, en ég hef gott eyra og finnst líka gott að hlusta á vandamál annarra og gefa ráð ekki bara láta hlusta á mig.
Ég einmitt skammaði frænku mína um daginn en hún er alltaf tilbúin að hjálpa mér við hitt og þetta en hún gat varla beðið mig um að passa börnin sín í smátíma eða réttara sagt átti mjög erfitt með það en að sjálfsögðu vildi ég passa enda finnst stelpunum ekki leiðinlegt að fá frændsystkin sín í heimsókn og fá ða djöflast með þeim.
Líka um daginn var ég að tala við þessa sömu frænku (vonandi fyrirgefur hún mér að segja frá þessuy eheh en þið vitið heldur ekkert hver hún er). En þá vorum við að tjatta saman og svo segir hún mér að yngra barnið sitt sé búið að vera svo veikt, illt í eyrunum og með mikin hita og svo í miðju samtali kemur svo alltíeinu hljóð. Þá heyrðist í henni eftir smástund "æjhi hvað er ég að kvarta, hún er ekkert jafn lasin og Þuríður". Heyhey þá stoppaði ég hana, hurru frænka sko dóttir þín getur alveg átt bágt einsog Þuríður mín og að sjálfsögðu finnum við til með börnunum okkar þótt þau séu "bara" með flensuna en þau þjáðst og finna til þótt veikindin séu ekki sömu og Þuríðar.
Auddah vill ég líka heyra kvart og kvein frá ykkur alveg sama hvursu stórt eða smátt það sé, ég er ekki ein í heiminum. ÞEtta dreifir bara mínum huga líka, ég vill líka að fólk finnist ég ómissandi einsog í denn. Skiljiði hvert ég er að fara?
Þannig ef ykkur liggur eitthvað á hjarta þá megiði alveg böggast í mér líka ekki bara ég í ykkur.
Takk fyrir það!!
Annars er Þuríður mín öll að hressast, hún má meir að segja fara heim í dag. Gildin fara hækkandi hjá henni æjhi ég er samt hrædd um að þeir eru að senda hana of snemma heim þar að segja að við verðum aftur mætt hérna á föstudaginn eða laugardag. Æjhi frekar vill ég vera einn eða tvo daga lengur, well svona er lífið henni verður bara vafið í bómul heima. Hún er allavega að hressast sem er gott, vííí!!
Ég er samt búin á því, algjörlega!! Hlakka til að komast í burtu í næstu viku með Skara mínum og hlaða aðeins batteríin sem þurfa virkilega á hleðslu á að halda, vona allavega að við komumst og Þuríður hressist meira.
Farin að gefa börnunum mínum að borða þar að segja Theodór og Þuríði en við erum bara þrjú uppá spítala, Skari þarf að sjálfsögðu að sinna sinni vinnu. Við lifum víst ekki á loftinu ehe!!
Þanga til....
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér - það gefur manni mikið þegar einhver leitar til manns eftir hjálp eða trúnaði. Að hlusta á vandræði annarra og geta kannski rétt hjálparhönd við eitt og annað smávægilegt getur einmitt dregið hugann frá eigin vandamálum og sömuleiðis finnst manni maður ekki eina manneskjan í heiminum sem á erfitt eða á við vandamál að stríða.
Svo er sýn fólks á heiminn mjög misjöfn. Þú getur verið þú og fundist þú ósköp venjuleg manneskja að strögglast við að gera það besta sem þú getur fyrir þig og fjölskyldu þína. Berjast við kerfið og veikindi og margt annað. Svo eru aðrir sem horfa á þig (og ykkur) aðdáunaraugum og finnst þú rosalega sterk og dugleg (ofvirk jafnvel ehehe) og algjör hetja.
Svo er það ég sem finnst ég bara vera einstæð móðir með 2 börn í útlöndum og ég bara geri það sem ég get og geri mitt besta til að komast í gegnum daginn, vikuna, mánuðinn osfrv. - á meðan einhverjum finnst ég kannski rosaleg súpermamma og góð mamma og að mitt heimili sé svo snyrtilegt.
Að vera ómissandi er ómissandi ;)
Knús og góða afslöppun í næstu viku ;)
Dúsdús (IP-tala skráð) 4.10.2006 kl. 17:42
Ok, hér er stafli af óviðgerðum þvotti hehehehhehehe
Skil þig mæta vel, það gerir manni gott í hjartanu að gera öðrum greiða. Gott hjá þér að koma þessu að.
kv Sigga
sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning