Leita í fréttum mbl.is

Myndatökur

Þuríður mín var í röntgen-myndatökum áðan og við bíðum bara eftir niðurstöðum frá þeim.

Hún er orðin miklu slappari en hún var í morgun, er að taka sinn annan dúr og klukkan bara orðin hálftvö.  ÞAnnig þið getið ímyndað ykkur hvursu slöpp hún sé allavega þeir sem þekkja hana, fékk mjög stóran krampa og er rotuð núna.  Óþolandi þessir krampar!!

Hún er farin að sýna meiri og meiri lömun, Ólafur doktor var einmitt að nefna það að hann væri farinn að sjá meiri lömun í útlimum hennar og við erum líka farin að sjá lömun í munni eftir krampa.  Ég vona svo heitt og innilega að það bendir ekki til breytinga í æxlinu sem gætu verið miklar líkur en hún er að fara í myndatökur 10.okt daginn áður en við ætlum að fara í foreldraorlofið okkar.  Við erum líka búin að nefna við alla okkar lækna að við viljum ekki heyra neinar niðurstöður fyrr en við komum heim alveg sama hvort þær séu góðar eða slæmar.  Shit hvað mér er illt í maganum orðið.  Þannig við munum fara á fund með þeim á mánudeginum 16.okt og heyra allt það helsta, oh mæ god mér verður bara óglatt við þessa tilhugsun enda hvílir þetta þvílíkt á manni.  Ég vildi óska þess að við værum bara að berjast við nágranna okkar en ekki þetta þá væri svo mikið í skýjunum.  Díssúss mar hvað þetta hvílir á manniÖskrandi.

Vonandi fáum niðurstöðurnar úr lungamyndatökunum sem fyrst og ég kem með fréttirnar fyrst hingað.  Vííí!!

Farin að sinna litla pung!!

pssssssss.sss ný könnun!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

elsku elsku elsku Áslaug mín og hin. Þetta eru leiðinlegar fréttir og ég vona að gott kemur úr lungnamyndatökunum. Svo fer 10 okt að koma tíminn líður svo ótrúlega hratt ég man þegar þú varst að berjast fyrir því að fá þetta fyrr en nei bara bíða. Skil vel að bíða með niðurstöðurnar úr þeim þangað til þið komið heim þið verðið nú að fá að njóta þess að vera saman úti en þið eigið eftir að vera með í maganum samt eruð alltaf með.
Ég er alltaf að hugsa til ykkar og kíki oft á dag inná síðuna hjá ykkur ekki annað hægt.

Rosalega er ég ánægð með þig Slauga. Myndir úr partýinu bara strax og ég beið eftir að einhver kom online þegar partýið var mig langaði svo til að vera með..... Greinilegt að þið gátuð skemmt ykkur vel og góða fólkið með ykkur. Hlakka til að sjá fleiri myndir.

Kær kveðja frá Danaveldi, Brynja.

Brynja (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 15:07

2 identicon

Þetta eru nú ekki nógu góðar fréttir. En höldum nú samt í vonina að það sé ekki lunabólga hjá skottunni. Mig langar svo að kíkja til ykkar en ég er með einhvern skít í hálsinum og vill ekki og má ekki koma í heimsókn :0(

Ég er allveg sammála ykkur um að vita ekki svörin áður en þið farið út, en það á eftir að vera strempið og stress fyrir SSSSSTÓRA daginnr 16. okt!!!!

Sendi góða strauma til ykkar allra

Luv Magga K

Magga K (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 15:16

3 identicon

Knús til ykkar enn og aftur!! Við Kjartan og Anna Linda biðjum fyrir Þuríði Örnu á kvöldin!

Gaman að sjá myndirnar frá partýinu - nokkrar góðar og "gamlar" gærur inná milli! Hrikalega var Oddný í miklu stuði ;)

Elsa Nielsen (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 16:22

4 identicon

Stórt stórt knús til ykkar..vona heitt og innilega að þið farið að fá góðar fréttir...hugsa til ykkar á hverjum degi..

Bestu kveðjur

Ólöf

Olof Olafsdottir (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 19:21

5 identicon

Mig langar bara að senda ykkur góðar kveðjur, þið eigið allt gott skilið. Það gladdi systir mína mikið að fá sendinguna frá ykkur, hún minnist oft á það. Það er nefnilega þannig, eins og þú veist Áslaug, að það er gott að vita að hugsað sé til manns.

Bestu kveðjur og góða strauma, Ditta og co

Ditta (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 19:27

6 identicon

Sendi ykkur öllum góða strauma og baráttukveðjur og þá sérstaklega til Þuríðar Örnu. Hugsa til ykkar á hverjum degi og mun gera það áfram. Ætla að bæta við bænirnar að þið vinnið í lottó eða happdrætti til þess að draumar ykkar um annað húsnæði rætist líka ;-)

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og þrettán?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband