28.11.2006 | 10:26
Elsku dúllan mín
Þuríður Arna mín grét svona líka sárum gráti í gær sem er farið að gerast oftar en gerðist áður fyrr enda ekki vön að kvarta yfir einu né neinu. Hún er greinilega farin að finna meira til í höfðinu og ég vildi óska þess að ég ætti einhver kraftaverkameðöl til að lina þjáningar hennar eða tekið eitthvað yfir á mig. Dagurinn var frekar þreyttur hjá henni í gær og fann líka til og svo grét hún svona líka og sagði við mig "mamma mín ég er lasin, ég er lasin í höfðinu". Æjhi hvað það kom innilega frá hjartanum. Hún er heldur ekki vön að segja mikið eða tjá sig þannig þegar hún segir eitthvað svona þá er mikið að.
Stundum hef ég það á tilfinningunni að læknarnir hérna heima séu bara búnir að gefast upp, þetta er bara tilfinning ég er ekki að segja þeir séu búnir að gera það en það er það sem mér finnst. Sorrý!! Því æxlið hennar er orðið illkynja þá finnst mér þeir ekkert vilja gera meira og farnir að hundsa hana, ég veit það er ekkert rétt eða ég vona ekki en mér finnst ömurlegt að hafa þessa tilfinningu. Þegar mar er að segja þeim hvernig henni líður (og henni líður alls ekki vel) þá finnst mér bara fá svarið eða kanski ekkert svar bara kinkað kolli, kanski finnst mér þetta því ég vill fá fleiri svör og lækningu fyrir hana eða þeir hafa hvorugt. Andskotans helvítis ömurlegt líf!!
Ég á að vera ótrúlega kát yfir því að vera flytja en ég er samt ekki svona kát einsog ég á að vera, kanski vegna þess stóra ástæðan fyrir því að við erum að flytja er vegna veikinda Þuríðar minnar. Við þurfum að vera á jarðhæð svo það verðir auðveldara fyrir hana og okkur, þá vildi ég frekar vera berjast við nágranna mína alla mína ævi heldur en að þurfa flytja vegna þess dóttir mín er illkynja sjúkdóm. Þetta er ósanngjarnt!!
Þuríður mín vaknaði hress í morgun og fyrr en venjulega sem var ótrúlega gott, það var einsog hún ætlaði sér sko ekki að missa af leikskólanum í dag. Þannig stúlkan gat mætt með systir sinni kl átta á leikskólan, æðislegt!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið eruð ynislegust og við elskum ykkur óendanlega mikið. Ég ætla að koma í dag og knúsa ykkur en þangað til sendi ég ykkur alla mína orku.
ykkar Hanna og co
Hanna systa (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 10:30
Æji, hvað ég finn til með ykkur, tárin trítla niður kinnarnar þegar maður les bloggið.
Ekki fær maður skilið þetta blessaða líf og tilganginn með því þegar lítil börn þurfa að þjást svona...
Ókunnug (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 10:49
æ. litla dúllan.
ég finn svo til með ykkur.
eina sem ég get gert er að biðja fyrir ykkur.
gangi ykkur vel.
kær kveðja,
anna.
Anna ókunnuga (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 10:55
Maður fær bara sting í hjartað og tár í augun að lesa þetta allt saman. Þið eruð ekki í öfundsverðri stöðu ekkert af ykkur og Þuríði hlýtur að líða illa þessa dagana þar sem hún er farin að gráta undan verkjum. Ekki vön að kvarta þessi hetja.
Vonandi náið þið að njóta jólanna og alls undirbúningsins sem þeim fylgja.
Sendi ykkur öllum stórt knús.
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 11:03
To someone I know
I got some things to say
To whom I love the most
To someone I share
With everything I got
To whom I know so well
Am I surprising anyone
I dont really know
I dont really care
I just want to say to you
To let you know
That youre the greatest
Person in the world
To someone whos closer
To me than anyone
Like honey is to bees
To someone I´d die for
Who know my love is real
This is how I feel
Am I surprising anyone
I dont really know
I dont really care
I just want to say to you
To let you know
To let you know
That youre the greatest
Garðar Örn Hinriksson
Garðar Örn (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 12:26
Ótrúlega fallegt!! :)
Áslaug (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 12:29
Alveg ömurlegt að heyra að Þuríður Arna finni svona mikið til. Og maður veit að það hlýtur að vera mikið því hún hefur aldrei kvartað litla dúllan. Gott að heyra að hún komst í leikskólann og gat hitt vini sína smá. Farið vel með ykkur. Knús. Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 14:19
Maður getur ekki annað en grátið við að lesa þessa færslu. Hugur minn er hjá ykkur alla daga.
Vonandi eiga þær systur góðan dag á leikskólanum í dag.
Knús
Anna Lilja
Anna Lilja (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 14:32
Æ hvað það er sárt að lesa þetta :´( ég er búin að kveikja á kerti fyrir litlu dúlluna og endilega sameinumst í bænum okkar með því að kveilja á kertum fyrir hana og fjöslkylduna. Megi góður Guð vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk í þessari skelfilegu baráttu.
Slóðin á kertasíðuna hennar Þuríðar er:
http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Arna
Varð að nota seinna nafnið, einhverra hluta vegna kom ég hinu ekki inn.
Kannski þú setjir slóðina upp hjá þér Áslaug svo það sé auðveldara fyrir fólk að finna hana.
Knús frá einni á skaganum
gunna (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 14:47
Æj ég sit hérna og reyni að skrifa en það koma bara tár. Mikið vildi ég að það væri til kraftaverkalyf handa henni, en hvað segja læknarnir, vilja þeir ekki fara að gefa henni verkjastillandi meðferð, það er nú það minnsta sem þeir geta gert fyrir gullið ykkar. Ég vona samt svo innilega að Þuríður fái að njóta hverrar mínútu með sem minnsta verki, hún á ekki að þurfa finna til, er ekki nó að hún er að lamast meir og meir, ég skora núna á þá lækna sem lesa þetta að fara að gera eitthvað fyrir Þuríði, gefa henni eitthvað við verkjunum. Þið verðið að fyrirgefa mér Áslaug mín og Óskar, maður verður bara svo reiður inni í sér á öllu þessu óréttlæti í heiminum
Elska ykkur öll dúllurnar mínar
Luv Magga K
Magga K (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 15:17
Óendanlega ósanngjarnt!! Það trítla bara niður tár... - vonandi vakna læknarnir NÚNA!!!
STÓRT KNÚS til ykkar allra - hugsa til ykkar á hverjum degi!!
Elsa Nielsen (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 15:27
Elsku fjölskylda.
Ég hugsa mikið til ykkar og dáist að kjarki ykkar, þið eruð ótrúlegar hetjur öll sömul.
Kveðja, Berglind
Berglind Bragadottir (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 20:21
Þið eruð í bænum mínum og ég kveiki á kerti fyrir litlu hetjuna ykkar, þið eruð ótrúlega dugleg, knús og kiss frá frænku á skaganum.
María Ó (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning