27.11.2006 | 12:18
Dagurinn í dag
Þuríður mín Arna hefur ekki orku í að fara í leikskólann í dag því verr og miður, við erum farin að leyfa henni að sofa einsog hún vill. Þótt hún þurfi á reglunni að halda þá þarf hún líka að hafa orku til að stunda leikskólann og fleira sem hún hefur ekki því verr og miður. Ætlum hér eftir að leyfa henni að sofa út eða einsog hún þarf á morgnana og svo senda hana í leikskólann einsog við ætluðum að gera í morgun en það var ekki alveg að virka. Jú hún vaknaði hálftíu í morgun fékk sitt uppáhald að borða en komst ekki alveg strax í leikskólann þar sem ég var hjá tannsa þannig stúlkan var búin að finna allt sitt leikskóla-dót til og beið spennt eftir því að pabbi sinn gæti keyrt sig í leikskólann en svo bara búúúmm fékk krampa og rotaðist um leið. Aaaarghh!! Klukkan er núna tólf og stúlkan sefur en, það er alveg ótrúlegt hvað hún hefur slappast hratt hjartað mitt er gjörsamlega ónýtt einsog það hefur reyndar verið síðustu tvö ár en það skemmist bara meira og meira.
Kramparnir hennar eru orðnir miklu harðari en þeir voru og lengri, hún er gjörsamlega ónýt eftir hvern og einn krampa sem hún var ekki hérna fyrir einhverjum vikum. Þeir eru færri á dag eða svona frá einum uppí fimm en miklu verri, þótt hún væri búin að sofa í tvo tíma eftir krampa eða slappleika og fengi krampa stuttu eftir að hún vaknaði væri hún strax orðin "ónýt" af krampanum. Þetta er endalaust sárt!!
Theodór minn Ingi er ennþá lasinn, litli pungurinn okkar!! Hann á ótrúlega bágt enda vita flestir líka hvernig karlmenn eru þegar þeir eru veikir eheh!! Reyndar ætla ég nú ekki að líkja tíu mánaða dreng við fullorðna karlmenn en hann á samt ósköp bágt, er líka á fullt af lyfjum, pústum og með ljóta hósta sem ég hef heyrt. Hann hefur EKKERT sofið síðustu tvær nætur, ohh mæ!! Ég var hjá tannsa áðan og það hefur ALDREI nokkurntíman gerst að ég hefði getað sofnað hjá honum og nota bene þegar hann var að bora, asskotans vesen!! Ég átti hrikalega erfitt með að halda augunum opnum, dæssúss!! Vona samt að hann verður fljótur að jafna sig...
Oddný mín Erla er hress að vanda og mig langar nú bara að koma með nokkra gullmola frá henni en hún er algjör snillingur þessi stúlka, það sem veltur uppúr henni.
Á fimtudaginn vorum við mægður að horfa á sjónvarpið og Hemmi Gunn að byrja.
Oddný: "mamma er Hemmi Gunn að byrja?"
Ég: "já"
Oddný: "ohh hann er svo leiðinlegur, viltu slökkva á sjónvarpinu"
Hvaðan fær hún það eiginlega ehehe!!
Hún er mikið að pæla í stöfum þess dagana og vill helst vera búin að læra þá alla.
Oddný: "mamma hver á alveg eins staf og þú?" (sem sagt Á eheh)
Ég: (ég var ótrúlega þreytt þetta kvöldið og var ekki alveg að meika það að vera í einhverri stafakennslu) "uuuu æjhi veistu það ég veit það ekki"
Oddný: "döö er það ekki Ásgrímur?"
Ótrúlega getur móðirin verið vitlaust, barnið bara tveggja og hálfs og veit betur en móðirin ehe!!
Hún kjaftar endalaust mikið þegar við erum á leiðinni í leikskólann og ég hef ekki undan að svara spurningum hennar en stundum er ég bara svo þreytt að mig langar bara að þegja en það gengur samt aldrei hjá Oddnýju minni eheh!! Þannig var það um daginn, við vorum að keyra og hún var búin að spurja mig spjörunum úr og svo á endanum nennti ég ekki meir og sagði bara "ég veit það ekki" við einni spurningunni en þá varð mín alveg trítilóð og svaraði mér tilbaka "nei mamma þú mátt ekki segja ég veit það ekki". Damn eheh ég verð að vera með svörin við öllu hjá henni og henni er nú nákvæmlega sama þótt móðir sín sé þreytt og langi ekki að tala, hún verðu sko að gjöra svo vel.
Takk fyrir mig í dag!!
Kveðja Áslaug sú laaaaaaaang þreyttasta
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
253 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er ein af þeim fjölmörgu sem lesa síðuna ykkar án þess að þekkja ykkur neitt. Þið hafið snert mig á margan hátt með ótrúlegum hetjuskap og dugnaði sem þið hafið sýnt á undanförnum árum.
Þið eruð ótrúlega heppin að eiga hvort annað að og að hafa fengið að eiga þessi frábæru börn saman. Börnin ykkar hafa greinilega vandað valið þegar þau völdu sér foreldra:)
Ég á sjálf barn sem er jafn gamalt litlu stúlkunni ykkar og bara við tilhugsunina um að standa í ykkar sporum byrja tárin að renna... Megi Guð gefa ykkur allan þann styrk sem þið þurfið til að takast á við þetta erfiðasta verkefni sem nokkur getur tekist á við í lífinu, að berjast fyrir lífi barnsins síns.
Ég lokin sendi ég ykkur helling af orkustraumum í veikindabasli litla prinsins!!
... (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 13:48
Það er spurning hvort ég eigi ekki að fá Oddnýju Erlu til að kenna Steingrími að tala? Ha ha ha. Þau eru alveg svart og hvítt þó einungis 3 vikur séu á milli þeirra. Hann er þögla týpan, allavega ennþá:-)
Knús í krús til ykkar allra.
ABB og co
Anna Björk (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 14:55
Sendi ykkur allra bestu óskir um að það fari að ganga betur hjá ykkur.
Hugsa til ykkar í bænum mínum.
Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 16:23
Það er vont og sárt að lesa þetta og verða vitni af þessu með hana Þuríði mína. Hún er algjör dúlla og á ekki neitt af þessu skilið :(
Theodór er bara sannur karlmaður. Þegar við veikjumst erum við afskaplega aumir. Knúsaðu hann og faðmaðu eins og þú getur. Það hefur ótrúlegan lækningarmátt :)
Oddný er bara snilld. Hreint út sagt ótrúlega fyndin. Þetta hefur hún frá mér pottþétt :)
Garðar bróðir (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 19:07
Það er sárt að vita af veikindum Þuríðar og geta ekkert gert,verðum bara að vona að kraftaverk gerist og trúa á bænina. Þið eruð nú alveg sérstök saman og dugleg. Engann veginn gæti maður sett sig í spor ykkar og það renna ófá tár þegar ég er að lesa síðuna hjá ykkur. Haldið áfram að vera svona frábær,þar sem ég þekki þig ekki Áslaug en þekki Óskar þá hlýtur þú að vera einstök fyrst hann valdi þig. Vona að Theodóri batni sem fyrst.
Bestu kveðjur Silla Karen og co
Silla Karen (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 07:28
Oo ég ætla vona að hann þarna uppi fari að hlusta á bænir okkar og hjálpi Þuríði Örnu að líða betur ofaná allt á hún ekki að þurfa finna til.
Hugur okkar er hjá ykkur
Baráttukveðjur Guðrún og co.
Guðrún Bergmann og co. (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 09:04
Úff það er rosa erfitt að lesa um veikindi Þuríðar. Það sem er lagt á svona ung börn og á foreldrana að horfa uppá þetta gerast.
Gaman að lesa um Oddnýju. Hún er nokkrum mánuðum eldri en strákurinn minn og miklu duglegari. Minn er sko alveg spar á orðinn.
Gangi ykkur vel í flutningunum.
Elsa Margrét (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning