5.11.2006 | 21:09
Og ég hugsa alla daga til þín heitt (gömul færsla)
(Þessa færslu skrifaði ég 26.mars 2006 og langaði bara að birta hana aftur þar sem mig langar óendanlega mikið að hafa þetta svona.)
Alveg ótrúlegt hve allt er orðið breytt.
Þuríður mín verður slappari með hverjum degi sem líður, var mjög mjög slöpp í morgun en hresstist aðeins við að fara í leikskólan en létum þær vita ef hún myndi ekki hressast þá myndum við vilja fá hana heim. Helgin var líka erfið hjá henni, hún leggur sig tvisvar yfir daginn er með svo litla orku greyjið. Ég horfði á hana sofandi í gær og tárin ætluðu ekki að hætta leka hjá mér, ég fann/finn svo til með henni. Mér finnst hræðilega erfitt að horfa uppá hana svona og maður getur ekkert gert :(
Maður á sér marga drauma og einn af mínum draumum var að geta verið heimavinnandi og geta séð alfarið um börnin mín. Þegar fæðingarorlofið mitt með Oddnýju Erlu var að klárast langaði mig enganveginn að fara á vinnumarkaðinn og var heldur eiginlega ekki tilbúin að fara frá henni, fannst hún svo lítil að fara í pössun og þótt það væri til mömmu og Önnu. En ég sá það að ég gat enganvegin verið heima með stelpurnar mínar, jú ég þurfti að fara vinna til að geta séð fyrir heimilinu, borgað reikninga, keypt föt á börnin og bara allan pakkan og var náttúrlega mjög svekt yfir því.
Ég var búin að fara í nokkur atvinnuviðtöl sem gengu mjög vel og var meira að segja búin að fá eina vinnu sem ég var mjög glöð með :) En svo veiktist Þuríður mín og allt breyttist á einum degi, ég gat ekki farið útá vinnumarkaðinn og draumurinn minn varð að veruleika :( Ohh ég vildi óska þess að þessi draumur minn hefði ekki ræst.
Ég vildi óska þess að mig væri ennþá að dreyma að vera heima með börnin mín. Ég vildi óska þess að ég væri að pirra mig á því hvað ég væri láglaunuð í þessu starfi sem ég væri að vinna við, mig langar að pirra mig yfir því að börnin mín þurfa að vera á leikskóla frá níu-fimm og ég hefði minni tíma fyrir þau, mig langar að pirra mig á því hvað ég væri að borga mikið fyrir þau á leikskóla, mig langar að vera pirruð við yfirmann minn því hann vill ekki gefa mér launahækkun.
Mig langar ekki að vera pirruð við TR því þeir borga = ekkert til foreldra sem geta ekki farið á atvinnumarkaðinn og svo eru öryrkar að kvarta. Jú auddah þurfa þeir meiri laun frá þeim en hvað með okkur með langveik börn, ég hef aldrei kvartað undan því bara pirruð. Mig langar ekki að vera pirruð á því að það er svo erfitt að finna rétta lækningu fyrir Þuríði mína, mig langar ekki að vera pirruð á því hvað hún þarf að taka mikið af lyfjum sem gera ekkert mikið gott fyrir hana. Mig langar ekki að vera pirruð á því að þurfa borga hluta af lyfjunum hennar Þuríðar því TR geta ekki hunskast til að samþykkja þau öll.
Ég er ótrúlega eitthvað pirruð í dag, vildi óska þess að þessi draumur minn hefði ekki ræst.
Alveg ótrúlegt hve allt er orðið breytt.
Þuríður mín verður slappari með hverjum degi sem líður, var mjög mjög slöpp í morgun en hresstist aðeins við að fara í leikskólan en létum þær vita ef hún myndi ekki hressast þá myndum við vilja fá hana heim. Helgin var líka erfið hjá henni, hún leggur sig tvisvar yfir daginn er með svo litla orku greyjið. Ég horfði á hana sofandi í gær og tárin ætluðu ekki að hætta leka hjá mér, ég fann/finn svo til með henni. Mér finnst hræðilega erfitt að horfa uppá hana svona og maður getur ekkert gert :(
Maður á sér marga drauma og einn af mínum draumum var að geta verið heimavinnandi og geta séð alfarið um börnin mín. Þegar fæðingarorlofið mitt með Oddnýju Erlu var að klárast langaði mig enganveginn að fara á vinnumarkaðinn og var heldur eiginlega ekki tilbúin að fara frá henni, fannst hún svo lítil að fara í pössun og þótt það væri til mömmu og Önnu. En ég sá það að ég gat enganvegin verið heima með stelpurnar mínar, jú ég þurfti að fara vinna til að geta séð fyrir heimilinu, borgað reikninga, keypt föt á börnin og bara allan pakkan og var náttúrlega mjög svekt yfir því.
Ég var búin að fara í nokkur atvinnuviðtöl sem gengu mjög vel og var meira að segja búin að fá eina vinnu sem ég var mjög glöð með :) En svo veiktist Þuríður mín og allt breyttist á einum degi, ég gat ekki farið útá vinnumarkaðinn og draumurinn minn varð að veruleika :( Ohh ég vildi óska þess að þessi draumur minn hefði ekki ræst.
Ég vildi óska þess að mig væri ennþá að dreyma að vera heima með börnin mín. Ég vildi óska þess að ég væri að pirra mig á því hvað ég væri láglaunuð í þessu starfi sem ég væri að vinna við, mig langar að pirra mig yfir því að börnin mín þurfa að vera á leikskóla frá níu-fimm og ég hefði minni tíma fyrir þau, mig langar að pirra mig á því hvað ég væri að borga mikið fyrir þau á leikskóla, mig langar að vera pirruð við yfirmann minn því hann vill ekki gefa mér launahækkun.
Mig langar ekki að vera pirruð við TR því þeir borga = ekkert til foreldra sem geta ekki farið á atvinnumarkaðinn og svo eru öryrkar að kvarta. Jú auddah þurfa þeir meiri laun frá þeim en hvað með okkur með langveik börn, ég hef aldrei kvartað undan því bara pirruð. Mig langar ekki að vera pirruð á því að það er svo erfitt að finna rétta lækningu fyrir Þuríði mína, mig langar ekki að vera pirruð á því hvað hún þarf að taka mikið af lyfjum sem gera ekkert mikið gott fyrir hana. Mig langar ekki að vera pirruð á því að þurfa borga hluta af lyfjunum hennar Þuríðar því TR geta ekki hunskast til að samþykkja þau öll.
Ég er ótrúlega eitthvað pirruð í dag, vildi óska þess að þessi draumur minn hefði ekki ræst.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Engin könnun í gangi einsog er.
Athugasemdir
Vá hvað ég skil þig rosalega vel Áslaug mín. Einmitt þessi\"draumur\" okkar mæðra. ég er nú ekkert lítið búin að láta TR og fleiri fara í pirrurnar á mér og vildi hafa eitt svona og hitt hinsegin.. Hugsa til ykkar á hverjum degi og bið fyrir ykkur elskurnar mínar.
Áslaug mín, þú ert sannkölluð hetja .. það sem að þú ert búin að áorka í þessu lífi er með ólíkindum og myndu ekki margir taka á því með þeim hætti eins og þú og þínir eruð að gera. Hlakka svo mikið til að koma á tónleikana og vona bara að það mæti sem allra allra flestir :)
Kossar og knús
Bergrún Ósk
Bergrún, Klúbbsmeðlimur (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning