19.12.2006 | 22:03
Því ég á svo góðan vin.....
Þegar ég er þreytt
Þegar heimurinn vondur er
huggar mig það eitt
bara að vita af þér hér´
Þú ert aldrei ein
þótt eitthvað hendi þig
þú ert aldrei ein
af því þú átt mig
og af því þú átt mig
Áttu góðan vin........
Ætla ekkert að halda áfram með þennan söngtexta sem er uppáhalds textinn hennar Þuríðar minnar með henni Höllu vinkonu sinni Hrekkjusvín sem kallar sig reyndar Höllu sætu eheh við Þuríði mína, en þennan söngtexta syngjum við Þuríður á hverjum morgni á leiðinni í geislunina ásamt næsta hér á eftir. En þegar hún Þuríður mín syngur þetta fyrir mig þá horfir hún þvílíkt í augun á manni sem geisla þessa dagana og svo bendir hún á mig þegar kemur að "áttu svo góðan vin" og maður klökknar alltaf þegar hún gerir það. Það er einsog hún viti um hvað textinn snýst og viti það að hún eigi vini í hverju horni sem eru tilbúnir að gera ALLT fyrir hana. Mesta krútt í heimi!!
.......spurningum ég velti fyrir mér
og stundum koma svörin svona einsog sjálfum sér
En samt er margt svo skrýtið
sem ég ekki skil
en það gerir ósköp lítið
Því mér finnst svo gaman að vera til.
Ég er furðuverk.......
Mér finnst alltaf svo fyndið og gaman þegar Þuríður mín syngur þetta þegar við skreppum t.d. í Kringluna því það ómar um hálfa kringlu en hún syngur hæðst af textanum "ég er furðuverk". Svo hlær maður alltaf af henni, jú maður verður líka að geta gert grín af hlutunum og hún Þuríður mín er hálfgert "furðuverk" og okkur finnst bara gaman þegar hún tekur sig og byrjar.
Mér finnst samt þetta textabrot lýsa því hvernig mér líður í dag, ótrúlega vel!! Þuríður mín meira að segja fór að rífa kjaft við foreldra sína í dag sem gerist ALDREI, þannig það sýnir að henni líður "öðruvísi" en vanalega. Farin að sýna þroska eheh, maður gat eiginlega ekki annað en hlegið af henni í kvöld þegar hún fór að rífa kjaft en leyfði henni samt ekki að sjá það.
...Já ég á þig að
ég á svo góðan vin
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bestu jólakveðjur héðan frá undirdjúpunum
Ólafur fannberg, 20.12.2006 kl. 08:11
Yndislegt að finna hvað er létt yfir þér, Áslaug. Það fer ekki á milli mála að þér líður betur og því greinilegt að líðan Þuríðar er betri. Vonandi eru það geislarnir sem hafa þessi áhrif, þá eru þeir a.m.k. að gera eitthvert gagn. Ég óska ykkur gleðilegra jóla og vona að jólahátíðin verði jafngóð og síðustu dagar hafa verið.
Álfheiður (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 09:10
OOoo tárin streyma alveg, þetta eru svo yndislegar fréttir vona svo innilega að hún fái að njóta jólanna svona hress þetta er alveg yndislegt .
Bænir gera gagn megum ekki hætta biðja Jólakveðjur Guðrún Bergmann og co.
Guðrún Bergmann Franz (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 09:45
Frábært að heyra að það gangi svona vel núna. Ég er sammála Guðrúnu með að bænir geri gagn. Ég held áfram að biðja fyrir kraftaverki, því þau gerast enn í dag
Guð veri með ykkur áfram og gefi ykkur gleðileg jól.
Kær kveðja,
Sólrún Ásta.
Sólrún Ásta (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 11:18
Ég hef æft karate, unnið sem dyravörður og brotið nefið fjórum sinnum… ss. töffari. Ég sit hér og tárast í hvert skipti sem ég les bloggið ykkar… Knús
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.12.2006 kl. 12:33
Alveg frábært að lesa hvað gengur vel núna og þá er bara að halda áfram að biðja fyrir kraftaverki. Og ég er sammála þeirri sem skrifaði hér að ofan að það er svo gott að sjá á skrifum þínum Áslaug hvað ykkur líður betur sem er afleiðing af því að Þuríði líði betur.
Elsku fjölskylda vonandi komið þið hjónin og litlu gullmolarnir til með að eiga yndisleg jól og eins yndislega tíma framundan.
Kkv. Martha
Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.