Leita í fréttum mbl.is

Zzzzzzzzzzzzz

Nei Katrín mín ég er ekki ennþá sofandi, hér er farið á lappir fyrir sjö á morgnana til að gera börnin klár í leikskólann og uppá krabbameinsdeild, púúúfffh ekki mannlegur tími.

Nei það er ekki komin bökun á fjórða barni eheh, var nefnilega spurð af því hérna á síðunni hvort fjórða barnið væri komið undir eheh!!  Ekki alveg!!  En það kemur einhverntíman tími á það, ég er ekkert hætt ég fer heldur ekkert að "skemma" með árin og koma alltíeinu með barn 2007 þetta á að koma annað hvert ár thíhí!!

Þuríður mín Arna er ennþá súper hress, fólk á eiginlega ekki til orð yfir það hvað hún er hress að sjá sem er alveg yndislegt.  Líka heyrir maður að fólk sem er í geislameðferð verður frekar þreytt en neinei það er sko ekki svoleiðis með hana Þuríði mína hún tekur bara kipp í þroska og er orðin ekta barn að nýju æjhi þið kanski skiljið mig ekki.  Okkur finnst ótrúlega gaman að sjá hana Þuríði mína þessa dagana einsog ég hef oft sagt áður, hún er meira að segja farin að vera pirruð útí systir sína þegar Oddný er t.d. að syngja þá segir hún henni að hætta þessu og byrjar að lemja hana.  Foreldrum finnst kanski ekkert skemtilegt að sjá börnin sín rífast en okkur finnst það því það hefur ALDREI sést á þessu heimili, oh mæ god yndislegast!!Whistling

Theodór minn Ingi vaknaði BARA einu sinni í nótt og það var klukkan fimm í morgun og þá var ég líka bara búin að fá minn sex tíma svefn þannig ég var eiginlega bara vöknuð eftir nóttina.Sleeping  Það var æðislegt að fá svona "laaaaangan" svefn, geggjað góður draumur!!

Annars er brjálað að gera, mér finnst ég eftir að gera svo mikið fyrir jólin en ég er samt ég löööööngu búin að versla allar jólagjafir nema smá handa Skara mínum sem ég veit alveg hvað það er og hef engar áhyggjur.Wink  Ég er ein af þeim sem byrjar að versla jólagjafir í mars svona án gríns, afhverju að versla allt í desember og eyða peningnum sem ég á ekki til og vera borga gjafirnar í heilt ár á eftir.  Þess vegna reyni ég að dreifa þessu yfir árið, ótrúlega skynsöm ein af því fáa sem ég er skynsöm yfir thíhí!!GetLost  Takið mig til fyrirmyndar, víííí!!

Púúúffh er að reyna taka smá til, henda síðustu kössunum niður í geymslu og reyna gera fínt inní herberginu okkar Skara.

Langar í lokin að senda kveðju til einnar hetju sem ég hef verið í sambandi við, hún heitir Þórdís og það er linkur hérna til hliðar á heimasíðunni hennar.  Ég hitti hana í fyrsta sinn í morgun uppá geisla, ótrúlega gaman að hitta þig Þórdís mín, gangi þér ótrúlega vel í þinni meðferð og við hittumst kanski aftur síðar en þá ekki uppá spítalaSmile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ótrúlega gott að byrja að versla snemma. Svo  ekki sé minnst á hvað buddan finnur miklu minna fyrir því!!

Annars höfum við hér verið að upplifa órtúlegt æðruleysi gagnvart jólastússinu sl. daga. Sérstaklega eftir að við horfðum á þáttinn í kastljósinu um ykkur.  Mannif finnst ekkert af öllu þessu brjálæði skipta neinu máli. Hvað með það´þó að óhreinatauskarfan sé full af þótti og það sé óskúrað í forstofunni? Þakklætið yfir því að vera með fólkinu sínu er svo ómetanlegt og maður áttar sig á því hversu litlu öll þessi umgjörð skiptir.

Guð blessi ykkur.

Ylfa og fjölsk, Bolungarvík.

Ylfa (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 12:07

2 Smámynd: katrín atladóttir

úff kl 7 sef ég enn á mínu græna...

gott samt þú gast sofið aðeins lengur í nótt, vonandi fer þetta að koma allt hjá theódóri

 og ææææði að þuríður knúsimúsla sé svona hress (þessi kall er alveg priceless!)

katrín atladóttir, 21.12.2006 kl. 13:14

3 Smámynd: Elsa Nielsen

Yndislegt - 6 tima svefn er ómetanlegur ;) Þú ert ofurmamma ...það er nokkuð ljóst!

KNÚS

Elsa Nielsen, 21.12.2006 kl. 15:48

4 identicon

Ég er sammála Elsu Nielsen með það að þú skulir vera OFURmamma Áslaug, en ég vil bæta því við að Óskar er OFURpabbi og börnin ykkar OFURbörn!! Semsagt algjör oooofurfjölskylda!!!
Vona að litli kúturinn ykkar fari nú að leyfa ykkur að sofa á nóttinni því svefninn er svooo mikilvægur!!
Knúúúúús til ykkar allra!!

Erna Kristín (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 16:09

5 Smámynd: Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir

Æi hvað ég skil þig Áslaug...yndislegt að vakna eftir svona langan dúr..maður er bara "high" eftir svona langan svefn...Júlíus er nebblega byrjaður að sofa almennilega núna...vonandi að að drengirnir okkar haldi þessu áfram...túrulú...Ólöf

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir, 21.12.2006 kl. 18:25

6 identicon

Já ég tek þig sko til fyrirmyndar í sambandi við jólagjafirnar alltaf svo skynsöm í þessu vínkona.  Ég er alltaf að reyna feta í fótspor þín og tókst næstum því núna, var allavega búin fyrir des en kannski ekki í mars!!!  æj ég vinn í þessu.  Rosalega gaman að lesa hvað Þuríður er hress og ég vildi óska þess að ég gæti droppað í heimsókn og fengið svo sem eitt knús fá henni já og hinum börnunum líka en það verður bara í janúar.  Gaman að sjá myndir af ykkur var farin að bíða eftir þessu myndir koma hjá mér á morgun svo þið getið fylgst með okkur hérna.  Allt orðið klárt fyrir aðaldaginn og krakkarnir bíða spennt.

Bið að heilsa ykkur öllum og bara gleðilegt jól og megi þau vera frábær og yndisleg hjá ykkur.

kær kveðja Brynja og hinir baunarnir.

Brynja Kolbrún (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 20:49

7 identicon

Ég vildi bara þakka innilega vel fyrir mig í dag elsku Oddný Erla, Þuríður Arna, Áslaug og Óskar. Ég á ennþá ekki til eitt orð yfir þessum glaðningi frá ykkur. En svona eru þið, alveg yndisleg í alla staði. Þið öll hafið brætt hjartað mitt þennan tíma sem ég fékk með ykkur á Hofi. Ég á eftir að sakna stelpnanna mikið og þess að hitta ykkur og spjalla um lífð. En ég mun koma upp í sveit og heilsa upp á ykkur og skoða prinsessuherbergið. Þið eruð alveg frábær. Gott að heyra að þú fékkst smá að sofa og vonandi verður það bara betra. Knús og kossar, Kristín Amelía.

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 00:33

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kvitta bara fyrir lesturinn.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.12.2006 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband