23.12.2006 | 13:03
Gleðileg jól kæru vinir
Laumaðist aðeins í tölvuna, hef reyndar engan tíma þar sem það er alveg brjálað að gera hjá stórfjölskyldunni. Búin að vera sveitt við að þrífa í morgun, vakti frammá á nótt til að klára síðustu innpökkunina, eftir að keyra í einhver hús með pakka og svo hendi ég bara restinni í mömmu og læta hana klára það fyrir mig eheh!!
Stelpurnar alveg að farast úr spenningi og geta ekki beðið eftir morgundeginum, Þuríður mín Arna er alltaf að laumast inní herbergi til að reyna opna nokkra pakka. Dóóhh!! Ótrúlega snögg þesssi stúlka og ég er í því að pakka þessum gjöfum aftur inn en sem betur fer er þetta ekkert af hennar gjöfum.
Svo er það hefðin í kvöld sem við fjölskyldan gerum ALLTAF á Þorláksmessu en það er að fara útað borða á Ítalíu og fá okkur pasta eða pizzu. Slurp slurp!! Mamma, pabbi, Oddný og fjölskylda alltaf með í för og svo veit maður ekki hvort nokkrir bætist við í hópinn í kvöld. Hlakka mikið til!!!
Jólatréð skreytt í kvöld, Skari gerir heitt súkkulaði og aldrei að vita að einhverjir komi í heitt súkkulaði.
Ohh boy engin tími til að skrifa einhverjar merkilegar fréttir en þær verða bara að koma sem fyrst hef svo svakalega miklu að segja frá.
Knúúúss til ykkar allra og eigið gleðileg jól, njótið þess að vera saman og njótð þess að horfa á krakka ykkar alveg upptjúnnuð. Bara gaman!!
Jólakveður frá stórfjölskyldunni í "sveitinni".
Slauga og co
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fín mynd af ykkur Þuríði Örnu á mbl Hvað segiru heitu súkkulaði mmmmm... á að bjóða mér/okkur? Nú ef ekki þá sjáumst við bara í hádeginu á morgun í möndlugraut En eigið góðan dag elskurnar mínar
Hanna systa (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 14:20
Kæra fjölskylda
Hamingjan gefi ykkur
gleðileg jól,
gleðji og vermi ykkur
miðvetrarsól,
brosi ykkur himinn
heiður og blár,
og hlýlegt ykkur verði
hið komandi ár.
Gleðileg jól hetjur
Kveðja Lilja kr.
p.s. Særún Embla sendir Þuríði Örnu og Oddnýju Erlu sérstakar leikskólakveðjur
Lilja Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 14:41
Elsku Óskar, Áslaug og börn!
Eigið gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár.
Frábært hvað allt gengur vel hjá ykkur núna. Var einmitt að sjá mynd af ykkur í mbl.is. Þið eruð bara orðin fræg, eruð í öllum fjölmiðlum þessa dagana :O) Yndislegt hvað margir eru til í að rétta ykkur hjálparhönd.
Jólakveðja, Jane, Elli, Lárus Logi og Júlían Breki.
Jane Petra (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 15:29
laumaðist í tölvuna eins og þú hí hi...
GLEÐILEG JÓL
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.12.2006 kl. 17:06
Kæri Óskar,Áslaug og börn
Guð gefi ykkur Gleðileg Jól og farsælst komandi ár, vonandi heldur skottan áfram að hressast kær jólakveðja María Ólafsd og fjölskylda(Akranesi)
María (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 18:16
Kæra Fjölskylda,
Mig langar bara að óska ykkur gleðilegra jóla, hafið það sem allra best.Þið eruð ávallt í mínum bænum.
Kveðja Agnes
Agnes (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.