28.12.2006 | 10:19
Maður ársins hjá Ísafold
Mig langar að byrja á því að óska henni Ástu Lovísu hetju hjartanlega til hamingju með titilinn sem hún fékk hjá blaðinu Ísafold sem "maður ársins", þú áttir þetta svo sannarlega skilið. Mér finnst alltaf gott þegar fólk talar opinskátt um veikindin sín, barnanna sinna eða einhvers nákomins, þetta hjálpar okkur svo ótrúlega mikið. Til hamingju Ásta mín!!
Þið getið kosið mann ársins hjá Rúv á þessari slóð http://www.ruv.is/heim/vefir/poppland/meira/store159/item139037/
Þegar Ásta var kosin "maður ársins" fór ég að hugsa um veikindin hennar Þuríðar minnar hvað það er gott að vera ekki feimin með neitt sem tengjast veikindum manns eða barnanna sinna, "við" getum ekkert að þessu gert og afhverju þá að vera fela eitthvað? Þá fór ég líka að hugsa til Margrétar Frímannsdóttir alþingiskonu þegar hún barðist við sín veikindi og mér fannst alltaf svo gott þegar hún koma bara hreint fram þar að segja ekki með neina hárkollu eða slæðu til að fela það að hún væri ekki með neitt hár. Þá hugsaði ég líka með mér "þetta er ótrúlega gott hjá henni og ef ég veikist einhverntíman sem maður vonar svo sannarlega að það gerist ekki þá ætla ég að taka hana til fyrirmyndar og ekki vera fela neitt.
En svo kom bara annað litla barnið mitt veiktist og það með illvígan sjúkdóm, hún missti hárið sitt og ég byrjaði strax á því að fela það. Afhverju var það? Jú því allir þá meina aðallega fullorðið fólk snéri sig úr hálslið til að horfa á hana og stundum stoppaði það til að stara betur og við þetta leið mér illa bara við að fólk starði svona á hetjuna mína sem var ekki einsog allir aðrir. Þuríði minni leið ekki vel með slæðurnar sem ég var búin að kaupa í öllum litum en samt barðist ég alltaf við það að setja þær á hana en hún var farin að taka þær jafnóðum af sér. Þá fór ég aftur að hugsa til hennar Margrétar Frímanns en henni var alveg sama hvað fólk hugsaði en ég man umræðuna í fólkinu "útí bæ" hvað sumum fannst þetta asnalegt af henni að hafa ekki neitt til að hylja en sumum fannst þetta frábært einsog mér og afhverju átti ég ekki að hugsa það sama um hetjuna mína? Æjhi þetta var litla barnið mitt og mér finnst/fannst erfitt að láta alla stara svona en ég hætti því svo að lokum enda leið henni miklu betur að þurfa ekki að vera með einhverja þrönga slæðu.
Það var ekki einsog ég skammaðist mín fyrir veikindin hennar það var bara að mér leið illa við hvað fullorðið fólk kann sig ekki, þarf að stara á lítið barn sem á erfitt.
Það hefur t.d. gerst 2x í röð að ég hef farið í Bónus í kringlunni (jájá ég nefni bara staðin) að stúlkan á kassanum hafði ekki tíma til að afgreiða mig eða renna vörunum mínum í gegn því hún þurfti að "stara" svo mikið á Þuríði mína. Hvað er málið? Ég er ekki vön að æsa mig yfir hlutum en ég var að rauðglóandi þarna og var alveg að fara æsa mig við hana en ákvað að sleppa því sem ég hefði samt ekki átt að gera því ég sé alltaf eftir því. Hvað er að fólki?
Í dag leyfi henni Þuríði minni Örnu að vera einsog hún vill, ef henni líður vel þá er það náttúrlega best. Hættum að fela þessa hluti, höldum áfram að vera einsog við erum, "við" getum ekkert að þessu gert, tölum um þetta það er ekkert að skammast sín fyrir.
Takk fyrir mig í dag!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á einn son sem er 12 ára og með einhverfu. Fólk glápir á hann þegar hann hagar sér "öðruvísi". Í byrjun þá pirraði ég mig ótrúlega mikið á því hvað fólk glápti.
Fyrir nokkrum mánuðum síðan sat ég á biðstofu með syni mínum og á meðan ég beið kemur krakki í hjólastól. Hann ræður ekki við líkamann sinn, hendurnar og fætur hans fara hingað og þangað...
Ég starði og hætti ekki að stara fyrr en móðir drengsins horfði á mig með fyrirlitningarsvip... mér brá og skammaðist mín.
Þegar þau voru farinn, fór ég að pæla í því hvað ég var að hugsa á meðan ég starði á þennann dreng; Ég komst af því að ég var ekki að stara, heldur var ég að hugsa; Augun mín voru í áttina að drengnum, en það sem ég hugsaði var einfaldlega það hvað lífið væri óréttlát á móti sumum. Það voru þúsund "fallegar" hugsanir sem þutu í gegnum höfuðið á mér og það var alls ekki illa meint.
Í dag hef ég prófað að brosa á móti fólki sem starir og veistu hvað?: Þegar þetta fólk brosir til baka, þá segja brosin og augun meira en þúsund orð...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.12.2006 kl. 11:26
Ég er alveg sammála Gunnari Helga. Ég hef staðið sjálfan mig að verki við að "stara" á svona einstaklinga. Husgunin sem flýgur í gegn hjá mér er sú að aumingja einstaklingurinn. Vonandi þjáist hann/hún ekki mikið, vonandi er hægt að hjálpa honum/henni.
Svona hugsanir fara oft í gegn hjá fólki sem hefur átt erfitt, hvort sem það hefur verið hjá manni sjálfum eða barni/börnum manns.
Ekki taka þetta stinnt upp þó svo að fólk stari. Gerðu bara eins og Gunnar Helgi bendir á, horfðu á móti og brostu .
Ég veit að þetta er gríðarlega erfitt en ef þú ætlar að íþyngja þér með skoðunum annarra, þá verður lífið margfalt erfiðara.
Helga Linnet, 28.12.2006 kl. 11:55
Kæra fjölskylda; gelðilega hátíð og vonandi verður árið ykkur gæfuríkt og gott. Mikið gleður það mig að Þuríður skuli njóta jólanna. Hún er alltaf í bænum mínum.
Ylfa
Ylfa (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 12:58
Þuriður er barn ársins
Ólafur fannberg, 28.12.2006 kl. 14:14
hæ Babe skil þig vel.... en þetta er samt helling satt hjá Gunnari Helga..... :)
hafið það gott hugsum stöðugt til ykkar og vonadi hittumst við fljótlega skvís...
koss og knús Þórunn Eva
Þórunn Eva (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 14:57
Mikið rétt og satt sem Gunnar og Helga segja hérna að ofan. Á meðan ég las færsluna þína þá hugsaði ég: "Ef ég myndi mæta þeim mæðgum á förnum vegi - ætli ég gæti þá komið í veg fyrir störuna!" Ég held bara ekki því dóttir þín er svo yndislega falleg (hvort sem hún er með hár eða ekki) auk þess sem hún er orðin svo þekkt andlit núna að ég held að ég gæti lent í því að finnast ég þekkja hana en ekki kveikja á því hvaðan.
En það er mikið rétt hjá þér að við eigum að þora að vera óhræddari og opinskárri með þennan sjúkdóm sem og aðra. Ég man vel eftir því hvað Guðrún Katrín fyrrum eiginkona Ólafs Ragnars vakti mikla aðdáun fyrir að vera bara hún sjálf "þrátt fyrir" hármissi og veikindi. Margrét Frímanns er líka góð fyrirmynd og Anna Pálína söngkona vakti líka athygli fyrir það að tala svona óhikað og feimnislaust um krabbameinið og það sem því fylgdi.
Ég er nýbúin að missa ástvin úr krabbameini og veit vel hvað það er nauðsynlegt að geta talað óhikað um allt sem þessu fylgir. Það er ekkert síður mikilvægt fyrir aðstandendur en sjúklingana sjálfa.
Vona að þið hafið það áfram svona gott eins og síðustu daga
Ólöf (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 15:20
Hæ skvís!
Ég held að ég taki undir með Gunnari Helga og Helgu. Ég tel mig reyndar ekki stara þegar ég sé mikið veika einstaklinga, en ég reyni að brosa og senda góða strauma og hugsanir. Dísin mín er mjög opin persónuleiki og spyr hiklaust hvað sé að viðkomandi og ég vona innilega að fólki finnist hún ekki dónaleg fyrir vikið - ég vonast eftir hreinskilnum svörum svo að barnið mitt læri að ekki eru allir eins og sumt fólk er mikið veikt og fleira.
Ég hef ekki verið dugleg að kommenta undanfarið, en hugur minn er sífellt hjá ykkur og ég fylgist með ;)
Vona að hátíðirnar verði ykkur áfram ánægjuleg.
Knús, Súsanna
Súsanna (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 21:15
Ég er samt ekki að tala um börn, ég veit að þau eru ósköp saklaus og það fer ekki í taugarnar mínar þegar börn horfa og kanski spurja mig þá reyni ég að svara þeim eins vel og ég get.
Áslaug (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 21:41
Takk fyrir fallega kveðju :)
Kv Ásta Lovísa
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.