29.12.2006 | 10:09
Að kvitta...
Fólk hefur verið að reyna kvitta hjá mér en kvartar undan því að það sé of flókið að það nennir ekki að standa í því, sko málið er að það er ekkert flókið. Ég veit að margir halda að þau þurfa lykilorð og aðgangsorð en svo er ekki, við breyttum því þannig það væri auðveldara fyrir fólk að kvitta. Þegar það kemur lykilorð og svoframvegis þá þurfiði bara að setja nafnið ykkar og staðfesta 2x e-mailið ykkar.
Vonandi auðveldarar þetta ykkur að kvitta því mér finnst svo óendanlega gaman að fá "kvitt" jú þótt það sé frá ókunnugum einsog einn "kvittari" sagði að það gæfi mér nú ekki mikið ef einhver ókunnugur kvittar hjá mér en það er bara ekki rétt, það gefur mér ótrúlega mikið að fá pepp frá hverjum sem er. Að fá falleg e- mail, símtal, bréf í pósti eða kvitt hér gefur mér ótrúlega mikið en ég/við fjölskyldan höfum fengið mjög mörg "gamaldags" bréf gegnum lúfuna okkar, e-mailin í tonnatali og hringingar frá ókunnugum síðustu vikur og það gefur okkur endalaust mikið. Senda ykkur stórt knús fyrir fallegar hugsanir og endilega verið duglegri að kvitta ehe!!
Annars er statusinn á heimilinu ágætur, Þuríður mín hefur ekki krampað í tvær vikur og engin skilur neitt afhverju? Einsog einn læknirinn hennar sagði við mig "stundum skiljum við þetta bara ekki", ég meina þótt þú sért læknir með 10ára nám eða 15 að baki þá geta þeir ekki vitað allt þótt við viljum að þeir viti allt. Við höfum allavega kynnst því í rúmlega tveggja ára veikindasögu Þuríðar minnar að þeir hafa færri svör en við viljum fá því verr og miður.
Okkur finnst Þuríður mín eitthvað að slappast núna, engir krampar sem við fögnum enn en hún er samt eitthvað að slappast. Greinilega farin að vera þreyttari en venjulega, það hlaut að koma að því, grrrrr!! Ætli geislarnir séu farnir að segja eitthvað til sín? Ö-a!! Æjhi ég fæ alveg sting í brjóstið og hnút í magan ef hún er eitthvað að slappast einsog við höldum og vanalega höfum við rétt fyrir okkur.
Stelpurnar eru að farast úr spenning með gamlárskvöld, við áttum stjörnuljós síðan í fyrra þannig við fórum útá á pall í gær og kveiktum í nokkrum. Oh mæ hvað þeim fannst það gaman, þær voru sko að sprengja ehehe eða það sögðu þær þannig hér verða keyptar nokkrar litlar bombur fyrir stelpurnar mínar en litli skriðdrekinn minn hann Theodór getur ekki ennþá haldið á þessu en finnst ö-a gaman að horfa á ljósið. Bara gaman!! Mikið er ég líka spennt fyrir áramótunum, ohh boy!! Svooo gaman að gera eitthvað skemmtilegt fyrir þessar elskur.
Munið að svara nýju könnuninni minni, thíhí!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Búinn að giska á að það sé Óskar.
Þetta að koma með athugasemdir getur verið erfitt fyrir "ekki-meðlimi" Þegar gestir eru búin að skrifa athugasemdir og smella á SENDA, þá kemur rauður texti sem segir eitthvað um að þetta virki ekki... þá dugar að smella einu sinni en á SENDA... Ekki spyrja mig afhverju.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.12.2006 kl. 10:32
hæ hæ skvís og fjölskylda.... :)
þið standið ykkur alveg óendanlega vel og tilnefndi ég þig sem mann ársins hjá RÚV, mér finnst þú eiga það skilið.. :) vonandi er hún bara þreytt littla skvísan eftir allt stressið já eða maður óskar þess að minnsta kosti...
hafið það gott og Gleðilegt Nýtt ár :)
koss og knús Þórunn Eva
Þórunn Eva (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 11:53
jólaknús til ykkar allra
Ólafur fannberg, 29.12.2006 kl. 13:12
Hæ kæra fjölskylda
Mikið svakalega hlýnar manni um hjartaræturnar að lesa hvað jólin eru búin að vera yndisleg hjá ykkur öllum í fjölskyldunni. Það er óskandi að þetta sé bara jólaþreyta hjá henni Þuríði, við allavega biðjum fyrir því að það gangi svona vel áfram.
Þúsund kossar og knús til ykkar frá okkur :-)
Kkv. Martha og co
Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 14:24
Sæl kæra fjölskylda,
Óska ykkur árs og friðar á komandi ári, guð veri með ykkur öllum í þessum hrikalegu veikindum. Tilnefni ykkur sem fjölskyldu ársins.
Kveðja, Erla Jónsdóttir
Erla (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 15:15
Fylgist daglega með ykkur í gegnum þessa síðu,sem er vel sett upp og gaman að lesa. Vonandi eru það bara geislarnir sem gera litlu dúkkuna ykkar slappa í augnablikinu.
Þið eruð í mínum bænum
Kveðja
Jóhanna (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 19:32
Ég er nú frekar græn hér í þessu blogg umhverfi en finnst ég vera farin að þekkja suma nokkuð bara við að lesa það sem viðkomandi skrifar..því miður er ég mis dugleg að kvitta ..þó ég lesi ..en það kemur Megið þið svo eiga ánægjuleg áramót...með flugelda sjóví..Ég er að vísu ein af þeim sem er frekar mikil skræfa þegar kemur að svona "fyrværekri"
Agný, 29.12.2006 kl. 20:13
Eg er eiginlega viss um þar sem öll þjoðin for að biðja fyrir Þuriði að það se að hjalpa henni i gegn um þetta vonandi er það bara raunin. Gangi ykkur vel
Oskrað (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 21:59
Við vildum bara óska ykkur góðs gengis á nýju ári og við fylgjumst alltaf með.
Kveðja, Adda, Sigvaldi, Kristófer og Gabríel
www.local.is/kristofer
Sigvaldi (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.