30.12.2006 | 10:34
Þuríður Arna sprengjukerlingin mikla
Við fjölskyldan höfum alltaf reynt að kíkja á flugeldasýninguna hjá Perlunni á hverju ári sem við gerðum í gær, reyndar í fyrra horfðum bara á hana gegnum gluggana uppá barnaspítala þar sem Þuríður mín var inniliggjandi en fengum þetta beint í æð í gær. Við ákváðum að labba alveg uppað perlunni í þetta sinn til að fá ljósin og lætin alveg beint í æð þar sem stelpurnar voru hrikalega spenntar að sjá þetta allt saman. Ohh boy lætin sem fylgdu þessu, þetta var ótrúlega flott en alltof stutt flugeldasýning. Þuríður Arna var sko ekki sátt þegar sýningunni endaði ehehe vildi sko meira og neitaði að fara þannig það verða sko keyptar bombu fyrir hetjuna mína í dag og að sjálfsögðu styrkjum við hjálparsveitina en ekki hvað? Ég þurfti reyndar að labba í burtu með Oddnýju mína ERlu og Theodór minn Inga þar sem þau voru ekki að fíla þessi læti thíhí, jú Oddný mín er sátt ef hún er laaaangt frá sprengjunum eða bara með stjörnuljós en var sko ekki að fíla þetta. Sagði við mig að þetta væri ógeðslegt en þegar bomburnar voru í mikilli fjarlægð fannst henni þetta svaka stuð.
Við erum sem sagt mikið spennt að fara seinni partinn til að kaupa bomburnar og sprengja þær á morgun, stuð stuð stuð!! Við ætlum að eyða kvöldinu í faðmi Dragós-gengisins, Skari og pabbi elda kalkún slurp slurp!! Ég er spenntust!!
Er á leiðinni í síðasta jólaboðið á þessu ári, þar hittast allir í mömmu family sem sagt mikill fjöldi og mikið stuð svo ætlar mín líka að fara aftur á Sálina og Gospelinn í kvöld.
Verð víst að þjóta, skúra, skrúbba og bóna!! Þrífa börnin og klæða!!
Bið að heilsa í bili og haldið áfram að knúsast það er bara svo gott að fá knús.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús... Og ég vona að sem flestir íslendingar taki ykkur til fyrirmyndar og styrki Hjálparsveitirnar.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.12.2006 kl. 10:54
hæ hæ skemmtið ykkur vel í kvöld við fórum á síðustu tónleika og vá þeir voru geggjaðir.. :) have fun.. :)
bæjó í bili
Þórunn Eva (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 12:35
Sæl verið þið og gleðilega hátíð elskurnar. Ég er svo glöð yfir því hvað Þuríður Arna er hress. Þið voruð að tala um að hún væri eitthvað óvenju slöpp í gær eða fyrradag og með einhverjar áhyggjur skiljanlega. En mér var sagt að geislarninr halda áfram að virka viku til tíu daga eftir að meðferð lýkur svo að hún sé óvenju þreytt eða slöpp held ég að sé ofur eðlilegt því að þegar geislameðferðina er að ljúka þá verður maður lygilega þreyttur og orkulaus, hvað þá þegar maður er svona lítil snúlla og getur kannski lítið tjáð sig um hvernig manni líður. Mér finnst bara lyginni líkast hvað hún er brött og þakka Guði fyir hvern dag sem að hún fær ekki flog. Ég held áfram að biðja fyir ykkur og vona að Guð gefi ykkur gleðileg áramót.
Bestu kveðjur Þórdís tinna(Kolbræun Ragnheiður biður að heilsa snúllunni)
þórdístinna (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 13:51
Sæl elsku fjölskylda rosalega er gaman að lesa fréttir af ykkur bara ómetanlegt og mér finnst svo gaman að heyra hvað hún er hress elsku Þuríður Arna það léttir svo lund hjá mörgum bara frábært. Gott líka að heyra hvað þið hafið haft gleðilegt jól og góðan tíma alveg frábært og ég er ekki frá því að þið munuð hafa það frábært um áramótin líka glæsilegt. Rosalega gaman að sjá líka myndir af ykkur elsku fjölskylda. Það hefur greinilega verið gaman á flugveldasýningu oh við söknum þess alls á Íslandi núna stuðið og sprengjurnar en Elli og Brynjar eru að kaupa núna eitthvað svo við sprengjum líka upp. Fórum í tívolíið og sáum flugveldasýningu þar og það var rosalegt bara.
jæja takk kærlega fyrir árið sem er senn að líða og vonum að næsta ári verði ennþá bjartara við biðjum fyrir því. kær kveðja Brynja og fjölskylda í Danaveldi.
Brynja Kolbrún (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 15:24
Gott að þið skylduð getað notið flugeldasýningunnar í gærkveldi. Og Auðvitað allir að styrkja Björgunarsveitina. Vonandi eigið þið góð áramót.
Gleðilegt ár.
baráttukveðja úr firðinum
Jóhanna (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 15:53
Það var alveg yndislegt að rekast á ykkur í gær. Gott að fá að kyssa og knúsa fallegu börnin ykkar sem ég held svo mikið upp á. Góða skemmtun annað kvöld og hittumst hress á nýju ári. Takk fyrir allt það góða á liðnu ári. Knús og kossar, Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 01:49
Gleðilega hátíð elskurnar, góða skemmtun í kvöld með allar sprengjurnar. Takk fyrir þessa flottu síðu og að fá að fylgjast með ykkur. Ég er svo sammála ykkur um að vera ekkert að fela veikindin, held að það sé gert því samfélagið vill ekki vita af því miður fer vill bara að allt sé fínt og flott og gengur vel. Tökum frekar höndum saman og hjálpumst að það virkar svo miklu betur.
Gleðilegt árið og megi næsta ár færa ykkur mikla gæfu og gleði.
Sigga frænka
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.