5.10.2009 | 14:27
Þreyttir dagar
Þuríður Arna mín er búin að vera svakalega þreytt síðustu vikur og ég ætla mér að kenna álaginu um það, ætla að reyna að hella mér ekki í neinar slæmar hugsanir en álagið er náttúrlega gífurlegt á þessum litla kropp. Hún er í endurhæfingu 4x í viku og hver verður ekki þreyttur að mæta alltaf í ræktina eftir vinnu? Það er samt alveg sama hvursu þreytt hún sé þá gerir hún ALLTAF sínar æfingar í sínum tímum, viljinn er ótrúlega sterkur og hrikalega er hún alltaf dugleg. Tek hann mikið til fyrirmyndar með þetta allt saman. Hún er ekki vön að leggja sig lengur yfir daginn en hún sofnaði í gær og þá hélt maður að hún myndi ekki sofna fyrr en mjög seint en nei stúlkan sofnuð rúmlega átta og svo fékk hún aðeins að dorma í skólanum í dag. Auðvidað verður hún að fá að leggja sig ef kroppurinn segir stop og getur ekki meir, ekki spurning! Ég veit alveg hvernig ég verð ef ég er mjög þreytt og það er búið að vera mikið álag á mér en HEY ég er heilbrigð, vonandi verður þetta fljótt að líða hjá.
Annars ætlum við kanski ekki að minnka flogalyfin hennar svona hratt einsog það var búið að ákveða þar að segja við og læknarnir. Æjhi við erum bara pínu smeyk og viljum aðeins hægja á þessu því núna er verið að taka þau lyf af henni sem gerðu sem mest fyrir hana. Við þurfum ekkert að flýta okkur, höfum allan okkar heimsins tíma til þess að gera þetta þó svo við seinkum þessu kanski um hálft ár eða ár. Bara ef okkur líður vel með þetta.
Mér finnst nú ekki leiðinlegt að monta mig af börnunum mínum, hverjum finnst það leiðinlegt? Allavega Theodór kom til mín í gær og stafaði allt nafnið sitt fyrir mig, jújú ég vissi að hann kynni alla stafina en ég vissi ekki að hann kynni þetta því ekki hef ég eða Óskar verið að kenna honum þetta. Þá tekur hann bara uppá þessu sjálfur svo hann farinn að heimta fá að lesa lestrabókina hennar Þuríðar ehhe þannig ætli hann verði ekki farinn að lesa án þess að ég viti af því. Oddný Erla las allavega fyrir mig í síðustu viku, geðveikt stollt. Theodór er einmitt að fara á sína fyrstu fótboltaæfingu á eftir og bíður spenntur eftir því að hann fari að spila með Arsenal hahaha. Hann tilkynnti okkur það allavega að pabbi sinn, Hinrik Örn og afi Hinrik ættu að koma og horfa á hann spila með Arsenal því við stelpunar ætlum að fara að sjá "mama mia showið" í London því hann veit að Þuríði langar á það. Alveg ótrúlegur þessi drengur. Ég er þegar orðin spennt að fá ársmiða á alla Arsenal leikina.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er maður að mínu skapi, bara strax búinn að setja markið á Arsenal. Auðvitað tekur það á þegar farið er að þjálfa þreklitla kroppa, blessuð daman er samt svooo dugleg og jákvæð og það er bara best. Ég er að upplifa mjög góða hluti núna, var greind með kæfisvefn fyrir mánuði og fékk öndunarhjálp. Nú er ég að fá til baka smá af mínu þreki og svo fer ég í sjúkraþjálfum bráðlega. Hlakka til en verð örugglega þreytt til að byrja með. Það er bara allt í lagi. Þetta er afar leyndur "galli" sjúkdómur. Ef þú þekkir einhvern sem hrýtur, er oft að leggja sig á daginn er samt alltaf þreytt/ur, þá gæti kæfisvefn verið skýringin.
Kveðja til lestrarhestanna og hinna
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.10.2009 kl. 17:09
Ekki undrar mig þó Þuríður Arna sé mjög þreytt þessa daga. Mín veikindi voru ekki löng, miðað við hetjuna ykkar. Ég er búin að vera svo þreytt undanfarið, hef samt ekkert verið að vinna í 3 mánuði. Þessi þreyta hellist yfir mann eins og hendi sé veifað. En hafið það sem allra best, kæra fjölskylda. kveðja frá Sólveigu.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 22:02
Elsku fallega duglega fjölskylda
Miðað við allt sem er að gera er ekki skrítið að allt fólkið sé þreytt stundum.
En þreytan hennar Þuríðar verður alltaf skoðuð með öðrum gleraugum en hinna barnanna.
Það er bara svo gaman að sjá hvað allir eru duglegir í þessu húsi.
kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 11:19
Kristín (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 20:40
Vááá.... hvað drengurinn er klár að geta stafað nafnið sitt :-) Þuríður er hörkutól og hörkutól verða auðvitað þreytt líka...... engin smá dugnaðarforkur þessi dama! Það er auðvitað full vinna fyrir svona lítinn kropp að vera í skólanum og svo í þjálfun eftir það! Þú getur sko vel montað þig af þessum kláru og fallegu börnum sem þið eigið :-)
Hestakveðja úr Mosfellsbænum,
Begga
Berglind Inga - hestakennari :-) (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:43
Mikið áttu dugleg börn og mátt svo sannarlega vera stolt af þeim.
Engin furða tek ég undir með þér að stúlkan sé þreytt, mikið að gera hjá skvísunni, en hún ætlar sér greinilega áfram og henni tekst það sem hún ætlar sér daman. UPP fyrir henni og hinum börnunum ykkar
Aprílrós, 8.10.2009 kl. 18:20
Knús knús og ljúfar kveðjur.....
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.10.2009 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.