Leita í fréttum mbl.is

76 dagar til jóla... Vúúúúhúúú!!

....og við erum löngu farin að undirbúa þau þar að segja með að kaupa jólagjafir og þess háttar, nánast bara börnin mín eftir og þarf að fara klára þau svo að desember getur bara verið einhvernveginn og ekkert stress.  Við fjölskyldan erum hrikalega mikil jólabörn og hlökkum alltaf jafn mikið til.  Önnur hver jól hjá okkur hefur alltaf bæst einn grislíngur við hópinn hjá okkur en ég held að það verði ekki aftur hehe, þetta bara komið gott Whistling.

Þuríður mín er annars í fríi í dag, vorum að koma af foreldrafundi og að sjálfsögðu kom allt flott út þar enda er stúlkan alveg að standa.  Hún ætlar sér allt alveg sama hvursu þreytt hún sé, GETA ÆTLA SKAL er hennar mottó.  Eftir fundinn er "mömmudagur", ætli við kíkjum ekki í Smáralindina og fáum okkur e-ð gott í gogginn og skoðum okkur aðeins um.  Henni finnst það ekki leiðinlegt.  Einsog kennarinn hennar sagði þá er líkaminn hennar rosalega þreyttur en ALDREI kvartar hún samt, jújú stundum neitar hún að fara út í frímínútum en hallóóó værum við e-ð að geta pínt okkur ef líkaminn okkur væri gjörsamlega búinn á því og segði stop?  Niiiiii, ég myndi allavega ekki gera það. 

Ætlið við mægður ásamt Hinrik Erni förum ekki að gera okkur til og skreppa aðeins í mollið og fá okkur smá bita.

Eigið góða helgi kæru lesendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að gengur vel hjá ykkur og jólaskapið á næsta leiti. Góða helgi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.10.2009 kl. 11:52

2 identicon

kæra fjölskylda, eigið góða helgi og alla daga, gæfan fylgi ykkur.

Didda ókunn (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 14:37

3 identicon

Njótið helgarinnar kæra fjölskylda.  Kveðja Þorgerður.

Þorgerður (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.10.2009 kl. 18:20

5 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Halldór Jóhannsson, 11.10.2009 kl. 22:30

6 identicon

Sæl,

Geggjað pils. Hvar fær kona sem ekki prjónar en langar til að gera svona á sig og dæturnar uppskrift og garn??

Kv Begga

begga (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband