4.11.2009 | 16:35
Hvað EF?
Var að hlusta á Ísland í bítið í síðustu viku þegar ég heyrði viðtal við tvo einstaklinga sem hafa orðið fyrir einelti þegar þáttastjórnandinn spurði þau hvernig helduru að lífið þitt væri öðruvísi ef þú hefðir ekki orðið fyrir einelti. Auðvidað gat einstaklingurinn ekki svarað því enda ómöglegt að vita. Ég fór einmitt að spá betur í þessa spurningu og auðvidað get ég ekki ímyndað mér hvernig líf mitt væri öðruvísi og kanski hefði ég ekkert viljað breyta neinu og vill bara hafa líf mitt einsog það er. Ég meina ef það hefði verið e-ð öðruvísi í fortíðinni þá væri ég kanski ekki á þessum stað sem ég er á í dag, ég meina ef ég hefði ekki farið á Sálarballið sem ég kynntist Skara mínum? Vill ekki breyta neinu.
En eitt er víst að ég gæti ímyndað mér að ég hefði ö-a gengið betur í skóla ef þessi ákveðni kennari hefði ekki brotið mig svona niður, ég hefði ö-a haldið áfram að læra og gengið vel því ég veit alveg að ég get þetta og er ógeðslega klár. Þetta er ekkert erfitt eftir allt saman, ég bara hélt eftir 11 ára bekk að ég gæti ekki neitt og hafði enga trú á sjálfri mér, ég meina að brjóta niður ellevu ára gamalt barn af kennara er hrikalegt og það ætti ekki að geta gerst. Það eru ekki mörg ár síðan ég hafði trú á sjálfri mér og það eru veikindum Þuríðar minnar að þakka því verr og miður segi ég eiginlega. Ég gæti alveg hugsað mér áframhaldandi nám, var búin að tjékka hvort ég kæmist í eitt ákveðið nám næsta haust og fékk mjög jákvætt útur því.
Þuríður mín er ágætlega hress, fyrst að ég er að tala um hvað EF. Þá hugsa ég stundum um það hvernig Þuríður mín væri EF hún hefði ekki veikst og væri ennþá heilbrigð því veikindin hennar hafa hægt alveg rosalega á þroska hennar og hún á ekki jafn auðvelt með að læra einsog jafn aldrar hennar en hún er samt ótrúlega klár. Hún er alltaf að sýna meiri og meiri framfarir í þroska, farin að lesa miklu meir en við þorðum að vona, þær hjá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra eru ofsalega stolltar af hennar framförum á "bara" tveim mánuðum. En á meðan Þuríður mín er hamingjusöm þá er ég hamingjusöm.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
:-)
Ingibjörg (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 16:40
Það er sorglegt að m.v. hversu mikil umræða er um einelti að þetta sé enn svona viðloðandi í öllum löndum heimsins.
Það eru ekki bara börn heldur einnig svo rosalega margir fullorðnir sem þurfa endalaust að vera að niðurlægja aðra með því að setja út á það sem þeir gera og gera lítið úr öðrum og skilja útundan.
Yfirleitt er þetta óöryggi og minnimáttarkennd en samt nær það alltaf að hafa svo ótrúlega mikil áhrif á þann sem lendir í því.
Það þarf að efla umræðuna enn frekar!
Anna / ókunnug (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 17:51
Hvað ef. Þetta er spurning sem ekki er hægt að svara, hvort sem hún varðar eineldi eða annað. Að kennarar brjóti niður nemendur sína er óskaplega ljótt og á ekki að viðgangast. En það því miður enn við líði og verður áfram meðan til eru skólastjórnendur hafa ekki einurð til að taka á málum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.11.2009 kl. 23:06
Sendi þér góða strauma og knús
Stella A.
Stella A. (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 11:49
Það er nefnilega málið, þetta litla EF er svo stórt en samt svo tilgangslaust.
Við erum í góðum málum þegar við minkum og helst hættum að hugsa, ef ég hefði eða hefði ekki. Er alltaf að vanda mig.
Og eins og alltaf ert þú, af því þú ert svo klár búin að sjá að það er ekki til neins, og eins og þú segir sjálf, EF þú hefðir ekki farið á Sálarballið væri jafnvel enginn Skari og það væri það versta.
Sendi kærleikskveðjur í ykkar fallega hóp, frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 13:09
ég er ættleiddur og ´var sjálfur lagður einelti, en þetta er allt annað sko að eins og að vera ættleiddur þá spurja fólk mig hvernig er að vera ættleiddur? ég hvað ég að vita það ég er búinn að venjast að íslenska forledra sé bara eins og mína foreldrar, og með einelti ef ég á að geta svara þessu fyrir þeim þá hefði eg svara bara ef ég væri lagðu í einelti þá væri ég hvorgi hérna hjá ykkur að tala um þetta og ég væri allt anna staða en það sem ég er núna svo einfalt er
Páll thamrong Snorrason (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.