Leita í fréttum mbl.is

Skrýtið/asnalegt/fyndið

Finn ekki alveg rétta orðið yfir það sem mér finnst en eftir að ég skrifaði eineltis bloggið mitt þá "hurfu" nokkrir "vinir" mínir á facebook eða þeir sem tóku þátt í eineltinu mínu í gamla daga.  Jújú ég var nú bara 10-13 ára gömul, við vorum bara börn og unglingar og ég nefndi engin nöfn þegar ég skrifaði þetta enda finnst mér það ekki skipta neinu máli.  Þannig mér finnst frekar fyndið/asnalegt/skrýtið að manni sé "hent" út, veit ekki hvort manneskjurnar/manneskjan skammist sín en það var samt ég sem tók hana/hann/þær inn hjá mér eða samþykkti vinabeiðni.  Æjhi jú ég segi bara fyndið.  Þegar ég skrifaði bloggið mitt um einelti var ég aðallega að benda á að svona "ofbeldi" eltir mann alla ævi, þetta er ekkert búið þegar eineltið hættir.  Maður er brotin niður og það fylgir manni ALLTAF.

Annars á minn elskulegi pabbi afmæli í dag, hann er lang flottastur og sá besti sem maður getur hugsað sér.  Við pabbi erum ótrúlega líka á margan hátt og stundum "skamma" ég hann hvað ég skuli vera lík honum heheh.  Ég hef alltaf verið og verð alltaf pabba stelpa enda eru líka báðir strákarnir mínir skírðir í höfuðið á honum en pabbi heitir Hinrik Ingi og einsog þið vitið þá heita strákarnir mínir Theodór Ingi og Hinrik Örn.  Til hamingju með daginn elsku besti pabbi minn, hlökkum mikið til að koma í kræsingarnar á eftir.

Eigið flottan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég les alltaf  greinarnar þínar en aldrei skrifað fyrr en nú . Ég vil bara segja sök bítur sekan . Haldið þið áfram að vera sterk og standið sama það er það sem marga skortir ,að geta staðið saman í gegnum súrt og sætt.

Guðrún (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 17:00

2 identicon

Sæl Áslaug.

Þetta eru viðbrögð þeirra sem í hlut áttu og þá er svo auðvelt að draga sig í hlé frekar en að ræða málið eða biðjast afsökunar, svo langt sem það nær nú. Jú mikið rétt hjá þér, þetta fylgir fólki alltaf. Þú ert hetja.

Kær kveðja.

Elín

Elín (ókunn) (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 19:23

3 identicon

já svona getur þetta verið , þeim hefur fundist auðveldara að fara í burtu en að biðjast afsökunar , svo eitthvað vita þau sig upp sökina

Til hamingju með hann pabba þinn .

Hér á bæ bíða allir spenntir eftir jólunum og er byrjað að telja niður og aðeins að spila jólalög

Ofurknús

kv úr sveitinni

Dagrún (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 20:44

4 identicon

Það sorglega er að fólk breytist lítið... þau eiga erfitt með að horfast í augu við þig og í staðin fyrir að að gera það henda þau þér út til að hlífa sjálfu sér.

anna (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 00:15

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já svo "vinirnir" hurfu, hafa ekki þolað umræðuna. Þetta fylgir þeim þá líka og viðhorfið er þeim til vandræða. Þú ert dugnaðarforkur og syndir gríðarlegt hugrekki að skrifa um eineltið um daginn. Og það þarflíka hugrekki til að skrifa um "vinina sem flúðu" - þetta er bara flótti.

Hafið það öll sem best alltaf

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.11.2009 kl. 03:28

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Veistu Áslaug, þessir "vinir" eru bara ágætlega komnir sem lengst burtu frá þér...það er nefnilnlega ekki sama VINUR og VINUR...

Þeir sem sttanda þéttast við hlið þér í dag eru sannir vinir...þeir sem reynast þér vel alltaf...og þú getur treyst fullkomlega...

Ég +a sautj+an ára son sem lenti i verulega slæmu einelti +í tveimur skólum, frá 8. ára aldri og upp í ´níunda bekk. Hann er búinn að gera tvær tilraunir til að setjast á skólabekk í Menntaskóla, en hefur gefist upp og er einhvern veginn ekki að finna sig. Þetta vekur ótta hjá okkur foreldrunum og við vöktum hann dag og nótt. Þegar þú segir að þetta hverfi ALDREI og veri ALLTAF með þér, fæ ég svo illt í hjartað.

Lít upp til þín, þú ert OFURdugleg og mikil hetja. Áfram þú!!!                                                                                                         

Bergljót Hreinsdóttir, 23.11.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband