Leita í fréttum mbl.is

Svooooooo erfitt

Það er hrikalega erfitt að horfa uppá Þuríði mína síðustu vikur, hún er svo hrikalega óhamingjusöm að hálfa væri miklu meir en nóg.  Hún á erfitt með að sofna á kvöldin því hún er svo óhamingjusöm og "erfið" og svo vaknar hún ennþá óhamingjusamari og við vitum ekkert hvað amar að.  Hún á svo erfitt með tjá sig, segist vera svo lasin en maður veit ekki hvað er til í því?  Hjúkkan hennar vill senda hana í heyrna og augnmælingu sem hún fer á næstu dögum því oft fara sjóntruflanir eða minnkun á heyrn illa í börn, þetta er bara hrikalega erfitt.  Við hittum doktorinn hennar á morgun og sjáum hvað hann segir.  Þetta er bara svo erfitt því Þuríður Arna mín er svo vön að vera sú hamingjusamasta og aldrei neitt þannig bögga hana, alveg sama hvursu veik hún hefur verið þá hefur hún ALLTAF verið syngjandi glöð en ekki í dag.  Það er e-ð sem við vitum ekki?  Ömurlegt!!  Mér er bara svo illt í hjartanum að hugsa um hana svona óhamingjusama.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vona svo sannarlega að ástæðan finnist sem fyrst.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.11.2009 kl. 12:13

2 identicon

Æ leitt að heyra, vonandi finnst fljótlega hvað er að ama að skvísunni, knús.

Lilja ( ókunnug ) (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 12:40

3 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 12:53

4 identicon

vonandi  finnst  ástæðan fljótt svo hægt sé að gera eitthvað fyrir  prinsessuna .

ég á  nokkur börn  og  elsta var akkurat svona þegar hannvar  6 ára    mig minnir meira segja að  tímasetningin hafi verið svipuð svona rétt fyrir jól  ..  við foreldrarnir leituðum allra leiða enn  allt í einu nokkrum vikum seinna þá vaknaði  drengurinn  bara hamingjusamur aftur og ekkert  kennt sér til síðan

Inga (ókunnug) (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 13:27

5 identicon

Elsku þið...ég sendi mína bestu strauma yfir til ykkar og vona að eitthvað skýrist með þessa vanlíðan hjá hetjunni ykkar. Þið eruð yndisleg fjölskylda og ég fylgist alltaf reglulega með ykkur.

Knús frá mér.

Kristín

Kristín,ókunnug (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 13:46

6 identicon

sammála síðasta, gæfan veri með ykkur.

Didda ókunn (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 21:46

7 Smámynd: Halldór Jóhannsson

....

Halldór Jóhannsson, 12.11.2009 kl. 22:18

8 Smámynd: Elsa Nielsen

KNÚÚÚÚS til Þuríðar Örnu!!! :)

Elsa Nielsen, 12.11.2009 kl. 22:32

9 identicon

Æi, Þetta er ekki gott að heyra.

Ég og örugglega allir sem fylgjast með ykkur fáum illt í hjartað að heyra ef eitthvað amar að Þuríði og þ.a.l. ykkur.  Treystum að þetta sé eitthvað  smá og tímabundið.

Sendi ykkur stórt og mikið knús í hús.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 11:06

10 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Leiðinlegt að heyra þetta, það er óskandi að þið finnið út úr því hvað er að gera hana svona óhamingju sama

Guðborg Eyjólfsdóttir, 13.11.2009 kl. 11:57

11 identicon

Hulda Klara (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 18:44

12 identicon

Gæfan veri með ykkur góða fjölskylda.

Kveðja frá Þorgerði.

Þorgerður (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 19:29

13 Smámynd: Ragnheiður

Æj ósköp er þetta leiðinlegt að heyra..geturðu prufað að biðja hana að teikna það sem er leiðinlegt? Nú veit ég ekki hvað hún nær að teikna þessi duglega stelpa...

Knús á ykkur elskurnar og með von um að þetta lagist

Ragnheiður , 13.11.2009 kl. 21:38

14 identicon

Ofurknús til hennar og ykkar  von að þetta lagist

Dagrún (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 22:28

15 identicon

Æ, leiðinlegt að heyra þetta, því það er búið að vera svo æðislegt að lesa bloggið þitt í langan tíma. Vonandi hressist hún sem fyrst.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 20:06

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Leiðinlegt að heyra þetta. Hefur verið athugað hvort hún sé nokkuð lögð í einelti? Minn strákur varð svona skyndilega óhamingjusamur og í ljós kom að um einelti var að ræða.

Helga Magnúsdóttir, 15.11.2009 kl. 21:05

17 identicon

Óla Maja (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 22:52

18 identicon

Æi hvað þetta er leitt að heyra en ég hvet þig til að kanna vel með eineltið...ég lendi nákvælega í því sama og hún Helga skráir hér að ofan. Minn sonur varð allt í einu svo óhamingjusamur og ómöglegur og það var byrjun á einelti.  Hann var endalaust vansæll á morgnanna, vildi ekki fara í skólann..var alltaf að gera sér upp veikindi, ég mældi hann á hverjum degi í margar vikur lá við.  Svo átti hann erfitt með að sofa og á það enn í dag 3 árum eftir að einelti líkur.  Þegar hann lagðist út af fór hann að hugsa og pæla og þá kom óttinn sem spennti upp allar taugar og þá var ekki hægt að sofna.

 Bið fyrir ykkur duglega fjölskylda og að þetta lagist

kærleikskveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband