Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Gekk vel

Þuríði minni gekk svakalega vel í morgun í sinni fyrstu geislun enda ekki að spurja að því, verst hvað stelpan þarf alltaf að sofa mikið eftir svona svæfingu.  Hún svaf í sirka fjóra tíma en á að sofa í hálftíma eða svo og hún er svæfð á hverjum degi fram að jólum, hún er komin með verstu unglingaveiki ever ehehe!!Sleeping  Hún var reyndar ekki á sitt besta þegar hún var vakin í morgun, frekar óhamingjusöm og var sko ekki að meika það að vakna.  Núna er hún "hress" og horfir á Grettir sinn.

 Aukaverkanirnar geta komið í ljós í lok vikunar og það er ógleði og uppköst en þá verður stúlkan sett á stera og ekki eru aukaverkanirnar af því skemmtilegir.  Hmmm!!Shocking

Það er annars eitt sem hefur hvílt doltið á mér síðustu daga eða síðan ég/Skari var spurð að þessari spurningu sem mér finnst sú heimskulegasta ever sorrý þú sem spurðir.  Um daginn þegar ég fór á tónleikana með Stebba og Eyfa sagði ég ykkur frá einum texta sem Stebbi samdi um litla stelpu sem dó ung sem er ótrúlega fallegur en samt erfiður að hlusta á.  Ef þið eigið diskinn þá er lagið nr að mig minnir nr.4 allavega á eftir "góða ferð" laginu og þessi texti er augljóslega um barn sem er dáið og foreldrarnir að þakka fyrir þær stundir sem þau fengu með barninu sínu.  Fólk sem hlustar á þennan texta ætti augljóslega að heyra það en samt vorum "við" spurð að því hvort þessi texti væri samin um hana Þuríði mína.  Ég bara "ha" ertu að grínast í mér, er hetjan ekki hjá okkur?  Þótt það hefur verið sagt við okkur að hún eigi bara nokkra mánuði ólifað væri það fáránlegasta í heimi að halda það að þessi texti væri samin um hana og hvað þá að spurja okkur.  Það var eitthvað svo særandi að vera spurð að þessu og fannst það líka virkilega heimskulegt. 
Sorrý en ég varð bara að koma þessu frá mér......

Það hefur annars borist ábending frá lesanda að ég skrifi mjög vitlaust og ætti nú kanski ekki að birta færslurnar frá mér, ég ætla mér ekki að fá íslenskufræðing til að yfirfara allar færslur mínar þið verðið bara að sætta ykkur við það að ég skrifi vitlaust enda alltaf verið léleg í stafsetningu.  En það góða við þessa ábendingu að manneskjan kom undir nafni með mynd af sér og það virði ég virkilega annað en leiðinda kommentið sem ég hef fengið frá óhamingjusamri manneskju.

Takk fyrir mig í dagWink


Svaka stuð að baka....

PC102368

PC102388

Það var sem sagt stuð að baka og allir skemmtu sér svakalega vel sérstaklega stelpurnar mínar, til þess var leikurinn gerðurInLove

Á morgun verður svo fyrsti dagur geislameðferðar og ég væri að ljúga að ykkur ef ég myndi segja að ég væri ekki kvíðin.  Læknarnir vilja ekki byrja að gefa henni stera ath fyrst hvort hún fái aukaverkanirnar sem geta fylgt og ég spyr bara síðan hvenær fékk hún ekki aukaverkanir sem hún getur fengið með lyfjunum sínum, ég get talið það með annarri. 

Æjhi mig langar svo að hún fái að njóta jólanna því ekki hefur hún gert það síðustu tvö jól, mig langar svo að sjá hana spennta við að opna pakkana sína.  Ég reyni að vera vongóð að það takist því síðasta vika hefur verið frekar góð hjá henni en það hefur líka enst mest í viku og svo búúúmmm búið og henni fer að líða illa. Mig langar líka svo að fara hlakka til jólana við fjölskyldan erum nefnilega mikið fyrir jólin einsog mörg ykkar en ég bara get ekki fundið þá tilhlökkun vonandi fer hún að koma, ég veit það kemur ef hún heldur áfram að vera svona "hress", æjhi þetta er eitthvað svo erfitt.

Mig langar bara svo heitt og innilega að hún væri heilbrigð og ég hefði einhverjar óþarfa áhyggjur sem skipti sem minnstu máli.


Kertasíðan komin inn....

Endilega ekki hætta að kveikja á kerti fyrir Þuríði mína, búin að setja hana hérna inn fyrir ykkur. Kertasíðan


Elsku Garðar!!

Elskulegi bróðir minn, keppandi í x-factor og besti dómari landsins er 35ára í dag.  Verst að hann dettur úr leik í næsta þætti, hvað var Einar Bárða að hugsa?  Ég var farin að hlakka til að fara í Smáralindina með fána og læti well ég bíð bara spennt eftir að hinn bróðir minn taki þátt mhohoho!!  Veitiggi alveg hvort hann sé besti dómari landsins þótt hann hafi verið valinn það hjá Sýn og fótboltamönnunum sjálfum ok kanski en hann allavega dæmdi víti á mig hérna í denn þegar hann var að byrja ferill sinn ö-a bara því ég var systir hans.  Grrrrr!!

Allavega elsku Garðar okkar, hjartanlega hamingjuóskir með daginn þú ert með besta bróðir sem ég hef eignast eða allavega nr 1.-2 (þar sem ég á annan bróðir líka hehe) Hlakka til að koma í mat til þín í kvöld.°
_9100447

 ....og ég er farin að baka með dætrum mínum.


Jólaball

Vorum að koma af jólaballinu hjá mömmu og nokkrum dagmömmum, ohh mæ hvað var yndislega gaman að sjá hvað Þuríður mín var hress á ballinu.  Það sást sko "ekkert" á henni að hún væri eitthvað veik, það var alveg yndislegt.  Henni fannst æðislegt að dansa í kringum jólatréð hvað þá þegar jólasveinninn mætti á svæðið þá var kallað "jólasveinn ég er hérna komdu og taktu mig" eheh, yndislegust!!  Oddnýu mín Erla var ekki alveg eins kát með þetta allt saman en hresstist nú aðeins við þegar uppáhalds frændurnir mættu á svæðið og Theodór minn Ingi var hinn rólegasti, endalaust stuð!!

Ég er að setja inn myndir af atburðinum þannig í lok kvölds getiði skoðað skemmtilegar myndir af fallegum börnumWink

 Um leið og við mættum heim af ballinu skelltum við nokkrum súkkulaðikökum í ofninn sem sumum leiddist sko ekki og á morgun ætlum við mæðgur að baka piparkökur sem þær fá að skera út.  Það verður ö-a fögur sjón að sjá eheh!!

 Þuríður mín sem sagt hress í dag fyrirutan einn krampa, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað manni líður vel að sjá hana svona "hressa", hvað verður það lengi er erfitt að segja en að sjálfsögðu nýtur mar þess í botn á meðan er. 

Í lokin læt ég fylgja mynd af töffaranum mínum honum Theodór Inga af jólaballinu
PC092314


Komin til að vera.....

Þá hef ég ákveðið að flytja bloggið mitt hingað, ég er orðin meira að segja undir vinsælustu bloggin á www.mbl.is geri aðrir betur.  Víííí!!Grin

_8209709-1

Tilefni dagsins læt ég fylgja mynd af fallegustu börnunum sem var tekin í sumar af þeim, snilld að geta gert þetta.  Þetta var t.d. ekki hægt að gera á bloggar þannig núna fáiði kanski að njóta einhverra mynda frá mér þið sem eruð ekki með lykilorðin á myndasíðuna mína, lucky you!!

Farin héðan....

Ég hef ákveðið að kveðja þetta blogg og færa mig yfir í blog.is sem sagt nýja bloggið mitt er www.aslaugosk.blog.is og ég er búin að breyta kommenta kerfinu þannig það er auðveldara að kommenta og að sjálfögðu líka búin að breyta myndinni af Þuríði minni og núna nýtur hún sín í botn.  

Hlakka til að hitta ykkur á nýju heimasíðunni minni.......

Ég er að tapa veðmálinu

Damn ég er að tapa veðmálinu við Skara um að Theodór verði ekki farinn að labba fyrir jól, ansas vesen!!  Drengurinn er nebbla alveg að fara labba en Skari vildi að hann færi að labba fyrir jól svo hann yrði flottur í teinóttu og það labbandi en ekki skemma teinóttu fötin sín með því að skríða hehe!!  Ég skiliggi hvað börnin mín þurfa að flýta sér svona mikið að fara labba, Theodór minn er nú bara 10mánaða en Oddný Erla var það þegar hún byrjaði að labba og Þuríður mín Arna viku fyrir eins árs afmælið sitt.  Ég sem hélt að hann væri letiblóð og nennti ekki neinu en það er víst algjör vitleysa, ansas!!

Gleymdi líka að segja ykkur frá myndatökunum í gær, ohh mæ god!!  Að fara með 10 mánaða, tveggja ára og fjagra ára gömul börn í myndatökur eru ekki að skynsamlegasta sem maður gerir eheh!!  Þau voru ekki að nenna þessu, ef eitt nennti þessu eða tvö þá var það alltaf eitt sem vildi gera eitthvað annað þannig það var stuð hjá Bonna í gær.  Við fórum sem sagt í myndatökur í gær sem við ætluðum reyndar að bíða þanga til eftir áramót en ákváðum að breyta þeirri áætlun og gera það strax þar sem Þuríður okkar er að byrja í geislanum á mánudag og þar mun hún missa 7cm á breitt og 6cm á lengd af hárinu sínu og það mun væntanlega ALDREI koma aftur og svo vildum við líka gera þetta á meðan hún er svona "hress".  Hún er búin að vera í stuði síðustu daga og bara yndislegt að fylgjast með henni litlu stóru hetjunni okkar, reyndar krampar hún aðeins meira en venjulega og verður þá algjörlega búin á því en samt svo hress og yndislegust.

Allt að verða vitlaust......

Kökubakstur og fleira

Var að koma af spítalanum, Þuríður mín í síðasta undirbúningi fyrir geislameðferðina sem byrjar á mánudaginn.  Ohh mæ hvað stúlkan þarf að sofa mikið eftir þessar svæfingar, þetta gekk allt saman ótrúlega vel.  Þuríður mín mesta hetja í heimi er hætt að kveinka sér þegar hún er sprautuð, þvílík hetja þar á ferð.  Það liggur við að hún lyfti upp bolnum sínum og segir hjúkkunni sinni Sigrúnu að sprauta sig, það væri nú ekki hver sem er sem myndi gera svona allavega ekki ég.  Dóóóhh!!  Megið bara taka hana til fyrirmyndar og þið ættuð að sjá hana þegar hún tekur inn lyfin sín og sumir kúgast við að taka inn "pilluna" sína.  Yndislegust!!

Jólaball á morgun hjá mömmu og nokkrum dagmömmum, stelpunar hlakka endalaust til sérstaklega að hitta jólasveininn það verður spurning hvernig litla hjartað hennar Oddnýjar minnar bregst við ehehe!!  Hún verður ö-a ekki svona æst þegar hún hittir hann thíhí!! Sætust!!

Við fjölskyldan ætlum líka að baka um helgina, ætlum að leyfa stelpunum að gera einhverjar piparkökur og skera út sjálfar sem verður ö-a skemmtilegt að horfa á well ætli þær borði ekki allt degið.  Bara gaman!!  Ætli við reynum ekki að skrifa þessi endalaus öll jólakort sem við sendum í ár, púúúffffhh!!   Verður væntanlega lömuð í hendinni eftir það kvöld, damn!!

Dísa skvísa að koma til að kíkja á höllina okkar, víííí!!  Anna Björk alltaf velkomin, bara gaman að fá gesti!!

Veitiggi alveg með að skipta um síðu, finnst svo mikið vesen með kommenta kerfið en ég ætla að hugsa um það um helgina.

Óska ykkur bara góðra helgar og vonandi geriði eitthvað skemtilegt, knúsist eins mikið og þið getið.
Slauga slím

Endilega svarið því?

Þeir hjá mbl voru svo yndislegir að benda mér á það að ég get fengið mér heimasíðu hjá þeim og þeir ætla að vista allt fyrir mig yfir á nýju síðan mína þar sem ég er frekar ósátt við þetta kerfi.  Alltaf að hrynja og blablabla þannig ég ákvað að gera smá prufu á þeirra kerfi og ætla mér væntanlega að flytja mig yfir þangað.  Viljiði endilega kíkja á www.aslaugosk.blog.is og svara könnunni þar en ég læt ykkur vita sem fyrst hvað ég mun gera. 

Þetta kerfi er allavega miklu öruggara en þetta þar sem það er tengt við mbl.is.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband