Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
7.12.2006 | 11:27
Hvað segiði um það?

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.12.2006 | 13:11
Hvað er málið?
Ég skiliggi tísku jólaskrautið í ár, svart skraut þetta árið. Hvað er málið? Ojhbara ekki vill ég hafa svart jólaskraut. Misjafnur smekkur manna sem betur fer.
Vildi óska þess að ég finndi jólaskapið mitt, er eitthvað svo kvíðin fyrir jólunum. Æjhi hrædd um að Þuríður mín njóti þeirra ekki samt svo hress þessa dagana, æjhi þetta er bara svo fljótt að breytast hjá henni en við njótum þess á meðan þeir eru svona. Hún er meir að segja farin að taka ástfóstur á eitt leikfangið sitt sem er barbiedúkka í brúðakjól, hún sleppir henni ekki og verður að sofa með hana. Þeir sem þekkja Þuríði mína vita hvernig hún er og er ekki mikið fyrir að leika sér hvað þá að taka að sér eitthvað leikfang sem mér finnst æðislegast!!
Var annars að næla mér í miða á Gospelin og Sálina 30.des, við fórum þegar þeir voru að spila í sept og það var æði sem mig langar ekki að sleppa sjá aftur. Að sjálfsögðu var sætið mitt á besta staðð og núna ætlum við stór hópur að fara saman og öll fengum við sæti saman. Hlakka bara til!!
FArin að ná í stelpurnar mínar á leikskólann, Þuríður mín að fara í sjúkraþjálfun sem henni finnst skemtilegast í heimi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.12.2006 | 10:42
Lasarus
Við fjölskyldan að fara í fjölskyldymyndatökur á morgun þá verð ég nú að vera eins hress og ég get, ljósmyndarinn tróð okkur nebbla inná milli því hann veit statusinn hjá okkur þannig það er stóóórt knúúús til hans.
Þuríður mín er frekar hress þessa dagana allavega miða við síðustu mánuði, hún er að tala svo mikið og spurja mann spjörunum úr sem er mjög óvanalegt því hún er ekki vön að segja NEITT. Það er alveg æðislegt að hlusta á hana þessa dagana, er mikið að pæla í hvenær allir eiga afmæli og hvað klukkan sé ehhe!! Yndislegtust!!
Well er stödd uppí styrktarfélagi núna að pakka inn jólakortum þannig það er best að halda áfram, þá vitiði allavega hvert þið eigið að koma/fara ef ykkur vantar falleg jólakort og viljið styrkja gott málefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 16:15
Meira draslið þetta bloggar.is
Þuríður mín byrjaði í undirbúningnum fyrir geislameðferðina í morgun sem gekk glimrandi vel ekki að spurja að öðru, svæfing fer alltaf vel í hana. Hún ætti að vakna eftir sirka hálftíma eftir svæfingu en Þuríður mín rétt opnaði augun eftir sirka 45mín og sagði við okkur "ég ætla að sofa lengur" og lokaði augunum og svaf í þrjá tíma í viðbót. Aaaargghhh!! Einsog það fer alltaf vel um mann á vöknunardeild og mar skemmtir sér vel þar og finnst þá obboslega gaman að hún svaf í þrjá tíma í viðbót. Ég og Skari vorum dottandi yfir henni og ég var að reyna halda mér vakandi því nóttin hjá Theodóri mínum var ömurleg, eyrun hans eru svo mikið að bögga hann. Kominn á lyf og vonandi lagast það eitthvað annars erum við að fara hitta einn af krabbameinslæknunum hennar Þuríðar minnar og hann sér um óvær börn og svona þannig vonandi lagast þetta áður en hann verður árs gamall. Dóóhh!!
Allavega Þuríður mín vaknaði súper-hress eftir þessa rúma þrjá tíma og er ágætlega hress núna, ágætt!! Hún heldur áfram í undirbúningi á föstudag og svo byrjar "skemtunin" á mánudag sem stendur í tvær vikur. Vonandi mun þetta bara vel í hana!!
Oddný mín Erla er svo súper klár einsog allir vita, mikið pælir hún í stöfum þessa dagana og er ótrúlega fljót að læra, dæssúss mar!!
Oddný: "mamma stafurinn hans pabba heitir Ó og stafurinn hans Garðars heitir G. En hvað heitir stafurinn hans Theodórs?"
Ég: "hann heitir T"
Oddný: "já alveg einsog Tumi tígur"
Dóóóhh!! Hva fær hún að vera svona vitur? Ég hreinlega skil þetta ekki og mun ö-a aldrei skilja þetta ehehe!!
Ætli það sé ekki best að reyna klára taka úr restinni af kössunum sem eru hérna inní mínu herbergi svo ég geti farið að gera það sæmilegt, bara nokkrir kassar eftir. Vííí!! Jólaskrautið er að koma smátt og smátt upp, svo gaman að skreyta en svoooo leiðinlegt að þurfa taka það niður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2006 | 16:50
Í fréttum er þetta helst....
Síðustu tveir mánuðir hafa verið mér ótrúlega erfiðir, jú mér hefur fundist tvö síðustu ár erfið en síðustu mánuðir helmingi erfiðari. Læknarnir voru alltaf búnir að segja við okkur að þeir teldu litlar líkur á því að æxlið yrði illkynja en það gæti gerst þegar hún yrði eldri en svo kom tuskan sem var slegin fast í andlit okkar um miðjan sept og síðan þá hefur mér fundist erfitt að finna vonina og sjá kraftaverk gerast. Búið að segja við okkur að barnið okkar ætti nokkra mánuði eftir og það vill engin lenda í, mér hefur fundist tíminn líða svo hrikalega hratt og fundist ég vera renna út á tíma með að gera alla hluti sem mig hefur langað að gera með börnunum mínum þá sérstaklega Þuríði. Mér hefur fundist allt svo erfitt, ömurlegt og ósanngjarnt.
Síðustu tusku fengum við í andlitið þegar við fengum svarið frá Boston, þeir voru hrikalega leiðir yfir því að geta ekkert skorið og það væru ekki margar lausnir í málinu. Ekki margar en það var ein lausn sem þeir vildu prófa sem hefur aldrei komið til greina áður og sem þeir vildu heldur ekki gera hérna heima sem var geislameðferð. Alltaf erfitt að gera geisla þegar svona ungt barn á í hlut og þegar þetta kemur í höfði en við forworduðum svarinu frá þeim í Boston til læknana hérna heima sem VIÐ fengum frá þeim en læknarnir hérna heima voru búnir að bíða eftir í meira en mánuð. Viti menn þeir fóru strax að vinna í því og ath hvort það væri möguleiki að litla hetjan mín færi í geislameðferð sem væri síðasta úrræði og fyrir helgi var ákveðið að senda hana í geisla. Jíbbíjeij!! Þeir eru ekki alveg búnir að gefast upp en þetta hefði samt aldrei farið í gang nema því VIÐ fengum þetta frá læknunum okkar í Boston, haaaaaaaaallllóóó!!
Við vorum sem sagt á fundi í morgun í sambandi við geislameðferðina hennar sem byrjar nota bene á mánudaginn og klárast fyrir jól, hún mun fara á hverjum degi sem er svæfing á hverjum degi. Þetta er doltið hörð meðferð en mun vonandi samt ekki reyna mjög mikið á hana en þeir vita aldrei læknarnir hvursu mikið hún mun reyna á hana.
Þeir eru ekkert búnir að finna neitt kraftaverk en vonandi gerir hún það gagn að kanski minnkar æxlið, kanski stöðvar þetta stækkunina það eru endalaust mörg kanski en þarna kom samt vonin aftur. Kanski mun þetta gera henni það að hún getur verið lengur hjá okkur sem ég vona svo heitt og innilega, við eigum nefnilega eftir að gera svo margt saman, það er svo margt sem mig langar að kenna henni og allar áhyggjurnar sem mig langar að hafa af henni. Þannig er nú það, ég nenni ekki að telja upp allar aukaverkanirnir sem geta fylgt eftir á enda finnst mér það skipta obboslega litlu máli.
Sem sagt ekki alveg strax uppgjöf hjá læknunum sem ég er obboslega ánægð með en ég er samt hrikalega kvíðin fyrir næstu vikum sem ég á kanski ekki að vera en ég er það samt. Ég veit ekkert hvernig þetta fer í hana, hvort jólin verða einsog síðustu sem sagt endalausir krampar sem gæti gerst vegna bólgna í æxlinu útfrá geislunum en það kemur þá bara í ljós þegar að því kemur. Hún getur þurft að fá stera með þessu en það kemur líka bara í ljós þegar nær dregur sem fer allt eftir því sem geislarnir fara í hana ógleði og svona. Lengi mætti telja.................
Þuríður mín er búin að vera óvenju hress síðustu daga sem er bara æðislegt og þá ákváðum við líka að panta okkur fjölskyldumyndatökur á fimtudaginn hjá Bonna "vini" okkar ljósmyndara. Ég er ótrúlega spennt fyrir því, víííí!! Hún hefur verið að krampa minna en venjulega en er reyndar búin að fá tvo í dag, æjhi sem er alltaf erfitt að sjá þar sem þeir eru orðnir miklu harðari.
Theodór Ingi er farinn að taka fleiri skref og að sjálfsögðu leyfði ég gellunum á Hofi að sjá hann labba, aðeins að monta mig svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga ehehe!! Hann reyndar sefur ekkert á nóttinni, eyrun þvílíkt að bögga hann og lekur svona mikið úr þeima. Aaaaaaaaaaargghh!!
Helgin var æðsileg hjá okkur Skara þar sem við skruppum á Geysi á jólahlað ásamt hópi af fólki, hlustuðum á Stebba og Eyfa syngja og spila og þetta var æði. Alltaf gott að komast aðeins út fyrir dyr og anda að sér öðru en heimilisloftinu.
Erum að verða búin að koma okkur fyrir, settum upp fyrsta jólaskrautið í gær og stelpunum fannst það sko ekki leiðinlegt eða okkur ehehe!!
Verð víst að hætta, stelpurnar að biðja mig um að spila við sig.................. og þarf líka á smá hvíld að halda erfiður dagur á morgun undirbúningurinn fyrir geislameðferðina byrjar á morgun hjá Þuríði minni. Stór svæfing, myndatökur og fleira......................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
4.12.2006 | 08:56
Næy könnun
Er að fara á fund uppá spítala, vonandi kemst ég í tölvu eftir hann svo ég geti komið með fréttirnar þaðan. Erum sem sagt ekki komin með netið heima enda sagði kerlan hjá Símanum að það gæti tekið tvær vikur, grrrrr!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2006 | 11:42
Góða helgi
Góða helgi allir, engin tími til að blogga og netið farið að heiman þannig ég stalst í tvær sekóndur í tölvuna hjá mömmu og pabba.
Farin að flyjta og ef ykkur langar að vita hvert við erum að flytja getiði sent mér mail því ég set það ekki hér, hasta la vista babes!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
249 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar