Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Draumar

Svo ég haldi áfram með draumatal en þá létum við einn draum Þuríðar minnar rætast í gær og sjálfsögðu voru hin tvö með í för en voru ekki jafn spennt fyrir þessu einsog þuríður eheh!!  Ég ætla ekki að segja ykkur frá þessum draumi alveg strax eða ekki fyrr en í næstu i viku þegar við erum búin að uppfylla drauminn 100%.   Trallala!!  Þá fáiði að sjá myndir, spennt?  Woundering

Draumar þurfa ekki að kosta neitt einsog þessi sem við létum verða af í gær bara eitt lítið símtal ok þau voru tvö ehe.  Þuríður mín mun allavega muna vel eftir honum og talar mikið um hann sem er alveg yndislega gaman að hlusta á, þessi draumur er nú ekki stór í augum margra en hjá Þuríði minni var hann einn af þeim stærstu hjá henni.  Bara gaman!!

Ég á mér líka marga drauma og einsog allir vita er minn stærsti að Þuríður mín verði "heilbrigð" að ný en ég veit líka að hún getur aldrei orðið alheilbrigð en ég á mér samt þann draum. 
Draumarnir mínir með Skara mínum verða væntanlega að bíða þanga til börnin verða uppkomin og við förum í draumaferðina okkar, dekurferðina ALEIN, liggjum í sólinni, engar búðir í kring og helst með einn golfvöll hliðina á hótelinu bara fyrir Skara minn eheh. Svo á ég mér einn draum sem er í vinnslu en það er "góðverka" draumurinn minn en meira fáiði ekki að vita allavega ekki strax.

Að sjálfsögðu í lokin fylgir mynd af börnunum mínum sem var tekin í gær uppá Skaga en tengdamóðir mín og ein lang-ömmusystirin tóku sig til og prjónuðu lopapeysur á öll börnin mín en það var einn minn draumur að fá svona peysur á börnin.  Yndislega flott!!

P7184428


Krabbi kúkalabbi

Fyrir sirka ári síðan hitti ég konu í kringlunni sem er kanski ekki frásögufærandi en Óskar minn kynnti mig fyrir henni en hann hafði þekkt hana, þessi ákveðna kona var með illkynja heilaæxli einsog Þuríður mín og hafði gengið í gegnum fullt af meðferðum og t.d geislameðferð og hún tilkynnti okkur það að hún væri vonandi að fara til Svíþjóðar í aðra geislameðferð þar sem hún mátti ekki fara í fleiri hér á landi en vanalega má fólk ekki fara í nema eina svoleiðis meðferð en Þuríður mín fær að fara í tvær þar sem hin var "bara" í tvær vikur svo hún ætti möguleika að fara í aðra sem hún mun gera einsog flestir vita.

Þessi ákveðna kona er/var sú jákvæðasta sem á ævinni hef hitt og bjartsýn var hún þó hún væri þetta veik og ætti ekki mikla framtíð fyrir sér (læknar ekki búnir að gefa henni mikla von) en þá sleppti hún aldrei voninni og trúði svo sannarlega á kraftaverkið.  Hún var með svo mikið af plönum um framtíðina, sagði að maður ætti að hafa plön sem ég hef alltaf átt erfitt með að hafa en reyni samt.  Þegar hún veiktist byrjaði hún að ferðast rosalega mikið og var í því að panta sér ferðir um allan heim með manninum sínum og stundum þurfti hún að afpanta vegna veikinda en henni fannst það sko alltílagi því hún færi bara síðar.  Það var alveg ótrúlegt að hlusta á þessa konu og vikum eftir að ég hitti hana gat ég ekki hætt að hugsa um hana, það gaf mér ofsalega mikið fyrir þettta stutta og eina spjall sem ég átti með henni.  Well reyndar sagði ég kanski ekki mikið en ég hlustaði og þessi kona var alveg ótrúlegur einstaklingur þó hún væri þetta veik.

Afhverju er ég að tala um þessa konu, jú reyndar var ég búin að gleyma henni síðustu vikur þanga til í gær þegar ég sé dánartilkynningu í einu blaðinu.  Krabbinn var búinn að vinna þetta stríð, andskotans ljóti kúkalabbinn.  Þessi kona gaf mér ofsalega mikið og ég mun aldrei gleyma henni og finn ofsalega til með ættingjum hennar, þessi kúkalabbi vinnur alltof mikið og það eru alltof margar fallegar sálir sem eru að falla fyrir honum.  Er ekki komið nóg?

Ég er alltaf svo hrædd við að hann vinni stríðið við Þuríði mína sérstaklega það sem læknarnir hafa sagt við okkur en þá hættum við aldrei að berjast, ég hugsa ofsalega oft um það versta en að sjálfsögður vona ég það allra besta.  Vonin er ofsalega sterk og ég má aldrei missa hana og ég verð líka að trúa á kraftaverkið, þau verða til!!  Þuríður mín getur, ætlar og skal.  Hún er alltaf að koma læknunum á óvart og hún skal koma þeim á óvart enn meira og ætlar að hjálpa mömmu sinni og pabba í ellinni.  Takk fyrir það!!

Eftir að hafa hugsað um hvað þessi kona gerði allt til að láta drauma sína rætast ætla ég mér að reyna láta alla drauma hennar Þuríðar minnar rætast.  Nr.1 er að fara í skóla en það er hennar stærsti draumur, hún gengur um heimilið oft og mörgum sinnum með leikskólatöskuna á bakinu og segist vera farin í skólann að læra.  Hún er alltaf að biðja mig að skrifa hitt og þetta því henni langar svo að læra og ég ætla mér líka að fara í bókabúðina og kaupa einhverja stafabók handa henni og reyna kenna þeim systrum stafina.  Jú nr.2 dreymir henni að vera í tvívolíinu allan sólarhringinn eheh, hún er mesta og óhræddasta 5 ára tívolí barn ever eheh, þannig næst á dagsskrá er að fara með hana í Legoland og jólatívolílandið í Kaupmannahöfn hvenær sem það verður.  Geta ætla skal!!

Svona í lokin læt ég fylgja eina mynd af hverju barni frá Brosbörnum og aldrei að vita þið fáið að sjá fleiri:
1

40

41


"Góði Guð" (ath breytt færsla)

"Viltu passa Þuríði sem er lasin í höfðinu".  En á þessu endaði  Þuríður mín í fyrrakvöld þegar hún fór með bænirnar sínar eða Skari heyrði hana segja þetta þegar hann var búinn að kyssa hana góða nótt og var að gefa Oddnyju minni koss líka.  Það er ekki annað hægt en að tárast við þessi orð hennar, vávh hvað ég átti erfitt með mig og á enn þegar ég hugsa um þetta.

Rétt í þessu var Theodór minn að vakna og við mæðgur hlaupum inní herbergi þar sem pungurinn kallaði á mömmu sína og hann er nú ennþá hálfsofandi en er samt tilbúinn í knúsið sem hann gefur alltaf systrum sínum á morgnana, það er ótrúlega sætt!!  Hann hleypur alltaf til þeirra á hverjum morgni með hendurnar útglenntar og gefur þeim eitt stórt knús.  Bara gaman!!

Þuríður mín byrjaði í undirbúningnum fyrir síðari geislameðferðina sína í gær sem var djúp svæfing, myndatökur og fleira svo er aftur endurtekning á fimmtudag en þá verður gríman gerð einhverjar aðrar mælingar, er ekki alveg 100% inní þessu.  Geislameðferðin hefst svo á mánudag eftir tæpa viku og mun standa í tvær vikur eða síðasti geislin verður gerður föstudag fyrir verslunarmannahelgi. Fyrri geislarnir fóru mjög vel í Þuríði mína, hún hafði aldrei verið jafn hress og hún var þegar hún var í þeim og hafði aldrei átt jafn góð jól einsog síðustu.  Byrjaði að krampa minna og hætti að krampa í febrúar sem hefur ekki gerst í þessi tæp þrjú ár sem hún hefur barist við þennan andskota.  Það er alveg ótrúlegt hvað hún hefur verið krampalaus lengi það yrði líka ofsalega erfitt ef hún færi að krampa aftur, mig dreymdi það í nótt að hún væri farin að krampa aftur og shit þetta var ömurleg martröð.  Núna krossa ég fingur og fer með mínar bænir að þessir geislar fari jafn vel í hana, hún svaf reyndar tuttugu tíma á sólarhring mánuði eftir geislana í tvær vikur en það yrði nú í lagi ef það yrði bara vegna kraftleysis útaf geislunum en mér kvíður samt fyrir hvernig þetta mun fara í hana.  Það eru engir geislar eins.

Eftir geislana fara læknarnir yfir næstu meðferð eða hvort þeir vilji leyfa henni að fara í aðra meðferð en þeir eru svo hræddir við að senda hana í aðra meðferð (gæti farið í mergin og hún gæti kanski fengið hvítblæði ofan á allt saman) sem ég oft skil ekki?  Sorrý!! Það hafa margir aðrir krakkar farið í miklu harðari meðferð en hún og oftar en einu sinni en afhverju eru þeir meira hræddari við að senda Þuríði en aðra krakka? 

Annars áttum við yndislegan tíma á Spáni saman, það er alveg lífsnauðsynlegt fyrir mann að komast svona í burtu og búa til þessu fallegu minningar og reyna gleyma þessu sem við erum að ganga í gegnum þó að það sé erfitt en þá hlóð þetta batteríin mín endalaust mikið sem voru orðin batterílaus.  Vildi óska þess að fleiri sem ættu veik börn eða veikir einstaklingar væru svona heppnir og við að vera send í svona ferð en því miður eru ekki allir svo heppnir.

Ég hef verið að reyna setja myndir á forsíðuna frá Brosbörnum eða Spáni en það gengur ekkert, veit ekki alveg hvað er að kerfinu hjá blog þessar vikurnar. 

Farin að sinna börnunum, gera Oddnýju Erlu mína tilbúna sem er að fara til Stokkseyrar með ömmu sinni nöfnu en hin ætla að vera í dekri hjá mömmu sinni í dag, vonandi getum við farið í hjólreiðatúr í dag sem yrði ekki amalegt.

Knús á línuna....

psss.ss ok ég get orðið sett inn myndir og það koma fleiri á morgun frá Brosbörnum en hérna eru fallegustu börnin mín, njótið!! ...og finnst ykkur skrýtið að mig langi í fleiri börn?Smile

53

 


Mætt á klakan

Þá er fjölskyldan mætt á klakan og tilbúin í næsta stríð en undirbúningurinn fyrir það byrjar á morgun, ekki seinna vænna.

Ætla samt ekkert að hafa þetta lengra í dag en ég reyni eftir minni bestu getu að vera dugleg að blogga næstu vikur, langar bara að birta eina af myndunum sem beið okkar þegar við mættum á svæðið í gær frá Brosbörnum.  Knús og kossar til Þórunnar og mömmu hennar fyrir að senda okkur þangað, ómetanlegt!!

ps.sss eitthvað misstókst að setja myndina inn, eitthvað ekki að gera sig kerfið hjá blog í dag en ég nenni ekki að hugsa um þetta núna.


Stór dagur í dag - Óskar skrifar

Thá er 12. júli runninn upp, bjartur og fagur ad vanda.  12. júli er virkilega sérstakur dagur í huga okkar fjölskyldunnar. 

Númer 1: Yndislegasta kona í heimi og besta módir sem til er, Áslaug Ósk á afmaeli i dag - 30 ára konan og held ég ad hún eigi skilid fallegt netknús frá ykkur öllum og skora ég á ykkur ad setja kommentamet, til hamingju med daginn elsku ástin mín.

Númer 2: 12. júlí 2001 var ball med sálinni á Gauknum - á thessu balli byrjudum vid Áslaug saman.

Númer 3: 12. júlí 2002 var Thurídur okkar Arna, mesta hetja í heimi, skírd.

Númer 4: 12. júlí 2003 giftum vid Áslaug okkur í Bústadarkirkju

Og thar med er thad upp talid - til hamingju med daginn allir.

Kaerar kvedjur frá Torreiveja
Óskar Örn


Onnur kvedja frá Spáni

Her er enntá jafn notanlegt, hofum tad ofsalega gott í hitanum og fáum ad heyra tad ansi oft hvad tad er gott vedur hjá ykkkur en okkur er alveg sama tar sem vid erum í afsloppun ad gera ekki neitt og skemmta bornum okkar.  Búin ad fara í dýragardinn, tvo tívolí og svo lengi maetti telja.  Turídur mín fór trisvar sinnum í vatnsrússíbanann og geri adrir betur ehhe meira ad tvisvar í rod í annan og tid hefdud átt ad sjá katínuna hjá henni.  Oh mae god, best í heimi!!

Aetla halda áfram ad gera ekki neitt og busla í sundlauginni med krokkunum mínum en svo fer ad lída ad heimkomu, aaarghh!!  Myndi framlengja ferdina ef medferdin hjá Turídi minni bidi ekki eftir okkur tegar vid komum heim en ferdasagan kemur tegar ég maeti á svaedid.

Kvedja
Slauga og co


Kvedja frá Spáni

Langadi bara ad kasta sma kvedju á ykkur, hofum tad hrikalega gott hér á Spáni. Liggjum í leti allan daginn og tess á milli drekkum vid kók/bjór og bordum ís, erum ad safna kroftum fyrir naesta strid sem gengur agaetlega.

Turidur mín er ágaetlega hress, tarf ad sofa mikid en ég aetla ad leyfa mér ad kenna hitanum um tad eda tanga til annad kemur í ljós.  Krakkarnir elska ad vera hérna, erum komin í sundlaugina rúmlega níu á morgnanna og forum  uppúr henni ad ganga kvoldmat.  Er haegt ad hafa tad betra?

Naest a dagsskrá hjá okkur hér á spáni er ad fara í dýragardinn og tívolíid en stelpurnar eru svakalega spenntar ad fara tangad, tid getid ekki ímyndad ykkur hvad er dyrmaett fyrir okkur ad vera hérna og skemmta okkur svona vel.  Best í heimi!!

Aetla ad lata tetta duga í bili, farin ad gera ekki neitt.

« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband