Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ég bara varð.... (ekki langt stop)

Að segja ykkur frá því en þegar ég sótti hetjuna mína í leikskólann í gær þá var þessi fallegi glampi kominn í augun hennar AFTUR, mikið yndislega var gaman að sjá hann.Grin  Hún var svo yndislega kát og glöð, það lá svo vel á henni að hálfa væri miklu meir en nóg og svo þegar ég tilkynnti henni að við ætluðum í sund þar sem nokkrar rennibrautir væru þá trylltist hún af kæti.  Oh boy þið misstuð af miklu að sjá hana í þessu stuði.  Við sem sagt skelltum okkur í Mosó laugina sem er ótrúlega skemmtileg fyrir adrenufíkla einsog Þuríði mína, frekar erfitt að fá hana heim eheh.  En þarna hljóp hún EIN upp stigann og renndi sér sjálf niður alveg none stop veit ekki hvað lengi?  Þvílíka eins hamingju hef ég ekki verið vitni af lengi lengi.  Endalaust gaman!!

Mikið elska ég að vera ólétt, ef grindin væri í betra ásikomulagi þá væri ég ö-a ólétt allt árið um kring eheh og ef þjóðfélagið gerði fólki kleift að kaupa sér stærri íbúðir, en við getum ekki fyllt meira í hana ehe.  Þannig ef ég flyt í einbýli/par/raðhús á næstunni vitiði hverju þið eigið von á. Mhúhaha!!  Farin að finna fullt af hreyfingum eða kanski meira svona loftbólum og fyrsta sinn í morgun fann ég að barnið var komið alveg með rassinn (eða eitthvað annað) uppað maganum þannig hann var smá harður.  Oh boy, best í heimi.  Perlan mín pælir mikið í því hvernig barnið komi út og afhverju ætti ég að ljúga að barninu og búa til einhverjar sögur um hvernig það komi, að sjálfsögðu segi ég henni sannleikan en hún trúir mér engan veginn ehe.  Henni langar í litla systir en hetjunni minni og litla Teddalíus langar í strák, miklar pælingar í gangi en við ætlum ekkert að vita fyrr en það kemur í heiminn.Halo

Langaði nú líka að nefna það en umtalaðist dómari landsins Garðar Örn Hinriksson er BRÓÐIR minn og ég er ótrúlega stollt af honum að geta dæmt svona leiki einsog KR-ÍA, ég veit að ég sjálf myndi bara fara grenja ef fólk myndi haga sér svona við mig.  Ég fæ eiginlega bara kjánahroll að horfa uppá suma menn haga sér svona einsog þeir hafa hagað sér.  Ætlaði að skrifa langa færslu um þetta en hef ákveðið að hætta við hana.

Góð fíling samt að blogga í dag bara því mig langaði að blogga og þannig verður það framvegis.  Víííí!!


Bloggleiði og þreyta

Ég er með mikin bloggleiða, þið kannist við þetta þegar þið fáið leiða á vinnunni ykkar en þetta hefur verið mín "vinna" síðustu ár að færa ykkur fréttir af hetjunni minni nema hún er launalaus.  Fæ samviskubit ef ég geri það ekki í einhverja daga og fólk fer að hafa áhyggjur afhverju ég sé ekki búin að blogga,(halda þá alltaf að það sé eitthvað slæmt í gangi) fæ mail frá ókunnugum og jafnvel hringingar sem ég er ALLS EKKI að fíla og svo er alveg sama hvert ég fer þá er oftast bara talað um veikindi.  Ég veit að það er vel meint en stundum langar manni að tala um eitthvað annað en veikindi.

Um árið byrjaði ég að blogga bara uppá funnið en svo breyttist það á einum degi þegar hetjan mín veiktist og þá var þetta góð leið til að fræða vini og ættingja um líðan hetjunnar minnar heldur en að fá 100 símtöl á dag því oft var maður ekki að meika það að svara öllum þessum spurningum um hana.  En ég er líka hætt að fá símtöl því fólk sem ég þekki fær bara fréttir héðan og það er nóg, ekki það að ég sé ofsalega dugleg að taka um símtólið og hringja, veit líka mér að kenna.  En maður þráir bara þetta "venjulega" líf hvernig sem það er? Erum búin að lifa og hrærast í veikindum í þrjú og hálft ár sem getur verið ofsalega erfitt og maður þráir ekkert heitara en að eiga heilbrigt barn en þessari baráttu er ekkert lokið, langt í frá.

Þegar ég byrjaði að blogga var sirka 50-100 flettingar á síðuna mína en í dag eru um 1600ip tölur sem koma og lesa, höfum fengið mikla athygli útá veikindin hennar Þuríðar minnar eitthvað sem ég ætlaði mér ekki.  Jú endalaust margir hafa verið yndislega góðir við hana og reynt að gleðja hana með ýmsum gjöfum og jú okkur líka sem ég met mikils en mikið langar mig að byrja bara blogga um eitthvað allt annað en veikindi og hún sé heilbrigð og við værum að reyna gleðja aðra.  Ekki það að ég vilji að aðrir séu veikir eða eigi erfitt en þetta er bara komið gott, væri alveg fínt að hún gæti leikið sér með hinu krökkunum án þess að hún sé skilin útundan.  Oft reyndar nægir henni að hún fái bara að horfa á hina krakkana en þetta er ofsalega sárt því henni langar svo að vera með en hún kann bara ekki leikinn og veit það sjálf.  Getið ekki ímyndað ykkur allavega ekki þeir sem hafa ekki verið í þessari stöðu. Þuríður mín er ótrúlega klár einsog ég hef oft sagt áður en hún kann bara ekki að nota þann hæfileika, hún getur reyndar ekki skrifað stafi því hún ræður ekki við þær hreyfingar en hún kann samt fullt af stöfum og getur pikkað þá á tölvuna okkar en hún er ótrúlega klár á tölvur og vonandi fær hún að nota þær mikið í hennar verðandi skóla.

Oddný Erla mín er mjög dugleg að kenna henni þó hún sé bara 4 ára og Þuríður mín er mjög áhugasöm að læra af henni, hún er ótrúlega þolinmóð við hana og passar vel uppá stóru systir sína. Hún er farin að tala meira um hennar veikindin við okkur, spyr okkur mikið og farin að biðja Þuríði sína að koma inní herbergi og býr svo til leiki sem hæfir þeim báðum.  Alveg ótrúlega velgefið barn og stundum skiljum við Skari ekki hvernig er hægt að vera svona einsog hún er, reyndar hefur hún þurft að þroskast mjög hratt.  Henni finnst líka alltaf gott að komast í leikskólann því þar veit hún að hún fær að leika við vini sína og þarf enga ábyrgð að taka á Þuríði sinni ekki það að við séum að láta hana taka ábyrgð, það er eitthvað sem hún ákveður.

Þessi færsla er reyndar komin útí allt annað en ég ætlaði mér, en það er allavega mikill bloggleiði í gangi og þreyta sem er ö-a komin vegna þess að Þuríði minni líður betur þessa dagana og þá get ég slappað af.  Ég nenni heldur ekki að vera undir mikilli pressu frá ykkur einsog ég hef verið, ég blogga bara þegar mig langar til þess og það er óþarfi að hringja í mig (þar að segja ef ég þekki þig ekki) því það er það síðasta sem mig langar að gera er að ræða við einhverja ókunnuga manneskju ef það væri eitthvað slæmt í gangi. 

Ætlum að skreppa í sund eftir leikskóla og finna einhverja laug með góðum rennibrautum fyrir adrenufíkilinn minn Þuríði, svoooo gaman að sjá hana svona glaða einsog þegar hún fer í rennibrautir í laugunum eða tívolítæki en það er nú ekki langt í það að tívolíið komi í bæinn og við getum glatt hana með því en hin eru ekki alveg jafn spennt, mjög ólík.  Hún er líka stundum (ok reyndar alltaf) soldið fyndin því núna er hún farin að grenja því henni langar svo til Torraveja(Spánar), sem er væntanlega ö-a útaf tívolíunum, dýragarðinum og öllu þessu sem hjartað hennar getur hamast hraðar og líka held ég útaf slöngunni sem er í garðinum þar eheh því henni finnst svooooo gaman að bleyta alla í kringum sig. 

Svo er hún farin að grenja á hverjum morgni þegar hún á að fara í leikskólann því henni langar svo að vera í Hello kitty kjólnum sínum en hún erfði einn kjól af Ástu frænku sinni sem hún hefur tekið ástfóstur, hreinlega elskar þennan kjól og allt sem tengist Hello Kitty en það kemur fyrir að kjóllinn verði skítugur og þurfi þvott en hún er sko ekki sátt með það.  Hún vill vera í honum ALLA daga þess vegna var ég mjög glöð með það þegar ég sá að þeir í Adams (búðinni) væru komnir með þessar vörur og ég fór inní búðina og ætlaði mér sko að kaupa á hana(eða þær systur) nýjan kjól svo hún hefði nú til skiptanna og var nákvæmlega sama hvað þeir myndu kosta því þetta er eitt af því fáa sem gleður hennar hjarta endalaust mikið en mikið ofsalega voru þetta ljót Hello kitty föt og ég var fljót að snúa við.  Ætli maður verði þá ekki bara að redda því annarsstaðar fráInLove, hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?

Veit ekkert hvenær ég kem hingað aftur, kanski á morgun (held samt að bloggleiðin verði ekki farin þá) en hetjan mín á að koma hitta lungasérfræðingin á föstud. og við erum ennþá að bíða eftir niðurstöðum úr blóðprufunum, hvurs ands..... getur tekið langan tíma að rækta smá blóð?

bæjó en í bili þó.....


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband