Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

19.júlí'08

Í dag hefði systir Óskars míns hún Lára Elín heitin orðið fertug ef hún væri ennþá á lífi, en hún lést þriggja og hálfs árs gömul.  Tilefni dagsins færðum við Þuru og Guðbrandi fallegan engil og kerti og kíktum í kirkjugarðinn í "heimsókn" bæði til hennar og ömmu Jó.  Krökkunum fannst mjög merkilegt að fara í garðinn sérstaklega að sjá hvar amma Jó hvílir sig sem þau tala mikið um. 
Blessuð sé minning þeirra.

Þuríður mín er annars búin að vera mjög virk síðustu daga, kanski aðeins of mikið en hún róast hægt og rólega næstu daga.  Ástæðan fyrir þessari ofvirkni og með ræsi kl sex á morgnanna er að hún er búin að vera á miklum sterum síðustu vikuna vegna lungnanna.  Úúúúfffhh!!  Lungun er vonandi að lagast, lungasérfræðingurinn var allavega ánægðari með hana á föstudaginn en síðustu vikurnar en hún vaknaði reyndar í morgun með kvef en vonandi fer það ekkert í lungun.  Við erum allavega að trappa hana niður af sterunum og í lok nk viku ætti hún kanski að vera aðeins rólegri.  En ég get nú sagt það samt að það er miklu betra að hafa hana svona en uppdópaða af lyfjum, sem betur fer er það ekkert svoleiðis í gangi.

...farin að borða, Skari minn að grilla svona líka girnilegt kjöt.  Væri ekki verra að geta fengið sér eitt rauðvínglas með matnum en það er víst ekki í boði.


Sónarinn

Sónarinn gekk að sjálfsögðu súper vel, allt leit vel út og mín dagssetning stendur sem er 3.des og hérna eru tvær af kraftaverkinu okkar:
sonar_011
kannist þið við munnsvipinn?Joyful  Svei mér þá, þá held ég að barnið sé með svo kallaða "apamunnsvipinn" úr minni fjölskyldu sem er ekki amalegt enda erum við með því fallegast fólki sem til er.Cool
sonar_02
Krúttlegar tásurW00t
Það er alltaf jafn gaman að fara í sónar alveg sama hvursu mörg börn maður á.  Ohh boy!

Reiðnámskeið

Einsog ég hef sagt þá eru stelpurnar mínar á reiðnámskeiði og skemmta sér báðar tvær svakalega vel.  Perlan mín hefur alltaf verið hrædd við hesta en það sést nú ekki eftir daginn í dag, hún víst hló allan tíman í dag í reiðtúrnum og svo fóru þær á berbak og það var bara eintóm hamingja og svo varð mín að knúsa hestinn sinn bless eheh.  Þuríður mín vill að sjálfsögðu bara stjórna og vill bara fara á bak NÚNA eða um leið og við mætum á morgnanna ehe, en þetta er endalaust gott fyrir hana sérstaklega uppá jafnvægið og allt sem tengist því.  Allar hennar hreyfingar (sérstaklega fín hreyfingarnar) eru að sjálfsögðu ekki góðar og það er langt í land með það en við erum að vinna í því og þá er þetta frábær hreyfing fyrir hana. 

Hérna eru nokkrar myndir frá námskeiðinu þeirra:
P7140064
Þuríður Arna mín svakalega stollt með hann Skjóna sinn

P7140078
Jú að sjálfsögðu varð að kemba hestinn áður en það var farið á bak.

P7140100
Þvílík hamingja hjá Þuríði minni að vera loksins komin á bak, henni finnst þetta endalaust gaman.  Hún reyndar hefur ekki orku í þessa þrjá tíma sem námskeiðið er en það er líka alltílagi því hún nýtur þess í botn svona sirka rúma tvo tíma.  Bara gaman!!

P7140113
Að sjálfsögðu varð hún að knúsa hann tilefni dagsins. 

Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir ÖLL börn á aldrinum 4-6 ára, ótrúlega gott fyrir Þuríði mína að efla hana og styrkja hvað þá fyrir Oddnýju þar sem hún var skíthrædd við hesta áður en hún fór á þetta en engin hræðsla til staðar í dag.

Ég er að fara í sónar á morgun og þá verð ég komin rúmar 20 vikur og hlakka mikið til.  Vávh orðin hálfnuð með þessa meðgöngu, þetta verður bara fljótt að líða .....vonandi.

Lungasérfræðingurinn nk. föstudag, erum að bíða eftir fundartíma með teaminu hennar Þuríðar bæði krabba- og taugaliðinu, kanski er að vera komin tími til að minnka flogalyfin hennar en það mun þá vera gert mjöööög hægt og ekki fyrr en í haust eða eftir sumarfrí.

Takk annars fyrir öll fallegu kommentin sem þið hafið sent okkur og e-mailin þau eru ómetanleg, það er nefnilega líka gott að fá falleg komment þegar vel gengurWink.


Kraftaverkin halda áfram að gerast

Úúúúfffh hvað það var stressandi að "hanga" uppá spítala í morgun og bíða eftir niðurstöðunum, vorum svo lengi að bíða eftir teaminu okkar og ég var komin með þokkalega magapínu að þurfa bíða svona lengi.  Þuríður mín komst fyrsta lagi ekki að í svæfingu fyrr en um hádegi en við vorum mætt kl átta en það var samt betra að þurfa hanga þarna en hérna heima þar sem hún þurfti að vera fastandi.  Hérna heima hefðum við þurft að berjast við hana að halda henni frá matarskápunum en uppá spítala gat hún leikið sér á leikstofunni og legið uppá 22E og horft á dvd og gleymt sér aðeins en var orðin nett pirruð í lokin enda orðin glorhungruð og það má segja líka um okkur Skara.

Hérna kemur ferlið hennar í myndum:
P7150134
Svona stendur hetjan mín sig þegar það er verið að fara stinga hana eða verið að stinga hana, kippir sér nú ekki mikið við það.  Einsog í morgun sagði hún við hjúkkuna sína "viltu stinga mig núna?", hmmm einsog það er vont allavega finnst mér það.

P7150139
Nýkomin úr myndatökum og er ennþá steinsofandi, henni finnst svoooo gott að sofa.
P7150144
Þessi var tekin fimm mínútum síðar, ekki lengi að vakna og biðja um eitthvað matarkyns enda hef ég það að venju að hafa nesti með þannig hún fái eitthvað NÚNA þegar hún biður um það enda getur það tekið ansi langan tíma að bíða eftir einhverju matarkyns þarna niður frá.

Allavega loksins milli hálf fjögur og fjögur fengum við loksins þær fréttir sem við biðum eftir með þvílíka magapínu en hjúkkan okkar kom skælbrosandi til okkar og gat ekki beðið eftir lækninum okkar úr teiminu okkar með að segja okkur fréttirnar eheh.  Jú kraftaverkin halda áfram að gerast og þessi svokallaða blaðra sem hafði verið að vaxa og dafna inní æxlinu sjálfu (þanga til í síðustu myndatökum)er eiginlega öll farin eða fallin saman einsog þau orðuðu það við okkur.  Jíííhaaaa!!  ...og æxlið sjálft er búið að minnka líka, sjúbbsjúbbsjarei!!  Hver trúir svo ekki á kraftaverk?  Við vitum reyndar ekki hvursu mikið æxlið hafi minnkað en það er aukaatriði sem við fáum að vita síðar í þessari viku, það hefur minnkað og það er bara BEST í HEIMI að vita það.

Við höfum alla tíð trúað því að Þuríður okkar muni vinna þessa baráttu þó við hefðum fengið aðrar fréttir fyrir einu og hálfi ári síðan svo ég segi sem betur fer vita læknar ekki allt.  Við höldum að sjálfsögðu áfram að trúa því og treysta að þetta eigi eftir að hverfa einhvern daginn, vonin og trúin hefur alltaf verið ofsalega sterk hjá okkur og reynt alltaf að vera mjög jákvæð í þessari baráttu og höldum því að sjálfsögðu áfram.  Jújú hún á ennþá langt í land en við erum mjög þolinmóð gagnkvart þessu þó við séum aftur á móti mjög óþolinmóð að eðlisfari en þá þýðir það ekki í þessu þó maður vilji oft fá svörin frá læknunum í gær en þá fylgir það bara líka.

Við erum sem sagt ótrúlega hamingjusöm yfir þessum fréttum en næstu skref verða ákveðin líka á næstu dögum en ég held að það verði beðið eitthvað með meðferðina en ég veit ekki hvursu lengi.  Einsog læknirinn okkar sagði hefði hún ö-a viljað senda hana í meðferð strax ef æxlið hefði staðið í stað en það heldur áfram að minnka þannig það verður ö-a fundast með það.

Ég held að trúin, vonin sé okkar sterkast vopn og þessar sterku bænir sem við förum með á hverju kvöldi með börnunum okkar og Þuríður segir ALLTAF í lok hverra bænar að hann Guð eigi að muna passa Þuríði sína sem er lasin í höfðinu, bara yndislegust.  Ég held líka að við eigum gott fólk þarna uppi sem er að standa sig einsog þegar Þuríður mín var nývöknuð eftir svæfinguna áðan "mamma hvar er amma Jó?".  "Er hún hjá Guði?".  En það er langamma hennar sem dó næstum því á mínútunni þegar við fórum í okkar ferð til Boston með hana Þuríði okkar og þá var hún búin að lofa okkur því að koma með okkur í þá ferð og sú gamla stóð við það og ég held að Þuríður mín viti að hún sé að passa hana að allt fari vel.

KRAFTAVERKIN gerast og aldrei hætta trúa á þau alveg sama hvað hver/hvað hefur sagt við ykkur, trúin má aldrei fara.  Sjáið bara Þuríði mína.


Sól sól skín á mig...

Þetta söng Þuríður mín hástöfum í reiðtúrnum sínum í morgun á fyrsta degi reiðnámskeiðis, þvílík og önnur eins hamingja höfum við varla séð allavega ekki mjöööööög lengi.  Vávh það var alveg yndislegt að horfa á hana mæta á svæðið og tók um leið ástfóstur á honum Skjána sínum.  Hún var ekki mikið þolinmóð að bíða með að fara á bak ehe, vildi ólm losa hestinn og fara NÚNA í reiðtúr en fyrst þurfti hún (reyndar þær báðar þær systur) að kemba hestinn, setja hnakkinn á og bíða svo "þolinmóð" á baki þanga til allir krakkarnir voru tilbúnir.  Henni fannst hesturinn sinn frekar latur og var alltaf að spurja "Skjáni minn ertu þreyttur?" og svo þegar hún átti að fara afstað þá var það "já svona Skjáni minn þú getur þetta".  Hún var þvílíkt að reyna koma hestinum afstað, hossaðist svona líka og reyndi að sparka í hann (þannig séð) og svo var bara endalaust hamingja í gangi hjá henni.  Þetta er allavega eitthvað sem hún er að fíla og ætli við verðum ekki að fjárfesta í hesti í lok námskeiðisins ehe.

Oddný Erla mín var líka á námskeiðinu og hún stóð sig einsog hetja, ég mátti ekki fara langt í burtu þá var stutt í gráturinn en hún kom á óvart því hún var enganveginn hrædd sem hún hefur alltaf verið og var alveg að fíla þetta.  Þær systur fóru í klukkutíma reiðtúr og fannst það æðí og eru að læra heilmikið í kringum hesta sem er bara frábært, geta þá kanski kennt foreldrunum eitthvað.Whistling

Þuríður mín er alveg dauðþreytt eftir námskeiðið sem er ekkert skrýtið enda búin að vera stíf af hamingju ehe og það getur tekið vel á, vildi fara heim um leið og hún var búin í reiðtúrnum eheh nennti sko ekkert að taka hnakkinn af hvað þá kemba hestinn.  Höfum reynt að láta hana ekkert sofa yfir daginn en það er ekki alveg að virka eftir svona viðburðaríkan dag þannig núna er hún sofandi og verður vakin eftir hálftíma til að ná í Teddalíus í leikskólann.  Hann var sko ekki hamingjusamur að þurfa fara einn í leikskólann en ekki reiðnámskeið, æjhi svo eru líka svo fá börn á leikskólanum þessa dagana vegna sumarfría en hann byrjar eftir þessa viku og þá reynum við börnin öll að gera eitthvað skemmtilegt þar sem Skari fer ekki í frí fyrr en 28./29.júlí.

Helgin var æðisleg hjá mér/okkur, klukkurnar mínar þrjár vöktu mig kl sjö á laugardagsmorgun og voru svona líka spennt að syngja afmælissönginn fyrir mig og gefa mér pakka ehe.  Fóru í bakaríið með pabba sínum og mín fékk þetta fína bakkelsi í morgunmat.  Fengum góða gesti í afmæliskaffi og svo fór mín í óvissuferð austur fyrir fjall með Skara mínum, fórum á Laugarvatn og gistum þar á Hótel Eddu en mín ástkæra frænka nafna Áslaug (sem á að eiga tveim vikum á undan mér, ekki leiðinlegt) er að reka það hótel í sumar, fórum útað borða og var svona líka vel tekið á móti manni í lok matars gaf veitingastaðurinn mér blóm tilefni dagsins ehe og svo var spjallað frameftir nóttu í góðum vinahópi.  Bara gott og gaman.  Foreldrar mínir, tengdó og systkini gáfu mér money í afmælisgjöf þar sem við Skari erum að "rembast" við að safna okkur fyrir New York ferð, hvenær sem hún verður farin.  Takk kærlega fyrir mig ALLIR, fyrir heimsóknirnar, sms-in, e-mailin, kommentin hingað, hringingarnar og svo lengi mætti telja.  TAKK TAKK TAKK!!

Þið hefðuð átt að sjá hana Þuríði mína í gær en það eru þessir smá hlutir sem við erum að gleðjast yfir þessa dagana sem eru reyndar ekkert smá hlutir í okkar augum.  En vegna veikinda hetjunnar minnar, lömunar og lyfja þá hefur hún ALDREI geta hoppað jafnfætis en í gær gerðist kraftaverk og þetta líka flotta hopp sem við urðum vitni af en hún hoppaði jafnfætis, vííííí!!  Hún var svona líka montin af því og hoppaði og skoppaði um alla stofu ehe nema þegar við báðum hana um að sýna okkur aftur, frekar erfitt að halda inni tárunum yfir þessu kraftaverki.  Ég meina Theodór Ingi minn getur alveg hoppað jafnfætis þó hann sé bara 2ja og hálfs en þá er hann ekki veikur og hefur aldrei verið þannig þetta er mjög merkilegt afrek í okkar augum og Þuríðar.Joyful  Kraftaverkin halda áfram að gerast.

Stór dagur á morgun, hetjan mín að fara í svæfingu og myndatökur sem vonandi ganga súper vel bara einsog hetjunni leið í dag á námskeiðinu.  Ég er orðin nett stressuð en við ætlum að reyna fá niðurstöður strax á morgun þó það verði ö-a erfitt því það eru svo margir uppá spítala í fríi en ég mun láta ykkur "vonandi" vita um leið og við vitum eitthvað.  Um leið og niðurstöðurnar koma og læknarnir allir komnir úr fríi verður ákveðið næsta skref með meðferðina hennar en við viljum ekki bíða of lengi með að láta hana byrja aftur í henni, við hljótum að ráða einhverju?

Kem með myndir af reiðnámskeiðinu sem fyrst, takk en og aftur fyrir allar kveðjurnar héðan og þaðan.

 

 


"DAGURINN" er í dag

Jamm.. gott fólk - í dag er "DAGURINN"

Þetta er dagurinn sem Áslaug mín kom í heiminn fyrir 31 ári síðan - til hamingju með afmælið elsku ástin mín :)

Þetta er dagurinn sem samband okkar Áslaugar byrjaði (Sálarball 11. júlí - það var komið fram yfir miðnætti) - til hamingju ég með að hafa náð í svona yndislega konu :)

Þetta er dagurinn sem fyrsta barnið okkar fékk nafnið sitt - til hamingju elsku Þuríður kraftaverk :)

Þetta er dagurinn sem við Áslaug giftum okkur fyrir 5 árum síðan - til hamingju við öll :)

Elsku Áslaug - þú hefur gert mig svo hamingjusamann og fyrir þig á ég auðveldara með að sjá góðu hliðarnar á lífinu.  Vona að þú njótir dagsins í dag - Surprise.

Það er svo sannarlega gott að skella svona mörgum stórviðburðum á sama daginn - en ég verð samt að viðurkenna að maður þarf að fara nokkrum sinnum í gegnum hugann til að athuga hvort maður sé að gleyma einhverjum merkisviðburði sem gerðist þennan dag.  Heyrðu jú.... Ólöf Garðars yndisleg frænka mín á líka afmæli í dag.  Ólöf og hennar fólk fyrir norðan hafa svo sannarlega verið okkur yndisleg - takk fyrir allt mín kæra og til hamingju með daginn.


Ótrúlega hress

Hetjan mín er bara ótrúlega hress þó það kurri dáltið í henni en andardrátturinn ekki svona þungur einsog venjulega og hún verður að halda sér svoleiðis frammá þriðjudag (og sjálfsögðu alltaf) þegar hún fer í svæfinguna annars má hún það ekki.  Hún er ennþá á sýklalyfjunum en ekki hvað?  Held að hún sé búin að vera nánast stanslaust á sýklalyfjum síðan í des, æðislegt eða þannig.  Það er búið að fresta "aðgerðinni" sem hún átti líka að fara í um leið og myndatökurnar (nýta svæfinguna) en það er sumar og þá er mannekla uppá spítala og þá er það víst ekki hægt, asnalegt!

Hún er orðin hrikalega spennt að hætta í leikskólanum, hún hefði átt að vera út næstu viku en þar sem þær systur ætla á hestanámskeið í næstu viku fyrir hádegi ætlum við bara að hafa stelpudag eftir hádegi eða þanga til við náum í Teddalíus.  Hún ætlar að bjóða krökkunum uppá Dóru köku í kveðjuskyni en verst að flestar fóstrurnar hennar eru komnar í sumarfrí þannig kveðjugjöf handa þeim verður að bíða betri tíma enda erum við ekkert á leiðinni að hætta á þessum leikskóla þó við þurfum að keyra 10km á dag í hann.  (bensínkostnaður hvað?)  Það tekur alltaf annað krílið við af því sem er að hætta eheh, bara gaman!

Í fyrradag ákváðum við fjölskyldan að kíkja í Nauthólsvíkina, gvuuð ég vissi ekki að þetta væri svona flott þarna og sjórinn ilvolgur og ef ég hefði vitað af þessu hefði ég verið með bikiníið mitt í töskunni ....eða ekki?
P7082991 
Þetta var hann að fíla, Þuríður mín hefði reyndar stungið sér til sunds ef hún hefði fengið að ráðaWhistling

Var annars mætt kl sjö í Next á útsöluna í morgun ,jebbs flestum finnst ég klikkuð og fólk vanalega hristir höfuðið og hringsnýr augum ef ég er að segja þeim frá þessu en ég er frekar stollt.  Ég meina börnunum mínum vantar föt (fann reyndar ekki mikið, svo mikil "Spánarföt" þarna) og afhverju þá ekki að nýta útsöluna og fara um leið og það opnar en ekki kl fimm sama dag eða daginn eftir þegar flest allt er búið sem eitthvað er varið í?  Hefði reyndar alveg viljað vita kynið hjá mér og byrjað að undirbúa smá ég lýg því ekki eheh en það verður víst ekki opnað pakkann þannig ég keypti hlutlausar samfellur.  Reyndar hef ég sterka tilfinningu fyrir því að þetta sé stelpa (og var næstum því búin að kaupa stelpuföt) sem ég geng með en samt alltaf sagt að þetta sé strákur en það er bara því það passar betur uppá herbergisskipan eheh og svo vantar Theodóri mínum annan svona gaur nú annars verðum við bara að halda áfram, mhúhaha!  ....eða ekki.

Veit að Skari minn er að undirbúa eitthvað fyrir laugardagskvöldið, jíííhhaaaaa!!  ...ætla ekkert að spurjast frekar útí það bara koma á óvart og ég á "fullu" á hrærivélinni að baka ef einhver kíkir í kaffi um daginnWizard.  Eeeeeelska afmæli!

Lungasérfræðingurinn í fyrramálið og vonandi verður hann ánægðari með stöðuna hjá hetjunni minni og svo bara skemmtileg helgi framundan, ætli ég skreppi ekki út og tani mig aðeins þó ég megi nú ekki við því thíhí!


Safnanir

Mig langar aðeins að tala um þegar það fara afstað safnanir til styrktar einhverjum ákveðnum einstaklingum sem eru að sjálfsögðu frábær framtök hjá þeim sem koma þeim afstað en geta líka verið til leiðindar fyrir þá einstaklinga sem er safnað fyrir. Það hafa verið tónleikar til styrktar okkur fjölskyldunni og golfmót og þessir styrkir hafa án efa komið sér að góðum notum, bæði fyrir okkur að geta lifað og búið til góðar og skemmtilegar minningar fyrir okkur og börnin okkar. 

Ástæðan fyrir því ég er að tala um þetta er vegna hennar Rögnu móðir Ellu Dísar hetju sem er vonandi að fá rétta greiningu á sínum veikindum og frekar sorglegt yfir því að læknarnir okkar greindu hana kanski vitlaust.  Það fór nefnilega afstað söfnun til styrktar hennar því henni langaði að fara til Kína með dóttir sína með vonum að hún fengi bata en svo kemur á daginn að hún er ö-a vitlaust greind þannig hún þarf ekki á þessari ferð á að halda sem eru frábærar fréttir.  Frábært að fólk vildi styrkja þetta góða málefni og ennþá frábærar að hún þarf ekki að fara í þessa ferð en þá þarf alltaf að koma leiðindar lið útí bæ sem lagði inn nokkrar krónur til styrktar henni og dóttir hennar og vilja vita í hvað peningar eigi þá að fara?  Hvað skiptir það máli?  Fólk getur ekki ímyndað sér hvursu erfitt það sé að vera með veikt barn og þurfa hafa áhyggjur af því allan sólarhringinn en ekki leggja fjárhagsáhyggjur líka ofan á það.  Hún er einstæð móðir með tvö börn á framfæri og þetta kerfi okkar er ekki hægt að hrópa húrra fyrir og það er ekkert grín að þurfa að lifa á þessu sem þú færð úr kerfinu hvað þá ef þú ert einstæð.  Nógu erfitt fyrir hjón með ein laun á framfæri, ég er ekki alveg að fatta þessa einstaklinga?

Ég man svo vel eftir því þegar svona söfnun fór afstað fyrir okkur fyrir tæpum tveimur árum og að sjálfsögðu fóru leiðindar einstaklingar að kommenta hjá okkur, senda mér mail og meira að segja svo kallaðir vinir manns og ættingjar að fara skipta sér í hvað við vorum að eyða.  Ef við keyptum okkur eitthvað sem þeim fannst við ekki eiga að geta keypt svo ég fór að ræða þetta við einn góðan einstakling sem styrkti okkur og fannst þetta að sjálfsögðu ofsalega leiðinlegt og einsog þessi einstaklingur sagði "veistu það Áslaug, ástæðan fyrir því að ég styrkti ykkur er vegna þess að mig langar að leyfa ykkur að halda áfram að lifa einsog þið gerðuð áður en Þuríður ykkar veiktist.  Geta leyft þér að fara í strípur, kaupa þér föt, fara í bíó með Skara þínum og svo framvegis" Og þessi orð hafa setið fast í mér síðan þó ég hafi aldrei geta farið þannig eftir þeim og þessu beini ég líka til þeirra einstaklinga sem eru að böggast í henni Rögnu móðir Ellu Dísar.  Hún á að fá að geta hugsað líka um sjálfan sig þó það sé oft á tíðum mjög erfitt en hvar væru börnin án móðir sinnar ef hún gæti ekki aðeins hugsað um sjálfan sig og gert eitthvað fallegt fyrir sig?  Ekki getur hún það með þessum ákveðnum tekjum sem hún fær frá Tryggingastofnun það er eitt er víst. 

Þessi ákveðnir einstaklingar ættu að vera ánægðir að vera ekki í hennar sporum og eiga langveikt barn og vita ekki hver framtíð barnsins verður.  Við höfum allavega lært að taka einn dag í einu en plönum samt hluti langt frammí tímann sem margir þora ekki sem eru veikir eða eiga veik börn, afhverju eigum við að hugsa "gvuuuuð við getum þetta ekki, kanski verður barnið ekki hjá okkur?"  Hey kanski verð ég ekki hérna á morgun þó ég sé ekkert veik.  Ég tel okkur vera mjög dugleg að gera eitthvað fyrir börnin okkar þó ég vilji oft að við séum duglegri að rækta okkur bara tvö en þá er líka bara svo gaman að sjá börnin glöð og hamingjusöm, fáum mikið útur því.  Enda eru held ég allar helgar út sumarið planaðar fyrir okkur fjölskylduna nema kanski laugardagskvöldið nk *hóst* beint til Óskars míns ehe. (ég á nefnilega afmæli þáW00t)  Reyndar búin að lofa krökkunum kaffi um daginn ef einhverjum langar í la Áslaugar veitingarWink engin boðskort send samt ehe.

Til þeirra sem varðar "hættið að böggast yfir einhverju sem eru svo litlir smámunir fyrir ykkur en kanski mjög stórt fyrir einsog móðir Ellu Dísar, hún á nógu erfitt fyrir".  TAKK TAKK!!

Annars er vika (15.júlí) í myndatökur hjá hetjunni minni og ég er orðin nett stressuð, ár síðan hún kláraði síðari geislameðferðina sína og má ekki fara í fleiri og ár síðan æxlið stækkaði síðast og það er frekar erfitt að þurfa bíða svona þó mér finnist ekkert benda til stækkunar.  Það er líka rúm vika í 20 vikna sónarinn minn reyndar verð ég komin rúmar 20 vikur (17.júlí) og mig hlakkar endalaust til þeirra dags þó mér finnist erfiðara að bíða eftir 15.júlí og það kemst nánast ekkert að fyrir þeim degi nema kvíði.  Úúúúffhh!!  Ég er samt farin að finna fullt af hreyfingum og finnst það hrikalega gaman, stelpurnar mínar báðar eru líka orðnar svo spenntar, svo gaman að sjá þegar Þuríður mín sýnir þessu áhuga líka.  Oddný mín passar vel uppá hvað ég geri og spyr svo hvort ég megi gera þetta vegna grindarinnar ehhe og svo má engin leggjast nálægt maganum mínum þá öskrar hún "passa sig á barninu", yndislegust!  Hún er farin að tala við magann minn og hin fylgjast vel með og svo nuddar hún magann minn.  Bara gaman!!

P7052828
Sunddrottningin mín hún Þuríður Arna.

P7052801
Hin tvö að knúsast.

olett
Oddný erla farin að herma eftir mömmu sinni og Þuríður stríkur magann eheh.


Myndir frá helginni

Við fórum á Flúðir um helgina með mömmu, pabba, Oddnýju systir og fjölskyldu og það var æðislegt veður þannig allir nutu sín í botn og enduðum svo daginn í gær og fórum uppá Skaga til tengdó og grilluðum. 

Hérna eru nokkrar góðar frá helginni:
P7042695
Potturinn var óspart notaður og skemmtu sér allir svakalega vel einsog sést á Theodóri mínum.

P7042720
....og Þuríði minni sem var í ágætu stuði alla helgina.  Eintóm hamingja hjá henni um helgina.

P7052799
Oddný Erla hafði það rosa gott í sólinni og naut sína líka í botn.  Það verða allir eitthvað svo glaðir þegar það er svona mikil sól og gott veður.

Annars er mömmudagur hjá okkur Oddnýju í dag og við erum á leiðinni í sund og svo var hún að spurja hvort við gætum ekki farið á ströndina en við sjáum til með það. 


Enn ein spítalaferðin

Var að koma af spítalanum með hetjuna mína, gvuuuð hvað maður er farin að þekkja of marga lækna þarna ekki eitthvað sem manni langar til.  Vorum að hitta lungasérfræðingin enn eina ferðina og þeim heimsóknum er ekkert lokið, jú hún er búin að vera á uppleið þessa vikuna engin þungur andardráttur, slím eða hósti þannig innlögnin var ö-a að gera sitt nema hvað í morgun þegar við vorum mætt uppá spítala heyri ég þennan þunga andardrátt, hósti og slímið  mætt ALLT saman aftur á svæðið.  Aaaaaaaaaaaargghhh!! 

Læknirinn var að sjálfsögðu ekki sáttur og hefur miklar áhyggjur af lungunum hennar og auðvidað sett á enn ein sýklalyfin, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað við erum búin að eyða miklu í lyf síðustu mánuði. (tugi þúsunda)  Þó Þuríður mín sé með "staðfestan" sjúkdóm hjá Tryggingastofnun einsog margir myndu segja þá þurfum við alveg að borga öll hennar lyf well fyrir utan að sjálfsögðu krabbalyfin og þrenn flogalyf af fjórum.  Læknarnir okkar trúðu okkur ekki einu sinni að við þyrftum að borga fyrir eitt af þeim lyfjum, þau lyf eru nefnilega ekki samþykkt hjá TR.  Þetta er hætt að vera fyndið, reyndar hefur þetta aldrei verið fyndið og það skrýtna við þetta allt saman að bætur mínar sem ég fæ útaf Þuríði minni lækkuðu núna um mánaðarmótin um 30% og við sem höfum aldrei þurft að borga jafn mikið vegna veikinda hennar.  Ekki alveg að fatta þess vegna sendi ég fyrirspurn til þeirra hjá TR, kanski eru þeir líka í basli með fjármálin sín einsog flest fyriræki á þessu landi?  ..og þurfa láta það bitna á sjúklingum eða aðstandendum þeirra?  Veit ekki?  Þeir halda kanski að Þuríður mín sé orðin heilbrigð og ég sé á leiðinni á vinnumarkaðinn sem er langt í frá?  Eða kanski þeir hafi verið að borga of miklar bætur hingað til sem er laaaaaaaaaaangt í frá. 

Jú maður getur pirrað sig á þessum smá hlutum en maður verður víst að lifa og borga lyf, þetta kerfið er bara óþolandi skrýtið og ömurlegt að þurfa alltaf að vera berjast við það sem maður hefur enga orku í enda alveg nóg að sjá um þessa elsku og hennar baráttu en ekki að þurfa lenda í einhverri annarri svona ömurlegri baráttu.

Þuríður mín var nú samt ágætlega hress í morgun enda er þetta bara að byrja "aftur"enda ætlaði hún líka með deildinni sinni uppá Barnaspítala í heimsókn og sína þeim leikstofuna og eitthvað meira þar.  Ótrúlega gaman fyrir hana að sína þeim þetta.

Lungasérfræðingurinn vill núna fylgjast mjög vel með henni og ef henni versnar yfir helgina þurfum við að koma með hana strax enda er líka mjög stutt í svæfinguna hennar sem hún þarf að vera súper hress fyrir (15.júlí).

Annars eru þær systur að fara á hestanámskeið 14.-18.júlí sem þær geta ekki beðið eftir, ein fyrrverandi skólasystir Skara ætlar að bjóða þeim á námskeið hjá sér.  Ég veit að Þuríður mín mun fíla það í botn en veit ekki með litla hjartað hennar Oddnýjar minnar eheh, verður bara gaman að sjá. Get ekki beðið!  Skemmtileg helgi framundan og spáð líka svo góðu veðri, börnin eru allavega spennt fyrir helginni (ég líka ehe) og það er fyrir mestu.

Kæru lesendur eigið góða helgi, reynið að njóta hennar í botn einsog við ætlum að gera og reynum kanski að hugsa svona og ég ætti að gera það líka:
-Vertu þakklátur fyrir það sem þú hefur, en ekki óánægður með það sem þú hefur ekki-


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband