Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Þoli ekki október mánuð

Mikið verð ég fegin þegar þessi mánuður verður búinn, allt það slæma sem tengist veikindum Þuríðar minnar hefur byrjað í þessum mánuði og allar þær slæmu fréttir sem við höfum fengið hafa komi í þessum mánuði.  Aaaargghh!!  ....og hetjan mín er líka núna ógeðslega þreytt og leið, vildi bara knúsast í morgun þegar hún vaknaði.  Ótrúlega leiðinlegt alltaf að sjá hana þegar hún fer í þetta "ástand" og hugurinn fer líka alltaf afstað. 

Er alveg að fara ná í hana í skólann og ætla að reyna gleðja hana aðeins, henni finnst ekki leiðinlegt þegar við tvær gerum e-ð saman.  Þarf ekki mikið til, til að gleðja hana. Ætli maður skreppi ekki líka með hana og hin á Sveppa bíómyndina um helgina og kanski eina sundferð þá ætti hún kanski aðeins að taka gleðina á ný.Sideways  Verðum með "partý" í kvöld og þegar ég tilkynnti börnunum að það ætti að vera fiskur í matinn á "partýkvöldinu" þá vissi ég ekki hvert þau ætluðu "mamma maður borðar ekki fisk á partýkvöldi" hehe þannig maturinn mun breytast í pizzu.

Eigið góða helgi kæru lesendur, njótið hennar einsog ég ætla að gera.


Engin fyrirsögn

Þuríður mín er ofsalega hress en samt ótrúlega þreytt, þetta eru erfiðir dagar hjá minni þar sem hún er 4x í viku í endurhæfingu sem að sjálfsögðu tekur á litla kroppinn hennar.  Hún nánast bíður eftir því að klukkan sé orðin átta á kvöldin þá fer mín að sofa og sefur til morguns, oft fer hún uppí rúm eftir skóla bara til að hvíla sig en ekki að sofa.  Hún hefur nefnilega verið að fá smá kippi í annað augað og þá fer mömmuhjartað afstað, kvíði og leiðindi, svo hrædd um að hún sé að fá krampa.  Það þarf ekki mikið að ske að allt fari í hnút hjá mér en þá er líka bara best að panta tíma hjá doktor Óla og ath þessi mál. 

Lítið annað að segja nema það er alveg brjálað að gera, Theodór minn töffari bíður eftir sinni fyrstu fótboltaæfingu sem er á mánudaginn.  Hann ætlar sér sko að safna sér fyrir hlífum og fótboltaskóm hehe en búinn að fá markmannshanskana.  Bara flottastur!!  Oddný Erla mín er á FULLU í fimleikunum og er orðin geðveikt flínk og liðug, þvílíkur munur á bara mánuði og hún hreinlega elskar þetta.  Hinrik minn er ekki lengur rjómabolla, hjúkkurnar vilja að hann fái olíu í matinn sinn en haaaaalllóóó það er ekki einsog ég sé að svelta drenginn og svo hafa öll okkar börn ekki verið með mikið utan á sér þannig þetta er bara eðlilegt.


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband