Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
14.4.2009 | 10:40
Kreppa hvað?
Ég þoli ekki þetta orð, ég fæ grænar þegar það er byrjað að tala um þessa blessuðu kreppu í fjölmiðlum. Það hafa nefnilega margir verið að spurja okkur hvernig þessi blessaða kreppa fari í okkur, jú hún fer ö-a svipað í okkur einsog flesta aðra. "Laun" lækka eða réttara sagt bætur mínar en það er ekki vegna kreppurnar það er vegna bata Þuríðar minnar sem er að sjálfsögðu best í heimi og reikningar hækka bara og hækka en ég kvarta samt ekki. Ég er þakklát fyrir það að við erum öll hérna, Þuríður mín er í miklum bata þó svo ég mun aldrei vita hvernig morgundagurinn hennar verður en þá lifum við líka bara fyrir daginn einsog flestir eiga gera eða gera.
Erfiðast í þessu öllu saman er óvissan með Þuríði mína, hún er flott í dag og ég hef mikla trú á því einsog allan tíman síðan hún veiktist að hún mun VINNA enda kemur ekkert annað til greina.
Við hefðum ö-a tekið þessari "kreppu" öðruvísi ef Þuríður mín hefði ekki veikst þá væri ég ö-a kvartandi og kveinandi allan daginn vegna þess hvað íbúðin mín hefur hækkað mikið, komin uppí verðið á henni og gæti aldrei skipt yfir í stærra og blablablabla. En okkur líður vel í okkar íbúð þó "lítil" sé miðavið stærðar fjölda okkar í fjölskyldunni og auðvidað dreymir mig að einn daginn komumst við í stærra en ég mun ekkert gráta það, bara að við fáum að vera ÖLL saman. Ég vorkenni ekkert börnunum mínum að vera saman í herbergi, það fer ekkert illa um þau enda eru þau líka alltaf að leika sér saman.
Þegar "kreppan" skall á og fólk vissi ekkert hvað yrði um þeirra fjármuni þá voru einu áhyggjurnar sem ég fékk var, hvað verður um fjármuni Þuríðar minnar sem er hennar eina líf og sjúkdómatrygging. Hennar trygging fyrir hennar framtíð, hún á ekki möguleika að tryggja sig þannig hún verður að hafa e-h tryggingu því það er ekki víst að við Skari getum alltaf hjálpað henni. Maður veit aldrei? Ég hafði engar áhyggjur af mér enda á ég ekki krónu inná banka hehe bara að hún héldist áfram að vera "tryggð" og sem betur var það svoleiðis. Ennþá allavega og þá er ég glöð.
Það er alveg ótrúlegt hvað maður metur lífið allt öðruvísi ef e-ð svona kemur fyrir mann, lífið er svooo dýrmætt en maður á ekki að þurfa lenda í einhverjum veikindum til að maður fari að meta það betur. Manni fannst allt svo sjálfsagt áður fyrr en ekki lengur, við skulum bara vera þakklát að hafa hvort annað það eru ekki allir svo heppnir. Hitt reddast alltaf!!
Hetjan mín er að fara í vaxtartékk á næstu dögum, það þarf væntanlega að fara hjálpa henni að stækka sem er ekkert svo slæmt einsog ég hef sagt áður en Oddný Erla systir hennar er orðin stærri enda ég hef aldrei verið há í loftinu hehe. Að sjálfsögðu þarf hún væntanlega að fara taka inn lyf við því sem er minnsta málið fyrir hana en hún er farin að gera þetta sjálf, þvílíkur snillingur. Floglyfsskammturinn mun væntanlega halda áfram að minnka á næstu dögum sem er bara best í heimi og þá heldur hún bara áfram að þroskast og þroskast því hún staðnar svo rosalega við öll þessi lyf. Jú svo eru fleiri tjékk á henni sem ég kanski segi frá síðar bara þegar ég verð búin að fá góðar fréttir af því.
Hérna er ein af rjómabollunni minni og páskaegginu sínu sem hann að sjálfsögðu borðaði ekki hehe. Enda bara glaður með sinn rjóma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.4.2009 | 18:25
Gleðilega páska
Kæru lesendur
Gleðilega páska og vonandi hafa þeir verið svona yndislegir einsog hjá okkur. Erum búin að hafa það æðislegt, allir hressir og kátir sem er fyrir mestu. Erum búin að leika okkur dáltið mikið úti, fara austur fyrir fjall, matarboð, bjóða fólki til okkar og svo lengi mætti telja. Bara gaman!!
Þuríður mín Arna er nú ekki mikil nammigrís en hún var ekki lengi að torga þessu eggi í sig og sleppti líka öllu namminu í því.
Hinrik mínu fannst ofsalega notalegt að vera þarna í sumarbústaðnum.
Gaurinn minn hann Theodór í göngutúrnum okkar í dag
Kíktum í skóginn við Rauðavatn í dag og þar voru þau að týna köngla og fannst það sko ekki leiðinlegt, hérna er Oddný Erla með alla sína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.4.2009 | 20:15
Útivistadagurinn góði
Farið var á hlaupahjólið og Þuríður er orðin svona líka klár á því.
Oddný Erla var frekar ánægð með daginn
Theodór prufaði hjólið sitt
Flottustu systurnar
Dagurinn á morgun verður ekkert síðri, kíkt verður í aðra sveit en okkar. Okkur leiðist allavega ekkert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.4.2009 | 15:22
Sundgarpurinn minn
Einsog þið sjáið þá skelltum við okkur í sund í morgun og drengurinn er alveg að fíla þetta í botn nema hann er orðinn nett þreyttur eftir klukkutímann og ansi svangur þegar ca hálftími er liðinn af tímanum. Litla matargatið mitt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.4.2009 | 10:32
"Ég er líka komin í páskafrí, lalalala"
Segir Þuríður mín oft á dag við systkin sín, ofsalega spennandi að vera komin í frí en hin ekki hehe.
Samt lítið að segja, mín þarf að vera OfUR dugleg að læra um páskana sem ég er engan veginn að nenna. Þuríður mín súper hress, farin að læra lesa, fyrsta tönnin losnuð sem er að sjálfsögðu mjög merkilegt. Er að venja rjómabolluna mína af því að drekka á nóttinni, fyrsta nóttin var í nótt og hann röflaði aðeins yfir því en fór svo bara aftur að sofa. Hann sem sagt drakk "bara" 2x í nótt í staðin fyrir 5x, hann fór af maganum yfir á bakið í gær og þvílík fagnaðarlæti því ég hélt að hann myndi ekki nenna þessu fyrr en hann yrði ca 2 ára. Hann er líka byrjaður í ungbarnasundi sem hann fílar í botn.
Allir aðrir hressir á heimilinu, brjálað að gera.
Hérna er hetjan mín á öskudaginn sem Lína Langsokkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.4.2009 | 13:52
Takk kærlega fyrir okkur
Systrunum fannst nú ekki leiðinlegt að hitta þessa tvo.
Árni einn af keppendum Idol stjörnuleitar og stelpurnar mínar að sjálfsögðu.
Þetta var bara frábært, þvílíkar móttökur sem við fengum, manni leið einsog einhverri stjörnu. Kíktum í "rauða" herbergi og hittum alla keppendurna sem tóku svona líka vel á móti stelpunum mínum og auðvidað okkur en gáfu sér alveg tíma til að spjalla við þær, ótrúlega "kammó" lið. Fengum flott sæti og stelpunum fannst alveg æðislegt að vera þarna en Þuríður mín trylltist þegar Lísa tók mamma mia, ótrúlega skemmtilega fyndið hehe!!
Takk kærlega fyrir okkur þetta var draumur í dós fyrir stelpurnar mínar og okkur líka en þær voru ekkert leiðar í lokin þó svo þetta var frekar langt enda skemmtu þær sem VEL.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.4.2009 | 12:15
Idolið á morgun
Við erum að fara í Idolið á morgun og hetjan mín er að farast úr spenning og Oddný Erla mín, nei hún ætlar ekki að syngja þó svo það hefði alveg komið til greina hjá þeim en ekki mér. Þuríður mín hefði dáið úr feimni enn ég mæli allavega með því að þið horfið.
Sem sagt einn af draumum Þuríðar minnar að rætast þannig ég get strokað yfir það hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
1.4.2009 | 08:29
Draumur Þuríðar
Allt að gerast, fékk aðra hringingu í gær og ræddi við manneskjuna og ég veit hvað Þuríður mín getur gert og hvað ekki þannig við komumst að smá niðurstöðu. Fæ samt annað símtal í dag og þá fæ ég að vita meira um þetta en allavega er smá draumur samt ekkert smár í hennar augum er að fara rætast á föstudaginn. Auðvidað reynum við að gera allt sem við getum til að láta drauma barnanna okkar rætast en ég kom ekki nálægt þessum, gekk smá um á facebookinu en þar er maður alla daga. Þvílíkur tímaþjófur!! En ég er rosalega spennt fyrir föstudeginum hvað þá systurnar sem telja niður dagana en við ætlum að leyfa þeim bara að njóta þess og Theodór (held að hann hafi ekki þolinmæði í svona) ætlar að vera í partýi hjá mömmu og pabba á meðan ásamt rjómabollunni minni sem hann er líka spenntur fyrir. Bara gaman!! Segi ykkur frá þessu betur væntanlega á morgun.
Hinrik minn er allur að hressast þó svo það er ennþá mikið slím í honum en hann er farinn að borða einsog hann er vanur að gera og það skiptir miklu máli. Sem sagt farinn að vakna 4x á nóttinni til að fá rjómann sinn, úúúfffhh!! En hey hann er farinn að borða þannig mér er nákvæmlega sama.
Þuríður er ennþá hressari, sýnir svo miklar framfarir á hverjum degi. Sjúkraþjálfinn átti varla til orð í fyrradag og þarf víst að leggja höfuðið í bleyti til að gera æfingarnar hennar ennþá erfiðari sem er bara gaman, hún leikur sér léttilega að þeim sem hún er að gera í dag. VÁÁÁÁÁVVVHHH!! Þvílíkt og annað eins kraftaverk þessi stúlka. Stuðningsfulltrúinn hennar í skólanum hefur svo mikla trú á henni þannig hún ætlar að láta hana fara lesa, hmmmm hver hefði trúað því allavega ekki ég. Líka ótrúlega þolinmóð gagnkvart Þuríði minni að hálfa væri miklu meir en nóg enda erum við þeim heppnustu hvað við fáum gott fólk í kringum okkur eða réttara sagt Þuríður mín sem skiptir mestu máli fyrir hana.
Mín annars byrjuð í ræktinni og tími til komin, get varla notað hendurnar er með svo miklar harðsperrur hehe. Núna verður sko tekið á því og Hinrik minn að byrja í ungabarnasundi en veit samt ekki alveg hvort hann byrji á morgun einsog hann á að gera vegna slímsins í honum? ..og stelpurnar mínar byrja æfa fótbolta og við ætlum að keyra alla leið uppá Skaga, jebbs og fólk mikið "hneykslað" á því en vitiði það jú ég þekkir þær sem eru að þjálfa litlu krakkana þar, treysti þeim og þær þekkja alla sjúkrasögu Þuríðar minnar því ég nenni ekki að byrja á því að útskýra ALLT fyrir einhverjum nýjum betra að keyra aðeins lengra og bara byrja en ekki þurfa útskýra allt. Orðin frekar þreytt á útskýringum.
Farin að sinna rjómabollunni minni og baka eitt stk bananabrauð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar