Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
15.5.2010 | 10:06
Rúm vika í sýnistöku
Fengum hringingu frá spítalanum í gær að sýnistakan er eftir rúma viku en hittum okkar verðandi skurðlækni á fimmtudaginn og þá fáum við að sjálfsögðu að vita þetta allt saman. Það er byrjað á sýnistöku en við verðum bara að vera bjartsýn á að það verði svo hægt að fjarlægja allt æxlið en það væri þá í fyrsta sinn sem það verður hægt. En þetta æxli er á betri stað en það síðasta og það er að vaxa út (halda þeir) en ekki innað miðjunni einsog síðasta þegar það var farið að þrýsta á allt og Þuríður Arna krampandi allan daginn. Að sjálfsögðu eru miklir möguleikar að hún fari að krampa aftur en ég vona svo heitt og innilega ekki því það er hrikaleg martröð þá sérstaklega fyrir hana.
Fólk býst við því, því núna er hún farin að greinast aftur þá hlýtur hún að vera orðin rosalega veik en að "sjálfögðu ekki" (ekkert sjálfsagt samt sko). Hún lítur út alveg eins og daginn fyrir greiningu og í dag, engar breytingar á dömunni en þær verða það að sjálfsögðu þegar hún byrjar (ef) í meðferð. Allar þessar ákvarðanir verða teknar þegar sýnistakan er búin.
Þetta eru hrikalega erfiðir dagar og það er engan veginn hægt að venjast svona fréttum. Oddný Erla mín litla blómið mitt á ofsalega erfitt, hún er mjög viðkvæm og brotnar auðveldlega niður en segist ekki vita afhverju langar bara að vera hjá mömmu sinni. Þetta eru líka erfiðir dagar fyrir hana, búin að þurfa upplifa of margt og sjá systir sína þjást alltof mikið. Maður þarf að gera góðan verndarhring kringum hana þess vegna verðum við mæðgur að vera með einhverja mömmudaga áður en þessi barátta hefst en Theodór er bara þessi kærulausi gaur en með samt svo lítið hjarta og finnur alveg að það er eitthvað að en tekur þetta ekki alveg jafn mikið inná sig nema hann sjái einhverja gráta í kringum sig. Hinrik minn finnur alveg að það er eitthvað í gangi og passar þá í staðin vel uppá mömmu sína, vill knúsast mikið og passar að ég hverfi ekki of mikið. JÁ þetta er skítt og hrikalega erfitt......
Í dag ætlum við börnin að kíkja á Stokkseyri'city og setja niður nokkrar kartöflur fyrir kartöflukeppnina okkar sem er árleg hjá fjölskyldunni, bara gaman!! Svo var ég líka svo heppin að ég gleymdi að ég fékk gjafabréf hjá Vox í jólagjöf svo við hjónakornin ætlum að kíkja þangað á morgun, fínt að geta gleymt sér í einhverju áður en þetta hefst allt. Þannig næstu daga ætla ég að hafa þétta dagsskrá, bæði fyrir mig og Óskar og okkur börnin.
Ætla að ljúka þessari færslu með mynd af litla blóminu mínu sem er að fara sýna í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn en eini staðurinn sem hún gleymir sér alveg sýnist mér vera á fimleikaæfingunum svo ég mjög fegin að þær verða ansi margar í byrjun sumar þegar þetta hefst allt. Á myndinni er hún komin í 80's búninginn sinn og til í slaginn.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.5.2010 | 10:42
Þuríður Arna mín
Þuríður Arna mín hélt uppá 8 ára afmælið sitt í gær fyrir bekkjarsystur og þar mættu 12 stk. Hún skemmti sér ótrúlega vel og það var svo gott og gaman að geta gleymt sér í gleði hennar. Hún fékk smá pening í afmælisgjöf og vanalega er ég mjög hörð á því að allur peningur sem börnin mín fá í gjafir fer inná "framtíð" þeirra en ekki í þetta sinn, strax eftir afmæli vorum við mættar í dótabúðina og hún fékk að velja sér uppáhalds dótið sitt "Polly pocket" og þá var ennþá skemmtilegra hjá móðirinni því hún Þuríður var að rifna úr gleði yfir nýja dótinu sínu. Hennar afmælisdagur er 20.maí og við löngu búin að ákveða hvað við ætlum að gera þann daginn en ekki fyrir svo löngu var ákveðið að panta borð á Fabrikkunni sem þau bíða spennt eftir að fara.
Hérna situr Þuríður Arna mín spennt eftir að bekkjarsystur sínar mæti á svæðið.
Mín er annars í mikilli sorg, erfitt að brosa, nenni ekki að reyna vera kát þegar ég er það bara alls ekki en ég var samt smá kát í gær þegar ég horfði á hetjuna mína hamingjusama með afmælið sitt og þegar við fórum í búðina að velja dótið. Já mér líður bara hrikalega ILLA og fer ekkert að skafa utan af því. Við erum núna bara að bíða eftir að heyra í skurðlækninum sem vonandi sker hana bara í næstu viku, óþarfi að lengja þetta eitthvað og leyfa æxlinu að vaxa.
Hérna eru þær Þuríður Arna, Eva Natalía (systurdóttir mín) og Oddný Erla í afmælinu í gær.
Núna ætla ég að leggjast uppí rúm með Hinrik mínu og kúra aðeins með honum þar sem ég sef mjög illa þrátt fyrir svefnlyf. Ætla líka að reyna njóta helgarinnar í botn og reyna gera eitthvað skemmtilegt með börnunum mínum.....
Eigið góða helgi kæru lesendur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
13.5.2010 | 09:46
Óglatt af kvíða (breytt)
Þegar ég sá lækninn hennar Þuríðar minnar labba inná biðstofuna til okkar síðastliðin þriðjudag kom steinninn í magann, ég sá að hann var alvarlegur og byrjaði ekki strax að tala um niðurstöður en svo kom vondi draumurinn sem mig langar ennþá að vakna við. Áður en maginn byrjaði að þyngjast þá gjörsamlega sprakk ég og tárin hafa varla hætt að renna síðan, Þuríður Arna rölti til mín og byrjaði að knúsa mig og hefur varla hætt síðan. Mig langaði líka að hlaupa inná klósett að æla því mér varð svo óglatt við þessar fréttir og átti mjög erfitt með gera það ekki.
Oftast hef ég reynt að láta börnin mín ekki sjá mig gráta þó svo það sé engin skömm en ég bara get það ekki lengur, þetta er of vont og erfitt. Að sjálfsögðu skynja þau að það er eitthvað að og Theodór minn spyr mig oft hvað sé að, afhverju ég sé að gráta?(hann er mikil tilifinngavera) Ég reyni að svara honum skynskamlega en við höfum aldrei leynt þeim sannleikanum og þau vita (Theodór og Oddný, Hinrik skilur náttúrlega ekkert) að Þuríður er orðin lasin aftur enda ekki hægt að leyna því þar sem stúlkan mun þurfa fara í aðgerð (allavega að taka sýni) og svo kemur framhaldið í ljós. Við fáum líka mikið hrós frá þeim uppá spítala að hafa ALLTAF sagt þeim sannleikan en Oddný mín hefur "lent" mest í þessari veikindasúpu og hún er ofsalega viðkvæmt blóm þessa dagana og á smá erfitt þó svo hún sýni það ekki mikið enda mjög lokuð og feimin en þá var dagurinn hjá henni í gær frekar erfiður. Svo núna þurfum við að byrja á okkar "mömmudögum" sem við gerum allt og ekkert eða njótum bara þess að vera saman. Bara að fá að vera ein með mömmu sinni skiptir hana rosalega miklu máli og að sjálfsögðu mér líka, börnin mín eru þau dýrmætasta sem ég á og ég vil að þeim líði vel.
Annars líður mér hrikalega illa, ég svaf mjög lítið í nótt þó svo ég hafi fengið mér eitt stk svefntöflu jú ég rotaðist hálftíma eftir að ég tók hana en vaknaði svo og er ennþá vakandi. Mér er svo óglatt sem er mikið af kvíða, ég reyni að troða í mig mat þó svo mig langi EKKERT í hann. Ég fékk mér nokkra dropa af pepsí í morgunmat, ég veit ekki skynsamlegt en hélt kanski að mig vantaði smá sykur í blóði vegna ógleðinnar en nei mig langar ennþá að æla.
Þó svo það eru bara tveir sólarhringar síðan við byrjuðum að upplifa þessa martröð þá er bensínið búið, ég sem hélt að ég hefði verið að fylla á tankinn í vetur?? Ég hef lítið sem ekkert sofið og þetta mun bara versna en ég þarf á minni orku á að halda og þarf að finna einhverja lausn að finna hana fyrir baráttuna sem er að fara hefjast. Veit bara ekki hvað??
Núna erum við mæðgur að undirbúa smá bekkjarsystra-afmælisveislu og Þuríður Arna mín er hrikalega spennt fyrir deginum svo núna ætla ég aðeins að knúsa hana og reyna róa hana niður, spenningur í hámarki.
Læt fylgja eitt ljóð í lokin þar sem ég er mikil ljóðakona en þetta er eftir hana Anný frænku mína, ég að sjálfsögðu tileinka því henni Þuríði minni Örnu.
Elsku litla ljósið mitt
lofað verði lífið þitt
Skíni stjörnur þína leið
sindri skært þitt æviskeið
Við hamingjunnar ljúfa lag
leiki lífið þér í hag
Brosi mót þín framtíð bjarta
breiði yl um blítt þitt hjarta
Þótt blási gegn og bylur berji
baráttan á herðar herji
Gefst´ei upp og gakktu mót
gæfan situr á þinni rót
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
12.5.2010 | 14:59
Ég bið bænir og kveiki á kerti mínu...
Þetta líf er skítt og ótrúlega ósanngjarnt. Ég hélt að það væri búið að kvelja Þuríði mína nóg, hún búin að fá sinn skammt af kvölum og pínu en neinei það þarf aðeins að kvelja hana meira og okkur. Ef ég hef einhverntíman verið reið, sár, sorgmædd, bólgin augu og með þetta helvíti stóra gróta í maganum mínum þá er það NÚNA.
Æxlið hennar Þuríðar minnar er sem sagt farið afstað aftur og ca einn og hálfur cm stækkun sem er að sjálfsögðu mikið en við vitum ekki hvað það hefur verið lengi að stækka. Hún fór síðast í myndatökur í ágúst í fyrra eða fyrir níu mánuðum svo það gæti hafa verið átta mánuðir en það gæti líka verið mánuður.
Væntanlega mun Þuríður Arna mín sú allra flottasta og harðasta á svæðinu fara í aðgerð sem verður gerð hérna heima (en síðast fór hún til Boston) en það á að taka sýni til að vita hvernig lyfjameðferð hún færi í en það BESTA væri náttúrlega að það væri hægt að fjarlægja æxlið í einni aðgerð Æxlið er víst á betri stað en síðast og "auðveldara" að komast af því og við vitum líka að skurðlæknirinn sem er okkar færasti á landinu vil bara segja í heimi enda okkar heilbrigðisfólk ótrúlega flott og fært svo hann mun ekki taka neinar áhættur og skaða eitthvað hjá Þuríði minni.
Já þetta er ótrúlega erfitt en Þuríður mín er ekkert veikari í dag en hún var í gær, hún er ótrúlega hress og passar vel uppá móðir sína. Hún finnur að það er eitthvað að og það var einsog hún hefði verið að undirbúa mig allan gærmorgun uppá dagdeild þegar við biðum eftir svæfingu að það væri eitthvað slæmt í vændum. Hún var endalaust að knúsa mig svona miklu meira en venjulega og svo í gærkveldi sofnaði hún hjá mér, knúsaði mig og hélt fast í hendina mína.
Ég ætlaði að fagna gærdeginum með að hætta blogga hérna en því miður mun ég ekki gera það og mun væntanlega þurfa á ykkur að halda næstu daga/vikur/mánuði. Þetta líf er hryllilega ósanngjarnt!! Núna þarf ég líka á fólkinu mínu að halda, frænka mín einmitt spurði mig áðan hvort mér fyndist óþægilegt að þau kæmu í heimsókn, NEI alls ekki það er það besta sem hægt er að gera. Við "gleymum" okkur annað en að sitja og stara útí loftið, jú auðvitað brotnar maður niður enda er ég ótrúlega viðkvæm en það brýtur upp daginn að fá einhvern til að kjafta..... Ég svaf EKKERT í nótt og er með rauðbólgin augu af þreytu og sorg en læknarnir gáfu mér smá fyrir næstu nótt svo á fái nú aðeins að hvílast en alltaf hef ég neitað því þar að segja fá einhverjar töflur en núna ÞARF ég bara á allri minni orku á að halda, það er önnur barátta að hefjast sem við ÆTLUM að sjálfsögðu að VINNA.
Þuríður Arna mín á bráðum afmæli (20.maí) og við vorum búin að ákveða að halda afmæli á morgun fyrir bekkjarsystur hennar og breytum því ekki, stúlkan var orðin gífurlega spennt og maður verður bara að setja grímuna á sig og skemmta sér með henni.
Mig langar að enda þessa færslu á ljóði sem Ása vinkonu mömmu setti inná komment hjá okkur og vænti þess að hún hafi samið hana til Þuríðar minnar:
Ég bið bænir og kveiki á kerti mínu
ég bið guð að líta eftir barni sínu
ég bið að Þuríður Arna verði hress
ég bið að æxlið segi við hana bless
ég bið að foreldrar fá auka styrk
ég bið að bænin okkar verði virk
ég bið um kraftaverk hér og nú
ég bið um orku von og trú.
Minni ykkur á kertasíðu Þuríðar minnar hérna til hliðar og þar megiði endilega kveikja á einu stk kerti fyrir hana.
Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar sem gefa mér ofsalega mikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
11.5.2010 | 16:34
Og heimurinn hrundi...
Óskar skrifar:
Það var búið að lofa færslu hér í dag og við það er staðið. Bráðabirgðaniðurstöður úr myndatöku Þuríðar Örnu í dag sýna mjög skýrt að það er stækkun í æxlinu. Ég get ekki líst því hversu hræðilegt það var að heyra lækninn segja okkur þessar niðurstöður - heimurinn gjörsamlega hrundi á einu augnabliki.
Við fáum fund með læknunum á morgun þar sem farið verður betur yfir það hvað þessi niðurstaða þýðir og hvert framhaldið verður.
Kærar kveðjur og takk fyrir góðar hugsanir.
Óskar Örn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
6.5.2010 | 17:02
Næst síðasta blogg....
Eftir þriðjudaginn ætla ég mér að loka þessum kafla í lífi mínu eða "blogg - kaflanum", ég hef ekki neina löngun lengur í að blogga og mesta ástæðan fyrir blogginu hefur verið hetjan mín. Byrjaði að blogga svo við fengjum frið fyrir ættingjum og vinum sem hringdu oft á dag til að fá að vita líðan Þuríðar minnar og við höfðum ekki orku í að svara öllum en núna eru breyttir tímar og ég hef líka ákveðið að það mun allt koma vel útur rannsóknum Þuríðar minnar á þriðjudaginn og þá er líka stór ástæða að fagna þeim áfanga með því að hætta blogga.
Ég mun að sjálfsögðu koma með fréttir hingað inn á þriðjudaginn en Þuríður mín á að vera mætt uppá spítala rétt um hálfa átta um morguninn svo það eru miklar líkur á því að við fáum niðurstöðurnar sama dag.
Takk kærlega fyrir allan þann stuðning sem þið hafið veitt okkur síðustu fimm og hálft ár, þið hafið hálpað okkur endalaust mikið og miklu meir en þið getið ímyndað ykkur. Núna ætla ég líka að fara lifa "eðlilegu" lífi, fara vinna (í haust), hafa eðlilegar áhyggjur, vera pirruð útí "kreppuna", láta drauma barna minna rætast og mína og svo lengi mætti telja. Ég er endlaust þakklát fyrir að geta leitað hingað þegar Þuríður mín var sem veikust og manni leið sem verst þá voru það ÞIÐ sem peppuðu mann upp. Knús til YKKAR!!
Ef ég hef einhverja tjáningaþörf þá hef ég feisið og get skellt þar inn nokkrum línum, kanski ég kem ég aftur en einsog staðan er í dag er engin þörf til þess og verður vonandi aldrei. Næst verður það bara bókin mín (eða Þuríðar) sem þið fáið að lesa.
Þá kveð ég bara þanga til á þriðjudaginn þegar ég kem með fréttir af hetjunni minni...... sem verða að sjálfsögðu GÓÐAR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
3.5.2010 | 09:37
8 dagar
Í dag eru 8 dagar þanga til Þuríður Arna mín fer í rannsóknir sínar og mér er orðið óglatt af kvíða, þessi kvíði er alveg óþolandi. Þó svo það eru engin sjáanleg merki um að það eru einhverjar breytingar hjá hetjunni minni þá vex hnúturinn bara, því miður mun hann ö-a aldrei fara.
Við áttum frábæra afmælishelgi, systurnar héldu saman afmæli fyrir fjölskyldu og vini og eru ofsalega ánægðar með helgina. ....að sjálfsögðu við líka.
Að sjálfsögðu fengu þær prinsessuköku en ekki hvað, kemur að sjálfsögðu ekkert annað til greinar fyrir svona fallegar prinsessur.
Hinrik mínum fannst kakan ekkert rosalega slæm.
Hamingjusamar eftir helgina.
Theodór spekingur....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar