Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
31.1.2012 | 20:18
Nokkrar myndir
Systurnar bara flottastar - líka ótrúlega flott mynd af þeim.
Bestu vinkonur og systur.
Fallegasta Maístjarnan mín.
Við mæðgurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.1.2012 | 09:59
Smá fréttir.....
Maístjarnan mín er ekkert búin að krampa síðan í síðustu viku (7,9,13) og vonandi helst það þannig. Þetta reynir alltof mikið á alla á heimilinu sérstaklega hana að sjálfsögðu. Hún fer svo í litlar rannsóknir í mars svo við verðum kanski ekkert laus við spítalann með reglulegum heimsóknum næstu árin, ekki það að ég bjóst eitthvað við því en þetta yrði fast mánaðarlega. LANGAR bara svo mikið.
Draumur Skara hefur verið lengi að ég kæmi með honum á skíði og ég hef alltaf sagt NEI þrátt fyrir að ég var mikið á þeim þegar ég var yngri kanski vegna þess ég á bara svo hallærisleg föt til að fara hehe?? En svo eftir ekki svo langan tíma þá förum við norður með Maístörnuna mína á sjúkraþjálfunarnámskeið ásamt Blómarósinni sem okkur langaði að leyfa að fara á skíði líka. Þannig ég var eiginlega komin með í magann að þurfa dröslast í einhverju hallærislegu með þeim í brekkunni og vera búin að segja þvert NEI að ég ætlaði líka á skíði (samt var mig farið að langa oggupínulítið). Svo viti menn konan var að vinna þetta flotta outwear frá Nikita (í facebook-leik sem þeir voru með) sem ég er á leiðinni að ná í og það er ekki hægt að eiga þetta flotta outfit og EKKI fara á skíði og sýna sig. Þannig núna er ég búin að lofa uppí ermina á mér og ætla mér að skella mér á bretti og leyfa öðrum að hlægja að mér í brekkunni fyrir norðan. Þannig við fjögur ætlum að skemmta okkur saman fyrir norðan öll á skíðum/brettum og ég GET EKKI BEÐIÐ sérstaklega bara að vera töff í brekkunni og svo er aukaatriði að leigja sér brettið. Vávh hvað ég er orðin spennt.
Annars er ég ekki í miklu stuði að blogga þessa dagana/vikurnar er fáránlega þreytt en ég/við hef/höfum eitthvað til að hlakka til sem er okkur mjög mikilvægt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.1.2012 | 07:19
Hann á afmæli í dag.....
Elsku besti og flottasti Theodór Ingi minn eða broskarlinn okkar og Gull-drengur er 6 ára í dag. Það er alveg ótrúleg hvað tíminn er fljótur að líða, drengurinn fer í skóla í haust. Gull-drengurinn minn sem er alltaf hress og kátur, mikill gaur en með ofsalega lítið og viðkvæmt hjarta. Hann er mikill íþrótta-strákur, elskar allt sem kallast íþrótt. Hann er búinn að æfa fótbolta síðan hann var þriggja og hálfs, foreldarnir voru þá alveg að gefast uppá að mæta með hann á æfingar þar sem hann var meira að leika sér í rimlunum og telja línur en að leika sér með boltann. ENN ekki í dag, hann elskar fótbolta meira en allt og er frekar góður þó ég segi sjálf frá og rétt orðinn sex ára gamall.
Hann er bara góður í ÖLLU sem hann tekur að sér, farinn að lesa eða þegar hann var tveggja og hálfs þá kunni hann orðið alla stafina án þess að við vissum bara alltíeinu þuldi hann alla stafina fyrir afa sinn Hinrik, þriggja ára sagði hann okkur hvað allir krakkarnir á deildinni hans hétu í stafrófsröð og rétt orðinn 5 ára var hann farinn að lesa létt orð fyrir okkur.
Mig langar að birta hérna myndband sem hann fékk frá ömmu sinni og afa í afmælisgjöf en þau eru mjög dugleg að taka myndir af barnabörnunum sínum og svona fá þau alltaf þegar þau verða 6 ára gömul en þetta eru myndir af honum frá því hann fæddist og til dagsins í dag:
En þetta er eitt af því mikilvægasta og dýrmætasta sem ég á en það eru myndir af börnunum mínum.
Elsku flottasti mömmu-pungurinn minn, hjartanlegar hamingjuóskir með daginn. Elska þig alla leið til tunglsins og tilbaka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.1.2012 | 09:39
Maístjarnan mín
Maístjarnan mín hélt áfram að krampa í gær eða kl sex í gærmorgun vöknuðum við öskur í henni "ég er að fá krampa, krampinn er að koma". Hrikalega erfitt og svo stuttu síðar fékk hún annan. Loksins þegar maður fær ofsalega góðar fréttir þá kemur þetta sem ég skil engan veginn, hvenær er komið nóg hjá henni? Hvenær fær hún að njóta þess að vera barn? Maístjarnan mín verður 10 ára í vor og þekkir ekkert annað en veikindi, hvursu ósanngjarnt er það? Ef hún er ekki krampandi þá er hún í einhverjum meðferðum og fær engan möguleika að þroskast einsog hin börnin mín, mér finnst endalaust sárt að hugsa um þetta. Hún er samt ofsalega hamingjusöm, elskar að vera innan um aðra krakka og vera með fíflalæti er það eitt því skemmtilegasta sem hún gerir. Að vera boðin í eitthvað sem bekkjarsystur hennar eru með er eitthvað sem henni finnst BEST í heimi.
Hún er annars komin inná skíðanámskeið á Akureyri eða sem er reyndar meira í áttina sem sjúkraþjálfun og okkur foreldrunum finnst þetta rosalega spennandi verkefni. Hún veit ekki af því, ef hún vissi af því þá myndi hún ekki sofa næstu vikurnar vegna spennings. Við ætlum að fara þangað fjögur eða Blómarósin okkar fær að fljóta með og kanski prófa skíði líka, aldrei að vita að ég geri mig líka að fífli í brekkunni. Blómarósin mín veit af þessu en hún kann að þegja yfir leindarmálum (og sefur alveg) en hún er rosalega spennt og þetta er eitthvað sem hún þarf á að halda, gleyma sér aðeins með okkur í einhverju skemmtilegu.
Svona sjúkraþjálfun gætum við t.d. ekki farið í nema vegna okkar frábæra félags Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna, í þessu felst mikill kostnaður einsog líka sjúkraþjálfun á hestum sem hún er líka að fara í og þetta frábæra félag styrkir hetjuna okkar sem er ótrúlega mikilvægt í hennar uppbyggingu. Þetta flotta félag gerir ótrúlega marga og góða hluti fyrir skjólstæðingana sína þannig þegar þið styrkið félagið eru þið að gera virkilega góða hluti.
Afmælishelgi framundan hjá Gull-drengnum mínum sem er reyndar mega spenntur fyrir handboltaleiknum í kvöld en hann missir ekki af íþróttafréttum eða einhverju íþróttatengdu. Elska hvað hann er mikill íþróttafíkill og svo má hann heldur ekki missa af Arsenal - Manchester á sunnudaginn sem hann ætlar að horfa á með afa sínum Hinrik.
Eigið góða helgi, við ætlum að njóta hennar í botn í veisluhöldum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2012 | 12:38
Krampi.is
Ef við værum ekki nýbúin að fá góðar fréttir af rannsóknum Maístjörnu minnar þá hefði ég áhyggjur af henni núna. En Maístjarnan mín fékk tvo stóra krampa í morgun með nokkra mínútna millibili og það var ofsalega erfitt að upplifa þá með henni. Hún varð ofsalega hrædd og svo hvítnaði hún öll við krampann sem við höfum aldrei séð áður en já þeir tóku virkilega á. Hún öskraði á okkur við fyrsta krampann, það var líka einsog hún væri ofsalega hissa að hún væri að krampa en svo við seinni krampann var ég aðeins farin að "stússast" þegar Theodór öskrar á mig að hún sé að fá annan en þá var Blómarósin mín komin til hennar og hélt utan um hana. Þetta tekur ekki bara á Maístjörnuna mína þó svo það taki mest á hana líkamlega en þá tekur þetta ofsalega mikið andlega á okkur hin sérstaklega systkinin hennar, þau verða líka hrædd einsog við en sem betur fer kunna þau að "meðhöndla" systir sínar þegar þetta kemur fyrir. Þau vita að þau þurfa "bara" að vera til staðar fyrir hana og leyfa henni að finna fyrir sér þrátt fyrir að vera svona ung en þá þekkja þau heldur ekkert annað.
Að sjálfsögðu fór hún ekki í skólann í dag enda algjörlega búin á því svo hún hefur bara verið í dekri hjá mömmu sinni en bíður samt spennt eftir að við skreppum aðeins út og verslum eitt stk afmælisgjöf handa Gull-drengnum okkar (samt spenntust að kaupa blöðrurnar)sem er alveg að verða sex ára og á sér draum að fá töffarabuxur í afmælisgjöf. Hann er alveg með skoðanir á því hvernig þær eiga að líta út en þær eiga helst að vera svona "hangandi", ekki seinna vænna að byrja að vera í svoleiðis buxum. Ég sé hann líka oft reyna toga buxurnar sínar neðar til að hafa þær hangandi yfir rassinn. Yndislegastur!! Afmæliskakan hans á líka að vera með mynd af afa Hinrik (KR-ing) í Fylkisbúning.
Annars er ég algjörlega búin á því og hlakka mikið til að eiga sólarhrings-kærustuparadekur með eiginmanninum við að gera ekki neitt nema slappa af, lööööngu komin tími til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2012 | 12:04
Kraftaverkið mitt - draumar rætast
Fallega og duglega kraftaverkið mitt fékk drauminn ræstan í síðustu viku eftir marga mánaða bið en þá fékk hún afhent sérútbúið hjól fyrir sig. Vávh það var eintóm gleði þegar bílstjórinn frá Eirberg mætti á svæðið með hjólið, hlegið endalaust mikið og auðvidað tekinn einn hringur á því. Það er víst ofsalega erfitt að fá þetta hjól í gegn hjá Tryggingastofnun en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta mun hjálpa henni mikið. Hún getur haldið áfram að styrkjast og verið á töff hjóli í leiðinni en ekki vera á kanski 24 tommu hjóli með hjálpardekkjum og kanski einhverjir gert grín af henni. Bara draumur í dós fyrir kraftaverkið mitt en hérna er ein mynd af henni við afhendingu hjólsins:
Draumarnir hennar halda áfram að rætast þar sem hún er komin inn í sjúkraþjálfun á hestum 2x í viku og svo erum við líka búin að fá fyrir hana sjúkraþjálfun á skíðum en okkur finnst rosalega mikilvægt að hún fái sem fjölbreytnasta sjúkraþjálfun en þá ætlum við að skreppa norður á Akureyri eina helgi og hún fær að njóta sín á skíðum. Svo það er aldrei að vita að fjölskyldan öll verði komin á skíði eftir ár?? Mér finnst allavega rosalega spennandi að fá að fylgja henni í þetta og sjá hvernig hún mun fíla þetta, skemmtilegir tímar framundan hjá henni.
Við erum líka farin að telja niður dagana í vorið/sumarið svo við getum ÖLL fjölskyldan skellt okkur í hjólreiðatúr en ekki með hana í vagni í afturdragi, þvílík forréttindi fyrir hana.
Núna er ég líka virkilega farin að þrá að fara í annan kafla í lífinu en ég VEIT það mun koma að þeim degi, reyndar hélt ég að það kæmi að þeim kafla í maí'10 þegar hún greindist aftur. En OKKAR tími mun koma!!
Eigið góða helgi og takk kærlega fyrir allar fallegu kveðjurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
11.1.2012 | 13:11
Fréttir dagsins...
Maístjarnan mín fór í rannsóknir sínar í gær og við hittum "liðið" okkar í morgun til að fá niðurstöðurnar sem voru alveg glymrandi góðar. Æxlið fer minnkandi þrátt fyrir dáltinn bjúg sem er ennþá til staðar eftir "gammahnífinn" í Svíþjóð júlí'10 sem eru náttúrlega bara frábærar fréttir. Það er reyndar einhver "blaðra" þarna sem doktor Ingvar veit ekki alveg hvað er en heldur að það sé bara sem kemur útfrá æxlinu, æji get ekki útskýrt....
Það er mikill léttir eftir þennan fund, finn strax hvað það er mikil þreyta að skella yfir mig. Það var líka einsog það væri miklu fargi létt af Maístjörnunni minni sem var svona líka glöð eftir fundinn í morgun og hringdi í "alla" til að tilkynna fréttir dagsins en hló bara mestmegnis í símanum. Ég veit líka að þetta er mikill léttir fyrir Blómarósina mína sem var rosalega kvíðin fyrir deginum, fór með allar sínar bænir í gærkveldi og bað "þennan þarna uppi" að leyfa okkur að fá góðar fréttir í dag af Þuríði sinni. Ég veit líka að núna getur hún farið að blómstra en meira í öllu sem hún gerir en ekki í kvíðakasti alla daga vegna systur sinnar sem hún hefur alltaf áhyggjur af.
Núna ætlum við að reyna njóta lífsins (ekki það að við höfum ekki reynt það) eða en betur, Maístjarnan mín er á leiðinni í sjúkraþjálfun á hestum sem hún elskar útaf lífinu og svo bíðum eftir að komast með hana á sjúkraþjálfun á skíðum svo það er margt skemmtilegt framundan hjá henni. Nýtum næstu mánuði að byggja hana en betur upp.... og mamman ætlar að taka sér eitt fag í skólanum þar sem ég á bara tvö fög eftir til útskriftar og annað þeirra var bara í boði þessa önnina.
Held líka að ég Skari minn ættum að fara gera eitthvað saman en ég man ekki hvenær það var síðast?? Alls ekki nógu gott.
Sem sagt bara góður dagur, mikill léttir og ég svíf á bleiku skýji.
Hamingjusama Slaugan sem er ofsalega þreytt en samt ekkert áhyggjuefni enda BARA vegna mikils léttis og álags síðustu daga/vikur/mánuði/ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
9.1.2012 | 16:17
Magi í flækju...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
4.1.2012 | 10:59
Stór hnútur í maga
Þreytan í Maístjörnunni minni þessa dagana er ekki til þess að laga hnútinn í maganum fyrir þriðjudeginum en hann stækkar óðum. Dagurinn í gær hjá henni var ekkert sérstaklega góður en hún var samt betri af ofnæminu en eftir rúmlega tólf tíma svefn ákvað ég að vekja hana þar sem ég hafði áhyggjur af henni svo lagði hún sig aftur í rúmlega klukkutíma í hádeginu sem er reyndar frekar óvanalegt. En meiri hluta af deginum lág hún bara fyrir eða þanga til hún skellti sér í afmæli til bekkjarsystur og þá lifnaði aðeins yfir minni enda líka vel hvíld. Það mætti töframaður í afmælið og það leiddist sko ekki minni og tók að sjálfsögðu þátt í sýningunni einsog henni er lagi líkt.
Ætla bara að hafa þetta stutt í dag ásamt nokkrum myndum af Sjarmatröllinu mínu sem ætlar að mæta á sína fyrstu fótboltaæfingu í dag og Gull-drengnum mínum sem bíður spenntur eftir að fá litla bróðir með sér á æfingu.
Hef ekki séð flottari Fylkismann.
Ég hef mikla trú á þessum dreng í boltanum.
Maður verður víst að passa "félagann" þegar maður á von á skoti.
Hann á ekki erfitt með sjarma fólk uppúr skónum.
Rokkarinn okkar. Elskar að syngja og spila á gítarinn sinn.
Ný orðinn þriggja ára töffari, stolltur með kórónuna sem hann fékk í leikskólanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.1.2012 | 19:44
"Skemmtileg" byrjun á nýju ári
Maístjarnan mín ákvað að fagna nýja árinu með því að heimsækja bráðamóttökuna uppá Barnaspítala en hún fékk svona slæmt bráðaofnæmi í gærkveldi, svaf með blautan þvottapoka í alla nótt til að nudda sig og "kæla" og vaknaði svo í morgun þrútin í framan og öll útklóruð. Þegar við mættum uppá spítala þá var henni gefið tafla við kláðanum og stór kokteill af sterum sem er sko ekki okkar uppáhalds lyf. Núna er hún ofsalega þreytt af lyfjakokteilinum sem hún fékk í morgun en hætt að vera svona þrútin og með mikin kláða sem betur fer. Vonandi verður hún bara orðin góð í fyrramálið en þá gef ég henni síðasta koteilin vegna ofnæmisins en við vitum ekkert fyrir hverju hún hefur svona mikið ofnæmi fyrir??
Það er vika í næstu rannsóknir hennar eða þriðjudaginn 10.janúar sem ég er ALLTAF kvíðin fyrir og það er ekkert öðruvísi í þetta skipti.
Mig langar annars að birta nokkrar af þeim systrum en það var einn snillingur sem tók þær fyrir okkur og við völdum nokkrar fyrir jólakortið í ár. ...síðar koma svo af þeim bræðrum.
Maístjarnan mín á fimleikaslánni en núna eftir áramót ætlum við að einbeita okkur að sjúkraþjálfuninni hennar og styrkja hana vel. Þannig það verða engir fimleikar eftir áramót en við erum ótrúlega þakklát hvað fimleikafélagið Ármann hefur gert margt gott fyrir hana og tilbúnir að gera ALLT, bara ef við biðjum um það. Ekki hægt að biðja um meira.
Endalaust flott.
Blómarósin mín er ótrúlega flott í fimleikum, ég er ofsalega stollt af þessari stelpu en hún er góð í öllu sem hún tekur að sér.
Fimleikarnir hafa hjálpað henni rosalega mikið í rússíbana Maístjörnu minnar en þar hefur getað gleymt sér og notið þess að vera "bara hún" það er líka frábært að hafa haft þjálfara sem þekkir inná fjölskyldulífið okkar og veit afhverju hún er stundum ofur viðkvæm.
Henni leiðist heldur ekkert að sýna sig fyrir öðrum þrátt fyrir að vera ofur feimin og lokuð. Ef hún veit að hún er góð í einhverju þá er hún ekkert feimin að sýna það fyrir öðrum þrátt fyrir að þekkja einstaklingana ekki baun.
Ég er sú allra stolltasta af þessum flottu stelpum. Hver væri að ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar