Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
29.1.2014 | 11:38
En eitt afmælið....
Mikið rosalega elska ég afmæli - í dag á minn elskulegi eiginmaður afmæli. Þakklát fyrir hvert ár sem við fáum saman en ég á ekki nógu marga putta til þess að telja árin sem við erum búin að vera saman. Tilefni dagsins langar mig að birta ljóð frá þeim degi sem við byrjuðum saman.
Á ball á Gaukinn bæði fóru
Býsna flott í taui voru
EFst í huga óskin var
Að yrði fjörugt þar.
Sálin var að syngja og spila
Svo að fjörið komst til skila
Áslaug Ósk og Óskar Örn
Eru Sálarbörn.
Á dansgólfinu hittust dreymin
Dulítið í byrjun feimin
Feiminin af þeim fór þó fljótt
Og fjörug varð sú nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.1.2014 | 20:50
Theodór Ing 8 ára
Hérna er ein af honum frá deginum í dag:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.1.2014 | 18:30
Krampandi annan hvern dag......
Maístjarnan mín er krampandi annan hvern dag sem er alls ekki nógu gott - hún er líka algjörlega búin á því þegar hún kemur heim úr skólanum og þráir þá ekkert heitara en að leggjast uppí sófa hjá afa sínum Hinrik og fá smá dekur sem hún fær daglega. Hún þolir nefnilega ofsalega illa allt þetta áreiti sem fylgir því að eiga mörg systkini - allt þetta skutl og þess háttar og þá er líka bara best að dekrast hjá afa sínum. Hún elskar líka þegar við höfum ekkert að gera um helgar og hanga bara heima í náttsloppnum sínum sem hún fékk í jólagjöf en það var ein af drauma-gjöfum hennar en það gerist ekki oft enda mikið að gera hjá okkur um helgar en hún fær þá líka bara að fara í afa-dekur ef hún er ekki að meika svoleiðis sem hún velur frekar.
Við erum að fara hitta doktor Óla í loka mánaðar og ég var alltaf búin að ákveða ef hún héldi áfram að krampa svona mikið að ég myndi heimta að rannsóknir hennar yrðu fyrr en ákveðið er svo við skulum sjá hvað doktor Óli segir. Lyfja-aukningin hennar var allavega ekki mikið að segja fyrir hana því miður.
Annars veit ég stundum ekki hvor er þreyttari ég eða hún og ekki er ég krampandi - það er ekki oft sem ég finn fyrir svona mikilli þreytu og þrái mikið að komast aðeins í burtu en geri það akkurat núna. Einn sólarhringur myndi gera svoooo mikið - svo ég þarf bara að fara vinna í því að taka brjósti af DraumaDísinni minni 8 mánaða svo ég komist kanski aðeins í burtu.
Hér fyrir neðan eru tvær myndir af Maístjörnunni minni - önnur er einsog hún er flesta daga eftir skóla, algjörlega búin á því og hin er frá síðustu læknaheimsókn sem var í vikunni en þá var hún að fá sína mánaðarsprautu og í blóðprufum. Sem betur fer þurfum við ekki að borga fyrir þessa sprautu, nóg þurfum við að borga fyrir (þar að segja lyfin hennar, eftir þessar "æðislegu" breytingar hjá heilbrigðisráðherra fyrrverandi).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.1.2014 | 17:14
Tilefni dagsins....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.1.2014 | 11:14
Gleðilegt ár kæru vinir
- Árið okkar 2013 var ca svona:
Janúar - Theodór Ingi varð 7 ára og Óskar Örn varð fertugur og hélt uppá það með þeim allra nánustu.
Febrúar - Þuríður Arna fór í rannsóknir sínar og þær komu vel út, Oddný Erla keppti á sínu fyrsta FSÍ móti og kom heim með þrjár medalíur.
Mars - Þuríður Arna hélt sitt árlega páskabingó á barnaspítalanum og í þetta sinn fékk hún þá í Bláum opal til að aðstoða sig s...em gekk alveg glimrandi vel. Oddný Erla varð í öðru sæti á sínu fyrsta Íslandsmóti.
Apríl - DraumaDísin okkar hún Jóhanna Ósk fæddist á afmælisdegi systur sinnar hennar Oddnýjar Erlu sem varð 9 ára þann daginn.
Maí - Þuríður Arna náði þeim merka áfanga að verða 11 ára gömul og á þeim degi var DraumaDísin okkar skírð.
Júní - Theodór Ingi keppti á Norðurálsmótinu á Akranesi og stóð sig ofsalega vel.
Júlí - við fjölskyldan fórum í okkar fyrstu útilegu í mörg mörg ár og öllum fannst það æðislegt, konan sjálf varð 36 ára og gæti ekki verið ánægðari að fá að eldast.
Ágúst - náðust alveg 23 dagar á milli krampa sem er bara asskoti gott og Þuríður Arna okkar byrjaði í Klettaskóla sem hún elskar að vera í.
September - fór Þuríður Arna mín í rannsóknir sínar sem komu rosalega vel út - æxlið hafði meir að segja minnkað frá því síðast þannig við flugum á bleiku skýjið þann mánuðinn og fögnum þeim fréttum í sumarbústað á Flúðum sem var kærkomið frí.
Október - skelltum við okkur fjölskyldan til Akureyrar en þar var Oddný Erla okkar að keppa á en einu fimleikamótinu og kom nokkrum medalíum ríkari, við skemmtum okkur ofsalega vel og kíktum í nokkrar heimsóknir. Þuríður Arna mín var eitthvað þreyttari þann mánuðinn og pirraðri.
Nóvember - Hinrik okkar Örn varð 5 ára, Þuríður Arna farin að krampa á hverjum degi eða annan hvern dag svo það var aðeins hrært í lyfjakokteilinum hennar. Ekkert ofsalega góður mánuður, krampalega séð. Þuríður Arna losnaði við lyfjabrunninn sinn og við trúum því að það er bara skref frammá við í veikindum hennar.
Desember - Þuríður Arna hélt sitt árlega bingó á barnaspítalanum og fékk Góa sér til aðstoðar og þaðan fóru allir ofsalega hamingjusamir, nokkrum vinningum ríkari.
Kramparnir halda áfram.
Héldum fyrstu jólin með Jóhönnu okkar.
Okkar markmið fyrir árið 2014 er að halda áfram að búa okkur til eitthvað til að hlakka til.
Eigið yndislegt ár 2014!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar