Leita í fréttum mbl.is

Doktor sáli

Það er svo ótrúlega skrýtið (kanski er það ekkert skrýtið) hvað fólk skammast sín fyrir það að þurfa leita sér hjálpar og það er ennþá þessi femini hjá fólki að viðurkenna það að það er þunglynt eða hreinlega líður bara illa útaf kanski engu en þá þora fáir að "koma útur skápnum" með það. Ég þekki nokkrar manneskjur sem eru þunglyndar en þora ekki að tala um það og leita sér ekki hjálpar og þar af leiðandi get ég ekki ímyndað mér það að þeim líði en verr við það.  Ok þessar manneskjur tala kanski ekki um þessi "veikindi" sín en maður sér það alveg langar leiðir að það er eitthvað að hrjá þær, kanski vilja þær ekki bögga neinn með þessu ég veit það ekki og kanski vilja þær heldur ekki að neinn viti að þeim líði svona.  Það eru líka margir sem skammast sín líka við að þurfa leita sér hjálpar sem fólki finnst kanski frekar asnalegt að þessi eða hinn hrjáist af þessum "veikindum", oft er eða var allavega litið niður á fólk sem segist eða er sagt að það sé þunglynt ég veit það ekki, ég geri það allavega ekki og mér finndist bara skref frammá við hjá þessum ákveðnum manneskjum að leita sér hjálpar og viðurkenna "veikindin" sín.

Afhverju er ég að tala um þetta?  Það er ekki af því ég er þunglynd en ég þarf að leita mér aðstoðar hjá sérfræðingum vegna þess sálarlífið mitt er kanski ekki í rúst en það er mjög slæmt vegna veikinda hennar Þuríðar minnar.  Það er ýmislegt sem hvílir á manni og að sjálfsögðu þarf maður einhvern til að tala við og þá hjá fólki sem er lært til að reyna hjálpa manni annars veit ég sjálf að þetta versnar tífalt.  Jújú ég get alveg talað við Skara minn en hann er samt engin sérfræðingur og veit hvað þarf að gera til að reyna bæta hlutina. 

Ég fór til doktor sála í gær ásamt Skara mínum en við erum að sjálfsögðu að reyna gera þetta saman og auddah er það líka í boði að við förum í sitthvoru lagi sem við höfum örugglega gott af líka en ég er ekki ennþá tilbúin til þess.  Það þurfti mikið til að ég samþykkti að leita þessar hjálpar, Skari búin að "röfla" mikið um það að við ættum að fara en ég hélt alltaf að ég gæti bara unnið úr þessu sjálf en hlutirnir eru ekki svo auðveldir.  Það var ótrúlega erfitt að koma sér afstað í þessa hluti en eftir tíman í dag leið mér ótrúlega vel og við ætlum að reyna hafa þetta reglulegt.  Við vorum byrjuð að mæta fyrir jól en svo var eitthvað svo mikið að gera, Þuríður í geislameðferð og fleira eða kanski reyndi ég bara að hafa mikið að gera til að reyna sleppa við að fara.  Ekki það að doktor sáli sé slæmur hann er gull af manni og mjög gott að tala við hann en einsog ég sagði þá hélt ég bara að ég gæti unnið úr þessu sjálf.  Ef ég er ekki heil þá get ég ekki hjálpað Þuríði minni og sinnt hinum börnunum mínum almennilega sem er ekki í boði þannig þá verð ég líka að fá hjálp.

Það var mikið fróðlegt sem kom útur þessum fundi í morgun ekki það að ég ætli alltaf að fara útí alla fundi sem við förum á en þá spurði doktor sáli hvort við færum eitthvað án þess að það væri talað um krabbamein eða veikindin hennar Þuríðar minnar.  Hmmm!!  Svarið er bara stórt NEI alveg sama hvert við förum þá er ALLTAF talað um veikindin hennar Þuríðar minnar, við getum ekki farið í veislur eða á tjúttið án þess að maður hittir einhvern sem verður að spurja mann spjörunum úr.  Ég veit að það er vel meint en stundum langar manni bara að reyna gleyma sér og ekki tala um nein veikindi.  Okkur Skara var boðið í afmæli um daginn en ég treysti mér ekki til þess að fara(Skari fór)því ég vissi að ef ég færi í þessa veislu þá yrði byrjað að tala um veikindin (sem var að sjálfsögðu gert við Skara) og mig langar ekki að fara í eitthvað partý sem fólk er að drekka að það talar varla um neitt annað en veikindin.  Það er sérstaklega algengt að fólki komi til manns sem ég þekki varla eða myndi ekki einu sinni heilsa útí búð en er í glasi og það byrjar að spurja mann spjörunum úr sem er alveg óþolandi, afhverju getur fólk ekki heilsað manni þegar það er edrú en byrjar svo að tala um þetta þegar það er í glasi?  Já ég þoli það ekki.

En mikið ofsalega langar mig að skella mér á eitt stk Sálarball en langar það samt ekki því ég veit hvað gerist ef ég geri það, ég fæ ekki að skemmta mér og reyna aðeins að gleyma mér á dansgólfinu.  Ég get það kanski ef ég er með Viggu vinkonu ehe því hún er ofsalega dugleg að segja fólki að halda KJ ef vogar sér að byrja spurja mann spjörunum úr sem er very nice en maður á samt ekki að þurfa lífvörð.  Finnst að fólk eigi að reyna sleppa því svona einu sinni sérstaklega þegar maður er að reyna skemmta sér að sleppa því að spurja mann, grrrr!!  Ég er kanski að segja ykkur þetta til að undirbúa ykkur þegar þið sjáið mig næst á einhverju Sálarballi ehe hvenær sem það verður þá megiði halda KJ eða bara tala um eitthvað skemtilegt.  Takk takk!!

Síðastliðið haust þegar við sáum að Sálin yrði í koben í apríl vorum við sko pottþétt á því að skella okkur en svo fór maður að hugsa "en ef Þuríður mín verður slæm?", "æjhi ég nenni ekki að borga múltí money fyrir að fara á þetta geggjaða ball og  ég hitti bara fólk sem ætlar sér bara að tala um Þuríði mína".  Þannig við hættum við sem var mér að kenna, dóóhh!!  Það er oftast ég sem dreg mig í hlé og treysti mér ekki í þetta og hitt en mikið ofsalega langar mig samt á ballið eheh en það er ekki í boði þar sem það er orðið uppselt sem betur fer eiginlega..  Ég bíð bara spennt eftir þar næsta balli þeirra og stefni kanski á að fara?

Læknarnir eru líka búnir að segja við okkur að við eigum ekki að hætta plana hlutina svona frammí tíman, við eigum að gera það þó maður sé hræddur við það en þá hættir maður bara við ef maður sér að aðstæðurnar séu þannig.  Ég ætla að reyna gera það þannig þó mér finnist það afskaplega erfitt.

Við fjölskyldan erum annars á leiðinni í bústað og ætlum að gista þar eina nótt, njóta þess að busla í pottinum, grilla, leika okkur úti og bara knúsast öll saman.  Svo á morgun ætlar tengdó að fleygja okkur Skara útaf heimilinu og þau ætla að yfirtaka heimilið í einn sólarhring á meðan við Skari gerum eitthvað fyrir okkur, ég hlakka endalaust til!!

Góða helgi kæru lesendur og munið það er engin skömm að líða illa og þurfa leita sér hjálpar allavega áður en það verður of seint, betra seint en aldrei.


Ef hún fengi að ráða..

...þá myndi hún vera svona klædd alla daga en þetta er hún Oddný Erla mín prinsessa, svona var hún klædd á öskudaginn.
IMG_0558


28 mánuðir komnir í bið

Haldiði að það sé við erum búin að bíða í 28 mánuði og sú bið er ekkert að taka á enda, við erum alltaf að bíða eftir einhverju aldrei það sama en samt alltaf eitthvað.  Þessi bið er að fara með mann, mér finnst ég ekki geta þetta lengur.  Mig langar að fá svör fyrir mörgum mánuðum anskotin hafi það (afsakið) en engin eru svörin að fá allavega ekki 100% hvað þá 50%.

Við mættum á fundinn í morgun og við erum nánast engu nær einsog í síðustu viku, þeir halda að þetta séu bara bjúg frá geislanum en vita það samt ekki. Þannig við eigum bara að horfa á hvernig Þuríði minni líður í dag, henni líður vel eða einsog best á kosið.  Ef henni heldur áfram að líða svona "vel" næsta mánuðinn þá getum við hallist á bjúg en ef henni fer að hraka næstu vikur mánuð þá vitum við að þetta voru ekki bjúg.  Hvernig er hægt að halda fólki í svona mikilli óvissu, aaaaaaaaaaaarggghhh!!  Þannig við þurfum "bara" að bíða í tvo mánuði í viðbót eða þanga til í lok apríl sirka þegar hún fer í næstu myndatökur.  Einsog alltaf bíða bíða bíða bíða.  Grrrrr!!

Þuríði minni líður alveg vel þannig ég ætla að halda í þá von að þetta sé bjúg, við meira að segja þurftum að biðja þær á leikskólanum að leyfa henni bara að sofa í hálftíma á daginn svo hún fari á skikkanlegum tíma að sofa í kvöldin.  Vííí!!  Það eru mikil framför, mjög góð framför kanski hún fari bara alveg að hætta leggja sig sem yrði náttúrlega bara kraftaverk og vera einsog öll 5 ára börn.  (þrír mánuðir í það)

Af hinum börnunum að frétta er bara gott, litli krullukarlinn minn er farinn að sofa almennilega á nóttinni þar að segja vaknar bara til að fá dudduna. Jabbadabbadú!!  Hann er algjör grallari orðinn, farinn að læra svo mikið.  Hann er svo fyndin þegar hann er að leika súpermann ehe þá fer hendin á flug. 

Oddný Erla á alltaf smávegis bágt, þarf mikla athygli hjá mömmu sinni en alltaf sama kona er hún eheh!!  Litla kerlingin mín og ef hún fengi að ráða þá færi hún í prinsessukjólnum sínum alla daga í leikskólan, það er oft stríð á morgnana ef hún fær ekki að fara í pilsi bara yndislegust!!  Hún varð svakalega ánægð þegar ég náði í þær systur á leikskólan þegar ég sagði henni að ég ætlaði að senda Þuríði og Theodór til mömmu í smá pössun og við mæðgur ætluðum í kringluna og hún fengi að velja sér eitt stk pils handa sér og Þuríði.  Henni finnst æðislega gaman í kringlunni og þarf að fletta öllum flíkum sem hún labbar framhjá thíhí, ég er að segja ykkur það en hún er lítil kona. 

Best að fara svæfa drenginn....


Kl níu í fyrramálið

Þá er næsti fundur kl níu í fyrramálið og ég er ekkert alltof bjartsýn á að við fáum eitthvað útur honum en ég vona það samt því annars þurfum við að bíða í tvo mánuði í viðbót sem ég mun ekki höndla.

Góða nótt kæru lesendur og verðum vonandi í bandi á morgun.


Að lifa í núinu

Ég er að reyna gera mér markmið og það er að reyna lifa í núinu, lifa fyrir daginn í dag.  Ég veit það verður erfitt því ég velti mér alltof mikið uppúr framtíðinni og verð að reyna þetta, einsog læknarnir sögðu við okkur í síðustu viku þá segir það meira að sjá hvernig Þuríði minni líður heldur en hvað myndirnar segja.  Ég ætla reyna bara horfa á hvernig henni líður en ekki hvernig myndirnar verða og hvaða niðurstöður við fáum þar sem verður vonandi á miðvikudaginn en ég er ekki alltof bjartsýn á það.  Verðum ö-a að bíða í tvo mánuði í viðbótFrown.

Þuríður mín er alveg ofsalega hress þessa dagana, hún meir að segja lagði sig ekkert í leikskólanum í dag sem hefur ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær og sofnaði heldur ekkert á leiðinni heim og það merkir bara gott.  Það er alveg ótrúlega gaman að sjá hvað hún nýtur sín þessa dagana, hvað henni fannst gaman í snjónum fyrir norðan og naut sín í botn að vera úti að leika.  Ef hún hefði fengið að ráða þá hefði hún sofið úti í snjónum ehehLoL.

Læt fylgja mynd af bestu vinkonu hennar Þuríðar minnar henni Höllu "sætu" Hrekkjusvín.
turidur37


Mætt aftur

Við fjölskyldan erum mætt í borgina aftur en við ákváðum að breyta aðeins um umhverfi og skruppum til ættingja á Akureyri og höfðum það yndislega gott í snjónum.  Þvílíkur snjór eheh, stelpurnar nutu sín í botn að velta sér um í snjónum, renndum okkur á sleða í stórri brekku sem Þuríði minni fannst æðislegt.  Við tókum eina bunu saman mæðgurnar, fórum efst í brekkuna og þutum svona líka hratt niður og flugum af sleðanum og Þuríður mín fékk skafl í andlitið eheh sem var frekar fyndið en ég reyndi að vera fljót að bjarga henni úr þessu því ég hélt að það kæmi kanski öskur en neinei  það fyrsta sem mín sagði var "mamma förum aftur".  Það var sko endalaust stuð og mikil slökun á eyrinni, dekrið sem við fengum var æðislegt.  Það var einsog við vorum á 5 stjörnu hóteli, takk æðislega fyrir okkur Halldóra og allir hinir líkaWink.

Læt fylgja nokkrar myndir úr skemmtiferð okkar og svo koma fleiri línur á morgun(vonandi þar að segja ef ég verð í stuði).


P2240421

P2240417-1

P2240446

P2240406

P2230320


Hvað er málið að þurfa bíða í svona mikilli óvissu?

Loksins loksins segi þið ö-a kem ég að tölvunni og reyni að drita niður einhverjum orðum en stórt er spurt en fátt eru um svör?  Ennþá bíðum við eftir svörum en engin eru svörin ennþáFrown.  Við mættum uppá spítala aftur seinni partinn en læknarnir voru ekki komnir með nein svör handa okkur, hvorki góð né slæm.  Það þarf fleiri sérfræðinga til að lesa úr myndunum, það eru breytingar miklar breytingar en þeir geta ekki sagt okkur hvort þær séu slæmar eða góðar.  Æxlið hefur stækkað um helming en þeir geta ekki sagt okkur hvort það séu einungis bjúg eða stækkun líka, jú það eru einhver bjúg þarna sem koma af geislanum og geta verið til staðar í 2-4mánuði eftir geisla en svo er eitthvað annað þarna sem þeir geta ekkert sagt um fyrr en fleiri sérfræðingar skoði og lesi betur úr myndunum.  Þannig við erum nánast engu nær frá því í morgun, við eigum pantaðan fund miðvikudaginn n.k og þá vonandi verða þeir búnir að lesa úr þessum fjandans myndum en ég veit ekki hvort ég get beðið þanga til.  Svo gæti hugsast líka að læknarnir okkar hérna heima geti kanski ekki alveg sagt okkur stöðu mála þá þarf að senda myndirnar til Boston og jú guð má vita hvað, hvað það gæti tekið langan tíma að fá svör þaðan.Devil

Ég er algjörlega dofin eftir daginn í dag, hnúturinn er gjörsamlega að springa, mér er búið að vera óglatt í allan dag sem ég hugsa að það hafi bara komið útaf stressi og stressið er ekkert að minnka.

Ég hef fengið margar kvartanir yfir því hvað ég hef verið dónaleg með að halda að fólk kemur hingað inn eða margir komi hingað inn bara þegar Þuríði minni líður illa.  Þetta er jú  mín síða og mitt svæði sem ég skrifa niður flestar mínar hugsanir, kanski held ég þetta bara í augnablikinu því mér finnst lífið svo ótrúlega ósanngjarnt og verð að reyna finna eitthvað til að setja útá aðra? Ég veit það ekki? Þið þurfið ekki að taka öllu bókstaflega til ykkar, ég er bara bitur, reið, sár og algjörlega í molum yfir þessu öllu sem þarf að leggja á litlu hetjuna mína.  Mér þykir ofsalega vænt um hvað þið eruð dugleg að senda mér falleg komment en svo koma líka tímar sem mér finnst allt ómögleg og verð reið útí allt.  Þetta er ö-a bara sá tími?  Ég get bara ekkert alltaf verið glöð, hress, skemmtileg og jákvæð þó mitt fólk þekkir mig þannig og þið kanski líka lesendur.  Þetta er bara erfiður tími að vita ekkert og þurfa kanski að bíða ég veit ekki hvað lengi í viðbót til að fá einhver svör, biðin er lang erfiðust.

Æjhi ég er farin að sinna börnunum sem þarfnast athygli núna.....


Óskar skrifar

Ákvað að setja nokkrar línur hér inn.  Okkar versti óvinur (biðin) er enn að angra okkur.  Fórum á fundinn í morgun en niðurstöðurnar frá myndatökunni eru óljósar (mjög óljósar).  Þær gætu verið góðar en þær gætu líka verið mjög slæmar.  Læknarnir ætla að skoða þetta betur í dag og eigum við að hitta þá aftur seinnipartinn.  Vonandi heyrið þið aftur frá okkur í dag eða kvöld - vonandi með góðu fréttirnar.

Kveðja
Óskar Örn


Eina ósk....

...ég væri ekki í vafa hvers ég óskaði mér.
Nei ég er sko ekki í vafa hver mín æðsta ósk er og ég vona svo sannarlega að hún rætast á morgun.  Það er aðeins léttara yfir mér í dag en síðustu daga kanski því læknarnir eru eitthvað bjartsýnari en venjulega því Þuríður er búin að vera svo hress en þetta er önnur vikan hennar sem hún er svona hress.  Er samt doltið stressuð fyrir morgundeginum, maður veit ekki hverjum maður má búast við? 

Annars er ég alltaf að sjá það meira og meira að lesenda fjöldinn á heimasíðunni minni eykst alveg um heilan helling þegar Þuríði minni líður illa og er mjög slæm en einsog núna líður henni ágætlega þá hrinur lesenda fjöldinn.  Skrýtið?  Er fólk að bíða eftir einhverju sérstöku þegar henni líður illa? En hefur svo engan áhuga þegar hún er einsog hún er í dag.  Einsog ein vinkona mín lýsti þessu þegar Íslendingar sjá slys einhverstaðar verða allir að sjá og stoppa til að sjá hvort einhver sé ekki alveg ö-a slasaður, þetta er svona svipað.  Ég hef nefnilega aldrei skilið þennan tilgang með því að stoppa hjá bílslysi ef hjálpin er komin og á aldrei eftir að skilja það.  Asnalegast!!

Við eigum að mæta á fund á morgun einsog ég hef sagt kl tíu og ég verð snögg að koma með fréttirnar hérna inn ef það eru góðar fréttir sem ég vona svo heitt og innilega en mun væntanlega ekkert skrifa ef þær eru ekki góðar.  Þá vitið allavega ástæðuna.

Læt fylgja mynd af Þuríði minni fyrstu vikuna sem hún var að greinast fyrir tveimur og hálfu ári, þarna er hún rannsóknum uppá spítala.
turidur84

 


Lítið að segja

Myndatökur á morgun kl hálf eitt og fundur með doktorunum á miðvikudag kl tíu.  Sem sagt magapína, magasár, kvíði, hraður hjartsláttur og svo lengi mætti telja.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband