Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Yndislegur karakter

Þuríður mín er alveg frábær karakter, hún er ótrúlega skemmtileg, á svo auðvelt með að bræða alla sem kynnast henni og þessi stúlka veit alveg hvað hún vill sem kom sérstaklega í ljós í gær þegar hún fékk fund með skólastjóranum og aðstoðarskólastjóra í skólanum sínum hehe.

Allir bekkirnir í skólanum hennar fengu fund með þeim í gær og áttu að koma öllu á framfæri sem þeim fannst þurfa að bæta og alls sem tilheyrir skólanum.  Auðvidað hafði Þuríður mín skoðun á sumum hlutum og var búin að ákveða að kvarta undan ákveðnum hlut sem hún vildi láta bæta.  Nefnilega deginum á undan fundinum varð hún frekar fúl yfir því að það voru ekki til nógu margar mandarínur handa sér til að borða eheh.  Þannig hún ákvað að kvarta við skólastjórann og aðstoðar vegna þess máls sem hún að sjálfsögðu gerði hehe.  Ég veit ekki alveg hvernig var tekið í þessa kvörtun en ég geri ráð fyrir því að framvegis verða til nógu margar mandarínur á boðstólnum handa henni Þuríði minni.  Hún er bara flottust!!

Ég var annars að fatta að það stefnir í fyrstu jólin hennar Þuríðar minnar síðan hún veiktist að hún verði bara spræk þessi jólin, oh mæ god bara yndislegast!  Hún hefur síðustu fjögur jól verið mjög veik en er svona sprellandi hress sem er best í heimi og auðvidað ætlum við að njóta þess í botn, hún er líka svo spennt fyrir öllu og hvað þá núna í kvöld þegar sveinki mætir á svæðið.  Oddný Erla mín sagðist nú ætla að halda sér vakandi heh því hún ætlar að sjá sveinka setja í skóinn og ætlar svo að skrifa bréf til hans og segja hvað þeim öllum krökkunum langar í jólagjöf.  Jebbs það getur stúlkan.

Hnoðrinn minn er ótrúlega vær og góður, finnst lang skemmtilegast að borða enda búinn að þyngjast um hálft kg núna á átta dögum.  Allavega ekki hægt að segja að ég sé að svelta drenginn hehe farinn að fá smá kinnar, bara flottastur!!

Mín er búin að fá fjórar einkunnir af fimm, stefnan var sett á að fá ekki lægra en sjö og auðvidað hef ég staðist það þó svo að það verða engar tíur þessa önnina en er samt eldhress með þær sem ég hef fengið og bara einkunn fyrir lokaritgerðina eftir að koma.  Ég hef líka ákveðið að ég ætla að halda áfram í námi eftir áramót sem er framhald af þessu sem ég var í, mun taka fjórar greinar og hef svo möguleika að taka sjö greinar önnina þar á eftir.  Úúúfffhh en það er þá bara til að útskrifast einni önn fyrr sem verður bara lítil kökusneið eða jámm.... en það hef ég ákveðið bara einsog þjóðfélagið er í dag og þá verð ég líka orðin "eitthvað" þegar ég get farið aftur á vinnumarkaðinn enda ekki búin að vera á honum síðan hetjan mín veiktist.  Aaaaaalltof langt síðan.

Ætla núna að leggjast með tærnar útí loftið eða þanga til hnoðrinn minn vaknar og heimtar rjómann sinn því hin þrjú eru sofnuð og verða ö-a vöknuð kl fimm í fyrramálið til að sjá hvað sveinki gaf þeim í skóinn.


Jólagjöfin í ár

VON – HOPE – SPES

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur hafið sölu hálsmena í fjáröflunarskyni. Hálsmenin eru með áletruninni VON á þremur tungumálum (íslensku, ensku og latínu) og fást bæði í silfri og stáli (grófari fyrir herra).

Í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna er hópur fólks sem hefur staðið í þeim sporum að glíma við veikindi með vonina að vopni – vonina um að lífið komist í réttar skorður á ný – vonina um að veikt barn nái heilsu og fjölskyldan öll muni eiga sínar ljúfu stundir á ný.

SKB langar til að færa þjóðinni von og gefa henni um leið tækifæri til að hjálpa félagsmönnum að halda í sína von. Í því skyni eru þessi táknrænu hálsmen boðin til sölu. Verði er stillt í hóf en silfurmen kostar aðeins 4.000 krónur og stálmen 3.500 krónur. Menin eru seld á heimasíðu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, www.skb.is og í síma 588-7555. Boðið er upp á heimsendingu.

Íslenska þjóðin er á krossgötum. Margir standa frammi fyrir því að þurfa að breyta lífsstíl sínum og forgangsraða upp á nýtt. Í þeirri óvissu sem framundan er skiptir miklu máli að missa aldrei vonina um að komast út úr erfiðleikunum og lífið komist í fastar skorður á ný. 

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 2. september 1991 af foreldrum barna með krabbamein. Markmiðið með stofnun SKB var að gæta hagsmuna krabbameinssjúkra barna og aðstandenda þeirra á ýmsum sviðum. Árlega greinast að meðaltali 10 - 12 börn og unglingar 18 ára og yngri með krabbamein á Íslandi.  Íslenskir læknar og hjúkrunarfólk eru mjög framarlega á sínu sviði og batahorfur barna með krabbamein góðar hér á landi.

Mynd af kvennmannshálsmeninu.
halsmen


Grein á visi.is

Hérna er slóð á smá viðtali við mig um Þuríði mína: http://www.visir.is/article/20081209/LIFID01/806356889/-1

Meira síðar.....


Lífið er ljúft

Ég sit máttlaus allan liðlangan daginn og horfi á fallegu kraftaverkin mín, þetta er alveg yndislegt líf.  Þó svo að allt sé að fara á "hausinn" og allt fer hækkandi líður mér svooooo vel, ég er svooooo hrikalega rík að hálfa væri miklu meir en nóg.  Börnunum mínum líður vel og þá líður mér ennþá betur, þau eru svakalega spennt fyrir jólunum enda nýttum við helgina að baka sem var ekki leiðinlegt.  

Hnoðrinn minn er ótrúlega vær og góður þó svo hann mætti sofa lengur en tvo tíma í einu en þá vill hann rjómann sinn en þá kvarta ég ekki.  Hann verður allavega kallaður hnoðri til 17.janúar (langamma mín hefði átt afmæli þá) en þá mun hann fá nafnið sitt, hvað sem það á að vera?

Ég er ótrúlega heppin kona, er hægt að vera heppnari?
PC075808
Hérna er Theodór krulluhaus, kanski tími á klippingu fyrir jólin?
PC065752
Áhyggjulaust líf hjá hnoðra mínum, svoooo gott að knúsa hann svona.
PC075805
Flottustur stelpurnar mínar, vitiði hvor er hvað? hehe!!


Tónleikar til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna

25 MILLJÓNIR KOMNAR OG NÚ BÆTUM VIÐ UM BETUR

Fyrir tíu árum síðan voru haldnir fyrstu árlega tónleikarnir til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í Háskólabíó. Það var Einar Bárðarson athafnamaður sem átti hugmyndina að tónleikunum en hann ásamt samtarfsmönnum í tónlistarheiminum og rjóma íslenskra poppara töldu svo í fyrstu tónleikanna í desember 1998. Það var engin annar en Jóhannes Jónsson stórkaupmaður sem kynnti tónleikanna það árið en meðal þeirra sem komu fram það árið voru Sálin hans Jóns míns og Skítamóral

25 MILLJÓNIR Á 9 ÁRUM TIL STYRKTARFÉLAGSINS

Á þessum tónleikum hefur skapast hefð fyrir því að allur aðgangseyrir eru afhentur fulltrúum SKB í hléi tónleikanna. Þannig er það gert í votta viðurvist en nú er gaman að segja frá því að í fyrra náðist að koma heildartölunni aðgangseyris á níu árum í 25.000.000.

ALLIR GEFA VINNU SÍNA OG ÖLL TÆKI KOMA OG FARA ÁN ENDURGJALDS

Að gefnu tilefni er rétt að láta það fylgja að á tónleikunum í gegnum tíðina hefur komið fram rjómi þekktustu tónlistarmanna landsins á hverjum tíma og hafa allir þeir sem komið hafa að tónleikunum gefið vinnu sína til fulls. Háskólabíó gefið húsnæðið. Um leið hafa allir tæknimenn og aðrir starfsmenn tónleikanna gefið vinnu sína. Öll fyrirtæki sem að verkefninu hafa komið hafa líka gefið alla sína vinnu. Að sjálfssögðu er engin breyting þar á.

Tónleikarnir fara sem fyrr segir fram í Háskólabíói sunnudaginn 27. desember og hefjast stundvíslega kl. 16:00

Lay Low, Sálin hans Jóns míns, Sprengjuhöllin, Bubbi Morthens, Páll Óskar, Skítamórall, Ragga Gröndal, Ingo Veðurguðirnir, Stuðmenn, Friðrik Ómar og Regína, Klaufarnir og Helgi Björnsson

Miðasala er hafin á www.midi.is og á útsölustöðum þeirra en þeir gefa líka alla sína vinnu í kringum tónleikanna og ekkert miðagjald er lagt ofan á söluna. Miðaverð er aðeins 2.500 kr.

Ég vil líka minna ykkur á að það eru til sölu jólakort til styrktar Styrktarfélagsins sem þið getið nálgast eða pantað á síðunni www.skb.is endilega styrkið gott málefni.


Útskrift 19.des :)

Jíbbíjeij þá er mín búin með skólann nema eftir að henda einu verkefni í einn kennarann minn á morgun, búin að fá að vita að ég hef náð prófununum mínum þannig það er þá bara útskrift 19.des.  Er ekki alveg að átta mig á því en satt er það.  Oh mæ god hvað ég er glöð að vera laus við skólann núna þennan mánuðinn en er samt strax komin með hausverk yfir því hvort ég eigi að halda áfram strax eftir áramót eða bíða frammá næsta haust?  Hmmm samt besta í stöðunni einsog þjóðfélagið er í dag er að halda áfram en það kemur allt í ljós, veit ekki hvenær ég þarf að ákveða það sem er seinni tíma vandamál.

Ég er öll að "skreppa saman" þó svo ég er mjög slæm í grindinni en þá kvarta ég ekki og hlakka mikið til næstu helgi því þá ætlum við krakkarnir að baka piparkökur og kanski ég hendi í eitthvað meira?  Þau eru líka svakalega spennt að fá að baka og bíða spennt líka eftir því að Skari hengi upp jólaljósin en hann kláraði líka skólann í dag og þá er sko ekki eftir neinu að bíða en að henda upp restinni af ljósunum.  Vííííí!!

Þuríður mín er bara að meika það, það er svo gaman að sjá hana þroskast frá degi til dags.  Hún t.d sat með pabba sínum í gær og hann var að læra með henni þegar hún hendir bókinni frá sér og segir að þetta sé "ógeð"  og þá áttum við virkilega erfitt með okkur en hún er bara að þroskast og ég elska þegar hún lætur svona.  Einsog ég hef oft sagt áður þá er ekki vaninn að foreldrar elski að börnin sín láti svona og blóti kanski eitthvað en þá geri ég það því hún er bara að þroskast og sýna eitthvað sem hún er ekki vön að sýna.

Enda færsluna á fjórða kraftaverkinu okkar í sinni fyrstu baðferð og svo er það bara útskrift frá spítalanum á morgun:
PB305649
Bara flottastur!!


Fyrsti í aðventu..

...og við höfum það öll súper gott, allir hressir kátir og krakkarnir glaðir með litla bróðir sem þau skiptast á að halda á.

Þuríður mín er hress, sýnir framfarir á hverjum degi og uppáhalds setningin hennar þessa dagana er "já sæll, farðu úr bænum" sem er bara fyndið að hlusta á.  Mánuður í næstu myndatökur sem ég ætla ekkert að hugsa um fyrr en eftir áramót, ætlum að njóta desembermánaðar enda öll fjölskyldan mikil jólafjölskylda og svo eru krakkarnir farnir að sýna spenning að fá að opna fyrsta daginn á dagatalinu á morgun og telja niður dagana þanga til fyrsti jólasveinninn kemur.  Bara skemmtilegur mánuður framundan sem við bíðum spennt eftir.

Ég er samt frekar tóm þessa dagana, er bara njóta þess að dúllast á daginn með lillanum sem er í einu orði sagt æði einsog hin öll og svo tek ég síðasta prófið mitt á þriðjudaginn og nota bene búin að fá að vita að ég náði prófinu mínu á föstudaginn með drenginn á brjósti í miðju prófi hehe.  Þannig það verður væntanlega útskrift 19.des, hmmm spennandi!!

Ætla að leyfa ykkur að sjá flottasta og yngsta KR-inginn sem ég þekki og er ö-a að klæðast minnsta KR-búning sem fyrir finnst.Wink
PB285583
...og svo af hinu liðinu mínu sem eru að sjálfsögðu klædd í KR og ÍA, bara flottust.
PB285601
Drengurinn farinn að kalla á mjólkurbúið sitt.


Mesta mamma sem ég hef kynnst er 4ra ára dóttir mín :)

PB255449
Oddný Erla mín vill bara halda á honum og það má það nánast engin annar gera það á heimilinu þegar hún er heima.  Ótrúlega gaman af henni, alltaf að knúsa hann og kyssa einsog hún hafi ekki gert neitt annað alla sína ævi.

Er annars að reyna rembast við að byrja læra fyrir próf sem ég á að fara í á föstudaginn hvernig sem það fer?


Hér er draumurinn...

PB265518
Hérna kemur fjórða kraftaverkið okkar, var að taka þessa mynd af drengnum sem er í einu orði sagt ÆÐI og lungun farin að virka ansi vel hjá drengnum hehe.

Svo langar mig líka að óska frænku minni, vinkonu, nöfnu og hennar manni að sjálfsögðu líka til hamingju með þeirra kraftaverk (stelpa) sem kom líka í heiminn í gær.  Ótrúlega gaman!!  En við nöfnurnar komum í heiminn með þriggja vikna milli bili og skírðar sama daginn í höfuð á sömu manneskjunni (ömmu okkar), bara gott og gaman.

Meira síðar.....


Fyrir hönd Áslaugar og Óskars:)

Lítill prins kom í heiminn í morgun um hálf 10. Hann er 15 merkur og 50 cm. Fæðingin gekk vel. Ég fór og kíkti á hann áðan með mömmu og öllum krökkunum og jiiii hvað hann er sæturSmile Langaði helst að taka hann heim með mér..

Bestu kveðjur

Oddný systir Áslaugar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband