Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Trú, von og þrá

Síðustu rúmlega þrjú ár hafa verið svakalega erfið einsog flestir sem lesa hérna vita, svona barátta á ekki að vera svona löng.  Ég meina meðaltal þessara barátta eru kanski tvö ár en maður spyr víst ekki hvað þetta eigi að vera löng barátta og það er ekki víst til nein regla en mér finnst þetta alveg komið nóg.  Þuríður mín má alveg fara njóta þess að alveg að vera sex ára sem hún talar stanslaust um þessa dagana, hún er alveg að vera sex ára (maí) og er að fara í X skóla og er svona líka spennt.  Það er svo gaman að sjá gleði hennar, hamingju og spennu fyrir þessu öllu, hún er sem sagt farin að sýna tilfinningar sem er best í heimi og hvað er langt síðan að hún sýndi það?  Mmmmm man ekki?  Ég er farin að þurfa segja henni að fara inní herbergi ef hún er að gera hitt og þetta sem hún má ekki sem er líka best í heimi, það er alveg yndislegt að þurfa skamma hana á ný.  Ekki misskilja mér finnst ekkert gaman þegar börnin mín eru óþekk og hlýða ekki en með Þuríði mína að gera er að alveg frábært.Blush  Þuríður er að koma til baka.

Vonin og þráin er búin að vera svakalega sterk hjá okkur og við höfum aldrei misst hana, alveg sama hvursu lasin hún hefur verið. Það hefur oft verið erfitt að standa í fæturnar í þessari baráttu en við höfum ekkert haft neitt val um neitt annað, við verðum að vera sterk með henni og standa þétt við bakið á henni.  Hún getur, hún ætlar og hún skal.  Hún er hörku kona hún Þuríður Arna mín og lætur ekkert buga sig, hún ætlar sér að vinna þessa baráttu og ég hef mikla trú á því að hún gerir það. 

Trúin er orðin það sterk að ég veit að hún mun vinna þetta.  Þessi rússíbanaferð er búin að vera sú erfiðasta sem ég hef upplifað og ég held að það sé ekki hægt að upplifa það verra.  Horfa uppá barnið sitt þjást, uppdópað og svo lengi mætti telja er svakalega eriftt og alltaf langar mig að þetta sé frekar ég en hún.  Lífið væri þá miklu auðveldara og bloggið mitt væri líka þá miklu skemmtilegra, ég gæti þá gert grín að hlutunum, veikindum mínum og öllu þessu sem viðkæmi veikindum mínum en lífið er ekki svo einfalt.  Mér finnst ég ekki geta gert grín að veikindum Þuríðar minnar einsog ég myndi gera ef þetta væri ég en mér finnst samt alltaf gaman að tala um litla "furðuverkið" mitt hana Þuríði mína því hún segir það sjálf og öskrar oftast um alla kringluna þegar við förum þangað "ég er furðuverk".  Henni finnst það nefnilega svo gaman því það glymur oft skemmtilega í kringlunni og líka þegar við löbbum langa ganginn uppá barnaspítala.  Yndislegust! 

Reyndar fannst okkur Skara dáltið gaman að sjá hana reyna valhoppa í kringlunni síðasta laugardag, Oddný systir hennar valhoppaði um alla kringlu og svo kom Þuríður á eftir og reyndi eftir bestu getu að herma eftir systir sinni.  Oh mæ god hvað hún var fyndin og hamingjusöm.  Hún ræður nefnilega ekkert við fínhreyfingar sínar (en þetta er allt að koma) en hún lætur ekkert stoppa sig og "valhoppaði" svona líka fallega og við Skari lágum í krampa því við vorum líka svo hamingjusöm að sjá hana svona.Halo

Hetjan mín er sem sagt á uppleið, fór í sína vikulegu vigtun í dag uppá spítala og viti menn stúlkan var búin að þyngjast um 800gr, bara draumur í dós en var samt raunverulegur draumur.  Hún lítur svo vel út, sjáið gleði hennar vera brjótast út, gengur svakalega vel í leikskólanum og hún sefur ekki nema 45 mín á dag sem er bara met.  Hún sem var einsog ég veit ekki hvað frá lok nóv þanga til svona sirka í síðustu viku en núna bara alltíeinu gangandi kraftaverk.  Kraftaverkin eru til!Grin  Búin að vera fá sýkingar ofan í aðrar sýkingar, einsog í síðustu viku uppgvötaðist önnur sýkingin sem hún fékk en hún er öll að lagast af henni, hún má við svo litlu þannig hún liggi algjörlega útur heiminum.

Í kvöld byrjaði hún aftur í krabbameinsmeðferðinni sinni, hibbhibbhúrrey.  Við erum reyndar ofsalega hrædd við hana og hún verði aftur óleikskólahæf því hún þarf svo á reglunni að halda en við trúum því að þetta er allt að koma hjá henni, búið að minnka flogalyfin hjá henni og engir krampar komnir, vííí!!

Þuríður mín er svo hamingjusöm, hún lítur svakalega vel út, ekki svona veikluleg einsog hún var og það er svo mikill spenningur hjá henni fyrir komandi hausti.  Bara gaman! Einsog ég hef oft sagt áður en þá kemur þreytan í ljós hjá mér og kvíðin þegar henni líður svona, loksins getur maður slappað af og reynt kanski að hugsa um lærdóm en þá er það oft erfiðara. kanski ég fari bara að plana næstu "æfingabúðir" hjá okkur Skara mhúhaha og hugsa um eitthvað skemmtilegra.W00t  Allavega margir skemmtilegir dagar framundan hjá okkur sem ég hlakka mikið til.

Ég er algjörlega búin á því en svo þegar ég horfi á öll þrjú kraftaverkin mín fæ ég smá vítamínsprautu í rassgatið og sé hvað ég er heppin að eiga þau öll, ekki sjálfsagt og nýt þeirra í botn og dekra of mikið við þau eða svo er mér sagt.  Hmmm!!  Hey til hvers að eignast öll þessi kríli ef maður má ekki ofdekra þau?Woundering

Ætla að leggjast uppí sófa með tærnar útí loft áður en ég tek upp enskubókina mína og reyni að læra smotterí sem ég hef lítið geta gert síðustu fjórar vikur eða svo en samt fæ ég "bara" níur og tíur í öllu sem ég tek að mér og hélt að ég væri ekki að meika lærdóminn.  Hvernig væri þetta eiginlega ef ég gæti BARA einbeitt mér að lærdómnum?  Gaman væri að vita það.Tounge

Munið að við verðum að vona og trúa því að allt getur gerst, ótrúlegustu kraftaverkin gerast.  Belive me!


Loksins kom öskudagur

Þrjú börn hrikalega spennt á leiðinni í leikskólann í morgun

oskudagur

"Er þetta veika barnið?"

Þessa spurningu fékk ég þegar ég var stödd á einum stað vegna veikinda Þuríðar minnar, jú einsog margir vita þá eru reglur til foreldra langveikra barna að breytast sem er mjög gott skref frammá við og það breytir heilmiklu fyrir okkur Skara.    fá 0kr eða rétt yfir hundrað kallinn, skiptir mjög miklu máli (15.mars er fyrsti afgreiðsludagurinn). 

 

Hvað um það þá held ég að margir haldi að eiga langveikt barn að það liggi bara algjörlega fyrir og vita varla í sinn haus, en þarna var Þuríður mín í góðu fíling sat uppi á borði á meðan manneskjan afgreiddi mig vegna hennar.  Hún var þvílíkt hissa að sjá barnið svona hresst og hugsaði ö-a með sér að þetta gæti ekki verið langveikt barn.  Ég varð eiginlega orðlaus þegar ég fékk þessa spurningu því manneskjan var svo gáttug að sjá hana svona en ég var að sjálfsögðu glöð að hafa hana svona en ekki hvað?

 

Nei Þuríður mín liggur ekki fyrir, hún er ofsalega hress þessa dagana og þó hún sé slöpp þá þarf hún heldur ekkert endilega algjörlega að liggja fyrir einsog ég hef oft sagt áður.  Hún er farin að sýna svo mikið af tilfinningum að hálfa væri miklu meir en nóg, það er farið að vera púki í henni og mín þarf orðið að fara skamma hana sem er best í heimi, hún er farin að losa bílbeltið af sér sem er reyndar ekki skemmtilegt en þá veit ég að hún er að líkjast sjálfri sér.  Það er best í heimi að þurfa skamma hana, ohh lífið er svoooo yndislegt þegar hún sýnir þessar skemmtilegu hliðar á sér.  Hún borðar reyndar ekkert mikið og það kæmi mér mikið á óvart ef hún væri ekki búin að léttast meira í sinni vikulegu vigtun á fimmtudaginn og ef hún verður búin af því þá verður ö-a fundið eitthvað annað til að prófa. Grrrr!

 

Þetta er einsog ég er með leyfi til að leggja í fatlaðarstæði vegna Þuríðar minnar, jú hún hefur verið að lamast og svo á hún líka erfitt með að labba langar leiðir þannig við áttum rétt á þessu.  Oft þegar ég er að leggja í þessi stæði sem ég nota bene geri bara þegar hetjan mín er með mér en ekki hvað þá er horft á manni hornauga einsog ég eigi ekki að leggja þarna.  En málið er með marga að þeir halda að maður eigi ekki að leggja þarna ef maður getur gengið en svo er ekki málið.  Það eru margir öryrkjar þarna úti sem eiga erfitt með gang og eiga rétt á þessu þó þið sjáið það ekkert á þeim og ekki horfa svona skringilega á okkur og leita að merkimiðanum í glugganum einsog ég sé að svíkjast eitthvað.  Jú það eru margir sem nota þessi stæði sem eiga engan rétt en ég held að það sé í minnihluta, alltaf þegar ég legg þarna líður mér mjög illa enda langar mig ekki að eiga þennan rétt.  Ég vildi óska þess að ég þyrfti alltaf að leggja í stæði langt í burtu þangað sem ég er að fara sem ég þarf reyndar að gera vegna þess að það eru nokkrir sauðar þarna úti sem notfæra sér þessi stæði því þeir NENNA EKKI að labba.  Hey verið fegin og labbið þangað, þetta er ömurleg tilfinning og ég endurtek það sést ekkert alltaf á fólki að það þurfi á þessu að halda og það er líka með merkimiða til að sýna rétt sinn.

 

Þetta eru þessir dagar hjá mér, þegar Þuríði minni líður „vel“ þá fer mér að líða illa og þreytan kemur yfir mig.  Það verður alltaf svoleiðis þegar maður getur loksins farið að hugsa um sjálfan sig þá kemur allt þetta yfir mann. 

 

Við Skari fórum í sumarbústað um helgina og áttum tvo æðislega sólarhringa þó ég hafi ekkert sofið en þá gerðum við EKKERT, svo nice! Stóra spurningin er hvort Skari hafi fengið að koma niður af háalofti ehe? Svarið fáiði eftir tólf vikur mhúhaha!  Við ætluðum að grilla okkur þetta fína kjöt en nibs kjötið sem ég keypti í Hagkaup í borðinu hjá þeim var ónýtt, ógeðslega vont!  Við vorum svo heppin að við tókum með okkur sitthvora þrjá humarhalana (slurp slurp) í forrétt þannig kvöldmaturinn bjargaðist ehe og bökunarkartafla með.

 

Takk kærlega allir fyrir allar kjúklingauppskriftirnar, vávh ég get pottþétt alltaf stólað á ykkur ef mig vantar eitthvað, stóóóórt knús.  Ég á orðið kjúklingauppskriftir í fjórar þykkar bækur, þið eruð æði.

 

Hetjan mín að biðja mig um að koma með sér uppí rúm og að sjálfsögðu geri ég það og enda þessa færslu á fallegustu börnunum mínum.

P2039300
Þetta eru mestu gleðigjafar ever, ef allir væru svona heppnir einsog ég.


Pirr pirr

Þuríður mín Arna sefur núna og er núna búin að sofa á þriðja tíma, hún er eitthvað svo þreytt og afhverju skyldi það vera?  Jú henni vantar orku, henni vantar mat í kroppinn sem hún er ekki að fá allavega ekki nógu mikið. 

Það eru margir að segja við að ég viti ekki hvað ég er að biðja um þegar ég er að tala um speglunina á barninu, sondu eða tappa í magan fyrir næringu en þvílík og önnur eins vitleysa.  Sorrý en barnið mitt er búið að vera mjög veikt á fjórða ár (vávh þetta er komið á fjórða ár) þannig ég er orðin hálfgerður hjúkrunafræðingur ef ekki læknir sem myndi hoppa yfir nokkur ár í háskólanum svona án gríns þá veit ég alveg um hvað ég er að tala.   Ég er búin að vera nógu lengi í þessum "bransa" og þekki ansi marga foreldra sem ég hef rætt við um þessi mál og lækna.  En einsog einhver sagði þá vitum við foreldrarnir manna best hvað er fyrir bestu fyrir Þuríði mína og ég veit hvernig henni líður og hvar þörfin er mest.  Jú þetta er frjálst land og þið megið hafa ykkar skoðanir en stundum verður bara svo pirraður ef einhver segir að ég viti ekkert hvað ég er að tala en ég vildi óska þess að ég hefði ekki hugmynd um þessa hluti því þá vissi ég að barnið mitt væri heilbrigt, ég vildi óska þess að ég væri að pirra mig á einhverjum öðrum hlutum en þessum einhverju sem skiptir engu einsog t.d. að geta ekki keypt fallega kjólinn sem ég sá í glugganum í 17 (well stundum geri ég það eheh) eða bara eitthvað allt annað.  Vávh hvað lífið væri þá fullkomið.  Ég varð bara að koma þessu frá mér og pirringurinn verður líka farin á morgun.Blush

Ég og Skari fórum útað borða á miðvikudaginn á sjálfan afmælisdaginn hans, ohh það er svoooo gott að fara útað borða á Caruso og fékk mér aftur það sem ég fékk mér síðast.  Elska kjúkling, slurp slurp!  Ef þið eigið góðar uppskriftir af kjúklingaréttum megið senda mér á mailið aslaugosk@simnet.is finnst svo gott og gaman að gera svoleiðis rétti.  Skari minn fékk skemmtilegar afmælisgjafir frá fjölskyldunni minni sem kemur að góðum notum, víííí!!  Hlakka svo til að nýta þær! Þeir sem þekkja til Ásu pjásu vinkonu mömmu vita hvað við ætlum að gera við afmælisgjöfina og reyndar fékk ég það sama frá þeim síðasta sumar þegar ég átti afmæli og var sparað í þetta.  Trallalala, bara gaman!Whistling

Oddný Erla mín kom til mín um daginn og sagði "mamma það er alltílagi að Þuríður sé lasin", barnið að reyna sannfæra móðirina að hún hafi það bara fínt og þetta böggi hana ekkert sem er því verr og miður ekki satt.  Er búin að finna mömmu-ömmu og oddnýjar frænku helgi handa henni sem hún bíður svakalega spennt eftir, verst að það er doltið langt í hana en hey þetta er fljótt að líða, áður en ég veit af er Þuríður mín komin með skólatöskuna á bakið og ég komin með fjögur börn thíhí.W00t Ekki missa ykkur en nei ég er ekki ólétt en ætla mér samt að eignast fleiri börn, Oddný systir reyndar búin að spá því að ég komi með barn í desember á þessu ári.  Hmmm!!  Ætli hún sé skyggn? thíhí!!  Well það eru nú 10 mánuðir til stefnu og ég alveg að verða of sein að fara hleypa Skara inní herbergið okkar aftur. Wink Hann má nefnilega ekki anda á mig þá verð ég ólétt, dóóhh!!

Bissí helgi framundan, fjögur afmæli reyndar tvö en þau eru bæði tvöföld, þorrablót og svo hin fræga sumarbústaðaferðin okkar Skara.  Hlakka svoooooo til! Hvað á maður að gera í sumarbústað, well ég læt allavega Skara sofa uppá háalofti mhúhaha!!  Ég er svo hrikalega fyndin.  Pottur, grill, video, flakkarinn, náttbuxur og leti útí eitt.  Bara gaman!

Vonandi hafi þið það gott um helgina kæru lesendur, ég ætla allavega gera það.
Veriði hress, ekkert stress, bless bless.


....... og Þuríður Arna mín heldur áfram að léttast

Hvað er málið?  Afhverju í andskotanum geta þeir ekki bara speglað hana strax?  Núna erum við búin að heyra þessa setningu í allavega mánuð "já við skulum sjá til í eina til tvær vikur í viðbót".  Er svona mikill sparnaður í þessari stétt að það er ekki hægt að gera eitthvað fyrir hana?  Speglun kostar hún svona mikið?  Þarf ég að leggjast á gólfið uppá spítala svo þeir geri eitthvað eða fara til annarra landa?  Djöfull er ég orðin reið og pirruð á þessum svörum, óþolandi!  Já barnið er búið að léttast um þrjú og hálft kg, alveg að hrynja í sundur en lítur samt betur út en síðasta mánuðinn þar að segja hún er orðin glaðari, farin að sýna smá púk sem er best í heimi, þarf að hafa aðeins meira fyrir henni sem ég elska, hláturinn hennar er komin aftur ohh ég elska hann mest því hann kemur svo innilega frá hjartanu, hún tjáir sig meira og farin að mæta meira en venjulega á leikskólann.  Hún ætlaði að vera lengur í dag en því verr og miður gat hún það ekki því hún hélt engu niðri, þetta kemur allt út aftur.  Bwaahhh!!  Eigum að reyna gefa henni hitt og þetta en verst að henni finnst þetta allt saman VONT og það þýðir ekkert að pína ofan í hana eitthvað sem hún vill, Þuríður mín veit alveg hvað hún vill og lætur ekkert segja sér. 

Jebbs það á sem sagt að reyna í viku í viðbót og ath hvort hún fari ekki að þyngjast og ef ekki á að spegla hana.  hmmm hvað hef ég heyrt það oft?  Já ég er orðin ógeðslega pirruð og mér er nákvæmlega sama þó að eitthvað af þessu liði lesi þetta því ég er ORÐIN PIRRUÐ, það er alltaf verið að framlengja þetta.  Það er ekki einsog það skaði hana að láta spegla hana og ath hvort það sé eitthvað þar að bögga hana?  Nei það verður ö-a ekkert speglað hana þó hún væri orðin 10kg sem er nú ekkert svakalega langt í, ok smá ýking (6 kg í það).  Aaaaargghh!! 

Við eigum að taka enn eina ferðina sýni hjá henni og fréttum það bara áðan að það hefði verið einhver sýking hjá henni í byrjun janúar.  Ekki vorum við látin vita af því?  Hvað er málið?

Hún á að byrja í krabbameinsferðinni aftur í næstu viku, víííí!!  Einu góðu fréttirnar en það verður bara byrjað rólega og svo aukið við hægt og rólega.  Eigum þá aftur að hitta magasérfræðinginn sem væntanlega bíður með að spegla hana í viku til tvær vikur í viðbót, þannig hafa allavega verið vinnubrögðin síðasta mánuðinn til tvo eða síðan hún byrjaði að léttast í byrjun í des.

Nei ég er ekki í góðu skapi, orðin ótrúlega þreytt á þessu að láta mann bíða og bíða, prufa þetta og hitt?  Óþolandi!

Annars er Theodór minni litli íþróttaálfur kominn með hlaupabóluna, kominn með nokkrar bólur en líður bara vel.  Er búinn að vera hoppandi og skoppandi um alla íbúð í allan dag í sínum íþróttaálfs-sokka- og stuttbuxum og finnst hann svo kúl ehe.  Hann ætlar einmitt að vera íþróttaálfurinn á öskudaginn en ef hann fengi að ráða væri hann í þeim búning allan sólarhringinn eheh.  Bara flottastur!  Það sést allavega ekki á honum að hann sé eitthvað lasinn enda engan hita með.

Mér gengur vel í skólanum einsog fyrri daginn þó mér finnist ég oft vera gefast upp á honum vegna álagsins sem hefur verið síðustu mánuði og það er náttúrlega ekki frásögufærandi að ég fæ "bara" níur og tíur (samt aðallega tíur ehe) fyrir öll verkefnin mín en samt finnst mér ég ekki geta einbeitt mér nógu vel að honum.  Ég er bara orðin langþreytt á þessu öllu en veit það samt að námið hjálpar mér að geta gleymt mér en það hefur ekki gefist tími í að "gleyma" mér aðeins í lærdómnum því ég þarf að sinna hetjunni minni mikið sem er náttúrlega númer eitt, tvö og þrjú og þá langar manni bara að gefast upp á náminu en það yrði synd, ég veit það.

Frí á leikskólanum á morgun, verst að íþróttaálfurinn minn er lasinn því þá getum við ekki farið út.  Þá verðum víst bara að þrífa íbúðina í staðin, dóóhh!

Stelpurnar mínar komnar heim, ætla að fara sinna þeim ef ég get því ég labba einsog gömul kerling er svo slæm í grindinni.  Aaargghh!

Kv.
Áslaug nett pirraða


Elsku Óskar minn

Minn elskulegi eiginmaður, besti vinur og sálufélagi á afmæli í dag.  Drengurinn orðinn hvorki meira né minna en 35 ára gamall, mér og mínum börnum (og hans náttúrlega líka ehe) langar að senda honum endalaus knús tilefni dagsins.  Því það er svo frábært tilefni að fagna ætlum við hjónin útað að borða í kvöld á einn af mínum uppáhalds stöðum (takk Steinunn mínKissing) og hlakka mikið til.

Hérna eru uppáhalds drengirnir mínir á þrettándanum:

P1068986

Annars er það að frétta að það þarf að minnka flogalyfin hjá hetjunni minni henni Þuríði Örnu, hún er víst að fá alltof stóran skammt af einum lyfjunum en það verður gert mjög mjög hægt að okkar ósk.  Ég fæ bara í magan við þá tilhugsun að láta minnka þau, það lifir svo sterkt í minningunni þegar það var gert síðast en þá var hún búin að vera krampalaus í þrjá mánuði og þá var byrjað að minnka lyfjaskammtinn hennar þegar það leið ekki að löngu að hún byrjaði að krampa aftur og stoppaði ekki í tæp tvö ár á hverjum degi.Frown  Núna er liðið ár síðan hún fékk síðstast krampann og mig langar ekki að upplifa það aftur, auðvidað þarf það ekki að vera að hún fari að krampa aftur en hún er bara svo ótrúlega viðkvæm fyrir breytingum.  ohhh svoooo erfitt!  En hún má heldur ekki vera of lyfja-drukkin sem hún verður að fá of stóra skammta og það verður að laga, ég veit það.  Sem sagt lyfjamælingin hjá henni kom ekki vel út og fer hækkandi.  Bwaaahh!


Ljóminn þinn er skínandi skær

Það er svo gaman að horfa á þuríði mína þessa dagana en þessi glampi í augunum hennar er að mæta á svæðið aftur, hún er að verða aðeins skýrari, farin að brosa meira og er bara svo yndislega falleg einsog alla daga. Hún ljómar eitthvað svo.  Hún er öll að koma til, þó hún eigi langt í land en þá finnst okkur þetta allt að koma hjá hetjunni minni.  Reyndar hefur hún lítið sem ekkert borðað í dag og ég vona svo heitt og innilega að henni sé ekki að fara hraka í því "aftur" því vanalega hefur það ekki varið lengi hjá henni þar að segja borðað "vel" í marga daga í röð.  En alla síðustu viku fór ég með hana til mömmu í mat í hádeginu og alltaf borðaði hún vel en hefur samt ekkert þyngst en ef hún heldur svona áfram hlýtur hún að fara gera það nema hún hætti að borða aftur.

Ég fór á föstudaginn og keypti nýjar buxur á hana því svona án gríns þá eru allar buxurnar hennar orðnar að skopparabuxum og það er orðið hræðilega ljótt.  Ég hef reyndar alltaf heitið því að ALDREI ætla að kaupa svona "mjónu" buxur (æjhi vonandi vitiði hvað ég á við) á stelpurnar mínar en þá bara varð ég núna svo hún ætti einhverjar sem pössuðu henni svona sæmilega vel.  Ég þyrfti eiginlega líka að kaupa ný nærföt á hana fyrir þá svona sirka 1-2 ára því rassinn er að engu og allar nærbuxur hanga á henni, verst að Theodór minn er ekki stelpa því þá gæti hún fengið hans lánaðar.  Ég var skoða gamlar myndir af henni eða reyndar bara árs gamlar myndir og þar er hún svona æðislega fallega búttuð og hægt að klípa aðeins í hjá henni en núna þegar maður stríkur yfir hana stingast öll bein í mann, æjhi hvað það er erfitt að sjá hana svona.  En ég segi nú samt að það var eins gott að hún hafði eitthvað til að klípa því ég hefði ekki boðið í annað.

Hún sefur núna "bara" einu sinni yfir daginn og þó hún sofi í tvo tíma þá er hún algjörlega búin á því um sexleytið og frekar erfitt að halda henni vakandi til átta en hetjan mín þarf að sofa þegar hún er þreytt og erfitt að banna henni það.

Ég hef fengið ótrúlega mörg hrós fyrir viðtalið við mig í Vikunni (sérstaklega líka útaf myndunum, gvvuuuð ég er svo falleg9, tak so mukket!  Bæði frá mínu fólki og fólki sem ég þekki ekki neitt.  Við fjölskyldan vorum að rölta frammhjá kössunum í Hagkaup í gærmorgun þegar Oddný Erla mín öskrar á mig "mamma sjáðu þarna ert þú" ehe og ég varð einsog epli í framan og reyndi að þagga niður í henni.  Samt fyndið!  Það er líka frekar skrýtið að ókunnugir eru farnir að brosa framan í mig á röltinu hér og þar, ég veit ekki hvort það sé útaf Vikunni eða bara útaf því ég er svona falleg? Sideways Ef þið voruð ekki búin að sjá framan á Vikuna þá er það hérna fyrir neðan og endilega drífið ykkur í að kaupa hana þar að segja ef hún er ekki uppseld sem kæmi mér ekki á óvart mhúahaha!

vi0804

Aðeins vika í húbbahúbba hjá okkur Skara þar að segja sumarbústaðaferðina okkar sem ég get ekki beðið eftir því sálin mín er svoooo þreytt og mig langar óendanlega mikið að komast aðeins í burtu.  Ég veit það líka ef þetta heldur áfram að ganga svona vel hjá hetjunni (því ég vona að sjálfsögðu að hún sá á uppleið) þá á ástandið á manni eftir að versna tífalt en það er mjög oft svoleiðis hjá fólki í okkar stöðu.  Þegar vel gengur og maður getur farið að hugsa aðeins um sjálfan sig verður allt helmingi erfiðara, þá mætti eiginlega að segja það að manni líður aldrei fullkomnaega vel alveg sama hvursu vel gengur.  Skrýtið en svona er þetta bara.

Vóvh klukkan alveg að verða hálf ellevu og það er löngu komin háttatími hjá mér, best að skella mér uppí rúm og undirbúa mig fyrir morgundaginn.  Tjékk uppá spítala strax kl átta, beint í sjúkraþjálfun og eftir það mun vonandi þá hetjan mín hafa orku í tveggja tíma leikskóladvöl og þá mun ég nýta þann tíma í lærdóm því ég þarf svo heitt og innilega að leggjast aðeins í eina greinina mína og læra þetta stuff.  Bwaaahhh gengur erfiðlega enda búið að vera erfitt tímabil hjá hetjunni minni en það er nú bara ein grein af fjórum, dont worry be happy.Shocking  Verð kanski að sætta mig að fá ekki tíu í þeirri grein einsog fyrir áramót, hmmm er það hægt.

Góða nótt og sofið rótt.

 


Myndir tilefni dagsins

Þið eruð heppin í dag en ég ætla að leyfa ykkur að njóta skemmtilegra mynda frá nágranna afmælinu þegar hún Halla Hrekkjusvín mætti á svæðið og skemmti börnunum.  Njótið!

P1239087
Svona góðar móttökur fær besta vinkonan hennar Þuríðar minnar alltaf frá henni þegar þær hittast. Sjáið hvað Þuríður Arna mín lygnir aftur augunum, var svoooo glöð að hitta hana.

P1239094
Theodór minn Ingi var ekki jafn glaður að hitta hana eheh.  Hann er skíthræddur við allar fígúrur en þykist hann alltaf vera svo kúl á því.

P1239111
Þarna er afmælisdrengurinn búinn að jafna sig og farinn að skoða það sem hann fékk í afmælisgjöf og var svakalega ánægður með alla bílana.

P1239117
Systurnar svakalega glaðar hjá henni Höllu sinni.

Læt þetta duga handa ykkur, geymi hinar fyrir ættingjana, sorrý þið.Cool Halla lét alla að sjálfsögðu standa upp og gera nokkrar leikfimisæfingar sem var bara gaman sem minnir mig á það að þurfa fara mæta í ræktina.  dóóhh!!  Hef ekki mætt í tæpa tvo mánuði vegna statusinnar á hetjunni minni og ég líka finn það í grindinni hvað hún er á niður leið og farin að verkja allsstaðar.  Þarf aðeins að tuska mig til og fara mæta í nýju hreyfinguna, maður verður bara svo latur þegar ég hef ekki mætt svona lengi og erfitt að koma manni afstað aftur.  aaaargghhh!!

Bóndadagurinn í dag, en við Skari erum ekki vön að gera eitthvað þannig séð tilefni svona daga nema hann fær að ráða hvað verður í matinn í kvöld og það kæmi mér virkilega á óvart ef hann myndi ekki velja grillmat.  slurp slurp!!  Foreldrar okkar koma svo í mat annað kvöld, húsbóndinn á heimilinu á nefnilega stórafmæli á þriðjudaginn og ætlar ekki að halda uppá það en við ætlum frekar að gera eitthvað skemmtilegt fyrir okkur sjálf í staðin. InLove

Þuríður mín fór ágætlega hress í leikskólann áðan svaka ánægð með nýju stafabókina sína sem henni var gefið í gær (langaði svo að sýna öllum á leikskólanum hana), ótrúleg sniðug bók og góð fyrir hana.  Hún ætlaði að fá að vera fram yfir hádegismat því það er nefnilega "þorrablót" á leikskólanum og hún má nú ekki missa af því.  Verður gaman að sjá hvernig hún mun höndla það.

Þuríður mín þarf líka að fara í aðra lyfjamælingu, læknirinn okkar hringdi nefnilega í okkur í gær og fannst þetta svo skrýtnar niðurstöður og vildi fá aðrar til að ath hvort þær væru réttar.  Jú ef þær eru réttar er hún að fá alltof stóran skammt af flogalyfjunum einsog okkur hefur grunað síðustu daga því hún hefur verið dáltið lyfjuð.  Verst að ég fæ bara í magan við þá tilhugsun að það þurfi einhverjar lyfjabreytingar hjá henni, maður er svo svakalega hrædd við krampa hennar.  Svo hrædd við að hún byrji að fá þá aftur en við viljum heldur ekki hafa lyfjadrukkna þannig það þyrfti eitthvað að gera í þessu.

Er það svo ekki bara náttfatapartý í stofunni í kvöld fyrir börnin?  Færa dýnurnar fram og kaupa fullt af nammi og leigja sér eitt stk videospólu?


Iceland next top model

Þegar þið labbið frammhjá blaðarekkanum í Bónus eða Hagkaup næstu daga látið ykkur þá ekki bregða þegar þið sjáið framan á Vikuna.  Gullfalleg kona þar á ferð sem er á leiðinni í "Iceland next top model" og þessi fallega kona heitir því fallega nafnið Áslaug Ósk sem sagt ÉG.Joyful  Oh mæ god ég vissi ekki að ég myndaðist svona vel og svo ef þið flettið blaðinu í sirka miðju þá kemur svaka flott viðtal.  Ég er mjög sátt við viðtalið, vel unnið enda góður blaðamaður þar á ferð.  Endilega kaupið blaðið ef þið viljið eiga fallegar úrklippur uppá vegg, tilboðin eru allavega farin að streyma til mín.  Stundum er erfitt að vera falleg, mhúhahaha!!Halo

Gjöfin hans Theodórs Inga míns reddaðist, ég vil þakka Toy's rus fyrir góða þjónustu en þeir áttu öll tæki og tól sem vantaði í gjöfina og meira að segja settu hana saman fyrir okkur.  Frábær þjónusta þar á ferð.

Afmælið hans var líka snilld, allir grannarnir mættu í pizzupartý og held að þeir skemmtu sér vel ehe.  Leynigesturinn mætti á svæðið en nei það voru ekki Skoppa og Skrítla en góð ágiskun samt því þær hafa reynst börnunum okkar mjög vel í þessari veikindasúpu og alltaf tilbúnar að koma í heimsókn ef við biðjum þær um.  Frábærir listamenn þar á ferð og tilbúnar að gera góðverk.  En það var besta vinkona Þuríðar minnar sem mætti á svæðið engin önnur en Halla hrekkjusvín og það er alltaf svo gaman að sjá hvernig Þuríður mín tekur á móti henni og vill ekki sleppa takinu.  Hún er einmitt búin að koma í heimsókn til Þuríðar minnar öðru hvoru frá því hún fór til Boston í aðgerðina sína, frábært listamaður einsog hinar tvær og gefur mikið af sér til Þuríðar minnar og búin að panta koma í afmælið til þeirra systra í vor.  Bara gaman!!  Ætli ég skelli ekki nokkrum myndum af því á morgun, ég er nefnilega ekki heima núna og er ekki með myndirnar hjá mér.  Þetta var bara gaman og þuríði minni langar að senda henni Höllu sinni sætu hrekkjusvín stórt knús fyrir heimsóknina og að sjálfsögðu hin líka en það eru einhver ákveðin tengsl á milli Þuríðar og Höllu.  Gott að eiga góða að.Sideways

Kíktum uppá spítala í morgun í lyfjamælingu sem við fáum reyndar ekki úr fyrr en seinni partinn í dag en svo var það vikulega vigtunin en hetjan mín er ekki búin að þyngjast um gramm en hún er farin að borða meira en venjulega þannig ég held að þetta sé að koma hjá henni.  Hún er farin að mæta í tvo tíma í leikskólann á dag sem er ágætt, ágæt byrjun.  Hún hefur ekki orku í meira en mér finnst þetta svakalega gott og vonandi allt í áttina þó ég sé ekki farin að fagna strax en allavega léttari yfir manni.  Vííí!!

Við skari erum líka að fara í sumarbústað, húbbahúbba!!  Reyndar ekki fyrr en eftir eina og hálfa viku en ég get ekki beðið.  Oh boy hvað ég ætla að liggja í leti og gera EKKERT og svo er annað program í vændum fyrir okkur TVÖ.  Trallalala!!  Jú svo erum við mamma að undirbúa ömmu og mömmu helgi fyrir Oddnýju Erlu mína, reyndar erfitt að finna helgi en það mun takast sem verður líka bara gaman.  Oh það er svo margt skemmtilegt framundan einsog ég hef oft sagt áður þá er svo gott og gaman að hafa eitthvað til að hlakka til.  Bara nauðsynlegt.

Ætli ég fari ekki að reyna rembast við að læra eitthvað áður en ég næ í hetjuna mína, alltof erfitt að koma sér í þann gírinn en það gengur ágætlega nema eitt fagiðBlush. Það kemur vonandi þegar ég get farið að einbeita mér almennilega að lærdómnum og Þuríður mín kanski að mæta meira í leikskólann.

Endilega kaupið nýjustu Vikuna og klippið út myndirnar af verðandi "Iceland next top model" þær verða verðmætar síðar meir, sjáið bara til.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband