Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2008 | 08:18
Elsku Theodór Ingi minn
Hjartanlegar hamingjuóskir með tveggja ára afmæli elsku litli mömmustrákur eða einsog þú kallar þig sjálfur "Theodór Ingi pungur" ehe. Ótrúlegt en satt þá eru liðin tvö ár síðan þú fæddist og ég man eftir þeim degi einsog hann hafi gerst í gær.
Ætluðum að gefa honum pakkann sinn í morgun þegar hann vaknaði, ég er búin bíða spennt eftir því svoooo lengi og skari fór niðrí geymslu að ná í kassann í gærkveldi til að setja gjöfina saman. Nei það var ekki hægt því það vantaði helminginn af dótinu, aaaarghhh!! Verður gaman að sjá hvernig búðin mun taka á þeim málum því mér finnst svo mörg fyrirtæki svo óliðleg í dag, ætla fara eftir hádegi svo gjöfin verður tilbúin þegar hann kemur heim af leikskólanum.
Krakkarnir bíða spenntir eftir "leynigestinum" sem ætlar að mæta í nágranna afmælið seinni partinn, smá hint til ykkar en þeir sem þekkja Þuríði mína vel en þá er þetta besta vinkona Þuríðar minnar eða það segir hún sjálf.
Hérna er litli íþróttaálfurinn minn að máta íþróttaálfsloppinn sinn á aðfangadag sem hann fékk í jólagj. Allt sem tengist þessari fígúru elskar hann, hann er farinn að hoppa og skoppa um alla íbúð og syngur "íþottaalfuinn" eheh (íþróttaálfurinn). Bara flottastur! Mesti gleðigjafi ever!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
22.1.2008 | 08:55
Á uppleið?
Mig langaði dáltið að blogga á sunnudagskvöldið og segja að Þuríði mín væri á þvílíkri uppleið því helgin var svo "góð" hjá henni (ákvað samt að vera ekki of fljót á mér því oft dettur það aftur niður um leið og ég er búin að skrifa) en svo í gærmorgun þegar ég vakti hana var allt á niðurleið. Hún stóð ekki í lappirnar, hélt varla augunum opnum og grét stanslaust. Ég ákvað samt að fara með hana í sjúkraþjálfun enda hefur stúlkan ekki getað mætt í þessa tíma almennilega síðan í byrjun des vegna slappleika og hélt kanski að hún myndi hressast við að fá aðeins að hreyfa sig. Mikið hafði ég vitlaust fyrir mér, meir að segja sjúkraþjálfarinn gafst upp eftir 20mín og þá er nú mikið sagt en hún er ekki vön að gefast auðveldlega upp og hefur mikla þolinmæði með Þuríði mína að gera en þarna sá hún bara að það var engin orka til staðar. Hún lét hana ekki fara í "leikfimishringinn" sinn, sat bara á dýnunni og æfði fínhreyfingarnar sem var reyndar ekki að virka, við fórum bara beint heim og hetjan mín fór að sofa og svaf frammað hádegi.
Í morgun vaknaði hún reyndar á sama tíma og systkinin sín án þess að vera vakin enda erum við líka hætt að vekja hana á morgnanna nema á mánudagsmorgnun því þá þarf hún að mæta í sjúkraþjálfun ef orkan er til staðar. Hún er öll að koma til með matinn, farin að borða aðeins meira en hún er t.d. á þriðja Lucky charm disknum sínum (hún fær allt sem hún biður um) sem er mjög gott en það er samt eitt sem er að bögga okkur mikið hvað hún er slöpp. Hún á ekki að vera svona slöpp einsog hún er þessa dagana þó hún hafi ekki borðað mikið síðasta mánuðinn, hún er líka mjög þvoglumælt sem sagt mjög erfitt að skilja hvað hún er að segja. Ætli við heimtum ekki lyfjamælingu á flogalyfjunum á fimmtudaginn þegar hún á að mæta í vikutjekkið sitt, hvort hún sé að fá of mikið af flogalyfjunum því hún er búin að léttast svo mikið en þetta er allt miða við þyngd hennar. Maður er bara svo hræddur við að taka eitthvað út af lyfjunum því ég er svo hrædd við krampana. Þuríður mín hefur verið krampalaus næstum því í ár sem er bara best í heimi og það yrði hrikalega erfitt ef hún færi að krampa aftur, mjög erfið upplifun fyrir okkur öll. Tekur mjög á litla kroppinn hennar og svo myndi það ö-a alveg fara með hana Oddnýju Erlu okkar sem passar svo vel uppá stóru systir sína. Well þetta kemur allt í ljós á fimmtudaginn.
Litli íþróttaálfurinn okkar á afmæli á morgun, allir nágranna vinirnir verða boðnir í pizzupartý og foreldrar en ég bý bestu blokk ever og það er mikill samgangur hérna á milli íbúa á jarðhæðinni. Það eru sex íbúðir og að meðaltali 2 börn 6 ára og yngri í hverri íbúð, bara gaman!! Hef aldrei kynnst öðru eins og það mun mæta leynigestur í afmælið sem stelpurnar reyndar vita af en þið fáið ekkert að vita fyrr en þetta er liðið. Vííííi stelpurnar eru svooooo spenntar! Það er svo mikið af góðu fólki í kringum okkur og sérstaklega þessi leynigestur sem hefur gert góða hluti fyrir börnin okkarsem við munum aldrei geta þakkað nógu mikið fyrir.
Skólinn kominn á fullt og ég er ekki alveg kominn í gírinn, Þuríður mín þarf ágætlega ummönnunn hérna heima og þá er erfitt að kúpla sig aðeins út en þetta kemur með kalda vatninu eða?
Ætla að enda þetta á einni fallegustu mynd af hetjunni minni, tæplega þriggja ára gömul:
Psss.sss Ef þið hafið mikin áhuga á slúðri fræga fólksins mæli ég með því að þið kíkið á www.gossip.is síða sem minn athyglisjúki bróðir er með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
18.1.2008 | 17:26
Update
Mikið ofsalega getur þetta allt saman verið erfitt, þetta er vont og venst ekki, verður bara verra og verra. Sálarlíf manns verður algjörlega ónýtt, að horfa uppá hetjuna sína svona slappa og geta ekkert gert er hrikalega erfitt.
Þuríður Arna mín var farin að hressast aðeins um helgina og fékk sér bita af hinu og þessu, ekki mikið en samt þó. Þannig við héldum að þetta væri allt í áttina en svo á miðvikudaginn í okkar vikulega tjékki sáum við hetjuna okkar byrja að slappast sem var ofsalega erfitt. Hún er vön að taka sér tvo eða þrjá daga og borðar sæmilega og svo búúúmm aftur í sama farið. Hún er orðin ofsalega veikburða, á dáltið erfitt með gang og labbar einsog ég eftir flösku af rauðvín well hef reyndar aldrei torgað í mig einni rauðvín eheh en get ímyndað mér það. Fötin hennar öll eru orðin alltof stór þar að segja buxurnar aðallega eða það sést best á þeim, ef þetta heldur svona áfram þarf að endurnýja fataskápinn hennar sem þýddi að það þyrfti líka að endurnýja fötin hennar Oddnýjar minnar því ég hef þær alltaf eins klæddar. Segi svona! In my dreams! Hún sefur líka ágætlega mikið þó ekki alveg jafn mikið og hún gerði en er hálfgert ungabarn með svefn að gera og liggur mest megnis bara fyrir allan daginn.
Það er búið að vera gera fullt af prufum hjá henni vegna slappleikans og við erum reyndar ekki búin að fá úr þeim öllum en eitt er víst að skjaldkirtillinn hennar starfar ekki einsog hann á að gera svo hún er komin á hormónalyf. Hún er hætt á krabbameinslyfjunum sínum allavega í bili en nú er verið að ath afhverju þessi slappleiki er komin? Búið að taka öll auka lyf af henni líka eða sem bættist við síðustu vikurnar og fleiri rannsóknir í gangi og nú ef hún verður ekki betri af þessum tilraunum verður stúlkan send í magaspeglunn eftir tvær vikur. Eftir hverju er eiginlega verið að bíða? Afhverju í andskotanum (afsakið) geta þeir ekki bara gefið henni sondu eða tappa í magan og við gefið henni næringu í gegnum það? Afhverju þarf allar þessar tilraunir? Alltaf verið að bíða í viku í viðbót og blablabla, vilja ekki gefa henni sondu eða tappa fyrr en þeir eru búnir að prufa allt, nei frekar að láta hana svelta. Ég veit að hún hressist ef hún fær þessa næringu og hún getur þetta bara ekki sjálf, hvað er málið. Díssess mar ég verð bara svo reið.
Við fórum á stóran fund á fimmtudaginn með átta læknum og einhverjir höfðum við ekki hitt áður, alltaf verið að bætast í lækna pakkann okkar, okkur finnst nefnilega svo gaman að kynnast þessu fólki. Ekki það að þau séu eitthvað slæm en þetta er bara komið nóg. Verið að ræða þetta framhald með hetjuna mína og ég hef aldrei tekið svona lítið þátt í samræðum, ég var svo reið og sár hvað það þarf alltaf að lengja í að gera eitthvað róttækt fyrir hana og ég vissi ef ég myndi opna á mér munninn myndi ég ekki koma upp orði því ég færi bara að væla sem er kanski ekkert svo slæmt en mig bara langaði það ekki fyrir framan allan þennan fjölda. Bwaaaaaahhh!!
Þuríður mín hefur ekki bætt á sig grammi síðan í síðustu viku sem ætti nú bara að sýna þessum doktorum að hún er ekkert að borða nógu mikið eða nánast ekkert, ok hún léttist ekkert en hefði átt að þyngjast sem hún gerði ekki. Grrrr!! Ég meina það er varla hægt að vera slappari, hvursu slapt þarf barnið að vera til þess að hún fái næringu?
Æjhi sorrý ég er bara orðin virkilega leið á þessu og langar svo að hún læknist og geti leikið sér einsog heilbrigt fimm ára barn, barnið hefur ekki mætt þannig séð í tæpa tvo mánuði í leikskólann enda enginn orka í það.
Ég er farin að þrá að geta kúpla mig aðeins útur þessu þó ég viti að það væri erfitt en ég bara verð svo ég komi orku meiri tilbaka, þetta er virkilega erfitt. Ég og Skari erum reyndar að plana sumarbústaðaferð, tvo ein, húbbahúbba!! Bara sofa, liggja í leti, sofa enn meira, potturinn, kanski myndi maður kaupa gullmatinn minn humarinn og grilla, horfa á flakkarann okkar góða og slappa bara endalaust af. Hefði ekki verið verra ef það væri sandur, sjór og olía en okkar tími mun koma
Skólinn hjá mér byrjaði í morgun og svo aftur á morgun en svo verður bara fjarnámið góða, reyndar kvíður mig dáltið fyrir þessari önn því ég veit ekkert hvernig hún mun þróast, geri kanski of miklar kröfur til mína ég veit það ekki? En hey ef ég meika þetta ekki mun ég bara hætta og gera þetta síðar en verst að ég myndi ö-a ekki tíma því, því mín ætti að útskrifast um áramótin nk. Samt svo ótrúlega gott að geta gleymt sér í náminu þó ég væri með hetjuna mína heima þá fer svo lítið fyrir henni (því verr og miður).
Púúúffh ég er ekki alveg að nenna þessu (sko að skrifa á síðuna), þrái bara að komast aðeins í burtu og safna kröftum fyrir næsta stríð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
17.1.2008 | 15:58
Þegar ég er þreytt, þegar heimurinn vondur er.
Bara að vita af þér hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (69)
16.1.2008 | 12:31
Afsakið hlé
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
14.1.2008 | 08:47
Einmitt það sem hún þurfti á að halda, uuuu not!
Það er ekki á hana bætandi sko hana Þuríði mína. Loksins þegar stúlkan er farin að fá nokkra munnbita uppí sig og fá smá orku í kroppinn þá byrjar mín að gubba en það gerði hún svona líka í nótt. Greyjið litla! Það er greinilegt að það þarf að skoða þennan litla kropp eitthvað, ætlum að heimta smá rannsóknir á miðvikudaginn þegar við eigum að mæta í tjekk, ekki hægt að láta þetta ganga svona lengur. Alltof mikið álag á þennan litla kropp.
Þuríður mín hefur verið á uppleið um helgina en svo kemur þetta, maður veit ekki hvort þetta er gubban sem litli íþróttaálfurinn minn var með fyrir helgi eða álagið á magan hennar og fynndist það sko ekkert skrýtið ef svo væri?
Reyndar er ég orðin slöpp líka, maginn minn farinn að segja til sín. Þannig við mæðgur ætlum að liggja uppí rúmi í allan dag og setja eitthvað gott í imbann, hmm hvað ætli verði fyrir valinu? Kanski Emil í Kattholti sem er orðið mikið uppáhald þessa dagana og kanski fæ ég að setja heilsubælið í Gervahverfi í inná milli, fengum nefnilega flakkara í jólagjöf og það var verið að fylla á hann mikið af skemmtilegum myndum, bara gaman!
Púffhh farin að svima hérna við tölvuna, ætla leggjast undir sæng með Þuríði minni og horfa á það sem hún er að horfa á.
Hérna er ein ofsalega falleg mynd af hetjunni minni sem var tekin um helgina, eitthvað svo hugsi og mér finnst hún svo fullorðinsleg þarna enda barnið nálgast sex ára aldurinn og alveg að byrja í skóla sem hún hreinlega getur ekki beðið eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
13.1.2008 | 17:04
Kíkið á þetta...
Getið kíkt á www.oskarorn.blog.is og sjáið hvernig Theodór minn tók því þegar það var sungið afmælissönginn fyrir hann ehe. (myndband)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.1.2008 | 21:12
Góður dagur á enda
Búið að vera æðislegur dagur í dag, stór afmæli hjá drengnum en hann varð alveg snar þegar það var sungið afmælissönginn fyrir hann ehe. Fyndnastur!
Hér koma nokkrar myndir handa ykkur:
Theodór Ingi fékk trommusett í afmælisgjöf og var að fíla það í botn.
Ég veit samt ekki alveg hvor var að fíla trommusettið betur? Húsbóndinn á heimilinu eða litli íþróttaálfurinn ehe?
Það var Bubba byggir þema í afmælinu og hérna er sjálf afmæliskakan og að sjálfsögðu í þeim stíl og drengurinn himin lifandi með það.
Þuríður mín Arna var í sæmilegu stuði í afmælinu, hefur ekki vakið svona lengi síðan í lok nóv sem er bara gott. Líkaminn er ennþá mjög slappur og hún á dáltið langt í land en þetta kemur allt, ég veit það. Hún er frekar erfitt með gang enda líkaminn mjög slappur og orkulaus en hún hefur borðað aðeins meira en venjulega í dag.
Eitthvað svo létt yfir henni, ómetanlega fallegt barn einsog systkinin hennar.
Oddný mín Erla gat ekki stillt sig þannig það tókst ekki að taka einhverja venjulega mynd af stúlkunni enda stundum mikill ormur í rassinum á henni ehe. En núna er stúlkan í næturgistingu hjá Oddnýju systir minni, hún og Eva músin hennar systir minnar eru í dekri og lofað partýi. Þetta finnst henni ekki leiðinlegt og stúlkan þurfti virkilega á þessu að halda enda hefur hún átt mjög erfitt síðustu daga. Þarf aðeins að komast af heimilinu og njóta þess að vera "bara" þriggja ára gömul en ekki "gömul" kona og hugsa um systir sína. Þarf að fá að njóta sín líka.
Afmælisbarnið var ánægt með daginn enda ekki annað hægt, fékk fullt af fallegum gjöfum. Dót og föt en móðirin á heimilinu elskar það þegar drengurinn fær föt eheh finnst ekki leiðinlegt að dressa drenginn upp.
Læt þetta duga í bili, ætla að leggjast uppí rúm og hafa það notanlegt enda alveg búin á því eftir daginn. Þuríður mín er löngu sofnuð en þeir feðgar eru inní herbergi að syngja.
Góða nótt, stórt knús til ykkar.
Slaugan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
11.1.2008 | 10:51
Ekki var það á bætandi
Einsog þið vitið þarf Þuríður mín að taka inn tonn af lyfjum morgna og kvölds, fjórar tegundir af flogalyfjum (og það er sko ekkert eitt stk fyrir hvert lyf), ógleðislyf og krabbalyfin hennar. En einsog ástandið hennar hefur verið síðustu rúman mánuð hefur þurft að bæta á lyfjaskammtinn hennar, pensilín, einhver lyf til að auka matarlystina og svo bættist níunda lyfið við í gærdag en það er fyrir magan, einhver sýrulyf. Finnst ykkur skrýtið að barnið fái í magan að þurfa taka þennan haug ekkert borða með því, niiiiiihh ekki alveg. Ein lyfin gera hana líka þreyttari og það var á bætandi, ekki það að hún sé eitthvað hress fyrir eða þannig. Hún er ekkert að rífa sig uppúr þessu, jú hún er kanski hress í klukkutíma eftir að hún vaknar og svo vill hún bara fara í náttfötin og fara sofa einsog hún orðar það sjálf.
Við hittum magalæknir í gær, frábær læknir, gott að spjalla við hann. En við munum sjá framyfir helgi hvernig hún mun bregðast við öllum þessum lyfjum og ath hvort hún fái lystina aftur en ef ekki þarf hún að fá sonduna sem er slanga í gegnum nefið og límd við kinnina og leiðir eitthvað aftur. Skemmtilegt? Ég get ekki séð Þuríði mína í anda vera með einhverja slöngu hangandi á sér, hún þolir ekki slöngur sem ég skil mjög vel og yrði ö-a fljót að rífa hana af sér. En hann vill líka ath statusinn á maganum á henni því hún kvartar mikið undan verkjum sem eru kanski bara hungurverki en gæti verið eitthvað annað sem við vonum að sjálfsögðu ekki.
Hetjan mín sefur ennþá mjög mikið enda full af einhverjum lyfjum og það er frekar erfitt að skilja hvað hún er að reyna segja sem er ofsalega erfitt og sárt. Hún kvartar samt ekki jafn mikið í höfðinu sem er bara best, kanski er pensilínið farið að virka á kinnholsbólgurnar? Við erum nú farin að sjá hana brosa smá sem er ennþá betra og talar mikið um það hvað henni langar að fara til Lindu sinnar og strákana (uppáhaldin sín sem er systir mömmu og strákarnir hennar) og þá vitum við að það er farið að rofa aðeins til hjá henni allavega þegar hún tjáir sig aðeins meira en venjulega og segir hvað henni langi að gera. Frábært! Hún orkar samt ekkert að leika við nágranna vini sína sem eru mjög dugleg að koma hingað í heimsókn og bjóða þeim systrum yfir til sín og fer að sjálfsögðu ekkert í leikskólann enda vill stúlkan bara rólegheitin með mömmu sinni.
Skólinn hjá mér byrjar eftir viku og ég er orðin frekar spennt að reyna gleyma mér í lærdómnum og það get ég alveg þó Þuríður mín er heima því hún sefur líka svo mikið greyjið og það fer líka ofsalega lítið fyrir henni þó ég vildi að ég þyrfti að hafa meira fyrir henni því þá vissi ég líka að henni liði betur. Bið spennt eftir ofvirkninni. Ég ætlaði mér að bæta við tveimur fögum í skólanum og þá vera í sex en svo er ég hætt við, en eftir langa umhugsun held ég að ég sleppi því mun ö-a ekki höndla það allavega ekki fá níur og tíur í sex fögum eheh.
Svo er afmæli á morgun hjá litla íþróttaálfinu mínum honum Theodóri Inga, hann á reyndar ekki afmæli fyrr en 23.jan en það er engin tími en morgundagurinn. Það verður Bubba byggir þema, búin að panta kökuna og drengurinn himinlifandi yfir því þó hann segist ekki vilja eiga afmæli eheh. Veit ekki alveg hvort hann sé orðinn strax hræddur við aldurinn, hmmm!! Hann er bara fynndinn, ef ég spyr hann hvort hann eigi bráðum afmæli tryllist hann alveg og segist ekkert eiga afmæli. Skrýtinn!
Er á leiðinni til mömmu með hetjuna mína og íþróttaálfinn sem var með gubbuna í gær en er orðinn góður í dag en hér er regla á heimilinu að þú verður alltaf degi lengur heima en veikindi segja svo þú verðir ekki aftur veikur þannig það var engin leikskóli hjá honum sem honum leiddist ekkert. Finnst svo gott að vera hjá mömmu sinni litli mömmupungurinn. Já ég ætla alltaf að reyna fara til mömmu í hádeginu en hún er dagmamma og alltaf heitt í hádeginu handa börnunum og reyna láta hana mata/pína Þuríði mína svo hún fái krafta sína aftur.
Eigið góða helgi kæru lesendur, verið góð við hvort annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
9.1.2008 | 20:00
Einn dagur í einu
Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja en ég er algjörlega búin á því en er samt ekki jafn slæm og hetjan mín sem liggur hálfmeðvitundarlaus uppí rúmi og ekkert að rofa til hjá henni, vonandi breytist það næstu daga eða vikurnar en við tökum einn dag í einu.
Jú dagurinn í gær byrjaði þannig að við vorum mætt uppá spítala rétt fyrir hálfellevu því það átti að byrja vigta hetjuna mína hana Þuríði og þar kom í ljós að hún var búin að léttast um hálft kg síðan á fimmtudag og ekki eru það margir dagar og alltof mörg grömm fyrir þennan litla kropp. Eftir það hittum við einn af krabbameinslæknunum og honum leist ekkert svakalega vel á hana, mikið slím í henni og hún hálfmeðvitundarlaus. Þannig stúlkan var send í röngen til að ath lungun og kinnholin. Eftir það beið löööööng bið uppá dagdeild eftir köllun frá svæfingalæknunum. Kl eitt fengum við loksins grænt að allt væri orðið reddí fyrir hana í svæfingu og myndatökurnar, við orðin frekar þreytt og pirruð á þessari bið. Þuríður mín orðin glorsoltin og mjög þreytt en hún var nývöknuð eftir sinn bjútíblund þegar það átti að svæfa hana. Þegar við vorum á leiðinni til þeirra í svæfingu hittum við krabbalækninn hennar og hann sagði okkur þær góðu eða okkur fannst það góðar fréttir ehe að hún væri mjög bólgin í kinnholunum, mikill gröftur og það gæti hafa orsakað allan þennan hausverk sem hún hefur kvalist af síðustu vikur og mikið slím hjá henni. Það er ekki oft sem manni finnst góðar fréttir vitandi það að barnið manns hefur þjáðst af kinnholsbólgum og fleira en okkur fannst það meiriháttar því þá fórum við glaðari og bjartsýnari en áður með hetjuna okkar í myndatökur og vonuðumst að við fengjum góðar fréttir seinni partinn eða deginum eftir.
Þessi rannsókn stóð yfir í einn og hálfan tíma sem er ansi langur tími fyrir þetta en vanalega stendur þetta yfir í um klukkutíma þannig við vorum orðin ansi óþolinmóð að vera kölluð uppá vöknun. Óþolandi að þurfa bíða svona. Loksins þegar við fengum að hitta Þuríði okkar uppá vöknun var þar svæfingalæknirinn og tvær hjúkkur yfir henni sem maður kippti sér kanski lítið við en fengum svo ekki góðar fréttir eða þurftum smá að velta þær og föttuðum svo alvarleikan á ferð. Málið er þegar það var búið að svæfa hetjuna mína féll súrefnismettunin hennar alveg niður eða niður í 84 þó hún hafi verið með súrefni í svæfingunni og myndatökunum þannig það varð dáltið panik uppá deild hjá henni en þetta orsakaði af miklu slími hjá henni. Hún hefði að sjálfsögðu ekki átt að fara í svæfingu vegna þess en eitthvað vantar uppá samskiptin milli læknanna þarna en sem betur fer fór betur en leit út. Meðan hún svaf var hún bara að mettast í 90 í súrefni sem er heldur ekki gott en fór hækkandi þegar hún vaknaði eða í 95 en vegna þessara alls þurfti hún að sofa uppá spítala í nótt og fylgst vel með henni.
Seinni partinn í gær fengum við annan krabbameinslækninn í heimsókn til okkar og var að ræða framhaldið hjá henni, því hetjan mín er sú slappasta á svæðinu og nærist sama sem ekkert. Alltíeinu heyrist í henni í miðju samtali úbbs ég gleymi aðal málinu jújú þá gleymdi hún að tilkynna okkur niðurstöðurnar úr myndatökunum. Viti menn þessi þreyta, matarleysi, hausverkur og allar þessar kvalir sem hún hefur verið að fara í gegnum síðustu vikur orsaka ekki af stækkun æxlisins því það hefur minnkað um 1mm. Hibbhibbhúrrey!! Hey 1mm er nú svakalega mikið, ef það er minnkun er okkur alveg sama þó það sé bara þessi mm. Það var minnkun engin stækkun í gangi. Þvílík hamingja hér á bæ.
En hetjan mín er samt mjög slöpp og er algjörlega útur heiminum, núna þurfum við að taka einn dag í einu með því að reyna næra hana sem hefur reynst mjög erfiðlega síðustu vikur. Erum búin að hitta næringafræðinginn uppá spítala og fórum beint útí búð eftir útskrift í dag og keyptum okkur blandara og reynum að blanda einhverja orku drykki sem henni finnst reyndar ógeð en hér verður reynt ALLT til að vinna upp kraftana hennar aftur. Það mun taka tíma en okkur mun takast það, hún getur, hún ætlar og hún skal. Við viljum engar sondur eða tappa í maga svo hún þurfi að fá sína næringu þangað en að sjálfsögðu mun það þurfa ef hún getur þetta ekki sjálf.
Hún er komin á fleiri lyf, sýklalyf til að koma henni úr þessum veikindum sem hafa verið að hrjá hana síðasta mánuðinn og lyf til að auka matarlystina en það verður séð til í viku - tvær hvort hún geti þetta sjálf annars verður spítalinn að gera eitthvað fyrir hana.
Já við fengum góðar fréttir í gær en líka slæmar þó okkur hafi fundist þær góðar en það eru ekki margir foreldrar sem fagna því að barnið sitt sér kvalið vegna slím og graftar í kinnholum en þá voru það okkar bestu fréttir.
Þuríður mín er aftur á móti mjög slöpp og hefur enga orku í neitt nema kúra hjá mömmu sinni næstu daga/vikur/mánuð, hún lítur ekkert svakalega vel út greyjið og maður finnur ofsalega til með henni.
Það var mikill léttir eftir fréttirnar í gær og ég er gjörsamlega búin á því eftir allt þetta stress, ég sit uppí sófa máttlaus í líkamanum og dreymir um sól, hita, sand, sólarolíu, ein með Skara mínum, hey það er ekki bannað að láta sig dreyma sem ég ætla mér að láta að veruleika þó það verði ekki næstu vikur eða mánuði en þá verður af því.
Shit þessar vikur eru búnar að vera endalaust erfiðar og þær verða ekkert auðveldari því núna hefst næsta barátta að byggja Þuríði mína upp, reyna eftir minni bestu getu að næra hana og hjálpa Oddnýju minni Erlu að hressast en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað hún á erfitt þessa dagana. Það er hrikalega erfitt að horfa á hana í þessu ástandi sem hún hefur verið í síðustu daga þetta tekur svakalega á hana litla skinnið. Hún er sjálf farin að biðja um að fara í leikskólann á kvöldin því þar finnur hún að hún getur notið sín og leikið sér með félögunum og ekki þurfa horfa uppá Þuríði sína í þessu ástandi sem tekur MJÖG á. Gærkvöldið tók mjög á hana þegar hún var að fara sofa mamma mig langar að fá stóru systir heim og augun að fyllast af tárum og svo áðan þegar við komum heim af spítalanum sat hún yfir Þuríði sinni og klappaði henni,knúsaði og augun fylltust af tárum en Þuríður mín lá hálfmeðvitundarlaus í sófanum. Mjög erfitt. Já þetta tekur virkilega á alla á heimilinu því verr og miður.
Orðin alltof löng færsla og ég sem var ekki að meika skrifa hérna enda mjög þreytt og búin á því eftir þetta allt saman.
Takk fyrir allar fallegu hugsanir til okkar, kveðjur, ljósin og bara allt saman.
Slaugan sem er að undirbúa tveggja ára afmæli litla íþróttaálfsins á heimilinu nk laugardag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
99 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar