Færsluflokkur: Bloggar
22.2.2008 | 11:38
Sárþjáð en hamingjusöm
Síðustu vikur eða mánuði hafa bloggin mín verið rosalega þung enda kanski ekkert skrýtið því staðan hjá Þuríði minni er búin að vera erfið, hún léttist endalaust mikið, alltaf með hita, orkulítil og oft frekar óhamingjusöm greyjið og þegar henni líður illa þá líður mér illa. Kanski lesið þið í gegnum bloggið mitt að lífið mitt sé ömurlegt og það er ekkert hægt að vera glaður með neitt en það misskilingur. Ég er ótrúlega hamingjusöm, ég á yndislegasta mann ever sem ég elska mest í heimi sem er tilbúinn að gera allt fyrir mig og börnin, börnin mín þrjú eru litlu kraftaverkin mín sem ég dýrka meira en allt, ég er ótrúlega heppin að lenda hjá foreldrum mínum sem eru þau bestu sem ég gæti óska mér og gera allt sem þau geta fyrir okkur fjölskylduna svo okkur líði vel eða allavega til að reyna láta okkur líða betur og svona lengi mætti ég telja. Ég er ótrúlega heppin með þetta allt saman og er mjög hamingjusöm kona því ég er ótrúlega heppin og hef fengið margt sem aðrir hafa ekki fengið og geta kanski aldrei fengið, bara það að hafa fengið þá gjöf að geta átt börn er ómetanlegt, heilbrigð börn og það er ekkert svona sjálfsagt einsog mörgum finnst. Já ég er mjög hamingjusöm en á móti líka sárþjáð, hvernig er það eiginlega hægt? Að horfa á kraftaverkin mín þrjú er það yndislegasta í heimi en á móti líka að horfa á hetjuna mína þjást nánast daglega er hrikalegur sársauki. Einsog oft áður hef ég spurt mig, hvursu ósanngjarnt er það? Já þetta er erfitt.
Hetjan mín fór í leikskólann í gær og fyrradag því hún var búin að vera hitalaus í tvo daga hérna heima en auðvidað sló henni niður í nótt og var komin með mikin hita í morgun og að sjálfsögðu var hringt beint uppá spítala og þangað var brunað með hana. Loksins á að fara gera eitthvað fyrir hana og reyna láta henni líða betur, búin að bíða alltof lengi. Hún hefur nefnilega ekki neitt til að verjast öllum þessum sýklum í kringum sig þó hún sé ekki í meðferðinni sinni sem hún fær vonandi að byrja aftur í, öll gildin hennar eru góð þannig hvað er þá að? Því vanalega þegar börn eru í hörðum meðferðum mega þau ekki vera innan um önnur börn vegna sýkla en svoleiðis er ekki með Þuríði mína í þessari meðferð en samt fær hún allar pestir, börn mega ekki anda á hana þá er hún komin með hita. Jú hún heldur áfram að léttast, fór í vigtun í morgun og að sjálfsögðu búin að léttast enda nærist hún nánast ekkert og viti menn það er búið að taka ákvörðun með það. Hibbhibbhúrrey! Reyndar var magasérfræðingurinn lasinn í dag en krabbameinslæknirinn tók þá ákvörðun að hún mun fá tappa í magan svo við getum gefið henni næringu þangað og það verður allt rætt í næstu viku hvenær hún fari í aðgerðina og allt þetta. Við Skari erum ótrúlega stressuð fyrir þessu en samt mjög glöð yfir ákvörðuninni, maður þarf að fara í smá kennslu og þetta verður ö-a erfitt til að byrja með. Við verðum nefnilega ekki þau einu sem þurfum að læra á þetta, allir þeir sem hafa verið að passa Þuríði mína eða eiga eftir að þurfa líka að læra þetta.
Mig langaði aðallega að pikka þessar línur til ykkar en núna langar mig að leggjast hjá Þuríði minni sem sefur uppí mömmu og pabba-bóli og reyna aðeins að hvíla minn lúinn líkama.
Kveðja
Áslaug hamingjusama og sárþjáða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
20.2.2008 | 11:05
Afhverju?
Afhverjur leggur þú þetta allt á dóttur mína
afhverju þarf líkama hennar alltaf að pína
afhverju getur hún ekki verið hraust
afhverju á ég að leggja á þig allt mitt traust
afhverju líður mér svona illa núna
afhverju er ég ekki búin að missa trúna
því þú er sterkasta stúlka sem ég hef kynnst
(höf: Ása)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
18.2.2008 | 09:46
Verður bara erfiðara
Ég sit hérna við tölvuna algjörlega máttlaus af þreytu, líkaminn minn allur og sálin mín er svo þreytt. Á erfitt með halda höfði og finn hvað líkaminn minn þyngist, ótrúlega viðkvæm og finnst þetta hrikalega erfitt. Hvað er langt síðan ég sagði góðar fréttir hérna? Jú ég kom með bestu fréttir ever í byrjun janúar þegar við fengum að vita að það væri ekki stækkun í gangi og auðvitad lifir maður á því og jú mér er alveg sama þó ég sé alltaf föst heima með Þuríði mína bara ef það helst þannig en þetta er bara svo vont fyrir hana félagslega séð og reyndar mig líka en mér er sama bara að ég hafi hana hjá mér. Þetta er farið að taka virkilega á bæði á mig og hana, hún grætur úr sér augun að fá ekki að fara út. Horfir á Oddnýju Erlu sína hlaupa á milli íbúða og heimsækja vinkonur sínar en hún má ekkert fara því hún er með hita, eina sem hún fær að fara eru spítalaferðir. Sem betur fer eru krakkarnir duglegir að heimsækja hana líka en hún þráir svo að fara í leikskólann, talar mikið um strákana sína á deildinni hvað henni langar að fíflast í þeim, konurnar sem sjá um hana og sem hún dýrkar, hvað henni langar í pollagallan sinn og fara busla í pollunum, stinga konurnar af á deildinni sinni og laumar sér yfir Oddnýjar eða Theodórs ehe hún er góð í því en ekkert hefur hún fengið af þessu. Hún hefur fengið tvo heila daga síðan í lok nóvember, er það eðlilegt? Nei ekki alveg.
Hún var hitalaus á laugardaginn og að sjálfsögðu rauk hitinn upp aftur í gær og hún svaf næstum því allan daginn, núna er hún hitalaus en ég er ekki fagnandi því hitinn kemur ö-a aftur á morgun ef ekki í kvöld. Hún borðar mjög lítið, ég þarf orðið að halda henni og berjast við hana og reyna koma einhverjum agnarsmáum matarbitum uppí hana, mjög leiðinlegt en ég bara þarf og á meðan öskrar hún úr sér lungun. Eitthvað verð ég að gera til þess að hún matist (samt ekki mikið þó ég geri þetta) því ekki fær hún sondu eða tappa sem ég er ekki ennþá að skilja, veit ekki hvað þeir eru hræddir við? Ég er tilbúin að leggja allt á mig og læra allt sem ég þarf svo henni líði betur og mig langar líka að líða betur, að vera í mjög litlu sambandi við umheiminn er ógeðslega erfitt. Jú ég get mætt í ræktina þegar Skari minn kemur heim úr vinnunni en það er bara ekki nóg enda hef ég heldur ekki orðið orkuna í að gera það því líkaminn er orðinn algjörlega máttlaus. En ég verð að standa upprétt fyrir hetjuna mína og alla hina þannig það er ekkert val þó mér finnist alveg vera komið nóg, auðvitað verður hún að fara matast svo hún hafi orku í alla hluti og hætti kanski að vera svona lasin. ohh ég er svo reið við þennan uppi, skil ekki þennan tilgang?
Helgin fór annars í afslöppun enda ekki mikið hægt að gera vegna Þuríðar minnar, jú ég, Oddný Erla og Theodór Ingi kíktum í kringluna því minni langaði svo að fá sér einhverjar tuskur en auðvidað fann ég engar og finnst ég líka svo hallærisleg í öllu sem ég máta, óþolandi! Keypti samt draumaflíkina hans Theodórs míns ehe, jú þó að drengurinn sé rétt orðinn tveggja ára þá veit hann alveg hvað hann vill. Hann hefur nefnilega verið að heimta vesti síðan hans varð of lítið og við fundum eitt stk svoleiðis í einni af minni uppáhálds barnabúðum (ekki lengur bara NEXT ehe) Exit og honum fannst hann ótrúlega kúl í því. Fengum líka fólk í brunch í gær og ég gerði þessa dýrindis mexíkönsku kjúklingasúpu, oh mæ god hvað ég er góður kokkur. Þökk sé ykkur sem sendu mér uppskriftir þá er mín alveg að brillera í kjúklingunum en þetta var uppskrift númer tvö sem ég prófa og báðar slegið svona líka í gegn. Jú ég kíkti líka á gærurnar í gær (stelpurnar í badmintoni síðan í gamla daga og við köllum okkur gærurnar), alltaf gaman að hitta þær. Þær eru einmitt búnar að standa svo þvílíkt með okkur í gegnum veikindin hennar Þuríðar, mættu hingað til okkar og elduðu fyrir okkur. Ómetanlegt! Á forsprökkunum Elsunni og Dísinni eiga endalaus knús fyrir, þið eruð bestar. ....og að sjálfsögðu öllum hinum sem höfðu fyrir því að nenna koma til okkar. Knús knús knús. Þó ég hafi ekki verið í daglegu sambandi við þær og kanski mjög fáar þeirra svona síðustu ár en alltaf eru þær tilbúnar að koma ef hjálp óskast. Ein af þeim sönnu sem gleymist oft að nefna.
Núna er þreytan virkilega farin að segja til sín, hetjan mín situr uppí sófa og hlustar á ipodinn hans pabba sín en vonandi fær hún bráðum sinn eigin því sumir er að fara til New York sem ég öfunda feitt (elska þessa borg fyrirutan Londonina mína)og ætla að versla eitt stk svoleiðis handa henni. Styttist líka bráðum í minn mömmudag ehe en ég og Oddný Erla mín fáum sameiginlegan mömmudag ásamt systradegi (þar að segja Oddný systir) og þá ætlum við allar fjórar að skemmta okkur feitt heila helgi. Kanski ætti ég að fara gera lista fyrir Dísina og panta?
Ætla leggjast uppí rúm með hetjunni minni og hafa það kósý allavega áður en ég lognast útaf hérna við tölvuna.
Takk fyrir öll fallegu kommentin, þau eru ómetanleg og segja ofsalega mikið. STÓRT knús til ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
16.2.2008 | 16:57
Óskastjarnan
Hátt á svörtum himni
heillastjarnan skín.
Er það kannski óskastjarnan mín?
Hátt á svörtum himni
hana vil ég sjá-
óska mér, já, óska, ef ég má.
Óskastjarnan á himni hátt,
hjartans bæn þú vita mátt.
Ef þú vilt mér gefa gaum
get ég sagt þér leyndan draum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
14.2.2008 | 14:48
Ömurlega leiðinlegt
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa, hetjan mín er ennþá mjööööög slöpp með yfir 40 stiga (40,2) hita og liggur alfarið bara fyrir. Var reyndar ágætlega hress í morgun þegar við mættum uppá spítala en þá var hitin að koma aftur og svo bara búúúúmm lögst fyrir og ömurlegt að sjá hana í þessu ástandi. Er ekki komið gott? Það var eiginlega komið gott fyrir þremur árum, aaargghh! Við fengum nú það í gegn að setja hana í allar þessar myndatökur á morgun til að ath hvort það sé eitthvað að bögga hana þannig það verður spítalinn á morgun.
Hún er ótrúlega föl og það væri óskandi að læknar myndi mæla með því að maður færi í sólina til að láta han líta aðeins betur út ehe!! Mikil óskhyggja! .....og auddah heldur hún ekkert áfram að þyngjast, búin að léttast aftur um það sem hún þyngdist í síðustu viku.
Ég er ekki alveg að nenna skrifa hérna, alltof sjaldan sem ég hef góðar fréttir að segja frá. Hundleiðinlegt!
Enda þessa færslu bara á þremur myndum:
Hetjan mín með bestu vinkonu sinni sumarið '06
Með þeim flottustu KR-ingum sem ég þekki, Theodór Ingi minn nokkra vikna í bangsa-KR-búningnum hans afa Hinriks.
Oddný Erla þriggja mánaða, þarna er hún stödd á Þingvöllum í sirka 30 stiga hita. Bara yndislegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
13.2.2008 | 15:14
Munið þetta
Lærið að meta það sem þið hafið og þakkið fyrir að hafa góða heilsu því það er ekki þar sem sagt að þið hafið hana á morgunn eða eftir 1 ár eða 10 ár. Við erum ekki ódauðleg og ósnertanleg og tilveran er ekki sjálfsögð.
Við munum öll deyja einhverntímann og þess vegna er meiri ástæða til þess að lifa og nýta hvern dag til hins ýtrasta og vera þakklát fyrir það sem við höfum.....
Ég stal þessum orðum frá einni hetju sem er fallin frá eða henni Ástu Lovísu sem ég leit mikið upp til.
Það væri nú ekki leiðinlegt að fá sér eitt stk svona
Eða skelli sér upp sólgleraugun og fari í sólina? Theodór minn töffari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.2.2008 | 11:39
Og.... (breytt)
.....það verður ö-a langt í endirinn á þessari sögu. Mín í engu stuði að blogga, álagið er komið gott.
Samt langar mig að nefna eitt hérna, ef ykkur líkar ekki hvernig ég skrifa megið alveg sleppa því að lesa eða bara halda kJ (sorrý). Ég þarf ekki á íslensku-kennslu á að halda hérna á síðunni, ég er í skóla og fæ þar tilsögn. Ég veit alveg að ég er léleg í málfræði og ef það pirrar "ykkur" eitthvað þá megi þið snúa ykkur að einhverju öðru.
Takk fyrir mig í dag
pss.ss sumum finnst ég kanski fullhörð í að segja þetta, ok ég er með opið blogg og bíð uppá að fólk kommenti en þegar maður er í þessari stöðu sem við erum í þá þolir maður kanski lítið og lætur litla hluti fara í taugarnar á sér einsog þessa. En maður fær alltof oft leiðinleg komment og þau taka á, ótrúlegt en satt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (68)
11.2.2008 | 11:05
Oooooog sagan heldur áfram
Þuríður mín var hitalaus um helgina en samt mjög slöpp og vaknaði svo í morgun kl 6.30 með yfir 39 stiga hita. Hún er líka búin að sofa alveg síðan systkinin hennar fóru í leikskólann og segist vera svo lasin í höfðinu, ætli hún sé ekki að drepast úr hausverk en svo inná milli skítur hún því inn að hún sé sko að fara í skóla ehe, passa að mamma sín sé ö-a ekki búin að gleyma því.
Allavega þá eru álagseinkennin mætt á svæðið aftur hausverkur, svimi, svefnleysi, andleysi, mikil þreyta og svo lengi mætti telja.
Hérna er fallegasta hetjan mín í kringum það tímabil þegar hún var að veikjast, þvílík fegurð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
9.2.2008 | 21:37
Sagan endalausa
Þuríður mín byrjaði aftur í krabbameinsmeðferðinni sinni á fimmtudagskvöldið og var látin hætta að hádegi á föstudaginn vegna mikils hita og slappleika. Veit ekki hvenær hún er látin byrja aftur en hún er hitalaus en ekki með mikla orku. Vonandi mun þetta ekki vara lengi hjá henni allavega ekki einsog síðasta pest eða í tvo mánuði, mig langar bara svo að fara komast aðeins út, mæta reglulega í ræktina, læra almennilega og hafa kanski eitt stk mömmudag fyrir hin tvö en Oddný Erla mín er farin að heimta það. Henni langar svo að kíkja í glingurbúðirnar með mömmu sinni og skoða allt prinsessudótið í Toys'rus, ótrúlegt en satt þá dugar henni oftast að skoða en ekkert endilega að kaupa.
Ég þessari baráttu finnur maður mjög mikið fyrir því hverjir eru sannir vinir og hverjir ekki, ég er farin að finna fyrir því að fleiri eru farnir að tínast úr ferðinni. Afhverju skyldi það vera? Er það því ég er ekki alltaf síhringjandi í alla? Því ég get ekki mætt í allar samkomur sem eru í boði? Því miður hef ég oftast ekki orku eða löngun í að mæta í þessi boð og þykir það ofsalega leiðinlegt. Ég veit ekki afhverju ég pirra mig stundum á þessu, kanski vegna þess ég sakna þessara fólks en afhverju að sakna þegar þetta eru ekki sannir vinir. Æjhi manni finnst þetta allt svo asnalegt og skrýtið, maður þarf að kynnast þessum hlut því ég eignast barn með illvígan sjúkdóm. Ég veit líka að margir höndla ekki svona hluti og eiga erfitt með að umgangast mann en ég veit allavega að það er ekki vegna þess að ég er alltaf sívælandi þegar ég er í kringum fólk því helst vil ég sleppa því að ræða veikindin hennar þegar ég er innan einhvern fjölda og njóta þess að vera bara ÉG.
Ég veit samt líka að ég á sanna vini sem hafa ekki gefist uppá mér þó ég geti ekki alltaf hitt þá eða hef samband af fyrra bragði, þó þeir hringi ekki en þá senda þeir mér oft falleg mail og hringja stundum í mann gegnum msn-ið (beint til sumra ehe).
Ég held að þetta sé gallin að vera með svona heimasíðu því þá hættir fólk líka að hafa samband, getur lesið allar fréttir hérna og þurfa ekkert að hringja og spurjast fyrir.
Æji ég veit ekki afhverju maður pirrar sig yfir þessu, kanski vegna þess maður saknar sumra en afhverju að gera það ef þeir eru ekki einu sinni sannir?
Ætla leggjast uppí rúm með hetjunni minni en ótrúlegt en satt þá er stúlkan ekki sofnuð og klukkan að verða tíu, bara gott! Hin tvö sofnuð þá ætla ég að njóta þess að kúra með henni og Skara mínum.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
8.2.2008 | 07:59
Hamingjan stóð ekki lengi :(
Hvað er málið? Afhverju má henni ekki líða vel? Ég var orðin svo bjartsýn í gær í svo langan tíma og þorði að skrifa um það því ég veit alltaf þegar ég hef skrifað hvað henni líður vel og allt svo yndislegt þá fer henni að "hraka" aftur. Viti menn það gerðist líka í gærkveldi, ég var varla búin að ýta á "save" hnappan þegar ég leit inní herbergið hennar og fannst hún vera að hitna en hélt kanski og jú vonaði að mér fannst þetta bara því mér var sjálfri svo kalt. Vitlaus var ég, klukkutíma síðar vaknar hetjan mín og svona líka brennandi heit (ég fékk blöðrur þegar ég kom við hana) og að sjálfsögðu rak ég Skara minn í það að koma með mæli og stíl því ég vissi að það væri ekki góð útkoma. Andskotans, helvítis (sorrý en ég leyfi mér að blóta þegar ég er orðin virkilega reið og leið) en stúlkan var komin með 40,2 í gærkveldi og nóttin var hræðilega erfið. Hún kvartaði mikið um verki í tönnunum og svo núna kvartar hún yfir því hvað hún sé þreytt enda var ekki sofið mikið í nótt og svo er hún náttúrlega mjög slöpp. Tók mér einmitt núna 5 mínútna pásu í að skrifa til að setja hana uppí rúm því hún vildi fara sofa en samt nývöknuð, ég bíð ekki í það ef hún verður aftur svona einsog í des. Þegar ég var að setja hana uppí rúm hafði hún nú samt að ropa það útur sér að hún væri að fara í skóla eheh, yndislegust! Er svo ótrúlega spennt þessi elska.
Ég bara skil ekki þennan tilgang með að pína hana svona, er hún ekki búin að fá nóg? Má hún ekki fara að njóta lífsins og geta leikið sér almennilega? Afhverju þarf alltaf að láta hana vera svona slappa? Ég er virkilega reið og hrikalega leið þessa stundina, líðan hennar breytist alltof hratt, þetta er svo mikill rússíbani sem við lifum í. Ég sem var svo glöð í gærkveldi og fann virkilega góðan líðan í hjartanu sem ég hef ekki funndið lengi.
Þetta líf er svoooo ósanngjarnt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
100 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar