Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

"ég veit hvað ég vil fá um jólin"

Núna gengur tíðin sú í garð
er gjafmildin er svo hrein.
Á óskalistanum er aðeins ósk ein.

Ég veit hvað ég vil fá gefins í ár.
Mín von er sú óskin rætist brátt.
Ég er pínulítið kvíðin
það er kannski of mikið
sem ég vil fá.
Ég vona ég eigi það skilið
ég skyldi mega dreyma
það megar allir jólunum á.

Jámm það vita allir hvað ég vil í jólagjöf og það kostar ekkert nema kraftaverk, það gerðist kraftaverk síðustu jól og ég vona svo heitt og innilega að það verði aftur í ár.  Hún getur, hún ætlar og hún skal.

Nóttin í nótt var erfið hjá Þuríði minni og á móti svaf ég að sjálfsögðu ekkert, hún var með mikin hita í nótt og andardrátturinn hjá henni lísti bara líðan hennar.  Ég sem hélt að hún væri á uppleið í gær, bwaaahhh!!  Hún er t.d. nývöknuð núna eftir nóttina en er samt að sofna hérna hliðina á mér, ömurlegt að sjá hana svona. 

Ég og Skari vorum búin að ákveða fyrir sirka tveim mánuðum að við ætluðum að hafa kósý helgi núna um helgina, planað var að senda börnin uppá Skaga í næturpössun eða meira eiginlega í sólarhringspössun.  Fara snemma á laugardeginum og ná í þau aftur aðeins seinna á sunnudeginum en það verður víst ekki úr því en við ætlum samt ekki að sleppa pössuninni þannig séð en tengdamóðir mín yndislega mun mæta hingað í sveitina og passa grislingana.  Við ætlum að halda okkur við plönin okkar þar að segja fara í Bláa lónið og svo um kvöldið á laugardaginn munum við fara á jólahlaðborð á Nordicca með familíunni minni.  Vávh hvað ég hlakka til.  Stebbi og Eyfi að spila þannig það skemmir ekki heldur.  Ég vona bara að Þuríði minni fari að lagast svo við komumst á mánudaginn en það væri þá ekki hundrað í hættunni þar sem heilsan hennar gengur fyrir, hún er ekki pínd í neitt sem við höldum að hún ráði ekki við.

En hvað haldiði?  Ég ákvað að hringja í hjálpartækjastöðina útaf nýju kerrunni sem Þuríður mín á að fá en hún átti ekki að vera til fyrr en eftir hmmm fimm/sex vikur en okkur sárvantar hana ef við komumst á mánudaginn því það fer svo illa um hana í okkar kerru.  Viti menn konan sem sá um afgreiðsluna á kerrunni ætlar að láta okkur fá hana á morgun, setur bara bráðabirgðabelti á hana því hitt er ekki tilbúið.  Þvílík góð þjónusta og ég sem hef kvartað og kveinað undan þjónustunni hjá TR en þetta er reyndar ekki það sama en samt, þannig mig langar að hrósa þeim hjá hjálpartækjastöðinni fyrir frábæra þjónustu þó við þurfum að skila kerrunni aftur þegar við komum heim en það er bara til að fá betra belti fyrir hetjuna mína.  Vááávvvhh!!

Ætla koma hetjunni minni fyrir á betri stað, alveg búin á því eftir klukkutíma vökuFrown.  Búa vel um hana í mömmubóli en svo ætlum við að fara uppá spítala í tjékk með hana, reyndar eftir að hringja í doktorana en þeir vildu fá hana í dag ef hún væri ekki orðin góð og hún er bara orðin verri síðan á mánudag.  Ömurlegt.

Ekki gleyma því að gefa knús, þið vitið hvað þau gefa manni ofsalega mikið.
Knúúúússs til ykkar allra.
Slaugan


Svör frá Boston

Þá erum við komin með svörin frá Boston og þau voru bara einsog við héldum en samt er það alltaf jafn leiðinlegt því maður að sjálfsögðu vonar að maður fái önnur svör og heldur fast í það kraftaverk.  Skurðlæknirinn okkar fór á fund með sínu liði og það er ekki hægt að gera aðra aðgerð því æxlið er svo innarlega og aldrei hægt að taka það allt og verður væntanleg ALDREI hægt.  Þeir líka tala um því henni líður svo "vel" í dag og þá vilja þeir heldur ekkert gera og þetta er nú eiginlega síðasta úrræði fyrir Þuríði mína þessi meðferð sem hún er í dag og við verðum bara að vona að það geri kraftaverk.  Það hefur nú orðið eitt kraftaverk að hún sé hjá okkur í dag og við trúum því að þau verða fleiri ég man líka svo vel fyrirsögnina á forsíðuviðtalinu við okkur um Þuríði mína við DV síðustu jól en hún var svona "vonast eftir kraftaverki um jólin" og svei mér þá að það rættist.Smile  Það er einmitt það sem mér finnst vanta í þessu þjóðfélagi, það er mikið rétt við veikt fólk en mér finnst umræða um kraftaverkin vanta.  Við þurfum að heyra um kraftaverkin, það eru margir einstaklingar sem er ekki hugað líf en svo gerast kraftaverkin einsog með Þuríði mínaJoyful. Ég hefði ekkert á móti því að heyra um einhver kraftaverk.

Allavega við trúum og treystum þessi skurðlækni í Boston ef hann treystir sér ekki þarna inn aftur þá vitum við það að það er ekki hægt en svo eru margir læknar þarna útí heimi tilbúnir að gera aðgerð á henni en vita ekkert hvernig afleiðingarnar verða og kanski alveg nákvæmlega sama.  Bara ef ein aðgerð tekst þá fá þeir mikla umfjöllun en leiðinlegt fyrir einstaklinginn ef það tókst ekki og við viljum ekki taka neina áhættu með hetjuna okkar þó einhver sérfræðingur útí heimi segist treysta sér þarna inn en vita ekkert hvað mun ske eftir það.  Nei takk!!

Þuríður mín er ennþá mjög slöpp, hún var gjörsamlega útur heiminum í gær.  Svaf allan daginn og kvartaði við mig hvað hún væri þreytt og mikill hiti.  Hún var hitalaus í morgun og ég held að hún sé að hressast eða vona það allavega, borðaði í morgun sem er byrjunin og drekkur vel af vatniGrin.  Held að hún ætli að rífa sig uppúr þessu svo hún komist að hitta sveinka eftir helgi og kíkt í nokkur tæki í jólatívolíinu, ohh mæ god hvað ég er orðin spennt og þær vita ekkert.  Víííí!!

Það var aðventukaffi í leikskólanum í morgun og mér fannst dáltið leiðinlegt að hetjan mín missti af því en að sjálfsögðu fór ég með hinum tveim og fékk ofsalega góðar bollur sem þau bökuðu og heitt kakó.  Ætlaði með þau öll í jólaklippinguna á eftir því miður verður Þuríður mín að fá sína seinna því stúlkan fer ekki út næstu daga en Oddný mín bíður spennt eftir sinni klippingu en endurtekur við mig að hún sé að safna hári þannig það megi ekki klippa mikið eheh.   Hún tók nú uppá því fyrir í haust að klippa á sig topp en móðirin var búin að láta hana safna í ár þannig loksins náðist allt hárið í tagl en ég veit að hún sá ofsalega eftir því enda þolir hún ekki að hafa toppinn fyrir augunum.

Ætli ég reyni ekki að "troða" smá mat í sjúklinginn minn sem er að horfa á uppáhaldin sín Skoppu og Skrítlu en hún er búin að horfa á þær 102x og ég keypti handa þeim systkinum nýjasta jólalatabæjardiskinn sem hún er búin að horfa á 198x í veikindunum eheh.  Well sjúklingurinn farin að heimta soðin egg og þá fær hún soðin eggSideways.


Mjög slöpp

Þuríður mín Arna er ennþá mjög slöpp og mér finnst hún bara verða slappari.  Núna er hún komin með hita og liggur algjörlega fyrir, andardrátturinn ekki góður, hóstar ennþá einsog gamalmenni, stinur, kvartar smá og þá líður henni virkilega illa.  Öll tjekk uppá spítala komu vel út sem er mjööööög gott en við eigum að koma með hana aftur á fimmtudaginn ef hún verður ekki orðin góð og þá fer hún á einhver sýklalyf (held ég).  Annars er hún bara vafin inní bómul og passað vel uppá hana, býst ekki við að hún fái að fara neitt í leikskólann þessa vikuna enda hefur ekkert að gera þangað einsog staðan er í dag.  Reyndar finnst henni ofsalega gott og gaman að fá extra dekur hjá múttunni sinni en verst að það fer dáltið illa í þá yngri en hún fær sinn mömmudag þegar þessi verður búin að hrista þetta úr sér sem verður vonandi sem fyrst því ég hef miklar áhyggjur af henni í þessu ástandi.Frown

Allan daginn í gær lá hún hálfmeðvitundarlaus uppí sófa fyrir utan þegar við fórum uppá spítala en þá var hún ekki orðin svona slöpp einsog hún er núna.  Allavega þau systkin fengu pakka sendan í pósti í gær og það var svo fynndið þegar ég var búin að draga allt uppúr kassanum sprettur Þuríður mín upp og drífur sig úr sínum náttfötum og byrjar að klæða sig í gjöfina sína.  En það voru prinsessu-náttföt-inniskór og Dóru-húfa-vettlingar bæði það sem þær systur dýrka án þess að sendandinn hafi vitað það þannig Þuríður mín svaf í sófanum klædd í nýju náttfötin, skónna og með Dóru vettlingana eheh.  Ótrúlega fynndið að sjá hana og verst að ég gleymdi að taka mynd. Dóóhh!!  Þær voru hrikalega glaðar með þessa gjöf, Oddný Erla mín fór hamingjusöm í leikskólann í með Dóru húfuna og vettlingana og var að deyja úr montni.

Var annars að fá fyrstu einkunn í húsW00t Ég er svo hrikalega mikið brain að hálfa væri miklu meir en nóg.  Ég er nú ekki vön að tilkynna einkunnir mínar svona fyrir alþjóð en þar sem ég er bara svo hrikalega montin hvað mér gengur vel í þessu námi verð ég bara að gera það svo er ekki einsog ég hafi verið að fela mikið hérna síðunni minni með skrifum mínum þá finnst mér nú ekki mikið að segja einkunnir mínar.  Vííííí!!  En ég fékk 9,4 í bókfærslu, oh mæ god hvað einkunnabókin mín mun líta vel út fyrir þessi jóla að ég held eheh.  Er nú eftir að fá þrjár í viðbót en hafði mestu áhyggjurnar af þessari einkunn ehhe og fékk svona líka hátt.Kissing  Það eru margir sem spurja mig hvernig ég fer eiginlega að þessu þar að segja hugsa um alvarlega veikt barn, hin tvö börnin mín, heimilið, mig sjálfa og lærdóminn.  Puffffhhh pís of keik!!  Auðvidað líður mér oft mjög illa vegna Þuríðar minnar en þá finnst mér líka gott að geta gleymt mér í lærdómnum sem hjálpar mér ofsalega mikið að reyna hugsa um eitthvað annað.  Þetta hefur verið mín mesta hjálp í gegnum þessi veikindi fyrirutan ræktina.

Ég man líka vel þegar ég varð ólett af Theodóri mínum og þá varð fólk hrikalega hneykslað að ég skuli verða ólétt af þriðja barninu með svona stuttu millibili (vissi samt ekki að það væri einhver regla hvað ætti að vera langt/stutt á milli barnanna minna) og ég ætti svona veikt barn fyrir hvort ég gæti bara á annað borð hugsað um öll börnin.  Prump segi ég nú bara, þessi gullmoli hefði ekki getað komið á betri tíma og hefur hjálpað okkur miklu meir en ykkur grunar í gegnum þetta allt saman og sérstaklega vegna þess hann kom á mjög erfiðu tímabili hjá Þuríði minni en þá kom hann á besta tíma.  Að eiga tvo aðra heilbrigða einstaklinga á móti þessum hrikalegu erfiðum veikindum versta sem gat kom fyrir hefur það hjálpað okkur miklu meir en fólk grunar.  Ef ég fengi ein um það ráðið þá væri ég ö-a komin með fjórða einstaklinginn ehehe en það er víst ekki alveg á dagskránni en hann mun komaWhistling.  Samt ekki komin á mánaðardagskránna hjá okkur Skara kanski ég get potað því einhversstaðar inní thíhí, aldrei að vita?  NOT!! 

En það er svo skrýtið með marga að þeir halda að maður eigi bara að hætta lifa lífinu ef maður veikist eða barnið manns veikist en það er bara það versta sem einstaklingurinn getur gert enda höfum við fengið ansi mörg hrós frá þeim uppá spítala hvað við lifum sem eðlilegasta lífi þó við eigum þetta veikt barn.  Að sjálfsögðu hættum við ekki að gleðja börnin okkar, það er bara nauðsynlegt en ekki bara hella sér útí volæði og leiðindi þó það sé stundum erfitt og auðvitað er það oft miklu erfiðara en fólk heldur þar að segja reyna vera glaður alla daga þó maður sé það ekki en æjhi erfitt að útskýta þetta.

Get ekki skrifað meir, Skari minn ætlar að koma núna heim og leyfa mér að fara í ræktina og svo held ég áfram að sinna sjúklingnum mínum sem er svakalega slöpp greyjið en sem betur fer farin að sötra vatnið þó hún vilji ekkert borða.

Langar að birta tvær myndi í lokin af henni Oddnýju minni þegar hún var að stelast í deigið hennar mömmu sinnar ehehe:

PC027784
Hérna er hún að stelast, sjáið hvað hún er að fylgjast með múttunni sinni ath hvort hún sé nokkuð að fylgjast með en hún vissi ekki af pabba sínum með myndavélina eheh

PC027785

Hérna er hún að fá sér skammtinn sinn.  Hún minnir mig dáltið á mig þegar ég var lítil en þá var ég alltaf að stelast í að smakka þegar mamma var að baka og beið alltaf eftir því að hún var búin svo ég gæti sleikt sleifarnar ehe.


æjhi snúllan mín

Fórum uppá spítala í morgun í tjékk með hetjuna mína og það góða að hún er ekki með lungabólgu en erum að bíða eftir niðurstöðum úr hvítublóðkornunum.  Hún liggur hérna hjá mér með þvílíkt ljótan andardrátt, kvelst svo eitthvað.  Æjhi hvað maður finnur til með henni.  Vill ekkert nærast sem er ekki það besta og heldur ekki drekka sem er aðeins verra.  Maður er með þvílíkt í maganum útaf henni, það hefur nefnilega alltaf verið eitthvað að í desember síðan hún veiktist þannig maður verður dáltið hrædd núna.  Aaaargghhh!!  Mig langar ekki að halda í þá hefð. Frown Úúúúúfffh hvað þetta er erfitt.

 


Mjög slöpp:(

Þuríður mín er ennþá mjög slöpp og þegar hún verður svona slöpp þá verð ég svakalega hrædd og leið.  Hún nær því kanski að vera hress í klukkutíma og svo er hún lögst fyrir.  Hún er ekki með neinn hita en orkar bara ekki að gera neitt, greyjið litla.  Ljótur hósti í henni, minnir mig stundum á gamlamenni ehe því hann er svo ljótur hóstinn og svo hefur gubbað vegna hóstans.  Er búin að vera pústa hana á fullu en ekkert virkar þannig ég ætla mér að fara með hana niðrá Barnaspítala á eftir en ekki bíða með að fara með hana á miðvikudag þegar hún á tíma hjá læknunum sínum.  Maður fer aldrei með barnið sitt í of mörg tjékk og sérstaklega núna þegar ástandið hennar er svona.

Er bara ekki í neinu stuði að blogga ætla líka að sinna sjúklingnum mínum sem á ofsalega erfitt og vill að ég liggi hjá henni og knúsi hana sem ég ætla að gera NÚNA.


Piparkökubakstur

PC027738

Oddný Erla mín tók baksturinn dálið alvarlega eheh.

PC027796

Þuríður Arna mín að fletja út deigið, verðandi bakari þarna á ferð.

PC027781
Theodór minn horfði nú bara hneykslaður á þær systur ehe

PC027775
Bakararnir urðu aðeins að knúsast.

PC027798
Girnilegu piparkökurnar okkar.

Jæja þá erum við börnin búin að baka tvær gerðir af smákökum, íbúðin ilmar af yndislegri lykt.  Mmmmm!! 

Ástandið á Þuríði minni er ekki alveg nógu gott, hún er nú ekki með neinn hita en er mjög slöpp.  Þarf að sofa mjög mikið og hefur legið mjög mikið fyrir alla helgina.  Ætlum að ath hvort hún hafi orku í að kíkja eitthvað út á eftir og ath hvort hún hressist ekki við það en annars verður henni vafið í bómul  þessa vikuna og ath hvort hún hressist ekki við það.  Eigum líka að fara á fund með doktorunum á miðvikudag og látum þá skoða hana bak og fyrir en ég sé alveg að hún er að léttast meira, nánast ekkert lengur til að klípa í en það eru væntanlega þessi krabbalyf sem fara svona í hana enda mjög lystarlaus síðustu tvo mánuði.

Best að taka síðustu piparkökurnar úr ofninum og fara gera eitthvað meira skemmtilegt með börnunum.


Jólaglaðningur

Jæja ágætu lesendur ég var búin að lofa ykkur að segja ykkur frá leynigestunum mínum sem þið fáið reyndar ekkert að vita hverjir þeir voru en þið fáið að vita ástæðu þeirra fyrir komu sinni hingað í sveitina.Halo

Ég ætla bara að byrja á byrjuninni en síðastliðin föstudag fékk ég tölvupóst og þegar ég var að lesa hann fann ég alveg hvað ég byrjaði að skelfa og kom varla upp stöku orði eftir þann lestur en hafði nú að hringja í Skara minn og segja honum frá póstinum.  Ég átti ekki til orð yfir góðmennskunni á þessum pósti og kærleikanum hjá þessum einstaklingum.  Váááávhh ég á ennþá varla til orð.

Júmm þessir einstaklingar vildum gefa okkur ferð til Koben núna í desember, reyndar máttum við alveg ráða því hvenær við færum í þessa ferð sem þau vildu gefa okkur en ég var ekki lengi að ákveða að fara núna í desember en einn af mínum stærstu draumum hefur verið að fara í jólatívolíið í Koben með börnin mín.  Við höfðum val í fyrra þegar æxlið hennar Þuríðar minnar varð illkynja en við völdum að fara til Boston því við höfum mikil tengsl þangað útaf veikindum Þuríðar og vildum fara þangað með stelpurnar okkar og leyfa þeim að fara í öll þessa barnasöfn og Toys'rus og velja það sem þeim langaði í.  En ég hef alltaf séð eftir að hafa ekki farið þangað þó það hafi verið gaman þar en þá var ég svo hrædd um að fá ekki annað tækifæri með Þuríði mína þar sem læknarnir gáfu henni bara nokkra mánuði ólifaða í fyrra en hér er hún í dag, kraftaverkið mitt og á leiðinni í jólatívolíið í Koben, í draumaferð mömmu sinnar.  Ég veit ekki hvernig næstu jól verða þannig ég var ekki lengi að ákveða mig hvað mig langaði eða okkur. 

Stelpurnar mínar eru mestu jólastelpur ever þannig þetta verður þvílíkur draumur fyrir þær og að sjálfsögðu litla pung sem kemur með en ekki hvað.W00t  Þær vita þetta ekki ennþá og fá ekki að vita þetta fyrr en degi áður en við förum því annars verða þær á útopnu alveg þangað til ehehe.

Við erum sem sagt að fara til Koben 10.des og ætlum að vera þar í tvær nætur og njóta þess öll saman að komast í jólaskapið.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er þakklát fyrir þetta, hvað ég er ennþá orðlaus, á varla til orð yfir þessa góðmennsku hjá þessum einstaklingum sem vilja nafnleynd og að sjálfsögðu virði ég það þannig það þýðir ekkert fyrir ykkur að spurja mig hverjir þetta voruInLove.  Við þurfum ekki að borga krónu, hvort sem það er í gistingu eða gjaldeyrir fengum það í jólagjöf líka.Wink

Váááááááávvvvhhh hvað þetta er fallegt, þvílík hamingja hérna og ég get ekki beðið með að fara en Vigga vinkona ætlar að vera með okkur í sólarhring þarna og njóta þess með okkur að kíkja í tívolíið sem börnin mín fá að fara í allt sem þeim langar í og við gerum allt sem þeim langar að gera.

Börnin mín eru hérna alveg á útopnu að bíða eftir að ég klári að skrifa hérna því ég á að koma með þeim niðrí geymslu að ná í restina af jólaskrautinu.

Knús til ykkar, takk kærlega fyrir okkur.  Ég á bara til orð yfir allt þakklætið hér á bæ.

Eigið góða helgi.


:(

Það verður víst ekkert úr mömmudeginum okkar Oddnýjar Erlu minnar í dag þar sem hetjan mín er lasin en Oddný fær samt að vera heima því ég þarf líka að skreppa með hana til augnlæknis á eftir.  Lofaði að hjálpa mér að dekra við Þuríði.  Hún svaf hrikalega illa í nótt eða nánast ekkert frá hálf fjögur eða var það hálf þrjú, man ekki?  Þungur andadráttur og ljótur hósti sem er ekki gott.  Maður verður svo smeykur við það þegar hún veikist sérstaklega við þennan ljóta hósta og hrædd við að hún fái lungabólgu.  Ég og Oddný erum búnar að vefja hana inní mjúka góða teppið sem við fengum frá yndislegri konu í vikunni og þar liggur hún og horfir á imbann, vávh hvað ég elska þetta teppiWink.

Vonandi mun Þuríður mín hafa orku í piparkökubakstur um helgina en ég ætlaði að leyfa krökkunum að gera pikarkökur sem þau bíða spennt eftir og svo ætluðum við að klára skreyta íbúðina hátt og lágt.  Þau heimta ljós inní herbergin sín ehe og að sjálfsögðu fá þau það en ég þarf víst að fara í einhverja búðina um helgina og velja mér smá jólaskraut en okkur mæðgunum finnst nú ekki leiðinlegt að kaupa svoleiðis eða bara skoða.

Í lokin langar mig að óska Ívari frænda mínum og hans konu hjartanlega til hamingju með litla kútinn sem þau eignuðust í gærkveldi eða kl eitt í nótt.

Skrifa aðra færslu í kvöld eða seinni partinn vegna heimsóknarinnar til okkar í dag sem ég held allavega að við fáumW00t.


Brjálað að gera

Stalst aðeins í tölvuna en ég á víst að vera læra, er að fara í próf í kvöld og þá er mín búin í prófum. Jabbadabbadú!! Bara eftir að skila af mér einni möppu og þá get ég bara sett tærnar útí loft og haft það nice, well það verður reyndar ekki alveg svo gott. Brjálað að gera og líka búin að lofa börnunum mínum nokkrum mömmu-dögum í des sem ég að sjálfsögðu mun standa við. Mér finnst alveg ótrúlegt að ég sé að verða búin með fyrstu önnina mína af skólanum í þessu fjarnámi og gengið svona líka vel, hefði ekki trúað því að mér myndi ganga svona. Strax farin að hlakka til að fá einkunnabókina eheh sem ég hef ALDREI gert, thíhí!! Bara tvær annir eftir í FYRSTU útskrift, takið eftir því fyrstu útskrift því mín stefnir að sjálfsögðu hærra og mun meika það í viðskiptalífinu en ekki hvað.

Við fjölskyldan erum að fá "leynigesti" í heimsókn á morgun og ég skelf ennþá eftir mailið sem ég fékk frá þessum ákveðnum leynigestum. Well þið fáið ekkert að vita neitt um þessa leynigesti en þið fáið að vita ástæðuna fyrir heimsókn þeirra á morgun, ég held ykkur volgum og geri ykkur spennt. Elska að gera fólk forvitið eheh!! Ótrúlega skemmtilegt framundan. Bara gaman!!

Á morgun verður mömmu-dagur hjá henni Oddnýju Erlu minni sem hún bíður svakalega spennt eftir en stúlkan á líka að fara til augnlæknis og munum við taka smá rölt í kringlunni og leyfa henni að skoða glingrið sem hún elskar og kanski annan rúnt í Toys'rus og leyfa henni að halda áfram að láta sig dreyma. Hún er mjög grátgjörn þessa dagana, greyjið snúllan mín. Þetta tekur allt saman svo mikið á hana, má stundum ekkert segja við hana án þess að hún fari að gráta. Þess vegna á kvöldin eigum við okkar stund uppí sófa undir teppi að horfa á imban og leyfi henni að sofna hjá mér eða uppí rúmí hjá okkur Skara en það eru þær stundir sem eru ofsalega mikilvægar fyrir hana. Eftir að ég er búin að eiga stund með Þuríði minni uppí rúmi en við leggjumst alltaf saman uppí rúm þá tekur Oddnýjar stund við en hún er svo gömul sál að hún þarf ekki að fara sofa kl átta eða hálfníu á kvöldin ehe!!

Búin að vera alltof lengi í tölvunni, þarf að halda áfram að læra fyrir prófið í kvöld.

Skemmtilegar fréttir á morgun frá "leynigestunum" frægu.


Erfitt

Var að koma úr mjög erfiðri en fallegri jarðaför, 10 ára hetja sem tapaði baráttu sinni því verr og miður þannig ég er ekki alveg í bloggstuðinu svo ég birti bara myndir af fallegustu börnunum í heimi og kem svo með skemmtilegar og svo góðar fréttir á morgun eða hinn.  Bíðið bara spennt, ég er allavega hrikalega spennt og nánast orðlaus. (sem gerist nánast aldrei)

PB247671
Fallegasti drengurinn minn

PB247673
Þuríður mín að matast en viti menn þetta gat stúlkan ekki fyrir ári síðan.  Kraftaverkin gerast.  Fyrir ári síðan var hún algjörlega lömuð hægra megin en sú lömun hefur nánast gengið tilbaka.

PB247598
Oddný Erla fyrirsæta, vávh hvað ég er heppin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband