Færsluflokkur: Bloggar
27.11.2007 | 19:32
Dagskammtur Þuríðar

Hérna er dagskammtur Þuríðar minnar og finnst ykkur skrýtið að hetjan mín sé þreytt eða ekki alveg einsog hún á að vera og þurfa taka þessi lyf daglega? Hrikalega ósanngjarnt. Þetta gleypir hún án þess að þurfa drekka vatn með, geri aðrir betur. Sjálf get ég varla tekið verkjalyf án þess að drekka vatn með og kúgast aðeins. Töflurnar í hægra horninu (þessar fjórar löngu) eru krabbalyfin hennar en hinar allar eru flogaveikistöflur sem sagt fimm gerðir af lyfjum.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.11.2007 | 14:33
Þreytt.is
Þuríður mín Arna er mjög þreytt, þessa lyf fara ekkert svakalega vel í hana. Viljum ekki stækka krabbaskammtinn hennar alveg uppí topp og ég held að læknaliðið okkar vilji það ekki heldur sem er ágætt enda viljum við að hún sé með meðvitund þannig séð. Ég meina þegar skammturinn hennar var sem stærstur lá hún bara uppí rúmi og vissi varla í sinn haus og maður grenjaði bara yfir henni því henni leið svo illa og hvað þá manni sjálfum að horfa uppá hana svona. Erum farin að lengja svefninn hennar á leikskólanum bara svo hún geti kanski vakið til átta á kvöldin en það er reyndar mjög erfitt fyrir hana greyjið og er farin að biðja mig um að kúra með sér um sexleytið. Æjhi þetta er erfitt.
Fengum annars góðar fréttir af spítalanum í morgun, vííííí!! Þetta sem var að bögga hana er ekki einsog það var haldið, hibbhibbhúrrey!! Þar sem það er engin stækkun í gangi þá hafa þeir engar áhyggjur en við eigum að halda áfram að fylgjast vel með hetjunni minni. Bara best í heimi.
Erum ennþá að bíða eftir svörum frá Boston, ætli við fáum ekki eitthvað að vita í næstu viku þegar við mætum á fund með liðinu okkar. Ekki það að við séum bjartsýn á aðra aðgerð en maður veit aldrei og maður gefst heldur aldrei upp að vona og trúa því að það verði hægt að gera fyrir hana einn daginn þar að segja önnur aðgerð.
Mikið er samt ofsalega erfitt að lifa í þessu samfélagi sem ég bý við, maður kynnist og tengist fullt af góðu fólki sem eru í sömu stöðu og maður sjálfur og fær alltof margar slæmar (auðvidað góðar líka) fréttir af þessu fólki eða þar að segja af börnum þeirra. Það eru of mörg börn sem eru langt leidd af þessu krabba kúkalabba og því miður þarf ég að fara í eina jarðaför á morgun því ein hetjan tapaði þessari baráttu. Við erum að fara alla leiðina á Höfn á morgun, tökum flugið nokkur saman og kveðjum þessa hetju, vávh hvað þetta er sorglegt. Mikið ofsalega kvíður mig fyrir, þetta er hrikalega ósanngjarnt líf. Hvað er málið?
Ætla að reyna hugsa um eitthvað annað núna en "ósanngjarnt" er að reyna læra fyrir prófin mín sem ég veit að ég mun rúlla feitt í gegnum, fékk reyndar "bara" níuna fyrir síðasta verkefnið mitt en það var bara vegna klaufavillu. Aaaaargghh!! Rétt reiknað en stimplaði vitlausa tölu inn, hvernig er það hægt? Hefði nú alveg mátt hækka mig upp vegna þess að ég sýndi réttan útreikning, hmmm!!
Þið fáið að vita meira um kærleikan þegar það er komið á hreint, bíðið bara spennt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2007 | 16:22
Þvílíkur kærleikur
Meira um það síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.11.2007 | 12:20
Mánuður til jóla
Jiiiiihh þetta er svo fljótt að líða, áður en ég veit af eru jólin komin og mín nánast búin að gera allt. Oddný mín Erla er svakalega spennt fyrir jólunum, vissi ekki að þriggja ára barn gæti verið svona spennt eheh. Ég fór út í morgun og Oddný var ekki sátt við að ég væri að fara þannig ég lofaði henni að ég skyldi skreyta herbergið hennar og Þuríðar þegar ég kæmi aftir en það væri ekki gaman að skreyta það ef það væri svona mikið drasl einsog það var. Stuttu eftir að ég var farin segir hún við pabba sinn "pabbi ég ætla inní herbergi og gera það fínt", hún er nú ekki vön að taka til eftir sig en við reynum samt að láta þær systur taka allavega þátt í þrifunum. Óskar fer til hennar eftir smástund þá er mín búin að stafla öllu dótinu í eitt hornið eheh en hún var sko hörð á því að taka til svo ég muni skreyta með henni á eftir sem ég mun að sjálfsögðu standa við. Þannig við stelpurnar ætlum að skreyta herbergið þeirra og "pína" skara til að fara niðrí geymslu og ná í allt skrautið en honum finnst það heldur of snemmt til að skreyta, thíhí!! En við stelpurnar ráðum.
Einsog ég sagði í gær fórum við Þuríður í Toys'rus og versluðum jólagjöf handa Oddnýju, ég hélt að ég hefði falið gjöfina á góðum stað þannig að þær systur kæmust ekki í hana. Neinei ég var ekki svo klár eða Þuríður mín of klár til að vita um helstu felustaðina á heimilinu því mín fór inní skáp óg kom ótrúlega glöð framm með gjöfina og sýndi Oddnýju hvað hún hefði keypt. eheh!! Snillingur!
Díssúss mar hvað maður sefur ekkert eða jámm, mín er jú farin að sofa heilan dúr til sirka hálf fimm/fimm á morgnanna og sofna bara ekkert aftur. Aaaaaaaaaarghhh!! Ég er vöknuð nánast alla morgna um það leyti og alltaf þegar ég er að sofna aftur koma börnin mín uppí rúm en þá er líka klukkan orðin sjö. Ég er líka algjörlega búin á því núna, kanski ég geti sofið aðeins meira í vikunni þegar börnin eru farin á leikskólan þar sem ég er búin að gera öll verkefnin mín í skólanum og prófin bara eftir. Hrikalegur dugnaður í gangi.
Þuríður mín er einsog ég sagði þreyttari þessa dagana en venjulega, hún kvartaði mikið við mig í gær hvað hún væri þreytt en hún er ALLS EKKi vön að gera. Kvartar aldrei undan þreytu en hún núna byrjuð á því greyjið. Æjhi hún er líka að taka mikið af þessum krabbalyfjum og þá er ekkert skrýtið að hún verði þreytt, þessi litli kroppur þolir ekki endalaust mikið.
Erum á fullu í rannsóknarvinnunni fyrir læknanna og það er eins gott að þeir finni útur þessu, ok það væri náttúrlega best að þeir finndu ekkert en við vitum að það er eitthvað að bögga hana og þá viljum við fá svör.
Púúúúffffh er að deyja úr þreytu, langar mest að leggjast uppí rúm og vefja mig inní sængina mína en það er víst ekki í boðið allavega ekki strax, ótrúlega bissí og svo er það að sjálfsögðu skreyting í prinsessu-herberginu sama hvað húsbóndinn á heimilinu segir.
Njótið dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.11.2007 | 14:10
"mamma viltu knúsa mig"
Þetta sagði Þuríður mín Arna við mig í morgun þegar við vorum að gera okkur reddí og að sjálfsögðu fékk hún fast og gott knús enda er ég ekki vön að spara þau við börnin mín eða Skara minn og segi við þau á hverjum degi hvað ég elska þau mikið. Theodór minn er líka farinn að segja á móti "elkaði ika", bara yndislegastur. Stelpurnar mínar eru nú farnar að segja þetta þó ég segi þetta ekki við þær, sérstaklega þegar ég knúsa þær bless þegar ég er að fara eitthvað og þegar þær eru að fara sofa. Mestu krútt!
Í dag er mömmudagur hjá okkur Þuríði minni. Byrjuðum daginn á því að fara í hjálpartækjastöðina hjá tryggingastofnun og mátuðum kerru fyrir hetjuna mína. Fáum þessa fínu og flottu kerru sem hún getur hvílt lúinn líkama, hjólastóllinn er ekki alveg nógu góður fyrir hana því hún þarf að geta lagst útaf og sofnað. Reyndar fáum við ekki þessa kerru fyrr en eftir sirka fimm vikur því það er svo mikið að gera þarna, hún er samt alveg reddí þannig séð nema það er eftir að þrífa hana. Hrikalega langur tími að þrífa einn hlut?
Kíktum í Toys'rus og skoðuðum allt dótið sem henni finnst æði, hún átti líka að velja jólagjöf handa Oddnýju systir sinni Erlu. Reyndar var ég búin að velja það eða reyndi að benda henni á einn ákveðin hlut en það kom sko ekkert annað til greina en playmo eheh!! Það var ekki það sem ég var búin að velja en hún stóð hörð við það og að sjálfsögðu fékk hún að ráða. Hún veit að systir sín elskar playmo og vill greinilega bara gefa henni það sem hún veit að hún verður ánægð með, well ég veit þær báðar yrðu ánægðar með sokkapar. Ótrúlega gaman að sjá hvað hún var samt hörð við það sem henni langaði að gefa henni.
Við erum farin að sá miklar þroskaframfarir hjá Þuríði minni, hún er farin að sýna meiri tilfinningar en áður. Vanalega hefur hún ekki verið að sýna miklar tilfinningar enda ö-a erfitt ef maður er uppdópaður hálfan sólarhringinn. En í dag eru miklar framfarir. Æðislegt að horfa á.
Hún er reyndar dáltið þreytt þessa dagana, meira en venjulega. Þó hún taki sinn dýr yfir daginn er einsog hún nái ekki að ná þeirri þreytu úr sér og er alveg þreytt frammað kvöldmat eða þanga til hún fer aftur að sofa fyrir nóttina. Hún er einmitt núna nýkomin frammúr en við mæðgur ákváðum að vefja okkur inní sængina saman og kúrðum þar í klukkutíma, best í heimi að kúra sem fastast við börnin sín og alltaf þarf hún líka að leiða mig. Ótrúlega notanlegt.
Núna er hetjan mín að horfa á Shrek en hún fékk að velja sér einn cd tilefni dagsins og ætli hún horfi ekki á það þanga til við förum í leikskólann og náum í hin og mín mun kanski reyna læra oggupínu en það eru nú ekki nema tvær vikur þanga til ég er komin í rúman mánaðar jólafrí. Víííí!! Hef einmitt mikið verið að pæla í því hvort ég eigi að taka fleiri fög eftir áramótin en í þessu fjarnámi sem ég er í á ég að taka fjögur fög einsog ég er í núna, æjhi þegar manni gengur svona vel langar manni alltaf í meira en kanski yrði það of mikið? Veit ekki?
Eigið góða helgi kæru lesendur og takk kærlega fyrir fallegar hugsanir, verst að maður þarf að komast að því að eiga veikt barn til að vita hvað það býr gott fólk á þessum klaka. Þið eruð yndislegust.
Enda þessa færslu á Heilræðavísum eftir Hallgrím Pétursson.
Ungum er það allra best að óttast Guð, sinn herra, þeim mun viskan veitast mest og virðing aldrei þverra. Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska Guð og gerðu gott, geym vel æru þína. Foreldrum þínum þéna af dyggð, það má gæfu veita, varast þeim að veita styggð, viljirðu gott barn heita. Hugsa um það helst og fremst, sem heiðurinn má næra; aldrei sá til æru kemst. sem ekkert gott vill læra. Lærður er í lyndi glaður, lof ber hann hjá þjóðum, hinn er ei nema hálfur maður, sem hafnar siðum góðum. Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra, en þursinn heimskur þegja hlýtur, sem þrjóskast við að læra. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geymdu þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Lítillátur, ljúfur og kátur , leik þér ei úr máta; varast spjátur, hæðni, hlátur, heimskir menn sig státa. Víst ávallt þeim vana halt: Vinna, lesa, iðja; umfram allt þó ætíð skalt elska Guð og biðja. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.11.2007 | 13:30
Misskilin?
Æjhi ég fékk alveg sjokk þegar ég las kommentin mín, ætlaði reyndar ekkert að blogga í dag þar sem orkan er ekki alveg til staðar en fannst þurfa þess eftir að ég las kommentin frá ykkur. Til að byrja með langar mig að senda ykkur endalaus knús og þúsund þakkir fyrir fallegar hugsanir, maður verður oft orðlaus yfir því hvað maður býr á góðu landi.
Enn það er eitt sem ég held að þið hafið misskilið, sko kúkalabbinn hjá Þuríði minni er ekkert að dreifa sér ef þið hélduð það (allavega ekki svo við vitum). Mig langaði bara ekkert að tala um það hvað væri að hrjá hana þessa dagana fyrr en það væri komið 100% á hreint, stundum kanski segir maður of mikið, allt sem maður hugsar og talar aðeins í kringum hlutina.
Hún er í smá rannsóknum þessa dagana vegna þess hún var farin að hegða sér öðruvísi en hún hefur gert og mín var farin að hafa áhyggjur af henni útaf því og að sjálfsögðu kanna læknarnir allt sem hrjáir hana. Ég hélt kanski að hún væri með blöðrubólgu sem væri kanski bara besta lausnin en það er víst ekki en það fannst eitthvað í þvaginu hjá henni sem átti ekki að finnast þannig hún þarf meiri rannsóknir. Blóðprufur? Hitta sérfræðing? Þetta munum við vita allt eftir helgi þegar við erum búin að vinna rannsóknavinnuna okkar fyrir læknanna en við þurfum að "rannsaka" smávegis fyrir þá. Vonandi kemur það í ljós eftir helgi hvað er að hrjá hana sem er reyndar ekki alveg nógu gott.
Annars voru myndirnar frá síðustu myndatökum hjá henni að fara til læknis okkar í Boston (skurðlækninn) en hann er búinn að vera bíða eftir þeim frá síðustu myndatökum. Ekkert viljað vinna í þessu fyrr en hann fær þessar í hendurnar. Það er nefnilega ekki hægt að gera aðra aðgerð nema æxlið minnki X mikið, við erum reyndar ekkert bjartsýn á að það sé búið að minnka það mikið að það verði hægt en aldrei að segja aldrei. Hún er alltaf að koma á óvart. Læknirinn hefur líka alltaf talað um það að það væri best að gera þá aðgerð fyrir sex ára aldurinn og það eru nú bara sirka hálft ár í það. Við vitum líka að við getum treyst þessum lækni 100%, ef hann segist ekki geta gert aðgerð þá trúum við honum og ef hann segist geta það þá vitum við að það yrði áhættunnar virði því hann gerir ekkert sem gæti skaðað hana. Hann er ekkert einsog sumir læknar í Ameríkunni sem gera aðgerð BARA til að gera aðgerð og hugsa ekkert um hvort það geti skaða einstaklinginn eðurei. En þessar fréttir fáum við væntanlega í næstu viku.
Er ekki í miklu bloggstuði þessa dagana en langaði bara að koma þessu frá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.11.2007 | 09:22
Þetta er skítt
Þá er eitthvað komið úr prufunum hennar Þuríðar minnar Örnu sem við tókum í gærmorgun, hvursu mikið á að reyna á þennan kropp? Það fannst eitthvað en við vitum ekki alveg hvað eða ég ætla ekkert að fara koma með einhverjar "ágiskanir" frá doktorunum fyrr en þetta er komið 100% í ljós. Það þarf víst einhvern sérfræðing í þettta dæmi og væntanlega þarf hetjan mín að fara í fleiri test, taka blóð og svona. Vonandi heyrum við meira í dag um þetta mál en það er oft erfitt að ná í þessa sérfræðinga? Skil ekki afhverju það er oft svona erfitt, ég meina eru þeir ekki að vinna uppá spítala og á þá ekki að vera auðvelt að ná í þá?
Hetjunni minni langar annars að fara fá mömmu-dag og að sjálfsögðu fær hún hann, ætlum að knúsast saman á föstudaginn. Þurfum nefnilega líka að stússast aðeins, ætlum að fara skila hjólastólnum hennar og fá almennilega kerru handa henni þar sem við eigum ekki neina stóra handa henni en við fáum það allt í gegnum TR. Jeij þeir gera þó eitthvað fyrir mann. Okkur finnst hjólastóllinn ekki vera nógu góður fyrir hana þar sem hún er oft fljót að þreytast og þá þarf hún að leggja sig en það er ekki hægt í stólnum. Þurfum að fá eitthvað sem hún getur "notið þess" að vera í og þarf að geta hvílt þreyttan kropp.
Hún á dáltið erfitt þessa dagana og mér finnst erfitt að senda hana á leikskólann. Henni langar svo að vera bara kúra með mömmu sinni en þar sem ég er að fara í próf verð ég að senda hana þangað fyrst að hún hefur orku í það en búin að lofa þeim systrum að eftir 5.des verða kanski nokkrir mömmu-dagar fyrir þær. Hún er líka frekar þreytt, æjhi þetta er skítt. Þetta allt saman tekur svo mikið á þennan litla kropp og það er erfitt, þetta er erfiðast í heimi. Mikið vildi ég að ég ætti eina ósk. Ótrúlega sárt að geta ekkert gert nema bara bíða og sjá. Bwaaaaahhhhh!!
Ætli ég haldi ekki bara áfram að bíða. Er núna að bíða eftir næstu niðurstöðum og væntanlega fleiri rannsóknum. Hvað er málið með allar þessar biðir í þessum "brannsa"? Hvernig er hægt að láta fólk bíða svona? Óþolandi!!
Hérna er svo hetjurnar mínar tvær í tívolíi á Spáni sem er þeirra uppáhald, ef Þuríður mín fengi að ráða þá myndi hún búa í tívolíi eheh!! Sjáið líka hvað þær eru kátar báðar tvær, aukabarnið lengst til vinstri er bara einhver sem við þekkjum ekki. Svoooo gaman að sjá þær svona kátar og hressar sem er því miður ekki alltof oft.
Eigið góðan dag......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
20.11.2007 | 12:05
Maður á ekki að þurfa standa í þessu
Í þrjú ár eða síðan Þuríður mín veiktist höfum við þurft að reyna berjast fyrir réttindum okkar, það sogast úr manni öll orka að þurfa reyna fá peninga hér og þar en samt ekkert að fá því engan rétt eigum við. Hvers eiga fjölskyldur að gjalda fyrir það að einhver veikist innan hópsins? Það er alveg nóg fyrir okkur að þurfa hugsa um veika barnið en ekki þurfa líka að ganga á milli stofnanna og ath hvort við eigum ekki einhvern rétt? Svo er starfsfólkið á flestum þessum stofnunum svo ótrúlega leiðinlegt og greinilega hundleiðist í vinnunni, það er ekki einsog maður sé að leika sér að koma þangað til að ath hitt og þetta. Maður fær ofsalega leiðinlegt viðmót og það er ekki alveg það sem maður er að leita að, mér finnst alveg jafn leiðinlegt að mæta þangað og starfsfólkið finnst leiðinlegt í vinnunni. En mér finnst samt að fólk eigi að vera glaðlegra og taka betur á móti manni. Ég hef unnið vinnu sem ég þarf að halda andliti alveg sama hvursu kúnninn er leiðinlegur þá þarf ég að vera liðleg, ALLTAF. Leiðinlegasta stofnun sem ég hef þurft að sækja sem er alltof oft er Tryggingastofnun þar leiðist fólki svo mikið í vinnunni eða það hlýtur að vera því þar hef ég nánast aldrei fengið glatt fólk sem hefur tekið á móti mér því verr og miður. Reyndar er dáltið langt síðan ég hef þurft að sækjast þangað þannig það gæti verið komið nýtt starfsfólk sem finnst gaman að þjóna manni? Ég veit ekki?
Síðustu vikur hef ég verið að gera umsókn í vinnumálastofnun til ath hvort ég eigi einhvern rétt sem ég veit að ég á ekki en það sakar aldrei að spurja. Okkar vantar laun, okkar vantar pening til að borga reikninga en ekkert fær maður en vonandi breytist það á nýju ári. En ég sendi e-mail á eina ágæta konu þarna sem sér um sem tengist langveikum börnum til að ath stöðuna og þess háttar og bjóst alls ekki við að fá gott viðmót en þessi ágæta konu sem mig langar að nafngreina heitir Unnur svaraði mér um hæl og í morgun hringdi ég í hana og hún var ofsalega nice og svaraði mér öllu sem ég vildi fá svör við. Svona eiga þessir starfsmenn að vera, við erum ekki að leika okkur í þessu kerfi, okkur finnst þetta ekki gaman. En mig langar að hrósa þessari ágætu konu fyrir frábær vinnubrögð sem meira að segja gaf mér upp gemmsanúmerið sitt ef ég vildi fá að vita eitthvað meira. Þvílík og önnur eins þjónusta. Hún fær mitt hrós í dag sem maður fær víst alltof sjaldan.
Ég veit alveg að það hafa það margir miklu verr en við peningalega séð en það eru kanski líka aðrar ástæður fyrir því hjá þeim einstaklingum en ég veit það að þetta þyrfti ekki að vera svona hjá okkur. Oft hugsar maður hvernig væri þetta EF? Ég gæti verið að vinna og fengið ágætis laun well ég myndi allavega frekar viljað að blóta yfirmanninum mínum fyrir léleg laun en að vera í þessari stöðu sem við erum í dag. Hvað þetta væri lovely ef ég þyrfti ekki að hugsa mig um ef ég færi í kringluna og sæi flotta kjólinn sem mig hefur dreymt um í margar vikur (dreymir samt ekkert um neinn kjól) og gæti bara keypt hann án þess að hugsa en í staðin að þurfa á að naga á mér allar neglurnar og hugsa hvort ég gæti borgað hann næstu mánaðarmót eða bara setja hann á visa-rað. Það er hundleiðinlegt að lifa svona enda kaupi ég mér aldrei föt nema um daginn en þá átti ég gjafabréf frá því ég átti afmæli í sumar, búin að spara þau þvílíkt lengi.
Ég er ekkert að biðja ykkur um að vorkenna okkur en svona er ö-a lífið hjá mörgum fjölskyldum langveikra barna jú eða einstaklingum sem eru veikir það hafa nefnilega mjög fáir efni á því að veikjast og missa allavega 20% af tekjum sínum eða jú alveg einsog ég og margir aðrir. Þetta er hrikalegt kerfi sem er vonandi að breytast eða ég vona það allavega svo heitt og innilega. Mesta orkan fer í svona rugl.
Fór annars með smá í ræktun í morgun útaf Þuríði minni uppá spítala og núna bíður maður bara eftir svörum. Leiðinlegast og erfiðast er að bíða.
Ætla að fara fá mér eitthvað snarl og svo kallar lærdómurinn áður en ég næ í börnin í leikskólann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.11.2007 | 21:28
Þuríður Arna
Þuríður Arna mín er þreytt þessa dagana, þarf að sofa mikið og er mjöööög fljót að þreytast. Veit ekki alveg afhverju því hún ætti að vera farin að venjast stækkuninni af krabbalyfjunum sem var stækkað fyrir tveim vikum eða svo. Er að fara með smá í ræktun frá henni í fyrramálið uppá spítala því við erum ekki alveg ánægð með stöðuna hjá henni sambandi við eitt og þá verður að sjálfsögðu allt tjekkað og skoðað vel hjá hetjunni minni. Vona bara að allt komi vel út, krossa alla putta og tær.
Á erfitt með einbeita mér að lærdómnum þessa dagana sem er kanski ekki alveg nógu gott því það er alveg að nálgast próf sem ég hef kanski engar áhyggjur af en vill bara fá tíurnar mínar en ekki áttur. Er líka farin að vera ofsalega þreytt "aftur" og það fer ofsalega í mig en ég held að það sé ö-a núna því ég hef smá áhyggjur af hetjunni minni sem mér finnst alltaf vera grennast meira og meira sem hún má ekki við. Æjhi þessar breytingar á henni síðustu daga eða viku(r).
Er svo tóm þessa dagana, þrái svo margt sem ég veit að ég fæ ekki. Finnst þetta bara svo ósanngjarnt og erfitt. Fengum líka slæmar fréttir á föstudaginn, hetjan sem ég var búin að biðja ykkur að biðja fyrir dó eftir hetjulega baráttu af krabba kúkalabba. Alltof margir sem falla fyrir þessu andskota (afsakið) bæði ungir og gamlir og mér finnst það ótrúlega erfitt og verður alltaf erfiðara og erfiðara, það er aldrei hægt að venjast að lifa í þessu litla þjóðfélagi sem við lifum í. Megið kveikja á kerti fyrir fjölskyldu þessa unga drengs sem dó, endilega notið kertasíðuna hennar Þuríðar minnar Örnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.11.2007 | 12:48
Geggjað

![]() |
Icelandair býður börnum með krabbamein í skemmtiferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
99 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar