16.3.2010 | 12:46
Hvers á hún að gjalda?
Þuríður Arna mín elskar að hreyfa sig, hún elskar nánast flestar íþróttir og þarf á mikilli örvun á að halda. Hún þarf að æfa fín- og grófhreyfingar þar sem hún kemur ekkert ofsalega vel útur því "prófi". T.d. í haust langaði henni svo að fara æfa fimleika þannig ég fór að sjálfsögðu fyrst í fimleikafélagið (þar sem systkinin hennar æfa) og langaði að koma henni að þar en fékk það bara í hausinn að það væri ekki í boði fyrir hana að æfa hjá þeim, jú vegna þess hún þarf á smá stuðning á að halda og ég vill heldur ekki setja hana í hóp með heilbrigðum börnum svo henni finnist hún ekki minnimáttar því hún getur ekki helminginn af því sem þau gera. Ég var samt búin að frétta að þar æfði barn sem þurfti á stuðning á að halda sem var meir að segja á hennar aldri en NEI hún mátti ekki koma til þeirra og auðvidað var ég svekkt því bæði Oddný og Theodór eru að æfa hjá þeim. Jú ég er alveg tilbúin að fylgja Þuríði minni hvert sem er en að sjálfsögðu vill ég líka leyfa henni að vera án mín og njóta þess að vera innan um önnur börn án þess að mamman er að skipta sér af.
Þá ákvað ég að snúa mér að fimleikafélaginu Gerplu og þar eru þau með tíma einu sinni viku fyrir krakka sem eiga við einhverja þroskahömlun að stríða, þar eru frábærar stelpur að þjálfa krakkana og erum þeim til stuðnings. Ég tek að ofan fyrir þeim en það er samt einn galli þetta er "bara" einu sinni í viku en Þuríði minni langar svo að vera miklu oftar, þetta dugar henni ekki. Það er mikill áhugi hjá henni, henni langar svo að vera einsog Oddný systir sín sem er frekar efnileg (þó ég segi sjálf frá). Nota bene mér finnst þetta frábært starf hjá þeim þó svo mig langi í meira eða þar að segja Þuríði minni en það er bara ekki í boði.
Ég man fyrir nokkrum árum þá kom það alveg í fréttunum því það var eitt fótboltafélag í borginni sem var að bjóða æfingar fyrir fötluð börn, afhverju er það svona fréttnæmt? Á þetta ekki bara að vera sjálfsagður hlutur? Nei ég bara spyr? Mér finnst það bara sjálfsagt því hvers á Þuríður mín að gjalda eða hin börnin sem eru í sömu sporum og hún? Já mér finnst þetta ósanngjarnt þó svo sumum finnist það ekki.
Ætla að enda færsluna mína af einni af Oddnýju minni sem missti sína fyrstu tönn í gær, frekar stollt og ánægð:
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara alveg furðulegt því það er ekki eins og það séu fá börn sem þurfa á einhverju "sérstöku" að halda!!!
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 16:04
Þarna sérðu Áslaug mín,því miður.
Íþróttir er ekki leikur,skemmtun né forvarnarstarf hvað þá uppbyggingarstarf fyrir þá sem minna geta:(...Bara harkan sex og full keppni,og ef getan er lítil(takmörkuð),eða þú mætir ekki einn og einn tíma færðu sparkið,ef kemst inn:(:(..En nóg kosta þessi sportæfingar,rugl:(
En tek að ofan fyrir Gerplu:)þó ekki sé nema einn tími á viku hjá þeim...
Áfram svo:)
Halldór Jóhannsson, 16.3.2010 kl. 20:30
Gæti ekki verið meira sammála, almenn íþróttafélög ættu ef allt væri eðlilegt að bjóða öllum börnum upp á íþróttastarf og þann stuðning sem til þarf án þess að það væri svo merkilegt að það kæmi í fréttunum.
Freyja Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 21:29
Vona svo sannarlega að Þuríður komist oftar í fimleika en einu sinni í viku.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.3.2010 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.