17.3.2010 | 17:56
Útaf færslunni minni í gær...
Í gær var ég frekar ósátt við það hvað það væru fáar íþróttir í boði fyrir Þuríði mína og að hún hefði ekki verið velkomin í fimleikafélagið sem systkin hennar væru að æfa í þar sem hún þurfti smá stuðning á að halda. Sem ég varð frekar leið yfir því jú þetta var mikill draumur hjá Þuríði minni að æfa fimleika sérstaklega hefði henni fundist flott að æfa með sama félagi og systkin hennar, þó svo hún verði aldrei einhver stjarna í fimleikum þá finnst henni þetta æðislega skemmtilegt og mér finnst líka aukaatriði hvort hún ætti eftir að ná eitthvað langt, það á bara að ganga jafnt yfir alla. Þuríður mín getur t.d. ekki farið í handahlaup eða staðið á höndum en það er bara vegna lömunareinkennar en henni langar samt svo að geta það enda horfir hún á Oddnýju systir sína gera það alla daga hérna inní stofu og finnst ennþá skemmtilegra að fá að horfa á hana á æfingum.
Allavega ég fékk ofsalega skemmtilegt símtal í dag sem ég bjóst að sjálfsögðu ekki við því ég nefndi ekki fimleikafélagið hérna í færslunni, fannst það algjör óþarfi enda þó svo ég hafi verið ósátt við viðbrögðin sem ég fékk fyrst frá þeim þá er þetta frábært félag og Oddný og Theodór ofsalega ánægð þar og við foreldrarnir líka en ég varð ennþá glaðari eftir símtalið sem ég fékk í dag. Jú þar hringdi íþróttafulltrúinn í mig og tilkynnti mér það að Þuríður Arna mín væri meira en velkomin til þeirra og var ofsalega hissa á viðbrögðunum sem ég fékk fyrst í vetur frá þeim en það var ekki hún sem ég talaði við þá. (sá starfsmaður er hættur) Hún byrjar hjá þeim á föstudaginn og verður 2x 50mín og ekki bara það en hún mun líka fá stuðning frá þeim ef hún þarf þess en vonandi þarf hún ekki á þeim að halda og getur verið "ein" að æfa sem er náttúrlega bara draumur ef það verður. Þið hefðuð samt átt að sjá gleðina á andlitinu á Þuríði minni þegar ég tilkynnti henni að hún væri að fara æfa með félaginu sem Oddný er að æfa með (það er sko aðal) hvað þá að annar tíminn sem hún mætir í er á svipuðum tíma og hún æfir líka (sko Oddný). ...og þegar ég sagði henni að hún fengi að fara 2x í viku þar varð hamingjan ennþá meiri.
Já ég skal segja ykkur það að það þarf ekki mikið til að gleðja litla hjartað hennar Þuríðar minnar en mitt hjarta sló ennþá hraðar við þessar fréttir og ég vil þakka fimleikafélaginu enn og aftur fyrir þetta. Að sjálfsögðu á að ganga jafnt yfir alla einsog þau vilja sé gert hjá sínu félagi. Hér ríkir allavega mikil hamingja og hetjan mín fer ennþá hamingjasamari í háttinn í kvöld og verður ö-a að spurja á hálftímafresti næstu tvo daga "hvenær hún fær eiginlega að fara á fimleikaæfingu?".
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábærar fréttir og upp með þumlana fyrir þessu fimleikafélagi
Ragnheiður , 17.3.2010 kl. 18:16
Mikið eru þetta frábærar fréttir. Gefði hetjunni knús í tilefni af þessu
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.3.2010 kl. 18:19
ég eiginlega táraðist yfir þessari færslu. Já það þarf ekki mikið til að gleðja lítið hjarta ... sem er samt svo stórt.
Berglind (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 19:00
Frábært að heyra...:)
Halldór Jóhannsson, 17.3.2010 kl. 21:06
Yndislegt, þvílíkur gullmoli sem þið eigið, hún á sko eftir að verða fimleikastjarna þessi stelpa í framtíðinni!
Eyja (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 22:53
Frábært að heyra þessar fréttir.
Margrét (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 19:46
Frábært.
Þrgerður (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 19:48
SNILLLLLLD!!! :D
Sigrún - ókunnug :) (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 23:49
Frábært, til hamingju með þetta og smá gleðitár með, fyrir ykkar hönd.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 17:20
Ohh hafði misst af þessari færslu :) En sit hér í vinnunni með tár í augunum af gleði :) Gæsilegt og glæsilegt að félagið skuli hafa brugðist svona við :)
R (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.