Leita í fréttum mbl.is

Sex ár á morgun

Á morgun eru komin sex ár síðan Maístjarnan mín veiktist fyrst, ætla ekkert að rifja upp þennan dag eitthvað sérstaklega þar sem ég hef gert það áður hérna.  Er löngu farin að þrá veikindalaust líf og henda áhyggjunum útí buskan en það er víst ekkert í boði og fáum víst aldrei að upplifa þann draum "aftur" þar sem tegundin af æxlinu er þannig.

Það styttist óðum í næstu rannsóknir og ég er hætt að hvílast á nóttunni vegna áhyggja, ég er gangandi vofa flesta daga.  Rannsóknirnar verða sem sagt 9.nóv en helgina á undan látum við stóra draum stjörnunnar minnar rætast einsog ég hef sagt áður og ég get ekki beðið.  Er að reyna hugsa frekar um drauminn en næstu rannsóknir en það gengur frekar erfiðlega.

Eiginmaðurinn búinn að vera í vinnuferð í Boston í nokkra daga en kemur heim í fyrramálið og akkurat þegar hann fer í burtu leggst ég að sjálfsögðu í gubbupest og ég verð nú að vera hreinskilin þá er það ekki það auðveldasta í heimi að vera með þessa pest og hugsa um fjögur stykki og þegar eitt þeirra er líka með pestina.

Ætla núna að leggjast undir sæng með börnin og horfa á imbann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff!! Prófa orkudrykki og mega mega dekur, það lagar ekki mikið en kannski magapestina.

Gangi ykkur vel.

Hulda Magg Elínardóttir (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 19:45

2 Smámynd: Ragnheiður

æj það er nú ekki skemmtileg pest ! Mér dettur ekki í huga að óska þér til hamingju með þennan minnisvarða...*hrollur*

Hafðu það gott

ég hlakka til að heyra um drauminn :)

Ragnheiður , 24.10.2010 kl. 20:57

3 identicon

Batakveðjur og bíð spennt að heyra um drauminn. ;)

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 22:37

4 identicon

Ég var að lesa færlsuna þar sem þið fóruð á fundinn erfiða og hú hugsaðir hver hefur lifað af illkynja heilaæxli. Og talaðir um allar slæmu sögurnar og ekki kraftaverkin.

Svona til að vonandi róa hugann langar mig að segja þér að ég á frænku sem var með mjög stórt æxli við heila þegar það loksins uppgötvaðist. Það eru örugglega 5 eða 6 ár síðan þetta var og æxlið var skorið og geisla og lyfjameðferð fylgdi í kjölfarið að ég held.

Þessi kona er lifandi í dag og stundar sína vinnu sem hún gerði áður.

Langaði bara að koma með eina kraftaverkasögu, þær berast svo mun minna út en þessar slæmu.

Guðmunda (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 23:28

5 identicon

Get ekki ímyndað mér hvernig er að vera búin að standa í veikindunum í 6 ár. Þið eruð hetjur!

Í gær voru 2 ár síðan ég fékk að vita hversu veikur strákurinn minn er og ég hef síðan þá þráð veikindalaust líf, sé ekki fram á það nærrum strax en ... eins og ég segji þá eru bara komin 2 ár hjá okkur... Þið eru duglegust!

Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 07:49

6 identicon

Kæra nafna

Þið mæðgurnar eruð svo miklar hetjur,  Hún Þuríður er bara kraftaverk ekkert annað og þú svona dugleg í öllu sem þú gerir, er ekki að skilja alla þessa orku, það er einhver (eða einhverjir) þarna

uppi sem eru að passa upp á ykkur heldur betur.

Eigið þið öll bara góðan dag og næstu daga

hugsa til ykkar á hverjum einasta degi þó svo ég þekki ykkur

ekkert

kærleikskveðja

Áslaug (ókunnug)

Áslaug Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 10:05

7 identicon

Kær ádáendakveðja í húsið.

Hópurinn örugglega fallegur undir sænginni, verra ef tveir eru gubbandi.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 11:25

8 identicon

Leitt að heyra með gubbupestina ofaní allt hitt.  Hugsa alltaf sterkt til ykkar.  Bið fyrir ykkur og hetjunni ykkar. 

Emma Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 01:54

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kveðja af norðurlandi.

Sigurður Haraldsson, 27.10.2010 kl. 00:05

10 identicon

Sendi þér orku.

kveðja Dagný (ókunnug)

Dagný (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband