29.10.2010 | 16:24
...
Ég er oft búin að ætla koma hingað og "drita niður" nokkrum línum en ég er bara búin að vera gjörsamlega tóm og er en reyndar. Það er mikill kvíði í gangi vegna verðandi rannsókna, Maístjarnan mín kvartar undan verkjum í baki og neitar að sofa í rúminu sínu þar sem henni finnst það vont. Við erum nýbúin að kaupa rúm handa henni svona "fullorðins" þar sem Hinrik mínum vantaði nýtt fyrir sig, keyptum það reyndar "bara" í Rúmfatalagernum ódýrt og fínt en hún er engan veginn að fíla það svo kanski á endanum þarf hún eitthvað fullkomnara og dýrara, veit það ekki? Það á að segulóma bakið á henni um leið og höfuðið (9.nóv)vegna þess hvað hún kvartar mikið sem er ekki eðlilegt.
Allir hressir og kátir, leikhús-helgi framundan þar sem við fjölskyldan ætlum að skella okkur öll saman. Hinrik minn á leiðinni í sína aðra leikhúsferð og ég hlakka mikið til að sjá hvernig hann verður í þessari ferð. Styttist líka hratt í draum Maístjörnu minnar sem ég get hreinlega ekki beðið eftir. ....sem betur fer eru líka skemmtilegir hlutir framundan svo maður getur aðeins gleymt sér.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hugsa alltaf til þín og þinna
Ragnheiður , 29.10.2010 kl. 16:58
Úff.. leiðinlegt að heyra að hún sé með verki í bakinu :(
vona að þið náið að gleyma ykkur aðeins yfir skemmtileguhlutunum og að þú náir að hvíla þig aðeins þó það sé erfitt:)
Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 19:19
Fylgist alltaf með blogginu þínu og hetjulegri baráttu ykkar.
Krossa fyrir ykkur alla fingur og vona að þið fáið góðar niðurstöður þann 9.nóv.
kv
ókunnug.
Helga (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 21:24
Verum bjartsýn - góða helgi
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.10.2010 kl. 22:08
Eigið góða helgi!
Vona svo innilega að þið fáið góðar niðurstöður eftir segulómunina!
Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 20:35
Það er eins og alltaf Áslaug, maður fyllist endalausri aðdáun við að lesa línurnar þínar.
KJARKUR VONIR TRÚ er það sem einkennir þig en samt ótti sem sannarlega er ekki skrýtið, en við trúum og treystum að okkar stúlka sé ekki með mein í baki og sæki í mömmu og pabbarúm af góðum og gildum ástæðum og noti nýja rúmið sem ástæðu.
Þið og ÞÚ eruð endalaust frábær. Ég sendi til ykkar allt það besta og fallegasta sem hægt er að senda í línum til ykkar allra, engla og kærleikskveðjur
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 10:13
Mikið fær maður stóran hnút í magann við að lesa þetta allt Áslaug, svo að ég get vel skilið að ykkar kvíðahnútur sé stór.
Krossa líka fingur fyrir ykkur og vona og bið um góðar niðurstöður úr rannsóknunum á HETJUNNI MIKLU :-)
Hlakka líka til að heyra/lesa um draum skvísunnar.
Hafið það sem allra allra best!!!
Kærar kveðjur frá DK
Begga Kn. (ókunnug) (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 12:32
Guð veri með ykkur kæra fjölskylda í hetjulegri baráttu ykkar.
Sæunn ókunnug (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.