6.3.2011 | 11:56
Andsk..... helv....
Ég vissi það, um leið ég fer að monta mig hvað það gengur vel með Maístjörnuna mína þá kemur bakslag. Arghh!! Á fimmtudaginn fékk hún stóran krampa, ég hafði að grípa hana áður en hún varð hálf meðvitundarlaus, gríðarlega erfitt að horfa uppá hana þjást svona. Ég sé það alveg orðið á augunum hennar hvað hún er hrædd í krampanum. Hún varð gjörsamlega útslegin eftir krampann enda frekar stór eða sá stærsti sem hún hefur fengið síðan síðasta sumar og svaf líka í tvo tíma eða þá þurfti ég að vekja hana. Hún fékk svo annan um kvöldið. HELV..... Við fórum svo í sumarbústað um helgina og þar fékk hún annan sem var frekar lítill en mikið ofsalega verður maður hrædd þegar hún byrjar á þessu hvað þá svona oft, æxlið er greinilega ennþá að þrýsta á. Svo grætur maður einsog ég veit ekki hvað yfir henni í krampanum og eftir hann og svo er það hún sem er að hugga hann. Ótrúlega ósanngjarnt allt saman.
Við áttum annars ofsalega góðan tíma í sumarbústaðnum um helgina ásamt foreldrum mínum, systir minni og fjölskyldu hennar þó svo að hann Hinrik minn væri kominn með hlaupabóluna (uppgvötaðist í sumarbústaðnum) en hann varð heldur ekkert sáttur að hann fengi ekki að fara í pottinn og skildi auðvidað ekkert í því.
Já það reynir mjög mikið á mömmuhjartað þessa dagana einsog ég sagði það er gífurlega erfitt þegar hún er að fá þessa krampa en annars líður henni sæmilega.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Áslaug og þið öll,
hræðilega var erfitt að lesa þetta með krampana hennar Þuríðar Örnu, maður er svo vanmáttugur þegar barnið manns er í því ástandi og ég skil reiði þína vel. Gott samt að þið áttuð góða helgi saman þrátt fyrir allt, nauðsynlegt að geta skipt um umhverfi þótt allt sé í skralli.
Vona svo að þið getið notið komandi daga og úðað í ykkur bollum og öllu því sem tilheyrir!
Ég kveiki að sjálfsögðu áfram á kertinu hennar Þuríðar Örnu á hverjum degi og hef hana í bænum mínum.
Endalausar baráttukveðjur af Skaganum, Helga Arnar.
Helga Arnar (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 13:37
Þetta er erfiðara en orð fá lýst ,ég bið og vona að núna sé það bara bati fyrir Þuríði Örnu
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 14:02
Elsku litla snúllan, mikið er á hana lagt og ykkur
Hjartanskveður
Sigga (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 14:02
Æi leiðinlegt að heyra það:( Ekkert ömurlegra en horfa uppá börnin sín þjást. Sendi ykkur bara risaknús og vona að þessu fari að linna:(
Kristín (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 15:07
Æ, hvað ég finn til með ykkur!
Er viss um að ég myndi líka gráta ef ég sæi barnið mitt krampa svona og með hræðslu í augunum.
Nei, það er ekki lítið á ykkur lagt og miðað við allar aðstæður þá eruð þið alveg ótrúlega hörð af ykkur.
Held áfram að vona að þetta fari að snúast í betri átt.
*knús*
Svandis Ros (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 17:10
Leiðinlegt að heyra að skvísan sé farin að krampa. Sendi ykkur mína bestu strauma og baráttuþrek.
Vonandi fara fleiri kraftaverk að gerast hjá ykkur og hún losni við þessi ósköp.
ókunnug (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 19:56
Er alltaf öðru hvoru að fylgjast með. Leiðinlegt að heyra um þessa krampa. Sendi batakveðjur og góða strauma til ykkar allra. Kveðja Guðný
Guðný E. Einarsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 20:12
Leiðinlegt að heyra um krampana. Það væri óskandi að þeir hættu sem fyrst. Knús á ykkur öll.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 22:07
Æi, hvað þetta var leiðinlegt að lesa. Einhvern veginn er það samt þannig að maður má ekki láta heyrast þegar eitthvað gengur vel, þá breytist það samstundis Ég veit hvað það er erfitt að horfa á barnið sitt í krampa og finn svo innilega til með ykkur. Vonandi er þetta eitthvað sem hættir sem allra, allra fyrst. Sendi ykkur alla mína batastrauma og vona innilega að bráður komi betri fréttir! Knús á línuna, Ásdís
Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 23:17
æ en hræðilegt. Hugsa til ykkar
Anna Kristín (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 00:07
Ósköp er erfitt að lesa þetta, við ætluðum alveg í hina áttina. Við förum í hina áttina en kannski bara smá hægar en við ætluðum okkur
Knús elskurnar
Ragnheiður , 7.3.2011 kl. 07:09
Þetta er sorglegt, eins og það var bjart framundan,,,, en við trúum því að það verði enn bjartara handan við hornið.
kv gþ
gþ (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 10:27
Kæra fjölskylda
Ég fékk sting í hjartað að lesa þessa færslu. Það sem lagt er á hetjuna Maístjörnuna. Sendi baráttukveðjur til ykkar allra. Frábært að þið hafið átt góðan tíma í bústað í faðmi fjölskyldunnar.
Bið guð að vernda maístjörnuna og óska þess innilega að ástandið fari nú að lagast. það er búið að leggja nóg á Maístjörnuna.
Baráttukveðjur !!
Þórdís (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 10:30
Elsku fallegu duglegu þið öll
Að mömmuhjartað skuli ekki vera alveg í maski eins og það fær að finna til er eitt kraftaverkið, og ömurlegt að stjarnan skuli hafa fengið þess slæmu krampa
Já gráttu, argaðu, gargaðu, bölvaðu allt sem þú þarft til að fá útrás fyrir þessi sáru vonbrigði og kvöl af því að þurfa að horfa upp á hana þjást svona. Því ég veit fyrir víst að þess á milli þakkar þú Guði og englununum fyrir það góða sem gerist.
Sendi eins og alltaf kærleik og risaknús í hús
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 14:43
knús til ykkar allra
Guðrún unnur þórsdóttir, 7.3.2011 kl. 16:16
Mömmuhjörtum er stundum boðið upp þá þvílíkt álag að það hálfa væri nóg. Sendi þér orku og kærleika
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.3.2011 kl. 17:16
Krampar eru ógeð og að horfa upp á barnið sitt fá harðan krampa er ábyggilega helvíti... sendi hlýja strauma
Bylgja (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 18:54
Hey þú þarna uppi ? er þetta ekki orðið gott..... það væri fínt að fara að fá bata í hús handa henni Þuríði. Hugsa til ykkar kæra fjölskylda.
Berglind (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 20:06
sendi knús á ykkur kæra fjölskylda og hugsa til maístjörnunnar ykkar
kveðja
Kristín
Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 20:32
Ég sendi knús og góðir straumar til ykkar.
Auður Lísa (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 08:40
sendi ykkur góða strauma og knus i hús
kv tóta
Þórunn helga garðarsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 18:35
Vonandi að þessir fjandans krampar fari að heyra sögunni til. Þið eruð ótrúlega dugleg öllsömul. Dóttir mín er veik núna og ég var einmitt að hugsa til þín í dag, og alla foreldra langveikra barna. Hvernig þið farið að þessu er ótrúlegt. Það er ekki hver sem er sem gæti staðið sig svona vel eins og þú ert að gera. Þú ert ótrúleg mamma. Sárt að heyra hvað þið þurfið að þjást. Það hlýtur að fara að birta til hjá ykkur.
Kv. Sigrún Þóris
Sigrún Þórisdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 20:27
Baráttuknús.....
Jóhanna (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.