18.4.2011 | 10:27
Hausverkur.is
Maístjarnan mín er búin að vera kvalin í höfðinu síðustu daga, verkjatöflurnar gera lítið sem ekkert fyrir hana. Hún leggur sig flesta daga enda orkan ekki uppá sitt besta, við fórum í fermingarveislu í gær og ég var dáltið kvíðin fyrir henni því maður veit aldrei hvernig formi Maístjarnan mín er í dag eða á morgun en stúlkan naut sín bara í botn og kvartaði lítið sem ekkert. En núna er hún búin að taka inn sína fyrstu verkjatöflu og ætlar að leggja sig þó svo hún sé nývöknuð. Við ætlum líka að hringja í doktor Óla á eftir og ath hvort það sé ekki hægt að lina verkina hennar eitthvað, það er ekki hægt að hafa kvalda í höfðinu alla daga þá eru nú sterarnir betri lausn. Sterarnir eru greinilega að renna vel af Maístjörnunni minni og þrýstingur að myndast í æxlinu fyrst að hún er svona kvalin alla daga. Hvort vil ég vera vakandi flestar nætur með henni, búandi til mat eða hafa kvalda í höfðinu alla daga?? Engin spurning hvort, ég get sofið síðar.
Það er reyndar smá "vandamál" með svefninn hennar þar sem hún neitar að sofa í rúminu sínu, finnst það vont og sefur þá bara á gólfinu í staðin. Við keyptum nýtt rúm handa henni í haust þar sem Hinrik var að komast í "fullorðinsrúm" og fékk hennar og við ákváðum að vera ekkert að kaupa eitthvað of dýrt og fórum "bara" í rúmfatalagerinn ENN oft er ekki gott að reyna spara eitthvað í svona kaupum kemur bara í bakið á manni síðar greinilega. Við þurfum sem sagt að kaupa aftur rúm handa og þá eitthvað "lúxus" svo hún fái nú almennilegan svefn og þjáist ekki í líkamanum.
Hún er orðin rosalega spennt fyrir páskunum, systkinin voru reyndar ekki sátt þegar við sögðumst ætla að kaupa "bara" páskaegg nr.4 handa þeim, þeim fannst það einum of lítið svo því var breytt. Fjölskyldan okkar beggja megin ætlar að koma til okkar um helgina og við ætlum öll að spila bingó, krakkarnir elska það og við líka að sjálfsögðu. Við ætlum annars að hafa notalega og skemmtilega páska, allt verður ákveðið hvernig líðan Maístjörnunnar minnar verður.
Svo styttist óðum í afmæli Blómarósarinnar, hér eru niðurtalning í gangi og mikill spenningur.
En annars erum við á leiðinni uppá spítala, vonandi að hitta doktor Óla og svo er ég með páskabingó fyrir krakkana á leikstofunni, fékk Audda og Sveppa til að vera bingóstjórar. Að sjálfsögðu fá strákarnir frí eftir hádegi í leikskólanum, hitta stjörnurnar sínar og spila bingó. Fullt af páskaeggjum í vinning, ásamt miklu meira þökk sé flottum fyrirtækjum .
Eigið góða daga, við ætlum að reyna njóta þeirra einsog við getum.
XOXO
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
253 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, hvað er leiðinlegt að heyra um litlu Þuríði.
Vonandi getur Doktorinn eitthvað hjálpað.
Sendi ykkur alla mína bestu strauma.
Hafið það sem allra best.
Bata og kærleikskveðjur.
Halla fr.
Halla Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 10:45
Kærleikskveðjur til ykkar allra.
Þorgerður (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 16:16
Kristín (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 17:33
knús til ykkar allra
Guðrún unnur þórsdóttir, 18.4.2011 kl. 17:40
Knús og kærleikur til ykkar allra
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.4.2011 kl. 19:03
Knús á ykkur elskulega fjöls...
Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 19:35
knús til ykkar allra
kv Dagbjört
Dagbjört jakobsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 20:20
Æ hvaþ það er sorgelgt að Dúllan sé svona kvalin i höfðinu..Allar góðar vættir vaki yfir ykkur öllum.. Gleðilega páska og góða skemmtun með bingóið..
hrafnhildur Jóhannsd (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 23:58
Kærleikskveðja til ykkar og gleðilega Páska.
Ragnheiður , 19.4.2011 kl. 07:15
Ég keypti afskaplega góða yfirdýnu í Ikea í vetur. Hún heitir Sultan Tafjord og hér er slóðin á hana. Má nota hana með venjulegri dýnu.
http://www.ikea.is/products/8203
Hún er ekkert mjög ódýr en ótrúlega góð og lagar sig að líkamanum.
Batnaðarkveðjur!
Olafia Z (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 17:02
Dugleg, dugleg, dugleg. Þið eruð svo endalaust dugleg.
Jóhanna (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 22:05
Bataknús, kveiki á kerti fyrir ykkur öll.
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 08:49
HAHAHAH, auðvitað var páskaeggjastærðinni bara breytt :) Kannast við þetta af mínu heimili :)
Vildi óska ykkur gleðilegra páska og vonandi getið þið notið lífsins og gert skemmtilega hluti og átt góðan tíma saman.
bestu kveðjur
Kristín S
Kristín S (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 13:41
Elsku fallega stórfjölskylda
Á síðasta vetrardegi segi ég gleðilegt sumar og í tilefni komandi páskafrís segi ég líka gleðilega páska.
Bið Guð að gefa að þið getið notið þessara frídaga, eins og ykkur er einum lagið. Og að STJÖRNUNNI okkar líði vel, og auðvitað ykkur öllum.
Risastórt knús til allra í húsinu ykkar.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 18:10
Elsku "þið öll" !
vona að þið eigið góða, skemmtilega og verkjalausa páskahelgi framundan sem þið getið notið með stórfjölskyldunni
Baráttu-kærleiksknús til ykkar
Sigrún og co (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 18:42
Kæra fjölskylda
Vonandi eigið þið yndislega páskahelgi.
Kveðja - Helga
Helga (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 19:32
hæhæ
æ leiðinlegt að heyra þetta , vonandi hefur læknum tekist að gera einhvað fyrir hana .
Nú það eru á fleirri bæjum sem er verið að kvarta yfir stærðini á páskaeggjum hehe :)
Vona að þið eigðið skemmtilega og verkjalausa páskahelgi
kærleiksknúskveðjur til ykkar og eigði gleðilega páska
kveðja að austan
Dagrún (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 21:11
Gleðilegt sumar og páskar. Sendi ykkur baráttukveðjur. Vonandi gengur ykkur vel í baráttunni og hún Þuríður hafi betur
Guðný Elísabet Einarsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 15:21
Sæl Áslaug. ég er búin að vera erlendis í 1 viku og lítið komist í tölvu. Svo nú nú varð ég að kíkja og sjá hvernig þið hefðuð það. Leitt með höfuðverkinn. Vona að þið eigið yndislega páskahelgi. Gleðilega páska og gleðilegt sumar, kæra fjölskylda.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.