Leita í fréttum mbl.is

Maístjarnan mín

Stundum skil ég ekki Maístjörnuna mína en ef hún veit að við erum alveg að fara uppá spítala þá telur hún niður dagana og sefur varla á nóttinni vegna spennings.  Þrátt fyrir að hún veit að hún á að fá sprautu þá gæti henni ekki verið sama, hún er að fara hitta fólkið sitt uppá spítala.  Hún elskar að vera þarna sem ég á oft erfitt með skilja en ég held að það sé bara ein ástæða - fólkið sem er að sinna henni er æðislegt og henni líður ofsalega vel í kringum það.  Við erum einmitt að fara þangað í dag til að fá eitt stk sprautu og hún er svoooo spennt að hálfa væri miklu meir en nóg og hún er svo "heppin" að henni finnst að fá þessa ákveðnu sprautu mánaðarlega næstu kanski tvö ár.  Læknarnir gætu ekki hitt afslappaðra barn en hana, hún sest í stólinn hjá þeim, lyftir upp bolnum sínum þar sem "brunnurinn" hennar er til að fá sprautuna og fylgist vel með.  Gæti næstum því látið hana fara sprauta sig sjálfa.  Hún elskar líka að vera á leikstofunni þar sem held ég fullkomnustu og frábærustu leikskólakennarar vinna, vávh þessar konur ættu að fá orðuna.  Gefa hverju einasta  barni mikla athygli hvort sem það eru veiku börnin eða systkinin þeirra.

Maístjörnunni minni líður annars ágætlega þrátt fyrir að vera oft þreytt en við heilbrigða fólkið erum líka oft þreytt.  Hún er reyndar að átta sig því að vera ekki einsog jafnaldrar sínir þar að segja geta ekki sömu hluti og þau og mega ekki eins mikið og þau og það er ofsalega sárt því það getur tekið á taugarnar.  Auðvidað skilur maður það enganveginn og svo horfa líka á yngri systir sína sem getur miklu meir en hún.  Hún samt öfundast ALDREI útí systkinin, hún samgleðst þeim ALLTAF einsog ef Blómarósin er að keppa og gengur vel þá er það hún sem er stolltust þrátt fyrir að langa líka gera/geta einsog hún.

picture_019.jpgHestakonan mín mætt í sjúkraþjálfunina sína.

 

 

 

 

 

 

 

 

picture_031.jpg

 

Hún elskar að vera inní þessum hring og fara ótrúlega hratt.

 

 

 

 

 

 

 
Sjúkraþjálfunin á hestum er alveg að verða búin og við eigum eftir að sakna hennar enda mjög skemmtileg tilbreyting.

Eigið góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er ekkert smá dugleg.    Takk sömuleiðis Áslaug, njótið helgarinnar í botn.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 10:01

2 identicon

Já eigið góða helgi öll

Stórt knús í hús

Sólveig (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 15:25

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já það má segja að þið séuð heppin með hvað hún tekur þessum sprautum vel...en ekki öfugt....
Hú er engri lík..
Góða helgi.. 

Halldór Jóhannsson, 9.3.2012 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband