12.3.2012 | 19:06
Þreytt á að "leika hetju"....
Það hlaut að koma að þeim degi að Maístjarnan mín nennti ekki lengur að "leika" hetju eða vera dugleg. En hún þurfti að fá sprautu sem má ekki sprauta í "brunninn" hennar og hún varð gjörsamlega brjáluð og harðneitaði að fá sprautuna svo það varð að halda minni konu og það fór alveg með mömmuhjartað og ég er strax orðin kvíðin fyrir næstu svona sprautu.
Hún er líka farin að neita að fá lyfin sín "þetta eru bara ógeðsleg lyf og ég nenni þessu ekki lengur". Hún er orðin orðin svo leið og pirruð á þessum veikindum og langar svo að lifa sem eðlilegast sem hún þekkir því miður ekki en horfir á systkinin sín og langar að sjálfsögðu að vera einsog þau. Þetta er orðið erfitt og þessi kafli í lífi okkar er orðinn full langur - ég sem er alltaf að bíða eftir næsta kafla sem á að vera svoooo góður. Hún er líka rosalega þreytt þessar vikurnar, á erfitt með að hvíla sig á næturnar og já ég er líka orðin þreytt á þessu - virkilega þreytt á líkama og sál. Hvenær er kemur að góða og skemmtilega kaflanum? Það er greinilegt að við þurfum að fara búa okkur til eitthvað til að hlakka til.
Annars var Gull-drengurinn okkar að missa fyrstu tönnina sína og það er nátturlega mjög merkilegt svo tannálfurinn kom í heimsókn til okkar um helgina.
Ég er líka rosalega stollt af þessari síðu: https://www.facebook.com/pages/F%C3%B6studags-kj%C3%BAklingar%C3%A9ttir-%C3%81slaugar/132713156806763 eða "föstudag-kjúklingaréttir Áslaugar. En ég var að fá styrktaraðila sem eru Holtakjúklingar svo núna get ég einbeitt mér af því að gera "like-ara" (sem eru rúmlega 5400) mína ánægja og halda áfram að matreiða nýja kjúklingarétti.
En þetta er uppáhalds kjúklingasalatið mitt - mexíkanskt. Endilega kíkið á síðuna mína ef ykkur finnst gaman að elda kjúklingarétti og langar í góðar uppskriftir - finnið þær allra allra bestu á síðunni minni.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært hjá Holtakjúlla! Væri ekki slæmt að eiga eitt stykki svoleiðis á kantinum :)
Nú er heldur betur komin tími á stjörnuna ykkar að líða vel, ekki það að henni líði eitthvað illa með ykkur stuðboltana í kringum sig eins og styttur áranna. Þið eruð öll hetjur
knús frá Akureyri
Helga Kristín (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 20:15
Elsku stelpan...kærleiksknús.....
Til hamingju með Holta-kjúlla síðuna þína...
Þeir fá hrós fyrir að styrkja þig...já nú verður enn meir spítt í lófanna(eða kjúllann,heheh:)
kveðjur.
Halldór Jóh (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 22:21
Flott síðan hjá þér. Já þolinmæði getur ekki varað endalaust, litla krúsin. Auðvitað er hún búin að fá nóg, vonandi samt bara tímabil á undan sælutímanum sem allir biða eftir hjá ykkur :) Gangu ykkur vel.
Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 10:11
mikið er langt síðan ég hef kíkt hingað í heimsókn sé að ýmislegt er búið að vera að bralla:)
Æ litla hetjan ... veit að hún er sterk ..kærleiksknús til hennar
Vá til lukku með Holta...:)
kærleiksknús úr sveitinni þar sem við erum farin að bíða eftir vorinu sem er alveg að koma .... :)
Dagrún (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 15:15
Æ,snúllan litla sendi henni bænir og orkustrauma. Fínir kjúklingaréttirnir hjá þér, frábær síða :)
Kristín (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 16:42
Hver væri ekki komin með uppí kok af öllu þessu spítala - veikinda - dæmi. Alltaf eitthvað. Ekki ein stund sem hægt er að plana eitthvað fram í tímann. Já og horfa á jafnaldra sína fara fram úr sér. Já þetta er vont. En elsku besta Maístjarna nú fer vorið að koma og sólin og sumarið á næsta leyti og það mun verða besti tíminn þinn. Ég ætla allavega að trúa því og sendi þér orkustrauma.
Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 12:40
En gaman að þú fékkst styktaraðila í kjúklingaréttina :) Það er komin alvara í þetta hjá þér.
Sigrún Þórisdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 15:18
Þá er að gera það sem enginn gerir betur en þið, að taka á því, en Guð veit að ég skil að þið rennið út af því spori stundum og jafnvel oft.
Elsku litla hetjan pirruð og mamman með í maganum, ég hef aldrei skilið elsku duglega Áslaug að þú sért nokkurn tímann góð í honum já og ekki síður Skari og allir sem að henni standa. En eitthað er ykkur til verndar vonandi Guð og englahópurinn og þess vegna eruð þið ekki í maski,
Í Ipadinum eru engir kallar að senda þannig að ég sendi knús kalla med orðum, marga
Með kærleikskveðju frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.