28.3.2012 | 16:14
Fjórir krampar á dag koma EKKI skapinu í lag
Maístjarnan mín byrjaði daginn á því að krampa eða fékk tvo í morgunsárið og var virkilega hrædd í krömpunum en Blómarósin mín var ekki langt undan einsog venjulega svo hún var ekki lengi að taka utan um hana og leyfa henni að finna fyrir sér. Milli níu og tíu þá héldum við að krampa-hrinan væri yfirstaðin þá ákváðum við að kíkja í skólann en um leið og stigum fæti í skólann þá fékk hún þriðja krampann svo við vorum ekki lengi að snúa heim og hvíla okkur enda alveg búin á því. Eftir hádegi þurftum við að fara á "teymis"fund útí skóla svo Maístjarnan mín kom með mér og fékk sinn fjórða krampa um leið og við stigum aftur fæti í skólann. Það var einsog ég hefði fengið alla þessa krampa þar sem ég er algjörlega búin á því - hvernig ætli þá Maístjörnunni minni líði? Það er virkilega erfitt þegar "ástandið" er svona og einsog ég hef sagt milljón sinnum "vávh hvað við erum farin að þrá venjulegt líf án allra veikinda".
Ég og Maístjarnan mín vorum á tjattinu í fyrradag þegar hún segir við mig "mamma mig hlakkar til að vera unglingur". Ég:"nú afhverju?" Þuríður: "jú því þá verður krabbameinið farið". Mjög sérstakt en ég vona svo sannarlega að hún hafi rétt fyrir sér og haldi áfram að gefa "skít" í það sem læknarnir segja "að þetta verði eilífðarbarátta hjá henni".
Annars kom bara gott útur heilaritinu sem Gull-drengurinn minn fór í þetta er sem sagt "bara" night terrors sem hann er að fá sem er reyndar alveg nóg en mikill léttir. Night terrorið er virkilega erfitt að horfa uppá en auðvidað verður hann algjörlega búinn á því líka enda álagið mikið á systkinum Maístjörnu minnar.
Blómarósin mín (7 ára) er líka mjög viðkvæm þessar vikurnar en gengur ROSAlega vel í fimleikunum - kom mjög stollt heim í gær og tilkynnti mér að hún er farin að æfa fjórða þrepið og gerði arabaflikk-flikk (tvöfalt) svo það er ofsalega gaman að sjá að hún getur gleymt sér þar þrátt fyrir að vera stundum erfitt að fara á æfingar en það er bara vegna þess að hún vill dáltið vera hjá mér.
Við erum orðin frekar spennt fyrir páskunum sem við ætlum að nýta í að vera saman og gera eitthvað skemmtilegt. Ætlum reyndar að byrja á föstudaginn en þá er fjölskyldan okkar með "árlegt" páskabingó heima hjá okkur - ótrúlega skemmtilegt - krakkarnir eru allavega rosalega spennt. Svo verð ég að sjálfsögðu með mitt "árlega" páskabingó uppá barnaspítala í næstu viku og er ótrúlega þakklát fyrirtækjunum sem styrkja mig í því - bara flott og vegleg páskaegg sem inniliggjandi börn geta unnið og systkin þeirra.
Ég er ekkert í svakalegu stuði þessar vikurnar að blogga mikið - stundum koma bara þessar vikur að maður er of þreyttur til þess einsog núna.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bið englana að vera með ykkur og gefa ykkur styrk Gleðilega Páska
Friður Petursdottir (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 16:43
Æ hvað er leiðinlegt að heyra með blessaða
litlu frænku.þið eruð öll hetjur.Svo dugleg.
Vona að Guð gefi ykkur betri heilsu.
hjartans kveðjur.
Halla.
Halla Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 18:01
Alltaf jafn erfitt að lesa svona færslu frá þér. Ég er alveg viss um að Hetjan hafi rétt fyrir sér að krabbameinið verði farið þegar hún verður unglingur....ég bið bara fyrir því að það verði miklu fyrr.
Vonandi eigið þið yndislega páska.
Trú, von og kærleikur - Helga
Helga (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 20:30
Byrja á að segja að ég er óskaplega glöð að heyra að það er ekki alvarlegt með Theódór þó óþægilegt sé það engu að síður.
En ömurlegt með Stjörnuna að hún skuli fá þessa fj.... krampa, því það skil ég 100% að er mjög erfitt að horfa uppá fyrir ykkur, og ekki skrítið að þú sér eins og þú hafir fengið hann sjálf á eftir, og trúlega hin systkynin líka,
Sendi ykkur öllum stórt knús
Sólveig (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 12:13
Gott að heyra frá þér, það er nú ekki skrítið að þú sért þreytt eftir öll þessi átök.Sendi ykkur skærgular páskakveðjur með ósk um að þið eigið góða daga. kv gþ
gþ (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 20:06
Langaði bara að senda ykkur RISA KNÚS og orkustrauma :*
Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 00:45
Hvíldu þig Áslaug, þetta er svo mikið álag á þig. Hjartans knús á ykkur öll. Ég vildi óska að þessir ljótu krampar hættu bara !
Ragnheiður , 1.4.2012 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.